Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22 ágúst 1976 Messías Framhald af '3. siðu. kunna „Moonistarnir” greinilega að haga orðum sinum við þá. Þessu er haldið áfram þegar menn eru komnir á „nám- skeiðin”, sem boðið er upp á og taka fyrst tvo til þrjá daga en á eftir fylgir annað sem tekur viku o.s.frv. En þá kemur lfka annað til sögunnar: til þess er séð að menn hafi ævinlega nóg að gera og hafi engan tima til þess að velta málunum persónulega fyrir sér og hugsa um annað en það sem að þeim er haldið. Dagskrá þessara „námskeiða” sýnir einnig að reynt er að þreyta menn svo mikið að þeir hafi ekki orku til sjálfstæðra hugleiðinga. Ef til vili er hægt að kalla þetta „heila- þvott”, en það er þá heilaþvottur i mildustu mynd, sem hefur engin áhrif, nema fórnarlambið sé sér- staklega búið undir að taka við honum. Og þótt ýmsir vilji banna kirkju Moons og berjast með öll- um tiltækum ráðum gegn þessum trúarbrögðum, er besta leiðin vafalaust sú að sjá fyrir þvi að sem fæstir unglingar biti á svona einfeldnislegt agn. e.m.j. (aðalheimild: DerSpiegel) Drættir Framhald af bls. 11. laða að sér eldra fólk en það sem nú sækir þangað. Astæöan fyrir breytingunni er sögð sú að um- gengni á staðnum núna sé þannig að ekki sé með góðu móti hægt að samrýma dansiböll fyrir unglinga og virðulegan hádegis- fundarstað fyrir læons, rótari og aðrar samkundur. Kannski fer Tjarnarbúðarliðið að venja komur sinar f Þórskaffi sem nú er verið að breyta i vin- veitingastað. Fréttir herma að þar eigi að vera hægt að dansa á mörgum hæðum svipað og i Klúbbnum. A einni hæð verður ef- laust diskótek, á annarri kannski rokkhljómsveit og gömludans- arnir á þeirri þriðju. Þessi breyting á Þórskaffi er nokkuð dæmigerð fyrir reykviska skemmtistaði. Þeir staðir sem risið hafa á siðustu árum skiptast einkum i tvö horn. Annars vegar eru risastórar „vöruskemmur” eins og Sigtún, Glæsibær, Klúbb- urinn og að þvi er virðist Þórs- kaffi. Hins vegar diskótek i mun minna húsnæði. Tjarnarbúð sækir sennilega i sama farið og Naustið. þróunin virðist þvi stefna i þá átt að hér verði til þessar þrjá tegundir vinveitingastaða. Það væri kannski alveg nóg fjöl- breytni ef hér á landi vantaði ekki einn hlekk i skemmtanalifið sem er hvað viðamestur i flestum ná- grannarikjum okkar: bjórkrárn- ar. Það vantar hér alveg staði þar sem hægt er að lita við og sitja að rabbi við kunningja án þess að þurfa að fara i sérstök föt, „hita sig upp” áður og setja sig i aðrar stellingar sem danshúsaferðir krefjast. Þessi skortur verður þvi augljósari sem kaffihúsum fækk- ar i borginni, a.m.k. þeim sem hafa opið á kvöldin. Þessi skortur stuðlar að einangrun og einmana- leik fólks. Einnig mætti hugsa sér litla þægilega staði þar sem veitt væri létt vin (bjór má vist ekki nefna) og hægt væri að hlusta á tónlist af hæfilegum styrkleika. Til saman- burðar væri helst að leita i jass- hús erlendis. Þar gætu jafnt fræg- ir tónlistarmenn sem nýgræðing- ar i listinni fengið tækifæri til að leika sina eigin tónlist. Eins og er neyðast þeir þvi miður flestir til að leika tónlist sem verkar örvandi á vinþorsta manna en sljóvgandi á allar góðar kenndir. Auk þess er hún viða svo hátt stillt að öll mannleg samskipti rofna. Þáær ekki nema um tvennt að velja: að dansa og týna sér i tónlistinni eða flýja á náðir bars- ins. Stundum finnst manni það vera tilgangurinn. 