Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22 ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Sköpun jurtanna llann er aö draga út rætur. Jarðvegur: búa til góða stöppu af leir, sandi og kalksteini og brúna það siðan i sólskininu. Upphaí mikils rikis Skop- myndir Hlavíns Vladimir Hlavin heitir tékkneskur listamaður sem hefur gert skopmyndir úr daglegu lifi að helsta viðfangsefni sinu. Hann er einn af þekktustu teiknurum skopblaðsins Dikobraz og hafa teikningar hans farið viða um lönd þaðan. Hlavin segir sem svo: „efnivið- ur i skopteikningar er allt i kring- um okkur. Það er nóg að ganga um göturnar og hafa augun galopin. Fólk hefur oft enga hug- mynd um það, hve spaugilegt tal þeirra og athafnir eru. Það nægir að hugsa um það stundarkorn og ýkja nokkuð það sem máli skiptir. Það eru miklu fleiri týpur gjald- gengar i skrýtlum en tengdamæð- ur og viðutan prófessorar. Börn, sveppasafnarar, pólitikusar, veiðimenn, iþróttamenn, fóik upp og ofan. Það er alltaf eitthvað fjörlegt á ferðinni fyrir þann sem hefur augu, penna, já og pappir, ekki má gleyma honum. ADOLF J. PETERSEN: VÍSNAMÁL „Klónni slaka ég aldrei á 99 Útsynningurinn hefur löngum þótt leiðinda veðrátta, bæði fyrr og siðar. Sigurgeir Sigurðsson i Flatey kvað: Ennþá syngur upp við hlein útsynningur baldinn. Þegar springur alda ein, önnur hringar faldinn. Þaulsætinn var útsynningur- inn hér um árið, en auk hans var skammdegismyrkur þegar þessi visa varð til: Hyiur landsins höfuðból hjúpur veðra styrkur. Engin birta eða sól, aðeins regn og myrkur. AJP Visan flaug til Akureyrar, og Björn Brynjólfsson vegagerðar- maður svaraði með eftirfar- andi: Þó að regnið byrgi ból og brælan hylji djúpin, rikir bæði birta og sól bak við þokuhjúpinn. Engin neyðarkaup vildi Bjarni Hákonarson i Þykkvabæ (f. 1623) gera, þó hart væri i ári: Gef ég mitt ei kærleiks ker kaups fyrir neinum plógi, ellegar hindir hendi mér fyrir hundrað dýr i skógi. Um prest einn kvað Jóhannes á Skjögrastöðum á Völlum: Mikið er hvað margir lofa ’ann, menn sem aldrei hafa séð hann skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skoliabuxum neðan. Um sömu stéttar mann kveð- ur Jakob Aþanasiusson: Hylur gæran sauðar svarta soltinn úlf með geði þungu, dúfu augu höggormshjarta, hunangsvarir eiturtungu. Ennfremur: Þar sem dökkleit þrenning býr þrifst ei nokkur friður, blessan guðs i burtu flýr, bölvan rignir niður. Þegar Jónas Sveinsson læknir gerði tilraunir til að yngja upp eldra fólk, kvað Brynjólfur Sig- tryggsson: Nú er ftestu búin bót, bráðum engir deyja. Vesöl kerling voða ljót veröur yngismeyja. Það var álitið að Þorvaldur Rögnvaldsson skáld á Sauða- nesi hafi verið kraftaskáld. Þvi mótmælti hann þannig: Þó fjöllin gæti fært úr stað fyrir visu og kvæði, mig girnir ekki að gera það, nema guð minn leyfi bæði. Helga digra Guðmundsdóttir, kennd viö Lönguhlið i Hörgár- dal, orti um mann sem haldið var að ætti hjákonu: Eins og melur óþekktur ýmsa felur hrekki, hefur i' seli Sigurður sem hann telur ekki. Einar Sæmundsen skógar- vörður kvað: Enginn maður á mér sér inn þó biæði sárin, hef ég reynt að harka af mér og hlæja gegnum tárin. Um frjálsræðið kveður Gisli Ólafsson frá Eiriksstöðum: Þjóðin frjáls i flestu er, fáum slikt þó henti. Lýðræðið á landi hér laglega fer á prenti. Um atómljóðin kveður hann: Visna-glóðin fölna fer, fiestir hljóðir stara. Atómljóðin eru hér orðin móðins vara. t eyðibyggð kvað fræöimaður- inn Þormóður Sveinsson: Fögur byggð með biómgvan reit, börnum rúin sinum. Brostin von og bænin heit blundar i faðmi þinum. Tæknimengunin er viðsjár- verð. Um það kveður Ingþór Sigurbjörnsson málari: Mannkynið fær meira en nóg af meistaraverkum frækninnar, i lofti, jörðu, líka sjó læðist eitur tækninnar. Adam Þorgrimsson frá Nesi i Aðaldal, siðar prestur i Vestur- heimi, kvað: Þolið blæinn þrýtur senn, þagnar ægis harpa. Geislar bægja grimu enn gulli á sæinn varpa. Jón Arnason á Viðimýri i Skagafirði kvað: Hér er drengja hópur stór, hér má lengja vöku, inn ég geng i kvæðakór, kann þó enga stöku. Ennfremur: geö Mitt þó þvingi gremja gráts i stingi pinum, á himnum syngja hygg ég mef húnvetningum minum. A landamærunum getur orðið töf, eða svo hyggur Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka: Skáidsins anda æðsta þrá, af þvi vandann lærum, getur strandaö aðeins á ystu Iandamærum. Ekki var Þorsteinn Magnús- son frá Gilhaga sáttur við sig: Anda napurt oft ég finn, auðnu tapast vegur. Asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. Sigurður Kristjánsson i Kalmannstungu kvað: Lyngs I bing á grænni grund ég glingra og syng viö stútinr Þvinga slyngan hófahund hringinn i kringum strútinn. Aldrei að vikja, er þekkt orð- tak, en Jón S, Bergmann hafði það fyrir boðorð: Klónni slaka ég aldrei á undan blaki af hrinu, þó tnig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Um verðlagsmálin er þessi visa, en þvi miður er höfundur- inn ekki þekktur hér: Kaupir þú þér kindarhupp, krofið borgast niður. En verðinu er vixlað upp á vini, þvi er miður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.