Þjóðviljinn - 22.08.1976, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Qupperneq 8
8 8ÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22 ágúst 1976 Wole Soyinka, nígerískur rithöfundur: Þröngur rammi Það fólk sem byggir Evrópu og Norður-Ameriku hefur lengst af verið mjög upptekið af sjálfu sér. Ekki horft langt út fyrir eigin heimshluta. Oliukreppur og þjóðfrelsishreyfingar hafa samt breytt myndinni að nokkru leyti, að minnsta kosti að þvi er varðar almennan fréttaflutning og fréttaskýringar. En að þvi er varðar menningarmál, þá eru evrópumenn sem fyrr mjög lok- sem höfðu verið handteknir um svipað leyti. Hann var of fræg- ur. Einu sinni var reynt að freista hans til aö flýja til að hægt væri að fá tilefni til að skjóta hann. 1 annað skipti var honum boöið að gerast mennta- málaráðherra, ef hann aðeins héldi sér saman. Soyinka hafði verið andvigur bæði aðskilnaöi Biafra frá rík- inu og þeirri styrjaldailausn á deilunni sem Gowon hershöfð- Wole Soyinka: Niöur með afsakanir og vanmáttuga meðaumkun. Maður sem ekki þegir aðir inni i sinni eigin álfu. Það er sjaldgæft að fjallað sé um þær bókmenntir sem verða til i þriðja heiminum, og hafa þar þó mjög merkir hlutir gerst á undanförnum árum. Við höfum á þessum siðum af veikum mætti sagt frá ljóð- skáldum i Kenya og ^káldsögum hins merka trinidadmanns Naipauls. Hér fer á eftir frásögn af Wole Soyinka, nigeriumanni, sem margir telja fremsta höf- und Afriku. Þar er fyrst og fremst vikið að uppgjöri hans við stjórnvöld i landi sinu eftir það strið sem islendingar hafa haft meiri afskipti af en nokk- urri annarri styrjöld: Biafra- striðinu. —áb— Maðurinn dó „Manneskjan deyr i öllum þeim sem halda kjafti þegar þeir standa andspænis harð- stjórn,” segir Wole Soyinka i bók sem hann nefnir „The Man Died” (Maðurinn dó) og lýsir tveggja ára fangavist hans i Nigeriu. Soyinka, skáld og leik- ritahöfundur, dó aö visu ekki i einmenningsklefa sinum i fang- elsinu, eins og sumir þeirra menntamanna og blaðamanna ingi og hans menn gripu til. Hann var handtekinn rétt eftir að borgarastriðið hófst, en var aldrei leiddur fyrir rétt. Hann hafði farið til Biafra til að reyna að miðla málum i deilu, sem hann hafði spáð fyrir i fyrri bók- um. Þegar hann sneri heim var hann handtekinn, sakaöur um að vera njósnari Ojukwu Biafraforseta, og einangraður án bóka, pappirs og penna. Skrifað á milli lina Með tið og tima tókst honum að láta smygla inn til sin bók- um. Hann skrifaði mikinn hluta bókar sinnar milli linanna á bókunum eftir sérstöku dul- málskerfi sem hann hafði komið sér upp. Bókin er ekki aöeins miskunn- arlaus fangelsislýsing. Hún fjallar og um fjöldamoröin i norðurhluta landsins sem urðu undanfari Biafrastriðsins, um menntamennina sem sitja i sto- um filabeinsturni og vilja ekki af neinu vita, um spillingu ráð- andi hópa. Soyinka stefnir grimmu háði sinu gegn hvers- kyns rétttrúnaði, hjátrú, af- skiptaleysi, valdtrú. Hann sér hvernig smáspillingin innan fangelsismúranna endurspeglar stórspillinguna fyrir utan, ,,i sólskini andskotans”. Hatur og sýnir Sem fangi berst Soyinka gegn meðaumkun annarra og gegn eigin sjálfsaumkun. Hann telur að máttvana samúð mundi spinna