Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 16
DJOÐVnilNN Laugardagur 22. mal 1976 IJmrnæli Jóns Oddssonar: Engin viðbrögð 1 ööru slðdegisblaðanna i gær lætur' Jón Oddsson hrl. réttar- gæslumaöur Sævars Ciecielskis hafa eftir sér einhverjar hörðustu ásakanir á réttarkerfið iflandínu og fleiri aðila, sem maður hefur lesið i dagblaði. Hann ásakar sakadóm Reykjavikur um aö vera vanmegnugan að rannsaka fjármálahlið Geirfinnsmálsins og segir að i þessu máli sé um „mafiu” að ræða sem nái inni allt kerfi rikisins, skipulagða „mafiu” segir Jón og spyr hvort rikisstjórnin geti við hana ráðið. Segir Jón m.a. að stór hluti máls- ins sé tengdur inni embætti lög- reglustjórans i Reykjavik. Þá segir hann og að hann hafi rök- studdan grun um að einangrun fanganna i Geirfinnsmálinu hafi Framhald á bls. 14. Aðalfundur Dagsbrúnar í Iðnó kL 2 á sd. Aðalfundur Dags- brúnar er á morgun, sunnudag, í Iðnó og hefst kl. 22. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarmál. Aðalfundir Dagsbrúnar eru að jafnaði mjög fjölmennir og fjörugar og miklar umræður þykja sjálf- sagðar. Eins og efna- hagsástandið og kjör verkafólks eru í dag má búast við að ekki bregði út af venjunni í þetta sinn. Islensk réttarvernd Hefur blaða- útgáfu Félagið Islensk réttarvernd hefur nú hafið útgáfu blaðs sem ber sama heiti og félagið. Verður þessu 1. eintaki dreift ókeypis i hús hér i Reykjavik og út um landsbyggðina. 1 þessu blaði er að finna greinar um félagið og starfsvettvang þess og verkefni eftir fjóra af stjórnar- mönnum félagsins: Braga Jósefsson formann, Ingu Birnu Jónsdóttur varaformann og þá meðst jórnendur Sigvalda Hjálmarsson og séra Sigurð Hauk Guðjónsson. Einnig er i blaðinu fjöldi aug- lýsinga, m.a. margar frá verka- lýðsfélögum og -samböndum. Segir Bragi i einni grein sinni að verkalýðshreyfingin hafi sýnt mikinn áhuga á stofnun félagsins og viðgangi þess og hafa verka- lýðsfélög um allt land tekiö að sér dreifingu blaðsins á sinum félags- svæðum. Eins og er hefur félagið ekki haft bolmagn til að koma sér upp eigin skrifstofuaðstöðu en nú er unnið að þvi af alefli að koma á fót lögfræðilegri upplýsinga- og þjónustuskrifstofu fyrir almenn- ing. Slikt fyrirtæki kostar fé og eru þeir sem vilja styrkja þetta málefni hvattir til að senda fjár- framlög til félagsins, annaö hvort i pósthólf 4026 eða á póstglró- reikning 40260 I Reykjavik. —ÞH v-i'* ' Wsm. *** jBKtKÍr ==: ' * ^ ■ Ifj - ÍHÍIif Ifiil t» i i *■ í f t*IIf II ■ 1J1 i ri 6■- ■ 1 i i i s ■ 1? jl 11111 |r . Hér má sjá hve illa farinn einn skúrinn I Torfunni er (Ljósm. S.dór) Húsin grotna niður á meðan að beðið er fjármálaráðuneytið á næsta leik, segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt Þeir sem fara um Amtmannsstíginn i Reykjavik hafa eflaust tek- iðeftir þvi að þak eins „Torfuhúsanna” er um það bil að brotna nið- ur, eins og myndin hér að ofan raunar sýnir. Við höfðum i gær sam,- band við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, en hún hún hefur verið einn aðal frumkvööull „Torfusamtakanna” svokölluðu og spurðum hana hvað væri að gerast I málinu. Guörún sagði að Torfusamtökin væru tilbúin að gera nákvæm'a úttekt á Torfunni, um leið og fjármálaráðuneytið hefur tekiö ákvörðun i málinu. Þaö má þvl segja að fjármálaráðuneytið eigi leik, nú eins og raunar frá byrjun, sagði Guðrún. Hún sagðist vera vongóð um að það yrði ofaná að varðveita húsin. Almenningsálitið hefur verið að breytast I þessu máli og sagðist Guðrún vera þeirrar skoðunar að meirihluti fólks óskaði eftir þvi að húsin yrðu varðveitt. — En meðan fjármálaráðuneytið