Þjóðviljinn - 22.08.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Page 7
Sunnudagur 22 ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir og fylgir þeim hringvöði, sem er seigur og er honum fleygt meö þræðinum. Kræklingurinn er siðan skafinn úr skelinni og borðaður strax, eöa settur i edikslög eða annan lög. Einnig er hann mjög góður steiktur, i eggjaköku, salöt og fleira. öð- una þarf hins vegar að hreinsa betur, maginn er mjög stór og er honum fleygt eftir að skelin hefur veriö opnuð. Hún er mjög góð steikt á pönnu eftir að hafa verið velt upp úr eggjahræru, eftir þvi sem Sólmundur sagði. öðuna þarf sem sagt bæði að sjóða og steikja svo að hún verði íslenski krækKngurinn er herra- mannsmatur — og öllu einfaldari, fljótlegri og ódfrari leið til að fá sér í soðið er tæpast hægt að hugsa sér (slendingar hafa oft átt við hungur að stríða, og þá reynt að draga fram líf ið með því að leggja sér til munns það sem næst var, og einhver næring var í. Ein er þó sú fæðu- tegund sem litlar sögur fara af að notuð haf i ver- ið hér til matar, jaf nvel á mestu hörmungartíma- bilunum, en það er krækl- ingur og annar skelfisk- ur. Jafnvel í dag eru sárafáir sem kunna að nýta sér þessa ágætu fæðu, en hins vegar flytj- um við kræklinga inn í stórum stil, norska danska, spánska og frá fieiri löndum. „Það er engiii ástæða til að óttast mengun hér i sjónum, sem skemmi kræklinginn, nema hvað hann má aldrei tina mjög nærri byggö eöa þar sem skolp- ræsi liggja i sjó. Hann er mjög viðkvæmur fyrir skolpbakter- ium. Ef einhver hætta er á að skolp fari i sjóinn þar sem kræklingurinn er, má alls ekki tina hann. Hins vegar má geta þess að okkar islenski krækling- ur er trúlega miklu ómengaðri og betri en kræklingur sem við flytjum inn t.d. frá suörænum löndum.” sagði Sólmundur enn- fremur. Við spurðum hann hvort al- gengt væri að fólk leitaði upp- lýsinga um kræklinginn hjá Hafrannsóknarstofnuninni með það fyrir augum að fara og tina hann og sagði Sólmundur að það væri helst fólk úr sendiráðum og útlendingar sunnan úr álfunni. Virtust þeir hafa kennt ýmsum Unnur Kolbeinsdóttir og Baldur Stefánsson tlna krækling. Aðeins tekur örfáar mfnútur að fylla pokann. islendingum að tina og mat- reiða islenska kræklinginn, sem Sólmundur sagði að væri af- bragðsgóður og stærri en megn- ið af innflutta kræklingnum. Þá sagði Sólmundur að önnur teg- und af skelfiski væri ekki siðri, en það er aöan, sem er mjög lik kræklingi, en bara stærri. Mikið er af henni hér við land, en hana þarf að tina eins og krækling, á háfjöru. Við báðar tegundirnar er notuð sú aðferð að skeljarnar eru hreinsaðar vel með bursta og siðan soðnar i vatni (snögg- soðið). Þá er þráðurinn sem hangir úr skeljunum dreginn úr ekki seig.Einnig kemur fyrir að perlur myndast innan I skelinni ef fjaran þar sem skeljarnar eru tindar er mjög sendin. Þarf þá að tina þær úr. Kræklinginn og öðuna má frysta, en langbest er að frysta fiskinn eftir að búiö er að sjóða hann og kæla,er hann þá frystur i loftþéttum umbúðum og með- höndlaður likt og t.d. fryst rækja, sem best er að þiða með þvi að setja snöggvast i sjóðandi vatn. Einnig er gott að hita kræklinginn upp á pönnu. Best er að frysta fiskinn I