Þjóðviljinn - 26.07.1979, Qupperneq 7
Fimmtudagur 26. júil 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Um harðindi í náttúru og hret úr þingsölum,
formæhngar um landbúnad, óminn af
menningarlífinu, vandamálatískuna og fleira
þad sem yfir bændur gengur
Skúli Guðjon'sson,
Ljótunnarstöðum:
Miðsumarspunktar
ir i útvarpinu.
Þegar ég opna ritvélina i þeim
vafasama tilgangi, að festa á
blað eitthvert brot af þvl, sem
flogið hefir gegnum hugann sið-
ustu vikurnar, er Jðnsmessan
með sinni heilnæmu dögg að
baki og sumarið senn hálfnað.
Vorið 1979 mun áreiðanlega
verða ógleymanlegt hverjum
þeim er borið hefir ábyrgð á lifi
og heilsu einhvets búpenings.
Stritið
Hitt veröur og seint metið,
hvað vinnuþrælkun úr hófi fram
hefir gengið nærri þeim er I
þessu strlði hafa staðiö.
Við heyrum það oft I útvarp-
inu, að hinir og rþessir launa-
mannahópar eru aö barma sér
yfir óhóflegri vinnuþrælkun og
nefna þá stundum sem dæmi, að
vikuvinnan geti farið upp I allt
að fimmtlu vinnustundir. Von er
að mennirnir kvarti.
En margir bændur gætu
margfaldað þessa tölu með allt
að þremur og hafa þó ekki
kvartað.
Þó er vinnan ekki það versta
sem að harðærið hefir lagt á Is-
lenskt sveitafólk. Verra en
vinnuþrælkunin er hið andlega
álag, sálarstrlðið, sem fylgir
þvi, að vita ekki hvort að fram
úr rætist fyrr en allt er um sein-
an.
Hver hlýviðrisdagur vekur
nýja von, sem svo slokknar I
næsta kuldakasti.
En það er ætlan min, að vinn-
an, þrældómurinn, stritið, hafi
bjargað þvi sem bjargað varð af
andlegri heilsu sveitafólksins á
þessu vori.
Kaldar kveðjur
Það var meira blóð i kúnni.
Meðan bændur börðust við
norðanhriðar fyrir lifi fénaðar
slns skullu á þeim aðrir vindar
úr suðri, engu ónaprari, sem
voru mannanna verk.
Það voru kaldar kveðjur, sem
erfitt er að gleyma.
Naprastur reyndist þó sá
vindur, er þeir þingmenn mögn-
uðu upp, er gengu út af fundi og
frægt er orðið af endemum.
Með þessu tiltæki gátu út-
göngumennirnir hindrað, að
bændur fengju þá lánafyrir-
greiðslu, er þeir höföu vænst og
gat, ef raun hefði á orðið, létt
þeim eitthvað róðurinn I að-
steðjandi örðugleikum.
Þetta er þó enn hraksmánar-
legra sökum þess, að útgöngu-
mennirnir vissu, eða hefðu átt
að vita, hver vandi, jafnvel vá,
stóð fyrir dyrum bænda.
Þeir hefðu einnig áft að vita
það, að bændum hefði oröiö það
nokkur andlegur styrkur I sinni
hörðu baráttu að þingmenn
þjóðarinnar og rikisstjórn vissu
um vandræði þeirra og sýndu
þeim I verki þann samúðarvott,
að láta þeim fyrrnefnda fyrir-
greiðslu I té.
Auk fellibylsins mikla frá Al-
þingi, sem nú hefir verið nefnd-
ur, bárust okkur á þessari
þrengingatíö ýmsar smærri
vindhviöur að sunnan, einkum
frá Dagblaöinu og Alþýðublað-
inu.
Bændur eru aö vlsu orðnir
vænir köldum kveðjum frá
þessum blööum og hafa oftast
látið þær sem vind um yerun
þjóta. En á slðastliðnu vori
munu þær þó hafa komið venju
fremur illa viö þá og þaö af
ástæðum sem þegar hafa verið
nefndar.