1 fyrra hugðist Félagsstofnun stúdenta hef ja rekstur staðar sem að einhverju leyti hefði bætt upp þann skort sem að ofan er nefnd- ur. Sótt var um leyfi til að hafa þar létt vin á boðstólum. Borgar- ráð sendi dómnefnd á vettvang til að kanna aðstæður og veitti hún staðnum meðmæli sin. Sam- þykkti ráðið fyrir sitt leyti að'vin- veitingar skyldu leyfðar i Stúdentakjallaranum. Málið var sent til dómsmálaráðuneytisins sem öllum að óvörum sagði nei. Engin skýring hefur enn fengist á þessari geðþóttaákvörðun ráðu- neytisins. En þetta er svo sem i samræmi við margt annað sem yfirvöld is- lenskra áfengis- og skemmtana- mála hafa afrekað. Stundum finnst mannl að allt viðhorf lög- gjafans i þessum efnum sé svipað og þeirra manna sem fengu dana- kóng til að banna skemmtanir á Islandi á fyrri hluta 18. aldar: skemmtanir eru af hinu illa. Fólk á ekki að vera að vasast út fyrir fjóra veggi heimilisins til þess eins að drekka brennivin og sletta úr klaufunum á annan hátt. Menn eiga að vinna myrkranna á milli og verja tekjunum til nauðþurfta og i skynsamlegar fjárfestingar eins og ibúð yfir höfuðið, bil undir afturendann og sjónvarp til að týna sér i. Þetta viðhorf ræður þvi að sennilega býr engin þjóð við eins úrelta og á margan hátt mannskemmandi löggjöf á þessu sviði. Mannskemmandi i þeim skilningi að löggjöf sem ekki samræmist vilja þeirra sem henni eiga að lúta kallar á lögbrot og æsir margan upp til óhæfu- verka sem ekki ættu sér stað ef betur væri að löggjöfinni staðið. Þessi vandræðalöggjöf setur sinn sterka svip á allt skemmt- analif reykvikinga. Til dæmis þann að ef farið er um reykviska skemmtistaði sést varla fólk sem komið er yfir miðjan aldur. Það hefur einfaldlega ekki þrek eða geð i sér til að stunda þann hruna- dans sem alls staðar er iðkaður. Það þarf þrekmikið og heilsu- hraust fólk til að standa i biðröð- um i brunakulda, slagsmálum við dyraverði, örtröð við bari og á dansgólfi og að þola þann ógnar- hávaða sem viða verður ekki um- flúinn á skemmtistöðunum. Aður en punkturinn er settur aftan við þessar hugleiðingar verður að slá þann varnagla að þótt hér að ofan hafi einkum verið talað um vinveitingahús og vin- menningu er alls ekki ætlunin að reka opinskáan áróður fyrir þvi að reykvikingum verði gert kleift að auka við sig drykkjuna. Hins vegar er það bjargföst vissa undirritaðst að ef áfengislöggjöf- inni verður breytt i skynsamlegra og mannlegra horf en hún er nú og skemmtistaðirnir verða i framtiðinni miðaðir við að standa undir nafni en ekki við að skila hámarksgróða getum við losnað við þá örvæntingu sem virðist einkenna allt islenskt skemmt- analif. — ÞH Ættin Framhald af bls. 20. þýðingarmikið. Það boðaði vor i menningu vorri og það varð mörgum leiðarstjarna, þeim er áður höfðu hvorki átt mark né mið. Margir æskumenn, þám. sá er þetta ritar, slepptu ekki blaðinu fyrr en þeir kunnu hvert orð utan að. Afar litið var prentað áður á færeyska tungu, og þeir voru margir sem aldrei höfðu augum Iitið það litið það var. Þvi var það svo forkunnar- gott að fá þetta litla blað heim til sin.” Aðalmennirnir i Færeyinga- félaginu voru þeir Jóannes Patursson og Rasmus Effersöe. En þeir voru mjög ólikir að skaplyndi. Rasmusi er lýst sem rólyndum, þolgóðum og orðvör- um manni, sem vildi fara að öllu með gát. Hann hefur þvi verið býsna ólikur afa sinum, Jóni „greifa”. Jóannes Patursson var hins vegar hinn mesti eid- hugi og vildi ganga harðar fram. Hófst nú ritdeila milli Hringbraut 121 Sími 2 86 01 þeirra Rasmusar, bæði í bundnu og óbundnu máli, og endaði sú deila með þvi að Færeyinga- félagið lognaðist út af árið 1900 og árið eftir blaðið. Rasmus Effersöe var einnig frumkvöðull færeyskrar leik- listar, og fyrstu leikritin, sem samin voru á móðurmáli fær- eyinga, voru eftir hann. Þau urðu mjög vinsæl og mikið leik- in. Rasmus var lika þekkt ljóð- og sagnaskáld og þykja verk hans einkennast af ihygli og næmri kimnigáfu. Og vist er um það að enn I dag lita færeyingar á Rasmus Effersöe sem einn sinna bestu sona. Annar sonur Guðmundar Effersöe var engu minna þekkt- ur á sinni tið. Það var