Þjóðviljinn - 22.08.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Síða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22 ágúst 1976 — Hvert á að fara í kvöld? Klúbbinn? Sigtún? óðal? Hver kannast okki við slíkar bollaleggingar í upphafi föstudags- eða laugardagskvölds? Upp úr einhverjum slíkum um- ræðum varð til sú hug- mynd að reyna að ná utan um það fyrirbæri sem kalla má reykvískt skemmtanalíf. Það sem hér fer á eftir eru hugleið ingar um þetta fyrirbæri sem hvergi á sinn líka í heiminum. Meiningin er ekki að gera tæmandi út- tekt á þvi heldur varpa Ijósi á vissa hluta þess og verður lengst af staldrað við vínveitingahúsin sem eru sverasti stólpinn í dans-/ drykkju- og kynlífs- mynstri reykvíkinga. Okkur telst svo til að i Reykjavik séu rekin 12 vinveit- ingahús sem opin eru öllum al- menningi og bjóða upp á dans- músik. Sum þeirra eru einungis opin 2-3 daga i viku, um helgar, en önnur sex daga, þ.e. alla nema miðvikudaga. Þann dag fengu templarar að hafa þurran þegar flóðgáttir vinsins opnuðust aftur eftir bannárin. Þessir staðir eru æði misjafnir, þá sækja ólikir aldurshópar, mis- jafnlega klæddir. Samt er ekki hægt að flokka fólkið sem sækir þá eftir stéttum. Sennilega ræður þvi helst að verðlag á þeim öllum er svo til það sama a.m.k. er lög- boðiö verð á vini sem ekki má hvika frá. En hvað er það sem fólk sækir á þessa staöi? Upplyfting frá hversdagsleikanum nær þvi sennilega. En i hverju er sú upplyfting fólgin? Það er hins vegar breytilegt. Vinið dregur vitanlega marga á vettvang en það er þó i mörgum tilvikum að- eins leið til annars. Fólk notar vinið til að losa um hömlur og að auðvelda sér samskipti við annað fólk á staðnum. Stór hluti gesta eru einmana sálir i leit að öðrum einmana sálum til að deila með rúmi i eina nótt eöa fleiri. Aðrir koma til að dansa sig máttlausa. Enn aðrir koma til aö „fiska partí”. Og svo framvegis. Þeir eru til sem koma vegna vinsins eins en sennilega er sá hópur orð- inn afar fámennur sem kemur til þess eins að slást þótt slagsmál eigi sér oft stað. En sá grunur læðist að manni að þeir séu ansi margir sem vakna morguninn eftir og finnst litið hafa áunnist annað en timburmenn. Ástæður þess eru vitaskuld margar og flestar ein- Nokkrar hugleiðingar um skemmti' staði, vín■ menningu oa fleira A heimleiðinni var ekið f ramhjá Tjarnarbúð. Þar var svona umhorfs fyrir utan miðnættið. Sunnudagur 22 ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Þessi eru í þann veginn að komast i ,,sæluna Hinn umdeildi Charlie, plötusnúður í Sesar Kvenmannslaus i kulda og trekki gæti verið mottó þeirra sem sækja reykviska skemmtistaði kaupin á dýra vininu. Eru þvi oft orðniralltof drukknirtil að fá inn- göngu, hvað þá til að njóta ein- hverrar skemmtunar ef þeir komast inn. Reykviskir skemmtistaðir hafa ekki tekið miklum breyting- um siðustu 10-15 árin. Þó hafa ýmsir verið lagöir niður og aörir komið i þeirra staö. Það væri for- vitnilegt að skoða hvernig sú þró- un hefur verið. t fljótu bragði man maður eftir nokkrum horfnum stööum. Glaumbær hét staðurinn við Tjörnina sem einkum dró til sin fólk á þritugsaldri eða yngra. Svo gleymdi einhver sigarettu i stóln- um sinum og húsið brann. Við Austurvöll stendur gamalt hús sem löngum var kennt við sjálf- stæðið. Þar rak þekktur vert skemmtistað undir nafninu Sig- tún. Ingólfur á Hellu falaðist eftir húsinu og þar kom að þvi var breytt i mötuneyti fyrir starfs- menn Pósts og sima. Óánægja ná- granna hefur lagt tvo staði að velli: Hábæ við Skólavörðustig og Silfurtunglið við Snorrabraut. A fyrrnefnda staðnum hafa maóist- ar og Valbjörn Þorláksson hreiðrað um sig en sá siðarnefndi er leigður út fyrir einkasam- kvæmi. 