Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.08.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22 ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Hollywood in memonam John Schlesinger er einn af meiriháttar lista- mönnum hins engilsaxneska kvikmyndaheims. Hann hófst til mannvirðinga i Bretlandi einhvern- tíma á sjötta áratugnum, i þeirri bylgju sem þá reið yfir breskt listalif og kennd hefur verið við „unga reiða menn”. Mynd Schlesingers, A Kind og Loving, var ómissandi þáttur i þeirri bylgju, einskonar við- auki við Saturday Night and Sunday Morning. Þetta voru myndir sem á nýstárlegan og áleitinn hátt fjölluðu um vandamál ungs fólks af verkamanna- stétt. Næsta mynd Schlesingers hét Billy Liar, og muna vafalaust margir eftir henni. Siðan rekur hver stórmyndin aðra: Darling, Sunday Bloody Sunday, Far from the Maddening Crowd, Midnight Cowboy... Og nú sjáum við Day of the Locust, Dag plágunnar, i Háskólabió. Þetta er mynd um Hollywood. Atburöirnir eru látnir geras 11938, þegar kvikmyndaborgin var i fullu fjöri. En mig grunar aö timasetningin eigi sér fleiri or- sakir. öðru hverju heyrum viö i útvarpi eöa sjáum blaöafyrir- sagnir sem gefa til kynna ástand- iö i Evrópu: striöiö er yfir- vofandi, Hitler er i essinusinu og fasisminn lifir eitt af blómaskeiö- umsinum. Astandiö i heiminum er ,,heitt”,og hitinni Los Angeles er steikjandi, enda litið gagn i' si- sprautandi sjálfvirkum garöslöngum sem eru einsog leit- motif i gegnum alla myndina. Þessi bakgrunnur skapar myndinni mjög trúveröugt andrúmsloft. Andrúmsloft sem fæöir af sér spennu og ofbeldi og hlýtur aö springa þá og þegar. Strax i upphafi myndarinnar erum viö minnt á sprengingu: jarðskjálftann mikla. Ungur maöur tekur á leigu herbergi meö sprungnum vegg og stingur rauöri pappirsrós i sprunguna. Sjálf kvikmyndatakan eykur einnig á þessa spennu i andrúms- loftinu,einkumlýsingin.Sólin er i hvirfilpunkti og ljósiöer sterkt og nakið og hefur áhrif á taugarnar. Svo er það Hollywood, af- sprengi þessa andrúmslofts. Gerfiborgin sem á sér aðeins einn guö: grænan pappirsguö. Borgin sem framleiöir mugsefjun og eyðileggur allt sem gæti veriö mannlegt og ekta. Fólkiö er allt brennimerkt þessari borg og þeim örlögum sem hún býður uppá. Allt frá barnæsku, einsog við sjáum best á persónunni Adore, gjör- skemmdum strákslöttólfi sem klæddur er i fáránleg föt og á aö verða að stjörnu. Þaö er takmark allra: aö verða aö stjörnu, vera uppgötvaöur, slá i gegn. Engum af persónum myndarinnar tekst það. AUar munu þær fyrr eöa siö- ar fylla flokk þeirra andlegu og likamlega fötluðu vesalinga sem ráfa um götur Hollywood, fórnar- dýra „guUaldarinnar”. Tod er ungur málari, nýkominn tU HoUywood og harðákveöinn 1 aö koma sér áfram, „gera þaö gott”. Hann kann eitthvaö fyrir sér 1 þeim efnum, innan skamms er hann farinn að vinna aö stóru verkefni sem mun áreiðanlega hjálpa honum áleibis uppá tind- inn. Hann verður ástfanginn af Faye, sem býr i sama húsi og hann. Faye ætlar lika aö veröa stjarna, en henni gengur ekki vel. Samskipti þessara tveggja per- sóna, sem leiknar eru af WUliam Atherton og Karen Black, eru af- ar lærdómsrlk. Bæöi eru þau ung og falleg og búa yfir ýmsum góö- um eiginleikum sem ekki fá aö njóta sin vegnaumhverfisinssem þau lifa 1. Falskt gUdismat, tvö- falt siðgæöi og sjálfsblekkingin eru aðaleinkenni heimsins þeirra. Þar er ekkert pláss fyrir sannar tilfinningar. Faye segist aöeins geta oröið ástfangin af ,,rikum, fallegum manni” og heldur fast i meydóm sinn i þeirri fánýtu von að hann étist ekki upp I verö- bólgunni. Þegar faöir hennar deyr neyðist hún þó tU aö láta dýrgripinn falan i hóruhúsi. En það er ekki svo slæmt, vegna þess að viðskiptavinir hennar eru „ó- kunnugir menn” einsog Faye kemst að orði þegar Tod er aö fal- ast eftir bliðu hennar. Maður sef- ur ekki hjá vinum sinum. Faye