Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. maí 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Greinin er að mestu byggð á riti Félagsmálaráðuneytisins 1942, sem Jón Blöndal ritstýrði, og nefnist „Félagsmál á íslandi” A þessu ári eru liðin fjöru- tiu ár frá þvi lög um alþýðu- tryggingar voru sett hér á landi og þrjátiu ár frá þvl að lög um almannatryggingar tóku giidi. Þessir lagabálkar eru vafalitið I hópi þeirra merkustu, sem settir hafa veriö á þessari öld, og voru árangurinn af þrotlausri réttindabaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar og stjórn- málaflokka, sem börðust fyrir hag alþýöu. Sú barátta var ekki sfst háð gegn for- dómum og úreltum hugsun- arhætti ihaldsaflanna í land- inu. Þegar þess er gætt hvaða þýðingu þessilög hafa haft fyrir allan almenning i landinu er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði I sam- bandi við þau. Almanna- tryggingar eru beinlinis hornsteinninn að því að hægt sé að byggja upp jafnréttis- og lýðræðisþjóðfélag. Enn eru þær langt þvi frá að vera fullkomnar, en samt sem áð- ur heyrist sá söngur enn, að of mikið fjármagn fari til þessara þarfa. Eru þar á ferðinni postular þeirra vel settu I þjóðfélaginu, sem auka vilja slfellt við einka- neyslu og draga úr sam- neyslu. 1. mai framan af öldinni var krafan um alþýðutrggingar á oddinum valda. Viöa erlendis hafa slik tryggingarsamlög náð mikilli út- breiðslu, en hér var þátttakan ýmsum erfiðleikum háö og frem- ur litil, til dæmis I sjúkrasamlög- unum. Alþýðutryggingar hér á landi voru eins og sjá má af framan- sögðu næsta ófullkomnar og komu að litlu gagni fram til þess tlma, er lögin um alþýðutrygg- ingar voru sett. Sjúkratryggingar náðu aðeins til örfárra einstakl- inga, ellistyrkimir voru mjög skomir við nögl, einungis slysa- tryggingin hafði verulega þýö- ingu fyrir verkafólkiö i heild. Embættismannastéttin var betur sett. Frá því 1855 hafði verið i gildi tilskipun um elli- og örorku- tryggingu embættismanna rikis- ins og maka þeirra, og árið 1921 em stofnaðir lifeyrissjóöir em- bættismanna og barnakennara og ekkna þeirra. Með lögunum um alþýðutrygg- ingar, sem gengu i gildi 1. april 1936, varö algjör bylting I is- lenácri alþýðutryggingalöggjöf og framkvæmd hennar. An efa var þar stigið eitt stærsta skrefið i islenskri félags- málalöggjöf fyrr og siðar. Slysa- tryggingar eru endurbættar vem- lega, sjúkrasamlög lögboðin fyrir nærri helming landsmanna og ýtt mjög undir stofnun þeirra, þar sem þau voru ekki lögboðin, lagð- ur grundvöllur að almennri elli- og örorkutryggingu, jafnframt komið á bráðabirgðaskipulagi sem tók mjög fram gömlu elli- styrkjunum, og loks vom I lögun- um ákvæði um atvinnuleysis- tryggingar, sem ekki komu til Alþýðutryggingalögin 40 ára Almannatryggingalögin 30 ára Alþýöutryggingarnar áttu sér ekki langa sögu á Islandi þegar löggjöf var sett um þær árið 1936. Það var ekki fyrr en rétt fyrir síð- ustu aldamót að hinn fyrsti visir til alþýðutrygginga nútimans verður til. Það var um leið fyrsti vísirinn til ellitrygginga. Með lög- um frá 11. júlí 1890 voru stofnaðir i öllum bæjum og hreppum lands- ins „styrktarsjóðir handa heilsu- biluöu og ellihrumu alþýðufólki”. Lögin ákváðu að öll hjú og lausa- fólk skyldu greiða 1 kr. karlmenn og 30 aura kvenmenn I sjóöina og skyldu þeir standa óhreyfðir á vöxtum i tiu ár. Að þessum tíma liðnum átti að úthluta hálfum árs- tekjum sjóðanna til heilsulitilla eða ellihrumra fátæklinga, sem ekki þáðu sveitarstyrk. Þessar upphæðir voru þó svo lágar að þær komu að litlu gagni, þar til löggjöfinni var breytt allmikið árið 1909 meö lögum um almenn- an ellistyrk. Elsta sjúkrasamlagiö hér á landi, sjúkrasamlag