Þjóðviljinn - 26.07.1979, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júll 1979.
vor
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Búast má viö aö dilkar komi venju fremur misjafnir af fjalli I haust.
r
Utkoman er
best þar sem
votheysgjöfin
er hvað mest
segir Brynjólfur Sœnumdsson,
ráöunautur á Hólmavík
— Hér eru heyskaparhorfur
hreint ekki gó&ar. Satt aö segja
eru þær blatt áfram Iskyggilegar
en þannig fórust Brynjólfi Sæ-
mundssyni, ráöunaut á Hólmavik
orö i viðtali viö Landpóst nú i
byrjun vikunnar.
Ekki hægt aö biöa
enda laust
— Mér sýnist nú raunar aö úr
þessu geti ekkert bjargaö frá
verulegum niöurskuröi i haust,
sagöi Brynjólfur. — Spurningin er
bara hvaö hann veröur mikill og
fer þaö eftir þvi hversu úr rætist
með sprettu svona á næstu þrem
vikum.
í fyrri nótt var hér frost, bilar
voru t.d. hélaðir eftir nóttina. En
siðustu þrir dagar hafa veriö sól-
rikir og góöir en þó fremur and-
kalt.
Sprettuhorfur eru náttúrlega
dálitiö misjafnar. Þeir blettir eru
heldur skárri, sem ekki hafa ver-
iö beittir i vor. Og I suðurhluta
sýslunnar er grasvöxtur eitthvaö
betur á vegi staddur. Þaö kann aö
vera, aö einhverjir blettir inni I
Hrútafirði veröi slegnir eftir
vikutima eða svo. Hinsvegar sýn-
ast mér engar horfur á þvi aö
sláttur byrji almennt hér fyrr
en i ágúst. Nú en lengur en fram i
tniöjan þann mánuö veröur auö-
vitaö ekki beöiö, þaö veröur þá aö
taka þaö, sem komið veröur, þótt
litiö veröi. Litiö er hér um kal en
klaki er naumast alveg farinn úr
jörö.
Býst viö lægri
fallþunga
Fénaöarhöld voru hér góö meö-
an féö var i húsi, svona miöaö viö
aöstæöur. Hinsvegar uröu nokkur
vanhöld á lömbum og jafnvel ám
eftir aö fé var sleppt. Dálitiö bar
t.d. á júgurbólgu i ám. Þegar fé er
lengi i húsi og lömbin oröin stór
ganga þau nærri ánum, geta sært
spenana og svo komast óhreinindi
I sárin. Var eitthvað um þaö, aö
ær drápust af þessum ástæöum.
Nú svo geta júgrin orðið ónýt og
ærnar mjólka ekki þegar ekki
næst i þær I tima til þess aö draga
þetta niöur og þá fara lömbin
undan þessum ám auövitaö illa.
Og svo sér maður þaö lika, sem
ég hefi ekki séö hér áöur, aö þó-
nokkuö af lömbum er meö skitu.
Þarkemur náttúrlega kuldinn til.
Þaö mætti segja mér aö dilkar
yröu venju fremur misjafnir i
haust. Ég á þess alla von, aö meö-
alfallþungi þeirra hér um slóöir
veröi lægri en áöur.
Nokkuð er um bygginga-
framkvæmdir
Ekki get eg sagt, aö litiö sé um
byggingaframkvæmdir enda
kannski litiö annaö að gera þegar
ekki er hægt aö slá. Búnaöarsam-
bandiö er meö vinnuflokk á sinum
vegum, sem feröast um meö
steypumót og eru þaö einar átta
eöa niu byggingar, sem ætlast er
til aö þessi flokkur sjái um. Meiri
hlutinn af þessum byggingum eru
flatgryfjur en eitthvað er og um
fjárhús.
Heita má aö þær votheys-
geymslur, sem menn byggja hér
núoröiö séu svo til eingöngu flat-
gryfjiir. Þær þykja þægilegri og
menn eru alveg aö hverfa frá
ööru byggingaformi á votheys-
geymslum.
Siöastliöiö sumar voru 75% af
heyfeng hér i Strandasýslu verk-
uö i vothey. Hefur þaö alltaf fariö
vaxandi og á sjálfsagt enn eftir aö
aukast. Menn eru að halla sér
meira aö sauöfjárrækt og þaö fer
i vöxt, aö bændur gefi sauöfé ein-
göngu vothey. Gefst þaö vel og út-
koman raunar best þar sem vot-
heysgjöfin er mest.
bs/mhg
F reðmýrakenningin
Svo nefnist forystugrein i nýút-
komnum Frey. Landbúnaöarmál
eru nú mjög til umræðu og skortir
. ekki stóryröi og fullyröingar. Er
öllu stórskotaliði skammsýninnar
beint aö bændum. Þar eru i farar-
broddi menn eins og Reynir
Hugason, Jónas Bjarnason, Jónas
Kristjánsson, jafnvel „barnið
mitt Brútus” Jónas stýrimaöur
og aðrir slikir, sem telja sig betur
kunna til búskapar á Islandi en
annaö fólk.