stjórn- málamaðurinn Oliver Effersöe (1863-1933). Hann var lengi sýslumaður i Suðurey, eins og faðir hans hafði verið. En i stjórnmálum skipaði hann sér i fylkingarbrjóst ihaldsafla, sem ekki vildu sjálfstæði Færeyja. Kannski hefur fordæmi Jóns, afa hans, á íslandi verið honum viti til varnaðar i þeim efnum. Oliver sat fyrir hönd Færeyja á rikisþingi dana i 30 ár, var einn af stofnendum Sambands- flokksins árið 1906, en hann var stofnaður til höfuðs hreyfingu Jóannesar bónda Paturssonar, og er enn i dag einn af stærstu flokkum i Færeyjum. Formaður Sambandsflokksins var Oliver 1 mörg ár, sat á lögþinginu i Þórshöfn og var forseti þess. Meðal annarra sona Guð- mundar Effersöe var Jón amts- læknir i Færeyjum, sem hefur verið skirður eftir afa sinum, og Páll lögfræðingur i Þórshöfn. Jósefina hét ein dóttir Guð- mundar. Sonur hennar var þekktur stjórnmálamaður i Færeyjum, Edward Mitens. Hann var hins vegar I Sjálf- stjórnarflokknum, hinum gamla flokki Jóannesar Paturs- sonar, sem nú er nánast mið- flokkur og fremur litill. Edward Mitens sat lengi á lögþinginu og var einn þriggja ráðherra (landstýrismanna) i þriðju rikisstjórn (landstýri) Færeyja árið 1954 en færeyingar fengu heimastjórn 1948 eins og kunnugt er. Eflaust eru margir fleiri þekktir færeyingar af ætt islenska ævintýramannsins, Jóns Guðmundssonar, sem fylkti sér svo ótrauöur við hlið Jörundar hundadagakonungs og vist er um það að saga Færeyja hefði orðið öðru visi ef hann hefði ekki þurft að gjalda lið- veislu sinnar með landflótta frá Islandi. Margir islendingar hafa verið búsettir i Færeyjum og sumir komið þar mjög við sögu og væri það ekki ómerkilegt rann- sóknarefni. En til gamans má geta þess að við höfum lika þeg- ið þekkt ættarnöfn frá Færeyj- um. Þannig á nafnið Hafstein uppruna sinn þar, kennt við drangana umhverfis eyjarnar. —GFr Visindi Framhald af bls. 4. rafsviðin milli einstakra köfnun- arefnisatómkjarna væru nógu mögnuð til að koma i veg fyrir kjarnaflæði. En hann trúði þeim útreikningum ekki alveg. Það væri mikil ógæfa ef að okkur skjátlast I þessu, allt vegna þess að við treystum of mikið á fræði- kenningar okkar um atómorku, sagði hann. Litlu munaði Dudley sá sem áður er nefndur, vill að haldið sé áfram rannsókn- um á þessu sviði. Hann telur atómsprengingar i sjó enn hættu- legri en i lofti. Einkum vegna þess að vetniisótópinn deuterium, sem er sérlega liklegur til keðju- verkana, er mjög rikulega fyrir hendi i höfunum. I öðru lagi er að finna á miklu dýpi þann mikla þrýsting, sem Bethe telur og háskalegan hvata á keðjuverkan- ir. Nú þegar liggja á miklu dýpi atómsprengjur i tveim sokknum kafbátum, einum bandariskum og öðrum sovéskum. Dudley vill endilega að reynt verði að ná þeim upp. Hann telur að mjög litlu hafi munað að stórslys yrði þegar sprengjuflugvél að gerð- inni B-52 missti fjórar vetnis- sprengjur i sjóinn skammt frá strönd Spánar árið 1966. Fjögur af sex „öryggjum” einnar sprengj- unnar reyndust ónýt þegar hún siðar var fiskuð upþ af hafsbomi. Hollywood Framhald af 13. siðu. leifar af þeim hugsunarhætti sem þar réði rikjum. En dagar slikra fornleifa eru taldir. Dagur plág- unnar er eins konar eftirmæli um fyrirferðarmikinn og blóðugan kafla i kvikmyndasögunni. Pípulagnir -Nýlagnir, breAtingar, hitavpitutengingar. Simi 3(í!)2í) (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöídín). blaðið sem vitnað er í Áskríftarsími 175 05 Herstöðva- andstæðingar! Skrifstofa okkar er opin alla virka daga kl. 1- 6. Þar fæst Dagfari, merki Keflavíkurgöng- unnar, plata Böðvars Guðmundssonar og platan Sóleyjarkvæði. Avallt næg verkefni handa stuðningsfólki. Samtök Herstöðvaandstæðinga, Tryggvagötu 10, simi 17966

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.