Þjóðviljinn - 11.08.1976, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. ágúst 1976
Blaðað i grein eftir
Guðrúnu Helgadóttur
deildarstj óra
Guörún Helgadóttir deildarstjóri
fáa baráttumenn, en sú tiö hljóti
að koma að þetta fólk bindist
samtökum til verndar rétti slnum.
„Hlutverki þessa fólks er siður en
svo lokið, a.m.k sýnist vera tals-
verður áhugi á þvi á kosninga-
dögum og þar ætti gamla fólkið að
þekkja vopn sitt. Það getur ráðið
þvi, hverjir sitja með stjórnar-
taumana i höndunum og þaö á að
hugsa vandlega um, hverjir bera
hag þess fyrir brjósti, og svara
kjaraskerðingum á réttan hátt.
20.000 atkvæði geta ráðið tals-
verðu i þjóðfélaginu.” segir Guð-
rún i grein sinni.
Guðrún fagnar þvi að Alþýöu-
sambandið skuli nú lita á sig sem
málsvara gamla fólksins, og vitn-
ar þar til siðustu kjarasamninga,
þar sem sérstök áhersla var lögð
á að leiðrétta óréttlátar eftir-
launagreiöslur óverðtryggðra lif-
eyrissjóða. Telja verði eðlilegt að
starfsþrek fari minnkandi þegar
TRYGGINGASTO
RÍKISINS
TRYGGINGASTOFNU N
RÍKISINS
TRYGGINGASTO
RÍKISINS
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
hver er hann?
Svarió er að finna i
bæklingum okkar.
Biöjiö um þá.
Tryggingastofnun rikisins hefur nú gefiö út sex upplýsingabæklinga i
um rétt fólks til bóta og lifeyris frá stofnuninni.
Dvöl á elli- og hjúkrunar-
heimilum
Leggist ellilifeyrisþegi á
sjúkrahús fellur greiðsla hans frá
almannatryggingum niður, þegar
hann hefur dvalist meira en 4
mánuði á tveim árum og sjúkra-
samlagiðgreitt dvölina. Fari hins
vegar fólk á hjúkrunar- eða
sjúkradeild elliheimilis missir
það lifeyri sinn þegar i stað, þar
sem sjúkratryggingarnar greiöa
dvölina þar. Hafi sjúklingurinn
þá alls engar tekjur afgangs, á
hann rétt á svonefndum „vasa-
peningum” frá Tryggingastofnun
rikisins. Nema þeir 4.000 krónum
á mánuði.
Fari ellili'feyrisþegi aftur á
móti til dvalar á elliheimili, en
þarf ekki að vera á sjúkra- eða
hjúkrunardeild, er þannig gengið
frá málum, að Tryggingastofnun
rikisins greiðir uppbót á ellilif-
eyrinn eins og nauðsynlegt er,
til að hann nægi fyrir dvölinni
þar. Einnig i þessu tilfelli á vist-
maður rétt á vasapeningum, hafi
hann engar tekjur. Annast skrif-
stofur elliheimilanna um slikar
umsóknir.
Sé vistmaður með eftirlaun úr
lifeyrissjóði minnkar uppbót
Tryggingastofnunar og verður
jafnvel engin ef eftirlaunin og
ellilifeyririnn nægja fyrir vist
hans. Þó er séð um að sérhver
vistmaður hafi a.m.k. 4.000 krón-
ur i vasapeninga. Segir Guörún
að mörgum manninum hafi þótt
þetta haröir kostir, aö eftirlaunin
skuli ganga upp i dvöl á eliiheim-
ili. en þarna þurfi lagabreytingu
til, ef úr eigi aö bæta.
Kjör aldraðra á íslandi
Guörún Helgadóttir
deildarstjóri í Trygginga-
stofnun ríkisins skrifar at-
hyglisverða grein í síðasta
tölublað Tímarits Hjúkr-
unarfélags Islands. Grein-
in ber yfirskriftina Kjör
aldraðra á íslandi og f jall-
ar eins og heitið gefur til
kynna um þann aðbúnað
sem öldruðu fólki er búinn
á íslandi t dag.
Guðrún segir i upphafi greinar
sinnar að láta muni nærri að um
10% landsmanna séu yfir 67 ára
aldri eða um 20.000 manns. Þessi
hópur fer stækkandi vegna bættr-
ar heilbrigðisþjónustu og jafn-
framt geri hann sér i æ rlkari
mæli ljóst, aö hann eigi sama rétt
til þjóðartekna og aðrir þegnar
þjóðfélagsins. Þessi fjöldi eigi sér
Þau leiðu mistök urðu i blaðinu
i gær.að bíöut féll frétt af bráöa-
birgðalögum um aö aldraöir og
öryrkjar fái nú afslátt nokkurn
frá þeim aukaskatti sem rikis-
stjórnin lagöi á sl. vetur og
kallaöi sjúkragjald, 1% af út-
svarsskyldum tekjum. Or
þessum mistökum er bætt meö
birtingu fréttarinnar hér á eftir.