Mér er I fersku minni Dag-
blaðsleiðari sem kom yfir okkur
I einu norðanhretinu. Höfundur
hans komst að þeirri niðurstöðu,
að i þessu landi væri engin gróð-
urmold, heldur freðmýrar.
Þetta er að visu mesta lygi,
sem ég hefi heyrt af prenti. Þaö
getur aö vísu komið fyrir einu
sinni á öld, að klaki fari ekki úr
jörð á einhverjum afmörkuðum
blettum, en það er i svo smáum
stil, að ekki er hægt að kalla allt
gróðurlendi freðmýrar af þeim
sökum. Eigi aö siður dregur
höfundur þá ályktun af þessari
uppgötvun sinni, að fyrst gróö-
urlendið væri ekki annað en
freðmýrar, þá væri ekki hægt að
stunda landbúnað I þessu vonda
landi.
Þetta var að visu vont, en hitt
var þó verra, aö höfundur virtist
vera innilega glaður og beinllnis
hlakkandi yfir þessari uppgötv-
un sinni, og honum hló auð-
heyrilega hugur i brjósti yfir
þvi, að hafa nú loksins fundið
vopnið, er gæti veitt landbúnaði
i þessu landi þaö sem hann
þurfti með, rothöggiö.
Ég var með útvarpstækið mitt
íbarminum, og var að bera hey
fram til kúnna þegar ég heyrði
þetta. Mér varð þáaöorði: Mik-
ill helvitis kjaftháttur er þetta.
Sem betur fór heyrði þetta eng-
inn, nema kýrnar og guð.
Líkkistunaglar
Þetta freðmýrahjal Dag-
blaðsritstjórans vekur upp ýms-
ar spurningar. Til dæmis, hvað
skyldu þau vera mörg þjóðlönd-
in á heimsbyggðinni, sem eru
laus við allar skráveifur og
nattúruhamfarir sem komið
geta illa viö landbúnaö þeirra?
Við heyrum að minnsta kosti
næstum daglega fréttir um
vatnsflóð, þurrka og mörg fleiri
náttúrufyrirbæri, sem valda
jafnvel hungursneyð og mann-
felli I stórum stil.
Og enn mætti spyrja, hvar I
veröldinni annarsstaöar en á ts-
landi, myndu fyrirfinnast slikir
hérvillingar, aö þeir legöu til aö
landbúnaður þjóða þeirra yrði
lagður I auðn, þegar hann verð-
ur fyrir hnekki sökum náttúru-
hamfara?
Enn mætti spyrja: Hvað eru
þau mörg þjóörlkin á þessari
jarökringlu, þar sem ekki er
stundaður landbúnaður I ein-
hverri mynd?
Fólk, sem byggir það land,
þar sem enginn stundar ræktun
né lifir af gróðri jarðar, getur
aldrei orðið þjóð, sist af öllu
sjálfstæö þjóö.
Þeir menn, sem I fávisi sinni
halda þvi fram, að leggja eigi
niður landbúnað á tslandi, eru i
raun að hafa uppi tilburði i þá
átt að smlða naglana I likkistu
sinnar eigin þjóðar.
Alþýðuflokkurinn
Landbúnaðarpólitik Alþýðu-
blaðsins virðist vera nokkuö á
annarri bylgjulengd en freð-
mýrapólitlk Dagblaðsritstjór-
ans.
Þegar maður heyrir páfugla
Alþýðuflokksins ræða um land-
búnað, lýsa þeir þvl yfir I tima
og ótima, að flokkur þeirra hafi
einn allra flokka i þessu landi
fastmótaða stefnu I þessu máli.
Svo koma langar orðræður um
það að hinir flokkarnir hafi ann-
að hvort enga stefnu eða þá
bandvitlausa stefnu.
Svo koma venjulega hjart-
næmar yfirlýsingar um, að
þessi ágæti flokkur með fast-
mótuðu stefnuna sé mikill vinur
bændanna og vilji að þeim liði
vel og að þeir hafi góðar tekjur.
Svo gerðist það I einu norðan-
hretinu I vor, að við sáum I
gegnum hriöina glytta i þessa
fastmótuðu stefnu. Stefnunni til
styrkingar var eitthvað vitnaö
þann fræga mann Reyni Huga-
son.