skelinni. Ekki má sjóða skeljar sem eru Við ræddum við Sólmund Einarsson, fiskifræðing á Haf- rannsóknarstofnununni og báð- um hann aö gefa okkur og öðr- um áhugasömum kræklingsát- um góð ráð. Sagöi hann að er- lendis væri yfirleitt talað um að krækling mætti ekki tina nema i mánuðum meö R í heitinu. Þetta ætti þó ekki við hér. Ástæðan fyrir þessu væri sú að erlendis væri hætta á að svo- kallaðir skorþörungar eitruðu kræklingana, en kræklingarnir nærastá þeim hluta úr sumrinu. Þessir þörungar hafa aðeins einusinnifundisthér i einhverju magni og ekki er ástæöa til aö óttast að þeir eitri kræklinginn. „Hins vegar er best að tlna kræklinginn snemma á vorin, eða á haustin.en reyndar er allt i lagi að tina hann allt sumarið. Á vorin er hann feitur og góður og einnig aftur i september og október, þvi þá hefur hann mikið æti” sagði Sólmundur. Þeir staðir i nágrenni höfuð- borgarsvæðisins sem best er að tina krækling eru Hvalfjörður og er þá best að fara að Hvita- nesbryggjunni (gömlu herskipabryggjunni) og tina þar undir og á stöplunum. Þá er einnig ágætt að tina krækiing á leirunum norðan við Garðskagavita. Hvitanesið er sem kunnugt er fyrir innan Kjósina. Strætisvagnar eru ekki fyrir alla Strætisvagnar Reykjavikur eru léleg þjónustustofnun fyrir barnafólk, en barnafólk verða flestir einhvern tima og einmitt fólk með börn hefur oft mesta þörf fyrir að nota þessa þjón- ustu. Það eru mörg ár siðan ég byrjaði að rexa undan þvi að ekki væri hægt að fara með vagna og kerrur i strætisvagna, eins og hægt er i öllum sæmilega siðmenntuðum þjóðfélögum, og erum við vist eina Norðurlandið sem ætlast til að fólk arki með barnavagna og kerrur hvert um bæ sem er eins og veðráttan er nú lika geðfelld hér á stundum. Nú hélt ég að búið væri að bæta úr þessu, þvi fólki i Breiðholti var bent á að það mætti fara með litla vagna og kerrur i vagnana. Ég hringdi nú samt til vonar og vara áður en ég bjó allt liöið upp i bæjarferð og mér var sagt að allt væri I lagi með að fara með vagna, svo fremi sem þeir væfi ekki þeim mun stærri. En þegar I vagninn kom var úti- lokað að koma vagninum, sem er mjög litill inn og fannst bil- stjóranum reyndar engin ástæða til að fara með barna- vagna i strætisvagn. Þetta væri svo óþægilegt á annatimum fyr- ir farþegana. Þetta er svo sem ekkert nýtt hér á Islandi. I öllu hjalinu um börn og húsmóður- starf er litiö á það sem sjálf- sagðan hlut að þeir sem gæta ungbarna séu innilokaðir frá samfélaginu og komist ekki spönn frá rassi nema i einkabil. Skyldi ekki lika vera óþægilegt fyrir t.d. einstæðar mæður aö komast heim tii sin á annatim- um með börnin? Hvernig eiga þær að komast með börnin i og úr gæslu? í leigubil kannski? Ekki þarf nema eitt handtak til að bæta úr þessu ástandi, járn- ráin sem er I dyrunum þarf að vera aðeins lengra til hægri eða vinstri, þá er hægt aö komast inn öörum megin við hana. Eins og sakir standa er aðeins hægt að koma allra minnstu kerrun- um inn, og börn i kerru er hvort eð er hægt að fara með á hand-, leggnum. Þess má geta að i vagninum var aðeins einn farþegi. Og svo er kvartað undan lélegri nýt- ingu strætisvagnanna og að það þurfi að hækka fargjöldin. Gott og vel, — ég ætla mér að minnsta