•
Vegna deilna um álagn-
ingu 1% sjúkrasamlags-
gjalds hefur forseti Is
lands að tiliögu heilbrigðis-
og tryggingaráðherra gef-
ið út bráðabirgðalög þar
sem kveðið er skýrt á um
aðsveitarfélög skuli leggja
á þetta gjald og standa
sjúkrasamlögum skil á þvf
67 ára aldri er náð, enda sé hverj-
um sem þeim aldri nær sent bréf
með upplýsingum um réttindi
hans til ellilifeyris og nauðsyn-
leg umsóknareyðublöð. Sé ein-
staklingurinn i fullri vinnu viö
þennan aldur getur hann frestað
töku ellilifeyris i allt að 5 ár og
hækkar þá mánaðarleg upphæö
með hverju ári sem töku lífeyris
er frestað. Nefnir Guðrún sem
dæmi, að ellilifeyrir sé 18.640 kr. á
mánuði við 67 ára aldur, 20.224 við
68 ára aldur. 22.564 við 69 ára,
24.891 við 70 ára aldur, 27.956 við
71 árs aldur og sé ellilifeyrir tek-
inn við 72 ára aldur er hann 31.142
krónur. Tekjutrygging greiðist án
tillits til hækkunar.
Þá getui Guðrún þess, að unnt
sé að fá alla upphæðina greidda
allt að tveim árum aftur i timann,
hafi rétthafinn frestað töku ellilif-
eyris. En við slika úttekt nýtur
rétthafinn hins vegar ekki hækk-
unarinnar. En sá sem nýtur
hækkaðs lifeyris heldur honum til
auk þess sem álagið er
lækkað á elli- og örorkulíf-
eyrisþegum, í samræmi
við tekjur þeirra.
1 ljós hafði komið að skýr
ákvæði vantaði I lögin frá þvi i
desember i fyrra, sem skylduöu
sveitarfélögin til þess aö inn-
heimta 1% álag á gjaldstofn út-.
svara og til þess að standa
sjúkrasamlögum skil á fyrir-
framgreiösiu eöa hlutfallslegri
innheimtu þess mánaðarlega.
Ekki var ijóst hvaða aðili ætti að
leggja gjaldið á og þaö var lagt á
tekjulitla elli- og örorkulifeyris-
þega, en þaö var ekki tilgangur
laganna. Með bráöabirgöarlög-
unum er talið að þessum vafaatr-
iðum hafi verið kippt i liðinn.
Alagið á elli- og örorkulifeyris-
þega á að lækka I samræmi við
eftirfarandi:
dauðadags og maki hans eftir
hans dag. Segir Guðrún vart leika
vafa á að betra sé að velja hærri
mánaðarlegar greiðslur en að fá
upphæðina greidda aftur i tim-
ann, þar sem gildi upphæðarinnar
hefur þá rýrnaö verulega.
Tekjutryggingin
Guðrún segir i grein sinni að
hafi ellilifeyrisþegi ekki yfir
46.380 krónur i árstekjur eigi hann
rétt á tekjutryggingu, sem nú sé
kr. 15.112 á mánuði fyrir einstakl-
ing. Þetta þýðir að einstaklingur
sem ekki hefur haft meira en 46.
380 kr. i árstekjur á rétt á 33.752
krónum á mánuði i ellilifeyri og
tekjutryggingu. Um hjón gildir sú
regla að hafi þau ekki haft yfir
83.460 kr. i árstekjur, eigi þau að
hafa 59.099 kr. á mánuði i ellilif-
eyri og tekjutryggingu.
Þær tekjur sem umfram eru
lágmarksupphæðina skerða
tekjutrygginguna eftir ákveðnum
a. Hjá einstaklingum með tekjur
til útsvars kr. 320.000 eða lægri
og hjá hjónum með tekjur tii
útsvars kr. 570.000 eða lægri
skal áiag þetta alveg falla nið-
ur.
b. Hjá einstaklingum með tekjur
til útsvars á bilinu kr. 320.100 til
kr. 640.000 skal álag þetta lækk-
aö um 1% af þeirri fjárhæð,
sem á vantar 640.000 króna
tekjumark.
c. Hjá hjónum með tekjur til út-
svars á bilinu kr. 570.100 til kr.
1.140.000 skal álag þetta lækkaö
um 1% af þeirri fjárhæð, sem á
vantar 1.140.000 króna tekju-
mark.
d. Eftirstöðvar álags þessa, sem
lækkað hefur verið skv. ákvæö-
um b. og c. Iiða skal að lokinni
lækkun standa á heiium hundr-
uðum króna, þannig að lægri
fjárhæð en kr. 100 skal sleppt.
reglum, þ.e. 55% umframtekn-
anna skerða tekjutrygginguna.
Guðrún leggur á þaö áherslu i
grein sinni að ellilifeyrisþegar
sem hafi litlar tekjur ættu þvi
alltaf að kanna rétt sinn á tekju-
tryggingum. Til þess þurfi þeir að
koma til Tryggingastofnunar rik-
isins eða umboða hennar, ef um
er að ræöa fólk utan Reykjavíkur.
Sjálfur ellilifeyririnn skerðist
ekki neitt, eingöngu tekjutrygg-
ingin.