1 stuttu máli var hin fastmót-
aða stefnu Alþýðuflokksins fólg-
in I þvi að breyta þessum at-
vinnuvegi i verksmiðjurekstur.
Hvaö þessar landbúnaðarverk-
smiöjur skyldu verða margar
eða stórar var ekki nánar skil-
greint, og var það útaf fyrir sig
skynsamlegt, þvl við nánari út-
færslu myndu ef til vill koma
upp ýmsar spurningar, óþægi-
legar.
En bændurnir, sem hafa heyrt
þennan verksmiðjuboðskap
gegnum hriðarkófið, munu ef til
vill hafa spurt: Hvað verður þá
um mig, vesalinginn?
Menningarómur
Fleira barst okkur að sunnan
á þessari baráttunnar tlð, en
sviptivindar stjórnmálamanna
og blaöasnápa. Þar sem viö
stóðum i strlðinu miðju, barst til
okkar eins og úr órafjarlægð
ómurinn af menningunni þar
syðra.
Við heyrðum talaö um leik-
sýningar, sinfóniur, málverka-
sýningar I tugatali og margt
fleira af slíku tagi. Við heyrðum
sagt frá ráðstefnum. Þær voru
daglegir viðburðir og stundum
margar samtimis. Þær fjölluðu
um allt milli himins og jarðar,
að vorharðindum frátöldum.
Við hugsuöum sem svo, að
það hlyti að vera hamingjusamt
fólk, sem nyti allra þessara tim-
anlegu gæða.
En þetta kom okkur ekkert
við. Við heföum gjarna viljað
komast hjá að frétta af þvi. Við
fundum að fólkið sem naut allra
þessara veraldargæða, var i
raun og veru önnur þjóðfokkur
óviökomandi.
Það er heldur ekki fyrir það
þrætandi, að stundum kunni
okkur að hafa dottið i hug, það
sem Jón Helgason kvað:
Yfirtak langt bak við ömurleik
hungurs og sorgar
ómuðu sætlega strengleikar
himneskrar borgar.
Það var fleira, sem barst okk-
ur að sunnan um þessar mundir.
Þá fóru farmenn i verkföll, þótt
þeir væru ekki aðþrengdari en
svo, að þeir gátu auglýst dans-
leik I verkfallinu miðju.
Þá fengu opinberir starfs-
menn sin þrjú prósent i kaup-
hækkun, og Kristján Thorlacius
hélt áfram að berja höfðinu við
steininn og fullyrða, að grunn-
kaupshækkanir hefðu engin
áhrif á verðbólguna, en Guð-
mundur jaki var hættur að
hrópa: Samningana i gildi.
Guð blessi hann fyrir það.
Að siðustu skal drepið á eitt,
sem til okkar barst að sunnan og
viö höfðum engan áhuga á og
var okkur með öllu óviðkom-
andi.
Það voru vandamálaþættirn-
Hvað er vandamálaþáttur?
mun eflaust einhver spyrja.
Vandamálaþáttur getur fjallað
um nálega hvað sem er, annað
en landbúnaðarmál.
Hann getur til dæmis fjallað
um jafnréttismál, skólamál,
kynferðismál, unglingavanda-
mál, áfengismál, dagvistunar-
mál — . Nei, við skulum ekki
telja fleira^það myndi óstöðugan
æra.
En gangurinn er venjulega
þessi:
Fyrst er búið til vandamál,
raunverulegt, eða imyndað, oft-
astþó hið siðarnefnda. Svo er
fenginn maður sennilega skól-
aður I þáttagerðaskóla útvarps-
ins. Maðurinn er látinn kanna
vandamálið. Hann kveöur sér-
fróða menn til þess að skýra
fyrir sér málið og fræða spyril-
inn um eðli þess og hver lausn sé
hugsanleg.
Að siðustu kemur svo hin
klassiska spurning: Hvernig er
starfsaðstaðan?
Starfsaðstaða, þetta voöalega
orð sem tröllriður öllum vanda-
málaþáttum, þannig að ekkert
vandamál fær lausn.