prentara, var stofnað árið 1897, og starfaði þangað til alþýðutryggingarnar tóku við áriö 1936. Sjúkrasamlag Reykjavikur var stofnað árið 1909, og var þá enn engin löggjöf tilum sjúkrasamlög. Fyrstu lögin um þau eru frá 11. júli 1911. Fram til ársins 1936, er lögin um alþýðutryggingar ganga i gildi, eru það aðeins slysatrygg- ingar sem verulega þýöingu höfðu fyrir landsfólkiö I heild. Þessi grein tryggingarstarfsemi náði fyrst verulegum þroska og útbreiðslu hér á landi, og hefur svo einnig verið viða erlendis. Eftir aö sjávarútvegur færðist I aukana og fór að verða langsam- lega veigamesti atvinnuvegur landsins fóru sjómenn að huga að slysatryggingum, enda tók sjór- inn háan toll af mannslifum á hverju ári. Fyrstu slysatrygg- ingarlögin voru kölluð „lög um lifsábyrgð fyrir sjómenn” og voru sett 10. nóvember 1903. Trygg- ingarskyldir voru aðeins islenskir hásetar, stýrimenn og skipstjórar á þilskipum er stunduðu veiöar hér við land. Einu bæturnar voru dánarbætur og var mannsllfið metið á 400 krónur greitt út með jöfnum árlegum greiðslum til eft- irlifandi vandamanna i fjögur ár. Sjómenn greiddu iðgjöldin að tveimur þriðju hlutum, en út- gerðarmenn aðeinum þriðja. Það var ekki fyrr en 1917 að sjómönn- um á smærri róðrarbátum var heimilað að tryggja sig. Þá var kominn fyrsti visirinn að frjáls- um slysatryggingum. Þá bætast llka við greiðslur vegna öroiku, 2 þúsund kr. fyrir fulla örorku og svo minnkandi, og minna en fimmtungs orkutap var ekki greitt. Enn voru dagpeningar ekki greiddir. 1925er næsti stóráfangi og þá er sjómannatryggingin gerð að al- mennri slysatryggingu sem náði til flestra verkamanna á sjó og landi að undanteknum landbún- aðarverkamönnum og þeim sem stunduðu flutninga og samgöng- ur. Ennfremur var frjáls slysa- trygging leyfð þeim verkamönn- um og eigendum fyrirtækja, sem ekki vargertaöskyldu aðtryggja sig. Sú aðalregla var llka tekin upp að áhættan hvQdi öll á at- vinnurekstrinum, og var honum skipt i áhættuflokka eftir þvi hvað áhættusöm vinnan var. Þá var bætt við dagpeningum, 5 kr. á dag, en þó ekki yfir 3/4 af kaupi, sem greiða mátti.ef sjúk- leiki vegna meiðsla varaði Haraldur Guðmundsson meira en fjórar vikur, I sex mánuði. Loks var slysa- tryggingunni skipt n i tvær deild- ir, iðntryggingu og sjómanna- tryggingu. Lög þessi og önnur, sem sett voru fram allt fram aö alþýöu- tryggingarlögunum, byggðu mestmegnis á frjálsum félaga- samtökum þeirra er vödu tryggja sig gegn þvi tjóni, sem veikindi framkvæmda fyrr en miklu siðar. Um svipaö leyti voru svo einnig sett lög um rlkisframfærslu sjúkra og örkumla, og standa þau I nánu sambandi við alþýðutrygg- ingarlögin. Með þessum lögum er Trygg- ingarstofnun rikisins sett á lagg- irnar og sérstakt Tryggingarráð, sem skera átti úr um' vafaatriði I sambandi við bótarétt. Trygg- ingarstofnunin átti upphaflega að starfa, i fjórum deUdum, slysa- tryggingar-, sjúkratrygginga-, eUi- og örorkutryggingadeild og I fjóröa lagi atvinnuleysistrygg- ingadeUd. Atvinnuleysissjóðirnir voru þó ekki stofnaðir eins og lög- in gerðu ráð fyrir og stofnunin starfaöi því I þremur deildum. Auk hinna eiginlegu alþýðutrygg- inga hafði Tryggingastofnun rík- isins á hendi stjórn lifeyrissjóöa embættismanna, barnakennara og ljósmæðra. Með alþýðutryggingarlögunum var ákveðiö að stofnaöur skyldi almennur elli- og örorkulífeyris- sjóður, er nefndist Lifeyrissjóöur Islands. Hann var undir stjóm Tryggingarstofnunarinnar og stóð undir elU- og örorkutrygg- ingum stofnunarinnar, með lán- um, en innheimti aðeins iögjöld og veitti engan llfeyri fyrstu árin. Framhald á bls. 14. Haraldur Guðmundsson var fyrsti forstjóri Tryggingar- stofnunar rikisins og verður hér