Freyr er fyrst og fremst
bændablaö, kannski litiö keyptur
af öörum en þeim. Landpóstur
væntir þess hinsvegar, aö þaö
valdi engum varanlegu sálartjóni
aö kynnast þvi hvernig Freyr
litur á „Freömýrakenninguna”
og leyfir sér þvi aö birta þessa
grein:
Fullyrðingar en fátt um
rök
Hvaða rök hafa þeir, sem mest
gagnrýna islenskan landbúnaö?
Þvi hefur vægðarlaust og i slbylju
veriö haldiö fram, að islenskur
landbúnaöur væri óaröbær og
baggi á þjóðfélaginu. Óteljandi
eru þær útgáfur af þessari kenn-
ingu, sem settar hafa veriö fram,
og ógerningur væri aö svara öll-
um þeim rangfærslum og mis-
túlkunum, sem beitt hefur verið
til aö reyna að renna stoðum
undir þessar kenningar.
En ef svo væri, aö landbúnaöur-
inn væri óaröbær og lélegur at-
vinnuvegur, hverjar gætu þá
veriö orsakir þess?
Eru bændur hér lélegir til
starfa, afkastalitlir og ábyrgðar-
lausir, boriö saman viö aðrar
stettir eða bændur annarra
þjóöa?
Varla er þetta ástæðan. Allir
réttsýnir menn munu viöur-
kenna, að bændur eru eljusöm
stétt, samviskusemi og ábyrgðar-
tilfinning einkennir þá. Enda sjá
þeir og finna glöggt tengslin milli
eigin afkomu og ráðdeildar og at-
orku viö búskapinn. Launþeginn
getur slegiö slöku við án þess að
þaö bitni á launum hans, og at-
vinnurekendur geta hugsaö sem
svo, aö það muni ekki miklu i
rekstrinum þó að þeir taki meira
eða minna til sin og fjölskylna
sinna.
Er búskapur hér rekinn af
minni þekkingu og meö minni
tækni en annarsstaðar gerist?
Stöndum við öörum landbúnaðar-
þjóöum aö baki i faglegu tilliti?
Höfum viö t.d. léleg búfjárkyn,
sem skila litlum arði?
Hér er kannski erfitt um
samanburö. En varla væru aörar
þjóöir aö leita hingaö fróöleiks og
fyrirmynda, t.d. um sauöfjár-
rækt, ef svo væri.
Þeir, sem vel þekkja til islensks
landbúnaöar og hafa haft aöstööu
til að kynnast búskap annarra
þjóöa, munu treysta sér til aö
fullyröa, að I þessu tilliti stöndum
viö ekki illa aö vigi, þó aö alltaf
megi betur gera.
Eru búin hér of litil og afköstin
á hvern vinnandi mann þar af
leiöandi minni en hægt væri að
gera kröfur til? Þessu hefur oft
verið haldiö fram, bæöi af and-
skotum landbúönaöarins og eins
af sumum, sem vilja veg hans
mikinn.
Hér er erfitt aö gera nákvæman
samanburö. Viöa er búskapur
rekinn meö allt ööru sniði en hér,
samyrkjubú i austantjaldslönd-
unum, og sérhæföur stórbúskap-
ur, oft meö verksmiðjusniöi með
miklum aðkeyptum föngum og
vinnuafli er viöa, einkum I „nýja
heiminum”.
Viö verðum aö miöa við þau
lönd, sem eru næst okkur og
skyldust og þar, sem fjölskyldu-
búskapur er yfirgnæfandi. Þar
stöndumst við stæröarsaman-
buröinn fyllilega, hvort sem litiö
er á stærö jaröa, búfjárfjölda á
búi eöa framleiöslu á mann.
óþarft er aö tilgreina tölur þessu
til rökstuönings, þær hafa viöa
komiö fram.
Fjölskyldubúskapur hent-
ar best
Eitt hafa islenskir bændur
fram yfir stéttarbræöur sina i
þessum löndum, en þaö er land-
rýmiö. Þeir hafa flestir mögu-
leika til þess að stækka búin og
auka framleiðsluna, þegar þaö
þykirhenta. 1 „gömlu löndunum”
er viða oröiö svo þröngt um, að
þaö háir eðlilegri hagræöingu, og
bústækkun næst ekki nema meö
sameiningu jarða.