utan um hann hjúp, svæfa möguleika skynseminnar til að mótmæla, beita reiöi sinni og háði. Það er hatrið sem hjálpar honum til að lifa fanga- vistina af. Hann gripur til hung- urverkfalls, sem gefur honum það frelsi yfir sjálfum sér, sem enginn getur tekið frá honum og sem skýtur handlöngurum valdsins skelk i bringu. Hann lætur með þrjósku sinni fanga- verðina fá að kenna á botnlausri fyrirlitningu sinni á valdhöfum Nigeriu. Honum finnst hann hafa losnað við aðdráttaraflið, losnað við næmi fyrir sársauka, hann er fullur af undarlegum sýnum, sem hann dregur upp með gamansamri nákvæmni. Bæði i þessari fangelsislýsingu, sem viða hefur farið i þýðing- um, og i ljóðabókinni A Shuttle in the Crypt sem skrifuð var á klósettpappir og sigarettu- pakka. Þegar Soyinka var svo sleppt úr haldi lét Gowon hershöfðingi þau boð ganga til hans, að nú skyldi „gleymt vera gleymt”. Soyinka gleymir ekki og fyrir- gefur ekki. Hann skrifar til að sýna fram á það, að penninn sé öflugri en syerðið, þvi sá þáttur i harmleik Ni'geriu sem hann lýsir verður lesinn löngu eftir að allar opinberar lýsingar á borgarastriðinu hafa drukknað á skjalasöfnunum. Og löngu eft- ir að Gowon er gleymdur: hon- um hefur reyndar verið steypt af stóli nú þegar, eins og menn vita. Þefnæmi rithöfundar Soyinka gerir ekki upp á milli foringjanna i borgarastriðinu, Gownns og Ojukwu. „Ef að Biafra hefði haldið velli segir hann, þá hefðum við fengið tvö yfirstéttariki, sem hefðu synt hlið við hlið i skólpi afturhalds- ins”. I viðtali segir hann sem svo um mótmæli sin: „Af hverju andmæli ég? Vegna þess að þögn andspænis pólitiskum glæpum er skelfil. uppgjafarað- ferð. Einnig eftir aö bylting hef- ur gerst verða nokkrir menn að taka það að sér að standa til hliðar og draga i efa hverja að- gerö hinnar nýju stjórnar. Sem rithöfundur hefi ég sérstaka ábyrgð, þvi að ég finn lyktina af sæði afturhaldsins löngu áður en þjóðinni er nauðgað”. Þessi orð lúta að hlutverki Soyinka sem eins fremsta full- trúa þeirra afrikúmanna, sem sætta sig ekki við úrkynjun hinna afrisku þjóðfrelsishreyf- inga, eins og hún birtist i ráðamönnum i Nigeriu, Zaire (Mobutu), Banda (Malawi) og viðar. Og það er athyglisvert i þessu samhengi, að Soyinka vill ekki firra afrikumenn sjálfa ábyrgð af þessari þróun, með þvi að afsaka allt með slæmum fyrirmyndum, með spillingar- áhrifum nýlendukerfisins osfrv. Að sjálfsögðu hefur Soyinka fengiðað heyra að hann sé hald- inn barnalegri hugsjónastefnu, sem komi i veg fyrir að hann skilji hinar nauðsynlegu mála- miðlanir lifsins. En i fangelsis- lýsingu sinni og ljóðum hefur hann tekið sess mjög framar- lega i hópi þeirra sem i austri , vestri og suðri hafa hafnað þögn og afslætti andspænis kúgun, og hlotiö fyrir fangelsisreynslu, sem hefur ekki brotið þá á bak aftur heldur magnað til nýrra átaka. (ByggtáDN) Að taka samstöðu með börnum Bókaútgáfa er ekki öflug þessar vikurnar, þó liggur hún ekki a\- veg niðri. Ungir menn haida áfram sinni bjartsýnu sjálfsút- gáfu. AB bætir við smábókaflokk sinn um ýmisleg fræði. Og Mál og menning hefur nýlega sent frá sér þrjár kiljur myndarlegar um samfélagsleg efni. Summerhillskólinn eftir A.S. Neill er ein þessara