Þjóðviljinn - 11.08.1976, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 11.08.1976, Qupperneq 7
Miövikudagur 11. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Árni Ingvarsson, sjómaður rifjar upp nokkrar minningar frá því að hann réri frá Ögurnesi 1928 Arni Ingvarsson við tóftir þær sem uppi standa á ögurnesi og minna á gamla og góöa útgeröardaga frá þeim stað. Héðan réri Arni fyrir hart nær hálfri öld. Á Ögurnesi við isaf jarð- ardjúp gefur að líta tófta- brot og nokkrar aðrar minjar, frá þeim tíma er þarna var útgerðarstöð. i ferð alþýðubandalags- manna af Vesturlandi var þessi staður skoðaður, enda fróðlegur mjög og saga hans ekki ómerk. Það kom í Ijós að einn maður í ferðinni, sá aldni sjógarp- ur Árni Ingvarsson, sem um áratuga skeið hefur búið á Akranesi, en fæddur er vestur á Isafirði, réri frá þessum stað á ögur- nesinu þegar hann var ungur maður, árið 1928. Arni sagðist muna vel eftir þessum stað, sem hefði staðið i blóma það ár sem hann réri það- an og hefði staðið eitthvað fram á fjórða áratug þessarar aldar. — Þegar ég réri héðan munu hafa búið hér á milli 40 og 50 manns,- þetta var eiginlega litið þorp. Og héðan var róið á vorver- tið og haustvertið. Yfir sumarið var farið á sild. Vorvertið hófst vanalega skömmu eftir páska og stóð fram til 24. júni og haustver- Réri frá • • Ogurnesi fyrir hálfri öld tiðin þegar menn komu af sild. Róið var á smábátum trillum og litlum dekkbátum. Sá bátur sem ég réri á héðan var eitthvað um fjögur eða fimm tonn. Það var stutt að fara á miðin, bara hér rétt útfyrir. — Þú sérð þennan stóra haug af skeljabrotum á fjörukambin- um. Þetta eru leifar kúfiskskelja, sem hingað voru fluttar, en kú- fiskurinn var notaður til beitu. Sumir halda að þetta séu skelja- brot sem sjórinn hefur skolað á land, en það er ekki rétt; hér er enginn skelfiskur fyrir framan, hann var allur fluttur hingað og notaður i beitu. — Þegar ég var hér, var búið i timburhúsum, en þessir tort- og grjótkofar, sem við sjáum nú tóft- irnar af, voru notaðir við fisk- verkunina. Við sjómennirnir hausuðum og slógdrógum fiskinn, en menn i landi flöttu hann og söltuðu. Siðan var hann sóttur á bátum og fluttur til Isafjarðar. — Héðan gerði út Hermann Hermannsson, faðir Sverris Her- mannssonar alþingismanns og þeirra bræðra og héðan eru kom- in nöfnin á togarana þeirra, ögri og Vigri. Ég man vel eftir Her- manni, hann var með útgerð þeg- ar ég réri héðan. Árni sagði að þarna á nesinu hefði oft verið lif og fjör þegar vel veiddist og vel lá á mönnum. Nú eru þarna rústir einar eftir, minj- ar um fornan en merkan útgerð- arstað. Ekki leyndi það sér hve mikla ánægju Árni hafði af þvi að koma þarna einu sinni enn; þarna þekkti hann hvern stein og hól og miðin fyrir utan, sem einu sinni voru svo fengsæl að upp reis þorp á nesinu þaðan sem styst var að sækja á þau. — S.i Herrarnir og þjónar þeirra í skattskrá Skattskráin er full af ævintýr- um. Þar má ma. lesa sögur um herra og þjóna þeirra: hversu hsrrarnir berjast I bökkum en þjónarnir lifa i vellystingum praktuglega þvf svo gifurlegt arörán á sér staö af þjónanna háifu, aö herrarnir sitja eftir sem tekjulausir bónbjargar- menn. Þar má lesa söguna af hótel- eigandanum, flugfélagseigand- anum, veiðiáaeigandanum og lögmanninum, sem greiöir enga krónu I tekjuskatt, en til viðbót- ar