Uppbót
Þriöji bótaflokkurinn er svoköll-
uð uppbót á lifeyri, en hana er
heimilt að veita bótaþega, geti
hann ekki lifaö af ellilifeyri og
tekjutryggingu.t slikum tilfellum
er tekið tillit til þess ef viökom-
andi bótaþegi þarf að greiöa sér-
staklega háa húsaleigu eða hefur
mikil útgjöld af lyfjakaupum eða
læknishjálp. Þá er slik uppbót
einnig greidd þeim sem þurfa
sérstakrar umönnunar við i
heimabúsúm.
„Rétt er að taka fram, að þeir
sem slikrar uppbótar njóta geta
fengið felld niður afnotagjöld af
útvarpi og sjónvarpi, ef ekki eru
aðrir vinnandi menn á sama
heimili. Þá þarf að fá vottorð frá
tryggingaumboði um að uppbótin
sé fyrir hendi og koma þvi til inn-
heimtudeildar útvarps og sjón-
varps að Laugavegi 176, Reykja-
vik.”
Þá segir Guðrún, að hafi ellilif-
eyrisþegi, sem hafi litlar eða eng-
ar tekjur barn undir 17 ára aldri á
framfæri sinu, geti hann sótt um
barnalifeyri. Sá lifeyrir er nú kr.
9.539 á mánuði.
Fasteigna- og símagjöld
1 grein Guðrúnar segir, aö i lög-
um um tekjustofna sveitarfélaga
segi, að heimilt sé að lækka fast-
eignagjöld tekjulitilla elli- og ör-
orkulifeyrisþega. I Reykjavik sé
þessi lækkun afgreidd eftir
skattaskýrslum, en Guðrún ráö-
leggur fólki á öörum stööum á
landinu að sækja sérstaklega um
slika lækkun til viðkomandi bæj-
ar- og sveitarstjórna.
Þá segir Guðrún, að mikið sé
spurt hvort fyrir dyrum standi að
fella niður afnotagjöld af sima
sem ellilifeyrisþegar hafi aðgang
að. Guðrún segir, að á þingi hafi
verið samþykkt heimild til sam-
gönguráöherra um að fella þessi
gjöld niður, en ráðherra hafi ekki
enn notfært sér þá heimild.
„Og vissulega má það kostu-
legt heita,” segir Guðrún i grein
sinni, „að maður sem er á sjúkra-
deild og fyrir hann er greitt úr
sjúkratryggingum, skuli halda
eftirlaunum óskertum, en sá sem
dvelst á venjulegri vist skuli
missa sin eftirlaun upp i dvölina.
En skyringin er sú, að sjúkra-
tryggingar greiða dvölina á
sjúkradeild að fullu, þar sem clli-
lifeyrir fellur þá niður með öllu,
en eftirlaun haldast óskert. Væri
sannarlega ekki úr vegi að lag-
færa þetta.”
Hjálpartæki
1 grein Guðrúnar segir, að sam-
kvæmt lögum frá 1974 eigi allir
lifeyrisþegar að fá greiddan
helming af kostnaöi við tannlækn-
ingar og gildi hið sama um gervi-
tennur.
Þá taki Tryggingastofnun rikis-
ins einnig þátt i greiðslu margs
konar hjálpartækja, en i slikum
tilfellum veröi að kanna hverja
umsókn fyrir sig.
Spyrjisf fyrir!
Grein sinni lýkur Guðrún
Helgadóttir á þessum orðum:
„Eina meginreglu ættu allir
ellilifeyrisþegar að hafa, ef þeir
eru i minnsta vafa um rétt sinn:
að snúa sér til Tryggingastofnun-
ar rikisins eða umboða hennar ut-
an Reykjavikur. Það er skylda
okkar sem þar vinnum að veita
allar þær upplýsingar, sem um er
beðið, og benda viðskiptavinum
okkar á, hvernig mál þeirra
verða best afgreidd. Gefnir hafa
verið út bæklingar, sem auðvelt á
að vera að nálgast, og þar höfum
við reynt að upplýsa þessi marg-
slungnu mál i sem skýrustu máli.
Það mætti skrifa langt mál um
kjör aldraðra i landi hér, en i
þessu spjalli hef ég reynt að
halda mig við það sem lýtur að al-
mannatryggingunum. En vita-
skuld eru almannatryggingar að-
eins einn þáttur i hina mikla fé-
lagi okkar allra, þjóðfélaginu, og
fjölmörg mál þarfnast rækilegrar
endurskoðunar, svo sem húsnæð-
ismál hinna öldruðu, dvalarstofn-
anir, atvinnumál þeirra og margt
fleira. Þvi fyrr sem allir fram-
kvæmdaaðilar þessara mála-
flokka taka höndum saman um
betri kjör hinum öldruðu til
handa, þvi betra. Það er til litils
sóma, ef við sem nú búum að
dagsverki þeirra, reynumst ekki
menn til að greiða þeim þau eftir-
laun, sem þeir verðskulda.”-hin
Sveitarfélögin eiga að leggja sjúkrasamlagsgjaldið á
r
Alag lækkað á elli- og
örorkulífeyrisþegum