kosti ekki að nýta mér þessa „þjónustu” I bráð. opnar, þvi þá eru likur á að fisk- urinn sé þegar dauður og jafn- vel farinn að skemmast. Til að sannreyna nú gæöi islenska kræklingsins brá ég mér upp i Hvalfjörð einn rigningarmorguninn. Rétt er aö benda á að ef fólk fer inn á fjör- ur sem eru á landsvæði bænda, er auðvitað sjálfsagt aö biðja um leyfi. En athugið vel hven- ær fjara er, áður en þið leggið af stað þvi annars er eins vist að þið sjáið ekkert! Við tindum nokkra plastpoka af kræklingi á örstuttri stundu. Þar sem eru t.d. tréstólpar (bryggjur) sest kræklingurinn á stólpana, en annars er hann oft falinn ofan i sandinum og best er að fara sem lengst út. Kræklingurinn er i litlum klösum og hanga gjarnan við hann steinar, þari og fleira. Reynið að taka ekki minnsta kræklinginn. Reyndar var kræklingurinn sem við tindum fremur smár, en hann er sist verri, en mun ódrýgri. Siðar i sumar og haust verður krækl- ingurinn mun stærri. Engin sér- stök áhöld þarf til að tina hann og öllu fljótlegri og einfaldari aðferð til að ná sér i matarbita er tæpast hægt að hugsa sér. Þegar heim var komið var tekið til við matseldina, eftir að búið var að bursta kræklinginn vel úr köldu vatni. Ekki má nota heitt vatn við að þvo hann, en ágætt að bursta með virbursta. Lög til að sjóða kræklinginn (og sem einnig er súpa) gerðum við úr eftirfarandi: vatn (svo að tæplega nær yfir alla kræklingana i pottinum). Svört piparkorn Ný sólselja (dill) Ný steinselja Lárviðarlauf Rauður pipar (þurrkaður). Nýr hvttlaukur Nýr laukur Nokkrir negulnaglar Súputeningur úr grænmeti (má vera duft) Hvítvinsedik örl. sykur. Nokkur kúmenkorn Athugið að setja ekki salt i vatnið og notið kryddið eftir smekk Ekki þarf nauðsynlega að nota öll þessi efni i löginn. Einnig má nota t.d. graslauk eða annað nýtt grænmeti. í stað hvitvinsediks nota margir hvit- vin, en edikið eykur geymslu- þolið og má geyma kræklingana i þessu soði á köldum stað með loki yfir. Þetta var satt að segja ákaflega bragðgott og krækling- urinn fór fram úr öllum vonum. Hann er aðeins soðinn i örstutta stund og siðan borinn fram i skelinni og súpan borðuð með. Vonandi verða fleiri til að reyna islenska kræklinginn nú með haustinu, þegar hann verður orðinn stærri og jafnvel enn betri en nú. Gerfi- efni — Hvers vegna er svona erfitt að fá föt, t.d. sokka og náttföt úr ekta efnum, t.d. bómull eða ull?, spyr S.R.. Fólk er ótrúlega ónæmt fyrir þvi hvort það kaup- ir ekta vöru eöa óekta, þvi mun- urinn á t.d. bómull og næloni i nærfötum eða náttfötum er svo mikill, að maður furðar sig á þvi að nælonið skuli yfirleitt seljast. Þeir sem á annað borð hafa komið augá á þetta, geta alls ekki sofið i nælon náttfötum og margir hafa reyndar ofnæmi fyrir gerfiefnum. Nærföt úr gerfiefnum eru miklu kaldari i kulda og heitari i hita en t.d., bómullarnærföt og sama er að segja um sokka. A ungbörn er t.d. tæplega hægt að nota gerfi- efni, amk. ekki næst þeim, þvi þau verða kaldsveitt i þeim. Samt er nær ógerningur að fá t.d. bómullarsokka á börn nú orðið. Og i stað gömlu og góðu ullarbolanna eru nú seldir dral- on eða akrýl bolir sem gera hvergi sama gagn og ullin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.