Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22 ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Uggvænleg þróun í tölvumálum Tölvufræðingar að starfi við skerða persónufrelsi tnanna. tölvu: geigvænlegt tæki til að Ekki er vafi á þvi að tölvufyr- irtækið IBM — „International Buisness Machines” — er með- al þekktustu fjölþj.fyrirtækja heims, og meðal hinna virtustu gæti maður einnig sagt, þvi að hingaö til a.m.k. hefur það hvergi verið bendlað við hneykslismál eöa undirróöurs- starfsemi af þvi tagi, sem t.d. hefur gert auðhringinn ITT tor- tryggilegan i margra augum. IBM hegðar sér þvi nokkuð ólikt ýmsum öðrum fjölþjóðahring- um: þaö hefur opinbert aðsetur sitt i Bandarikjunum og sterka bandariska miöstjórn, og það kemur ekki fram undir marg- vislegum og ólikum merkjum og nöfnum, likt og þeir fjöl- þjóðahringar sem vilja dulbúa starfsemi sina, heldur leitast það fremur viö að notfæra sér hiö virta nafn IBM i auglýsinga- skyni. A sinu sviöi er IBM lang- stærsta fyrirtæki veraldar. Það ræður yfir 75-80% af tölvumark- aðinum i Bandarikjunum og um eöa yfir 60% af tölvumarkaði VesturEvrópu. Jafnvel i löndum þar sem innlend tölvufyrirtæki reyna að keppa viö það ræður þaö yfir um helmingi markaös- ins, og sums staöar lætur nærri að það hafi algera einokunarað- stööu —þannigerástandiðt.d. á tslandi. Hagnaðurinn er lika eftir þvi: fyrstu niu mánuði árs- ins 1974 voru heildartekjur þess yfir 9 miljarða dollara (21% meira en á sama tima árið áð- ur) og hreinn hagnaður var þá 1,4 miljarðar dollara (25% meira en á sama tima árið áð- ur). Þessar tölur má bera sam- an við þjóöarframleiöslu i með- allöndum eins og Finnlandi og J'yrklandi. Arið 1974 voru starfsmenn IBM jafnmargir og islendingar, grænlendingar og færeyingar til samans, eða um 300.000. Fer halloka í samkeppni Fáar þjóðir heims verja meira fé til rannsókna en fyrir- tækið IBM, þótt stór hluti af þvi fé fari reyndar til markaðs- könnunar og markaðsrann- sókna af ýmsu tagi. Er þvi freistandi að álykta sem svo að fyrirtækið hafi þessa forystu á tölvumarkaði vegna þess að þaö standi öðrum framar i tölvu- tækni. En svo vill þó til að ýms- ar ástæöur eru til aö.véfengja það. 1 nýlegu hefti timaritsins „Computerworld” (31. mai 1976) er skýrt frá birtingu skýrslna, sem stjórn IBM hafði látið gera um sölu fyrirtækisins á árunum 1970 — 71 en ekki ætl- aö til birtingar. Þær voru þó að lokum lagðar fram i málaferl- um i New York nýlega og birtar. Að sögn „Computerworld” leiddu þessar skýrslur I ljós „það sem margir tölvunotendur vissu þegar”, að IBM stendur sig yfirleitt illa, þegar það lend- ir i beinni samkeppni við aðra tölvuframleiöendur — t.d. á þann hátt að fyrirtæki, sem ætl- ar að kaupa tölvu, býður ýms- um tölvuframleiðendum að koma með tilboð, sem það ætlar siðan að meta. Samkvæmt þess- um skýrslum hreppir IBM, sem ræður yfir 60-90% af heildar- markaðinum, kaupin ekki nema i 22-50% tilvika, þegar þaö lend- ir i slikri samkeppnisaöstööu. Sem dæmi má nefna, að þegar IBM bauð fram tölvuna IBM 370/145 (sem mun vera sú sama og notuð er i Skýrsluvélum rik- isins og Reykjavikurborgar) á móti samskonar tölvum annara fyrirtækja, vann það ekki i sam- keppninni nema i 37% tilvika. Hins vegar er samkeppni af þessu tagi ekki nema litill hluti af heildarmarkaöi fyrir tölvur og tekst IBM að bæta sér ræki- lega upp þessa ósigra, þegar það getur boöið beint fram sina vöru án mótframboðs frá öðr- um. Það þarf þvi ekki að koma neinum á óvart að heyra það að áriö 1974 sagði A.G.W. Biddle, einn af forstjórum Computer Industry Association, á fundi meö nefnd öldungadeildar Bandarikjaþings um einokunar- hringi, að IBM byggöi stöðu sina á tölvumarkaðinum ekki á nýj- um tækniuppfinningum heldur á sölustefnu sinni. En hvað sem um þau orð má segja, þá er það nokkurn veginn vist aö fyrir- tækið hefur a.m.k. ekki þá tækniyfirburði sem markaös- staða þess virðist i fljótu bragði gefa til kynna, heidur hefur þaö fengið þessa stöðu á annan hátt — og heldur henni einnig við á annan hátt. Þetta brýtur vitan- lega i bág viö eina af helstu „kreddum” kapitalismans, sem sagt þá að tækniframfarir séu besta leiðin til sigra á markaði. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að þessi „kredda” sé einungis yfirborösvigorð (nema oröið tækniframfarir sé tekið i annari merkingu en venjulega er gert, eins og drepið verður á siðar) og stefna IBM sé i sam- ræmi við dýpri tilhneigingu kapitalismans Hætta af þjóðernisstefnu Ekki er hægt aö skilgreina aö- ferðir IBM til að viöhalda mark- aðsstöðu sinni og auka hana án þess að útskýra fyrst hvaða hættur steðja nú að henni. Þær eru einkum tvenns konar: ann- ars vegar er þjóðernisstefna, sem skýtur nú upp kollinum á einstaka stöðum (t.d. i Bret- landi, Vestur-Þýskalandi og Japan) en getur alltaf birst i einhverri nýrri mynd, og kemur fram á þann hátt að leiötogar einnar þjóðar vilja að hún fái aukið vald um sin eigin tölvu- mál. Hins vegar er afleiðingin af ýmsum tækniframförum: verðlækkun á þeim vörum, sem snerta tölvur, framleiðsla á ódýrum smátölvum o.þ.h. Markmið IBM virðist ekki ein- ungis vera það að halda þeirri stööu sem fyrirtækiö hefur og komast inn á nýja markaði t.d. markaði fyrir smátölvur, held- ur búa svo um hnútana að þaö fái einokunaraðstöðu og þurfi ekki aö eyöa orku i að verja markaðinn geti beitt sér að þvi aö auka hann smám saman. Fyrstu viðbrögð IBM I þeirri stöðu, sem nú rikir, eru vitan- lega þau að tryggja sig gegn þeim hættum, sem kunna að stafa af þjóðernisstefnu, og not- ar fyrirtækið til þess stöðu sina sem alþjóðahringur. Fram- leiðslu IBM er dreift um fjöl- margar verksmiðjur, sem eru staðsettar i einum fjórtán lönd- um a.m.k , og er henni þannig fyrir komiö að hinir ýmsu hlutar einnar og sömu tölvu eru fram- leiddir á ólikum stööum. Jafn- framter þekkingu dreift á sama hátt: sérfræðingar einnar verk- smiðju kunna góð skil á þvi sem verksmiðjan framleiðir — en hafa enga yfirsýn yfir tölvuna i heild. Það kemur jafnvel fyrir — þótt það sé alveg fáránleg vinnuhagræðing — að hugbún- aður er hannaður i mörgum löndum, einn þáttur þess á hverjum stað. Þannig er alveg fyrir þaö girt að nokkur stjórn geti nokkurn tima þjóönýtt „tölvuverksmiðju” IBM — þaö er nefnilega ekki til nein verk- smiðja sem gæti starfað sjálf- stætt. Það er jafnvel ekki til á neinum stað sérfræðingur, sem gæti gengiö á sveif meö þjóðern- issinnaöri stjórn og hafiö fram- leiðslu á svipuðum tölvum og IBM framleiðir i staðinn fyrir það fyrirtæki. Tvíþætt markmið Þegar bakhjarlinn er tryggð- ur á þennan hátt getur IBM snú- iö sér aö sölumarkmiði sinu, en það er i rauninni tviþætt: tryggja það fyrst að þeir sem hafa einu sinni keypt tölvu eða eitthvert gagnavinnslutæki ai IBM haldi tryggð við það fyrir- tæki og versli ekki við keppi- nauta þess og siöan að þeir sem þegar eiga IBM-tölvu haldi áfram aö kaupa eða leigja fleiri ný tæki. Fyrra markmiðinu reynir IBM að ná með þvi að búa þannig um hnútana að viðskiptavinirnir verði helst aö kaupa af fyrirtæk- inu heilt gagnavinnslukerfi en ekki einstök tæki. Þessi gagna- vinnslutæki eru ekki stöðluð (eins og t.d. stereo-tæki eru nú) þannig að unnt sé aö tengja saman á auðveldan hátt tæki frá ýmsum fyrirtækjum, heldur er allt gert til þess að það sé sem erfiðast og óhagkvæmast. Einn- ig er hugbúnaðurinn seldur meö