1 stað þessara húsa hafa svo komið nokkrir nýir, Glæsibær heitir einn og er við Suðurlands- braut, nýtt Sigtún er risið skemmt fyrir vestan Glæsibæ, en vestar er diskótekið Sesar og við Austurvöll er annað diskótek rek- ið, Óöal. En hvert skyldi fólkið úr hinum aflögðu skemmtistöðum hafa farið? Það merkilega er aö i flest- um tilvikum hefur það dreifst á fleiri en einn stað. Klúbburinn tók við drjúgum hluta þeirra sem sóttu Glaumbæ og Sigtún, Tjarn- arbúð hefur sennilega erft yngri hlutann. Nýja Sigtún virtist i fyrstu alls ekki ætlað að bæta það gamla upp þvi gestir þess voru flestir mun eldri en i þvi gamla. Þetta er þó að breytast núna þvi Sigtún virðist hafa orðið ofan á i samkeppninni viö Klúbbinn. Alla vega hefur meöalaldurinn lækkað mjög mikið og aðsóknin stórauk- ist á sama tima og einhver upp- dráttarsýki virðist hrjá Klúbbinn. Það hefði þótt frétt fyrir tveim til þrem árum ef hægt heföi verið að ganga inn i Klúbbinn án þess að þurfa að stilla sér upp i biöröð á tólfta timanum á laugardagskvöldum. En þannig er þaö oröið og læðist að manni sá grunur að ákveðnar þrálátar kviksögur hafi valdið þvi.. Um þessar mundir eru enn að gerast tiðindi i þessum menn- ingargeira. Um miðjan næsta mánuð veröur Tjarnarbúð lokað i núverandi mynd og staönum breytt i huggulegan stað með gömludansatriói og mat. Er það ætlun þeirra sem reka staðinn að Framhald á 18, siðu. (jafnvel þó farið sé yfir leyfileg mörk) og margir þeir sem inngöngu æskja eiga þangað ekk- ert erindi fyrir ölvunar sakir. Þessar aðstæður eru ekki þær ákjósanlegustu til að skapa góða skemmtanamenningu. Þegar svo við bætist að vinið sem fæst innandyra er helmingi dýrara en það sem fæst keypt i áfengis- verslunum býður það heim lélegri vinmenningu. Menn keppast gjarnan við að hella sem mestu i sig fyrir ball til aö spara við sig staklingsbundnar. En eflaust á reykviskt skemmtanalif sjálft sinn þátt i þvi að sú skemmtun sem menn dreymir um verður oft ekki nema svipur hjá sjón þegar á hólminn er komið, breytist jafn- vel i andstæöu sina, einber leiöindi. Ekki er óliklegt að Reykjavik eigi eitt heimsmet á sviði skemmtanalifsins: þær munu vera fáar borgirnar i útlandinu sem hafa jafnfáa vinveitingastaði og Reykjavik, miðað við fólks- fjölda. Þessi staðreynd er mörgum kær, þeim sem hafa áhyggjur af áfengisneyslu lands- manna. En þessi húsafæö hefur marga augljósa ókosti i för með sér fyrir þá sem húsin sækja. Það er allt annað en skemmtilegt að standa i islensku vetrarveðri i biðröö. Þegar menn komast svo loksins inn taka gjarnan við óskapleg þrengsli, það tekur oft óratima að olnboga sig aö barn- um, séu menn seint á ferð er oft- ast vonlaust að finna borö og það þarf kjarkmenni til að leggja út á yfirfull dansgólf. íslenskir dyraverðir eru kapi- tuli út af fyrir sig. Iðulega stendur maður þá að hreinum ruddaskap og jafnvel beitingu likamlegs of- beldis. Það var ekki að ástæðu- lausu sem sú saga komst á kreik hér um árið að á Slysavarðstof- unni væri einn læknir sérhæföur i þeim sem komu þangað frá ákveönu veitingahúsi. En þeim er svo sem vorkunn. Aðsóknin er oftast mun meiri en húsið rúmar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.