Sá sem spurður er svarar
venjulega á þann veg, að starfs-
aðstaðan sé ákaflega erfið. Það
er svo sáralitið sem hægt er að
gera vandamálinu til lausnar af
þvi að það vantar peninga. Rik-
iðlætur aldreii té nóga peninga,
þess vegna er ekki hægt að leysa
vandamálið.
Mörg er búmannsraunin, og
hefir svo löngum verið.
Þótt ræst hafi úr þeirri raun-
inni betur en við þoröum að
vona, að koma fénaði áfallalítið
á græn grös, er sú raunin enn
óleyst, hvort takast muni, að
afla þessum fénaði fóðurs fyrir
næsta vetur.
Hver hlýr dagur vekur vonir,
en næsta kuldakast gerir þær að
engu.
Svo eru kannske aðrir menn,
sem eiga aðrar vonir, mennirn-
ir, sem vilja landbúnaðiinn feig-
an og tönnlast á þvi ár og sið, að
hann sé þungur baggi á skatt-
borgurunum.
En þegar maður nefnir skatt-
borgara, vaknar sú'spurning:
Hver borgar fyrir hvern? Skal
ekki farið nánar úti það að sinni.
En það væri rökrétt ályktun, •
að vonir mannanna sem mest
tala um landbúnaðarbaggann á
þjóðinni myndu glæðast við
hvert kuldakast, en dofna við
hvern hlýviðrisdag.
Þegar skynsemin lokar öllum
leiðum, tekur trúin við og opnar
þær á ný. Við trúum þvi að einn-
ig á þessu sumri grói gras, þótt
seint verði og við trúum þvi, að
úrtölumennirnir fyrir sunnan
veröi ekki til þess að draga úr
okkur kjark og við trúum þvi, að
okkur takist að gera þaö sem
úrtölumönnunum finnst ómögu-
legt: að halda við byggð i öllum
sveitum þessa lands.
Við trúum þvi, að enn muni
koma vor i dal.
Skúli Guðjónsson.
Heimilisfræðíkennsla
í endurskoðun
Kennarafélagið Hússtjórn hélt
aðalfund sinn i Hrafnagilsskóla,
Eyjafirði i byrjun siöasta manað-
ar.
S.l. vetur urðu þáttaskil i
kennslu heimilisfræða I grunnskól-
anum, er Bryndls Steinþórsdóttir,
húsmæðrakennari var ráðin
námsstjóri i heimilisfræði fyrir
allt landið, og vinnur hún meö
starfehópi að stefnumótun i
heimilisfræðikennslu og aö gerð
nýs námsefnis. Á vegum mennta-
málaráðuneytisins fór fram s.l.
vetur könnun á stöðu heimilis-
fræöigreina i grunnskólum og
kom I ljós að mikið vantar á að
kennsla I þessum greinum sé i
samræmi við það sem lög um
grunnskóla gera ráð fyrir.
Hússtjórnarskólarnir gefa eins
og undanfarin ár kost á mis-
munandi löngu samfelldu námi
og einnig ýmiss konar náms-
skeiðum emð fjölbreyttu náms-
efni. 1 fjölbrautarskólum gefst
einnig kostur á hússtjórnarnámi
allt að stúdentsprófí.
Menntun kennara I heimilis-
fræðum hefur nú tengst
Kennaraháskóla Islands, þannig
að nemendur skólans geta valið
hússtjórn og fá þá réttindi til að
kenna heimilisfræði við grunn-
skóla auk þess aö vera almennir
kcnnsr sr
A aðalfundi Hússtjórnar fluttu
erindi Guðmundur Sigurðsson
innanhússarkitekt um stað-
setningu húsa á lóðum, her-
bergjaskipun, brunavarnir o.fl.
og Stefán Vilhjálmsson matvæla-
fræðingur um kjötvörur. Farin
var kynnisferð I Ullarverksmiðj-
una Gefjuni og Fataverksmiðj-
una Heklu á Akureyri.
Formaður I Kennarafélaginu
Hússtjórn er Steinunn Ingi-
mundardóttir skólastjóri Hús-
stjórnarsskólans að Varmalandi I
Borgarfirði.