Hitt er svo annað mál, að i þeim
löndum þar sem fjölskyldubú-
skapur er og hefur veriö rikjandi,
þykir það nú úrelt stefna aö
hverfa frá honum til einhæfs bú-
skapar eöa verksmiðjurekstrar.
Nægir i þvi efni aö vitna til Svia,
sem af fenginni reynslu hafa
nú markaö þá stefnu aö styöja viö
fjölskyldubúskapinn og sporna
gegn þróun I átt til verksmiðju-
búskapar. Fjölmörg lönd hafa
með löggjöf sett skorður viö þvi,
aö alifugla- og svinaverksmiðjur
þrengi smærri framleiðendum út.
Þaö hefur svo einnig komið
fram af niöurstööum búreikninga
hér, að þaö er ekki bústærðin,
sem ræður arðseminni. Meira er
um þaö vert, að hver gripur skili
sem bestum afuröum og að
Hvort skyldi nú þjóöinni þarfara:
Kýrnar þarna á mörkum „freð-
mýrarbeltisins” eöa Dagblaösrit-
stjórinn?
skynsamlega sé staðið að þvi að
nota aökeypt föng til framleiösl-
unnar.
Hið freðna hugarfar
Það hefur svo smám saman
verið aö koma i ljós i öllum þeim
miklu umræðum um islenskan
landbúnað á undanförnum árum,
aöandstæöingar landbúnaöarins,
sem telja hann óalandi og óferj-
andi, hafa ekki treyst sér til að
telja neitt af þvi, sem aö framan
er taliö eöa annað þvi skylt, vera
ástæöuna fyrir þvi, aö islenskur
landbúnaöur sé svo óhagkvæmur,
sem þeir hafa viljaö aö vera láta.
1 rökþrotum sinum hafa þeir
hrakist til að halda fram „freö-
mýrakenningunni”.
Gagnvart bændum þora þeir
ekki að halda þvi fram, aö bænd-
ur séu latir, kunni illa til verka,
tæknin sé of litil, búin of smá
o.s.frv. Nei, nú er þaö landiö sem
er svona vont.
Þetta hefur viöa komið fram en
kannski hvergi svo skýrt og skor-
inort sem i leiðara Dagblaösins
30. april s.l., undir hinni spá-
mannlegu fyrirsögn: „Rányrkja
freömýranna”.
Vinsmakkari menningarblaös-
ins Vikunnar viröist ekki hafa
haft gott bragð i munni, senni-
lega lent á vondri tegund og
verið illur i skapi, þegar hann hóf
þessi skrif sin á þvi aö argast út i
vorkomu með aur á vegum. Siöan
segir hann: „Þetta viökvæma
timabil er eitt af sérkennum
islenskrar náttúru, alveg eins og
þúfurnar. Hvorttveggja er ein-
kenni lands á mörkum freömýra-
beltisins, einkenni lands, sem olir
ekkert álag”.
Siöar i þessari merkilegu grein
er dómurinn yfir landbúnaöinum
endanlega felldur:
„A þessari ellefu alda göngu
hefði þjóðin falliö úr hor, ef fisk-
veiðar heföu ekki fljótlega tekiö
við af landbúnaöi sem hornsteinn
atvinnulifsins. Auðlindirnar viö
strendur landsins gerðu þjóöinni
kleift að skrimta á mörkum ferö-
mýrabeltisins.
Ný tækni kom til sögunnnar um
og eftir siöustu aldamót, fyrst
linuveiöarar, siöan togarar. Þá
gátu íslendingar rétt úr kútnum
og oröiö rikir á auðæfum hafsins.
Striðsgróði og hermang hjálpaöi
nokku. En velsæld þjóöarinnar
byggist þó fyrst og fremst á sjáv-
arútveginum.
Landbúnaðurinn á engan þátt
iendurreisn þjóðarinnar. Hann er
og hefur ailtaf verið baggi á landi
og þjóð. Hann var og er rányrkja,
sein menn hafa stundað, af þvi að
þeir áttu ekki annarra kosta völ.
Hann er versti atvinnuvegur, sem
unnt er að stunda á mörkum freð-
mýrabeltisins”.
Er nokkur furöa, þó að menn,
sem þessu trúa, reyni aö bjarga
sinni vesölu þjóö frá þvi að stunda
þennan vonda atvinnuveg? Er
það furða, þó að ritstjóri Dag-
blaösins vilji foröa þessu arma
fólki frá þvi að hýrast úti á
ferðmýrunum og leggi nokkuð aö
sér til að kynna þvi lystisemdir
„lifsins i borginni?”.