á eftir gripið niður I formála, sem hann ritaði i Arbók Trygg- in g a r s to f nu n a r rikisins 1936—1939. Kaflinn er gott sýn- ishorn af þvi hvaða rökum bar- áttumenn fyrir alþýðutrygging- um beittu er þeir unnu að þvi að koma þeim á: „Langmestur hluti islensku þjóöarinnar er eignarlaus með öllu eða þvi sem næst. A þetta fyrst og fremst við verkalýös- stéttina i þess orðs venjulegu merkingu. Arið 1937 voru skatt- skyldar eignir þjóðarinnar (þ.e. eignir hærri en 5000 kr.) taidar alls um 131 milj. kr., en greið- endur eignarskatts votu aðeins 7818, eöa tæp 7% þjóðarinnar. En 1998 hæstu greiðendurnir eiga alls rúmar 82 milj. kr. M.ö.o.: 1,7% af þjóðinni á um 63% af öllum skattskyldum eignum hennar. Hjá öllu hinu eignalausa fólki er bilið milli bjargálna og bjargarleysis ör- mjótt. Eina eignin, eina verö- mætið er starfsorkan. En ef hún . bregst, er allt i húfi, dagleg af- koma og framtið fyrirvinnu og fjölskyldu. Starfsorkan getur glatast með ýmsum hætti, skemmri tlma eða lengri. Slys, sjúkdómar, ör- orka, atvinnuleysi, elli — allt vofir þetta yfir þeim, sem eignalausir éru og lifa á hand- afla sinum i annarra þjónustu. Og svipað má segja um mikinn þorra þeirra . sem I oröi kveðnu eiga ráð starfstækja sinna og hafa atvinnurekstur meö höndum, svo sem megin- þorra bænda, smáútgerðar- manna og iðnaðarmanna. Slys og sjúkdómar geta ávallt aö höndum borið. Auk atvinnu- missis leiðir af þeim mikinn kostnað, sem enn þá örðugra verður að bera, þegar tekjurnar bregðast samtimis. Dauði og ör- orka á starfsaldri svipta venju- lega konu og börn fyrirvinnu. Atvinnuleysiö gerir starfsork- una verðlausa fyrir verka- manninn, sem hvergi getur selt vinnu sina og ekki á eða hefur umráð starfstækja sinna. Og ellin sækir alla heim, sem henn- ar biða. Þessi stöðuga óvissa, áhyggj- ur og kvlði, i stuttu máli ör- yggisleysið, er næg ástæða til að spilla ánægju og lifsgleði jafnvel þeirra stunda, þegar vel eða sæmilega gengur. Megintilgangur alþýðutrygg- inga og opinberrar forsjár yfir- leitt er að vinna bug á þessu böli. Með þvi aö tryggja ein- staklingana gegn þvi að komast á vonarvöl vegna slysa eða sjúkdóma, eöa vegna þess að starfsorkan skerðist eða missist af öörum orsökum, er hinni þungu byrði öryggisleysisins af þeim létt. Og með þvi að tryggja þeim svo skjóta og góða læknishjálp og umönnun sem verða má er það tryggt, að starfsorkan missist siður og notist betur fyrir þá sjálfa og þjóðfélagið i heild. Engar skýrslur eru til um það, hve mörg mannslif og hve mikil starfsorka hafa glatast þjóðinni, af þvi að nauðsynleg læknishjálp og umönnun hefur ekki fengist, eða fengist of seint, en það er fullvist, að þar er um mikið tjón að ræða. Alþýðu- tryggingarnar eiga að afstýra þessu og vera þannig til hags- bóta bæði fyrir einstaklingana og þjóðfélagið. Tryggingar flestra annarra verðmæta eru fyrir löngu taldar sjálfsagðar, komnar i fast horf og jafnvel lögboðnar. Hús og skip eru tryggð gegn eldsvoða, sjótjón og hvers konar grandi, og sama er yfirleitt um vörur, lausa muni og verðmæti. Þegar þessa er gætt, er það næstum þvi furðulegt, hversu lengi hefur dregist að gera alvarlegar ráð- stafanir til þess að tryggja þá eignina, það verðmætið, sem mest á riður, starfsorkuna, og bæta missi hennar og afleiðing- ar þess, ef hún glatast af ástæð- um, sem hlutaðeiganda eru ó- sjálfráðar. Lögin um alþýðutryggingar frá 1936, ásamt siðari breyting- um og lögunum um striðstrygg- ingu sjómanna, eru tvimæla- laust fyrstu heildarráðstafanir (að slysatryggingunni undan- skilinni) i þessa átt á sviði tryggingamála, sem hér hafa verið gerðar og verulegs árang- urs má vænta af”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.