vélbúnaðinum, þannig að allt fellursaman. Ef viðskiptavinur vill auka við kerfið er þvi hag- kvæmast að fá vél til viöbótar frá IBM. Til þess að tryggja sig enn betur gagnvart tæknimönn- um, sem kynnu þrátt fyrir allt að hafa áhuga á hentugum vél- um annara fyrirtækja, leitast sölumenn IBM svo við að hafa beint samband við forstjórana sjálfa, sem hafa ekki tima til að hlusta á flókin tæknileg rök, og koma þeim á þá skoöun að hent- ugast sé að kaupa allt gagna- vinnslukerfið frá IBM Seinna markmiöinu reynir IBM að ná meö þvi að koma stöðugt fram á markaðinn með nýjar og nýjar vélar, sem oftast eru boðaðar með brauki og brambolti sem miklar „tækni- framfarir”. 1 raun og veru eru þessar „framfarir” mestar fyr- ir IBM sjálft, því aö þær miöast við að gera tæki úrelt sem vel mætti nota áfram og leiða til aukinnar neyslu. Þetta siðasta atriði skiptir miklu máli fyrir IBM, þvi að þannig getur fyrir- tækiö vegiö á móti verðlækkun- um, sem hafa oröið á ýmsum sviðum i tölvuiönaðinum. Eitt dæmi um þetta er það þegar tölvan IBM 370 tók við af IBM 360. Nýrri tölvan var gerð á þann hátt að hún notaði miklu meira „minni” en hin eldri, og var það gert vegna verðlækkun- ar, sem einmitt hafði orðið á þessum hluta tölvunnar. Framtíðarstefnan En þessar tvær léiðir þykja þó sennilega ekki nægilega tryggar og þvi hefur stjórn IBM á sið- ustu árum tekið upp stefnu, sem er vafalaust i hennar augum endanleg lausn alls vandamáls- ins. Stjórn og sölumenn IBM berjast sem sagt alls staðar fyr- ir þvi aö upp veröi tekin sú stefna að koma á fót griðarlega umfangsmiklum gagnabönkum (data-banks) sem spanni yfir annað hvort eitt svæði (héraö, borg) eða eitt ákveðið svið, og er þá ætlast til þess að tölvunot- endur samtvinni verkefni sin. Þessum gagnabönkum geta svo einnig fylgt fjarskiptatæki, þannig að menn geta notfært sér slika tölvumiðstöð þótt þeir séu viösfjarri henni. Til þess að ná þessu markmiði höfða sölu- menn IBM (samkvæmt fyrir- mælum frá stjórn fyrirtækisins að þvi er virðist) til skrifstofu- veldismanna og sérfræðinga, sem lita með velþóknun á það geigvænlega valdatæki, sem slikur gagnabanki yrði. A þennan hátt gætu skrif- stofuveldismenn og sölumenn IBM sameinast til að ná hvor um sig að þvi markmiöi sem þeim er að skapi og þeir gætu ekki náð nema i samein- ingu, þvi að veröi slikir gagna- bankar teknir upp hlýtur þaö að hafa tvær afleiðingar. Annars vegar myndi IBM fá algera einokun á tölvumarkaö- inum, útrýma öllum smátölvu- framleiöendum og gera stjórn- um ókleift að taka upp neina sjálfstæða stefnu i tövlumálum. Vald yfir tölvuiðnaðinum yrði algerlega i höndum IBM, sem réði þróun hans og stjórnaöi henni i samræmi við eigin hags- muni, og þvi valdi yröi ekki unnt að hnekkja, vegna dreifingar framleiðslu IBM. Hins vegar myndu gagna- bankar vera stöðug ógnun við lýöræöi i þeim löndum sem þeir yrðu teknir upp (og það yrði alls staöar að lokum, þvi að ekki er unnt að snúa þróuninni við þeg- ar hún er komin á visst stig). Bæði eru gagnabankarnir og það sem þeim tilheyrir svo flók- ið mál, að hvorki almenningur né kjörnir fulltrúar hans gætu haft nokkra hönd i bagga með notkun hans, og svo er stööug hætta á þvi að þeir verði misnot- aöir til að skerða persónufrelsi manna. Þetta þykir kannski óþörf svartsýni, — en versta hættan stafar þó af þvi að umræður um tölvumál fara að miklu leyti fram bak við tjöldin, og koma a.m.k. ekki fyrir sjónir almenn- ings vegna þess að þær eru sagðar of „tæknilegar”. Hins vegar er brýn nauðsyn á þvi að almenningur geri sér grein fyrir þvi hvert þróunin kann að stefna, ef ekki er takiö i tauminn nógu snemma. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.