bóka. Höf- undurinn er merkur hugsjóna- maður i uppeldismálum, sem þegarum 1920 hafði stofnað opinn og frjálsan skóla i Summerhill, sem hafði að hugsjón uppeldi i frelsi, uppeldi án ótta. Bókin segir frá reynslu þessa skóla, sem sið- an hefur starfað með ágætum þrátt fyrir tortryggni i hans garð og bölbænir. I seinni hluta bókar- innar er reynslu skólans beint að lýsingu einstakra þátta : sam- bands barna og foreldra, skóla og kennara, frelsis, þvingana, refs- ínga: höfundur fjaHar °8 um áhrif kynlifsmynstra og trúar- bragða á uppeldi. Vel getur verið, að þeir sem fylgjast með uppeldisfræðabók- menntum telji, að þessi bók sé fullseint á ferö hérlendis, og að hún sé um margt úrelt. Að ýmis- legt það hafi gerst á slðari árum sem geri strik i hinn freudiska frelsisreikning Neills. En litt fróður „almennur lesandi” ætti að minu viti að taka þessari bók mætavel. Hún er skemmtilega skrifuð, hinu sálfræðilega orða- safni er mjög i skefjum haldiö. Ekki sist meö sifelldri skirskotun til reynsludæma, sem eru mörg mjög eftirminnileg, meöal annars vegna þess, að mjög mörg þeirra barna sem Neill fær til Summer- hill eru mjög erfið viðureignar, vandræðabörn svokölluö (en það A.S. Neili. Summerhillskólinn. Mál og menning, Reykjavik 1976. SÍNE-félagar Darmstadt þýddu. 351 bls. eru einkum þau sem hafa veriö sérlega óheppin með foreldra). Frásagnir af viðureign Neills við þrjósku, stelsýki, skemmdafýsn, hatur, sem hefur verið sáð i vit- und þessara barna er meðal þess, sem fyrst verður talið ef menn vilja færa rök að þvi, að þessi bók sé bæði fróðlegur lestur, aölað- andi og'örfandi. Þau viðhorf sem mestu ráða um aðferð og framkomu Neills i Summerhill eru sérstaklega geð- þekk. Hann vill brjóta niður þann vitahring, að foreldrar, kennarar og aðrir uppalarar séu i reynd si- fellt að endurvarpa yfir á börnin þvi beina, og dulbúna ofbeldi, þeim þvingunum, þeim ótta, sem samfélagið hefur látið sjálfa þá verða fyrir. Helsta vopnið til þessa verður að iöka „listina að elska”, sýna börnum traust, ganga eins langtog unnt er fram i þvi að koma fram við þau eins og jafningja. Og fyrst og siðast : taka samstöðu með börnunum. Það er augljóst af bókinni að leið Summerhillskólans er erfiö, að hún verður i ómengaðri mynd ekki iðkuö i mjög stórum stll : til þess að svo mætti verða þyrfti m.a. aö „búa til marga sjald- gæfa persónuleika á borð við Neill sjálfan. Það er auðvelt að gefa sér þá niöurstöðu, að það þurfi aörar og virkari aðferðir til að gllma við þau uppeldisvandamál sem sifellt hrúgast upp i brengl- uöu þjóðfélagi. En meðal annars vegna þess að eftirbyltingarbióð- bækur félög bæði I Rússlandi og Klna hafa fallið fyrir freistingum hins stranga aga i uppeldismálum, þá er mjög þýðingarmikið aö halda fram þeim árangri sem fæst með öðrum leiðum. Halda lifi I um- ræðunni um uppeldi án þvingun- ar. Þvi þaö er hollt, ekki sist ýms- um þeim sem telja sig vera vinstramegin i tilverunni, að muna, að menn hafa ekki þokast sérlega langt i átt til frelsis, þótt þeir flyttu framkvæmd agans (óttann við einhverskonar útskúf- un) af einstaklingnum, kennaran- um yfir á hópinn, kollektifiö. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.