þeim eignum, sem upp eru taldar á hann að sjálfsögðu 3ja miljón króna bil og 25 miljón króna hús. Sá sem sér um aö færa honum póstinn hvern dag, póstþjónn- inn, eigandi skellinöðru og þriggja herbergja kjailaraibúö- ar i vesturbænum greiðir hins vegar 112 þúsund krónur i tekjuskatt til rikissjóös. Þá má i skattskránni lesa um fasteignasalann, sem hefur tvo lögfræöinga i vinnu og þrjá sölu- menn við að selja fasteignir, og á siðan sjálfur hús og bil, fyrir- tæki sem selur vinsælar ijós- myndavörur auk eins og annars, sem almenningi er ekki kunnugt um; hann greiðir ekki tekjuskatt. Hins vegar greiöir einstæð móðir i tveggja herbergja fram- kvæmdanefndaribúð tekjuskatt. Hennar vinna er sú aö þvo gólf á skrifstofum, ma. gæti hún þveg- iö gólfið á fasteigna- og lög- mannsstofu fyrrgreinds herra. Tekjuskattur hennar er 84 þúsund krónur. Og enn má lesa af útgerðar- manninum sem hófst af engu, eða sjálfum sér ef menn vilja vera illkvitnir. Hann á einn og hálfan togara, tvo minni báta og leigir auk þess nokkra minni báta yfir veturinn Hann á stærsta og fullkomnasta frysti- hús sunnan Straums, tvo nokk- urra miljón króna bila og ein- býlishús i vesturbænum, san aö söluverðmæti er ekki undir 35 miljónum króna i dag. Þessi herra greiðir ekki tekjuskatt til rikissjóða Sjómaöur einn, sem á einu fleyja hansstarfar, og á ibúðar- hæð suður meö sjó, skódabil og Framhald á bls. 14 . Hagstofu- stjóri og ar þinga I dag lýkur I Reykjavík fundi norrænna hagstofustjóra og aö- stoöarmanna þeirra. Hagstofu- stjórar á Noröurlöndum koma saman árlega, en meiri háttar fundur er haldinn þriöja hvert ár. Hagstofan hefur veriö aöili aö þessu samstarfi siðan 1921, en aö- eins tekiö þátt I fundum þriöja hvert ár. Hagstofustjórar Noröurlanda hafa tvisvar áöur haldið fund i Reykjavik, áriö 1948 og áriö 1963. Þetta samstarf hagstofa Norðurlanda, sem er mjög við- tækt og f jölþætt, hófst árið 1889 og hefur staðið óslitið siðan, þó ekki á styrjaldarárunum. A morgun hefst svo þriggja daga almennt mót tölfræðinga á Norðurlöndum. Taka þátt i þvi um 115 tölfræðingar frá fimm Norðurlöndum, en að meðtöldum mökum er tala gesta alls um 170. islenskir þátttakendur eru rúm- lega 20 að tölu. Norræn tölfræðingamót hafa verið haldin þriðja hvert ár siðan 1927, en þetta er fyrsta mótið, sem haldið er á Islandi. Viðfangsefni þessa fundar er: „Statistikin og þjóöféiagiö — hvernig orkar hún á þjóöfélagiö og þaö á hana?” Skipverji á Dagnýju drukknaði Páll Reynir Kristjánsson, 22 ára gamall skipverji á skuttogar- anum Dagnýju frá Siglufirði, féll útbyrðis og drukknaði er skipið var að veiðum á Strandagrunni siðdegis á laugardag. Páll var sonur Lilju Jóelsdóttur og Kristjáns Rögnvaldssonar, skip- stjóra á Dagnýju. Hann var við nám i Háskóla Islands. Hann var ókvæntur. Páll Reynir Kristjánsson. Páll heitinn var að vinna við troll á dekki þegar hann féll út- byrðis. Ráðstafanir til þess að ná honum úr sjónum voru strax gerðar en reyndust árangurslaus- ar. Lik hans fannst ekkí. '__Æf SKIPAUTC.CRB RiKISINS M/s Esja fer frá Reykjavík föstu- daginn 13. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka: þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar. óla f s f ja r ða r, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar I og Vopnafjarðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.