er alin upp með það eitt fyrir augum að hún geti „slegið 1 gegn” og lát- ið karlmenn sjá fyrir sér. Hún á aö vera „heimsk ljóska” sem aU- ir karlmenn eru æstir i en aðeins þeir fallegu og riku mega snerta. Vitanlega er þessi imynd kven- legra „dyggða” hvergi til og hef- ur aldrei verið tU. En þessi upp- spuni hefur mótaö Faye og skemmt hana sem manneskju. Faðir Faye, Harry (Burgess Meredith) er annaö fórnarlamb Hollywood. Fyrrverandi mis- heppnaður grinleikari, núverandi misheppnaöur sölumaöur. Merg- soginn og hakkaður i HoUy- wood-maskinunni þar til ekkert er eftir nema skoffin og trúöur, ömurleg figúra. Af öllum öörum leikurum ó- löstuöum hygg eg aö Donald Sutherland verði mér eftirminni- legastur úr þessari mynd. Ég haföi aöeins séö hann sem sprenghlægUegan gamanleikara áöur, en hér leikur hann Homer, manninn sem Faye fer aö búa með á grundvelli „viðskipta- samnings”, eftir lát Harrys. Homer er stórt barn, sál hans er Dimuld Sutherland og Karen opin kvika, harmleikur hans minnti mig einhverra hluta vegna á þaö sem kemur fyrir fólk i bók- um Carson McCullers. Stundum fannst mér Homer vera nýstiginn út úr dapurlegu kaffihúsinu henn- ar. Kannski er þaö hitinn og of- beldiö i andrúmsloftinusem fæöir af sér svona fólk. Sögupersónurn- ar i „Ballad of the Sad Café” voru lika alltaf aö kafna úr hita. Homer er trúaður og fer með Faye og föður hennar á ,krafta- verkasamkomu”. Þar er á snilldarlegan hátt sýnt samspil múgsefjunar og Mammons- dýrkunar. Þaö er enginn guö á himnum sem verið er aö tilbiðja, heldur er þaö græni pappirsguð- inn. Þessi samkoma er maðal bestu atriöa myndarinnar. Mannlifiö er til fárrafiska met- ið i Hollywood. Þegar leikmynd hrynur vegna ófullkomins öryggisútbúnaðar og margir slas- ast, hefur enginn áhyggjur af neinu nema tryggingum. Jafnvel statistarnir sem slasast ræöa um þaö sin á milli aö eiginlega hafi þeir veriöheppnir, þeir geti feng- iö 500 dollara útá brotinn fót. Tod er sá eini sem segir upphátt aö öryggisútbúnaburinn hefi ekki verið i lagi, en það tekur yfir- menn hans ekki langan tima aö stinga upp i hann. Hann er enginn hetja. Söguþráðurinn er þannig spunninn, aö viö sjáum margt af þvi sem gerist einsog þaö kemur Tod fyrir sjónir. Hann er i rauninni heiðarlegur strákur, þóttekki gangi hann þaö langt aö láta heiöarleikann eyöileggja framavonirnar sem hann gengur meö. Samkeppnisþjóðfélagið hef- ur kennt honum reglur sinar. En hann hefur listamannsaugu. Hann tekur eftir og skynjar. Hann teiknar andlitin sem hann sér i kringum sig og festir myndirnar uppá vegg hjá sér. Þetta eru myndir sem sýna dómsdag, ragnarök. Dagur plágunnar end- ar einmitt á slikum dómsdegi. Það er ólýsanlegt atriði. Veriö er að frumsýna stórmynd eftir Cecil B. deMille og stjörnurnar koma akandi aö bíóhúsinu þar sem múgurinn hefur safnast saman til að sjá þær. Útvarpsmaður meö hátalara lýsir athöfninni (þetta var áður en sjónvarpið kom til sögunnár). Skyndilega breytist þessi saklausa skemmtun múgs- ins i annað fyrirbæri, ekki slður dæmigert fyrir frjálsa góöa landið: aftöku án dóms og laga, „lynching”. útvarpsmaðurinn heldur áfram froðusnakki sinu löngu eftir að blóðið er farið aö streyma i alvöru. Viö þaö fá orö hans grimmilega merkingu og auka enn á þá tilfinningu fárán- leika og óhugnaðs sem atriöið vekur. Fleiri mögnuð atriöi eru 1 myndinni, og eru mér efst i huga atriöin þar sem mexikaninn Miguel kemur við sögu, þar sem drukkin er tequila og hanar látnir etjast. Bæði þessi atriði eru hlað- in kynferöislegum kyngikrafti og eru i sterkri mótsögn við púri- tanahjal hollywood-goðsagn- arinnar. Hollywood tilheyrir nú sem betur fer fortibinni. Þessi fyrir- bæri voru færöar miklar fórnir á sinum tima og enn fyrirfinnast Framhald á 18. siðu. Feöginin Harry og Kaye (Burgess Meredith og Karen Black.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.