tekur ekki ákvörðun og ekkert er hægt að gera nema biöa, liggja húsin undir stórfelldum skemmd- um, sagði Guðrún. Benti hún á að ljóst væri að endurbyggja þyrfti húsin við Skólastræti, þau væru svo illa farin, en af þeim eru fyrir- liggjandi teikningar, þannig aö hægt verður að byggja þau ná- kvæmlega eins og þau voru. —S.dór Blaðberahappdrœtti Þjóðviljans: Færeyja- ferðin kom á nr. 281 KRON-málefni rædd í borgarstjórn Málefni Kaupfélags Reykja- vfkur og nágrennis komu tii um- ræðu á borgarstjórnarfundi i fyrrakvöld, en þá var utan dag- skrár bent á það fjárhagslega tjón, sem borgin óhjákvæmilega veröur fyrir vegna þeirrar stirfni yfirvalda aö leyfa ekki KRON aö koma upp stórmark- aöi til bráöabirgöa viö. Sunda- höfn, og lcitt hefur til þess, aö þaö hefur fengiö lóö undir slfkan markaö I Kópavogi. Alfreö Þorsteinsson (B) vakti máls á þessu utan dagskrár á borgarstjórnarfundinum þeim hinum siðasta. Taldi hann að fjárhagstjón borgarsjóðs yrði verulegt þar sem hann missti af aðstöðugjöldum slikrar versl- unar. Þá taldi hann uggvænlegt hversu mörg fyrirtæki heföu á siðustu misserum flutt starf- semi sina burt úr borginni og nefndi til Trésmiðjuna Viði, Skeifuna og fl. aöila. Borgarstjórinn, Birgir tsl. Gunnarsson, sagðist ekki harma það, að KRON skyldi hafa fengið lóð I Kópavogi, en mótmælti þvi jafnframt að það hefði ekki fengið aðstöðu við Sundahöfn vegna fjandskapar borgarstjórnar, heldur hefði veriö um það að ræða að brjóta ekki skipulagsreglur, sem giltu fyrir höfnina, en þaö taldi hann að gerst hefði, ef KRON hefði fengið bráðabirgðaaðstööu til svo sem 5 ára við Sundahöfn. Sagðist borgarstjóri slðan hafa haldið að ætlun KRON heföi ekki veriö aö koma sér upp bráöabirgöaaöstööu viö Sunda- höfn, heldur heföi þaö hugsaö sér aö vera þar til frambúöar. Markús örn Antonssonsson (D) sagði að Sundahöfn væri gerð fyrir „hafsækna” starf- semi, og önnur starfsemi þar en sú, væri óeðlileg. Sagði hann siðan að fróðlegt væri að fá úr þvl skorið innan tlðar hvort KRON hyggðist byggja á lóð þeirri, sem þaö hefði fengið I nýja miðbænum. Adda Bára Sigfúsdóttir (G) lagði áherslu á það, að aðstað- an, sem þurft hefði við Sunda- höfn, heföi ekki veriö ætiuö nema sem bráöabirgöaaöstaöa meöan borgin væri aö ganga svo frá málum I nýja miöbænum aö KRON gæti hafist handa viö byggingu þar. Hvort svo sú að- staða, sem koma ætti upp i Kópavogi yröi bráöabirgðaað- staða eða ekki yrði tlminn aö leiða I ljós, en þangað heföi KRON þurft að leita eftir aö umleitan eftir lóðum og aðstööu i höfuöborginni hefðu ekki boriö neinn árangur. —úþ t gær var dregiö á ritstjórnar- skrifstofum Þjóöviijans i blaöa- berahappdrættinu. Aðal- vinningurinn, Færeyja- ferð með ' Fiugfélagi Islands og vikudvöl þar meö blaðamanni kom á miða nr. 281. Segulbands- tæki kom á miða nr. 104. Útvarps- tæki á miða nr. 605. Fimm veg- legar bækur komu á miða númer 546, 312, 240, 776 og 581. Fimm vinningar voru vöruúttekt hjá Sport og komu þeir á miða nr. 180, 265, 219, 567 og 500. Loks var dreg- iö um fjórar hljómplötur og komu þær á miða nr. 259, 528, 583 og 213. Björn Þór Reynisson, Blöndu- bakka 14, sem borið hefur út Þjóðviljann I vetur i Breiðholtinu að minnsta kosti sex mánuði, þvl hann átti rétt á fjórum miðum, dró út vinningana I Blaðbera- happdrættinu að viðstöddum talið frá vinstri: Eið Bergman, fram- kvæmdastjóra Þjóðviljans, Hall- dóri Péturssyni, afgreiðslu- stjóra og Svavari Gestssyni, rit- stjóra. Vinningshafar eru vinsam- legast beðnir að snúa sér til af- greiðslustjórans, Halldórs Péturssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.