Þjóðviljinn - 26.08.1976, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. ágiist 1976
Véltæknifræðingur
eða vélaverkfræðingur,
helst með vélstjóramenntun, óskast til starfa sem fyrst,
við vélaeftirlit m.m.
Til greina kemur hlutastarf a.m.k. fyrst um sinn.
Tilboö merkt „Vélar” sendist Auglýsingadeild Þjóövilj-
ans, Skólavöröustig 19, Reykjavlk, ásamt uppl. um
menntun og fyrri störf.
Blikkiðjan
Asgarði 7,
Garöahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
Kennarar
Kennara vantar við grunnskólann á
Hvammstanga.
Æskilegar kenslugreinar enska og eðlis-
fræði.
Upplýsingar i simum (95) 1368 og (95)
1358.
Starfsfólk óskast
Óskum að ráða starfsfólk i bókhald, til
vélritunar og simavörslu nú þegar.
Skriflegar umsóknir, þar sem tilgreint er
aldur, menntun og fyrri störf, sendist til
skrifstofu vorrar að Borgartúni 7.
Upplýsingar á skrifstofunni næstu daga.
Áfengis- og Tóbaksverslun rikisins.
AUGLYSING
frá sjávarútvegsráðuneytinu
Síldveiðar við ísland
Umsóknir um sildveiðileyfi með herpinót
við ísland á hausti komanda verða að ber-
ast sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 7. sept-
ember nk. og verða umsóknir, sem berast
eftir þann tima ekki teknar til greina.
Það athugist, að veiðileyfi verða á þessari
vertið einungis veitt þeim bátum, sem
leyfi fengu til sildveiða i Norðursjó á þessu
ári, svo og þeim bátum, sem fengu sild-
veiðileyfi hér við land i fyrra.
Á þessari vertið verður leyft að veiða 10.000
lestir sildar i herpinót á timabilinu 25.
september til 25. nóvember. Þessu magni
verður skipt jafnt niður á þá báta, sem
sildveiðileyfi fá, — þó þannig, að þeir bát--
ar, sem fiskuðu meira en 20 lestum meira
en kvóta þeirra nam á sildarvertiðinni i
fyrra, fá i ár þvi lægri kvóta, sem nemur
þessari umframveiði þeirra.
önnur skilyrði, sem sett verða i veiðileyfi
verða t.d. þau, að allur sildarafli hring-
nótabáta skal isaður i kassa eða saltaður i
tunnur um borð i veiðiskipunum. Enn-
freníúr skal öllum sildaraíxa jndað á ís-
landi og skylt verður að láta vega hann við
löndun.
Sjávarútvegsráðuneytið,
24. ágúst 1976.
Minning
Einar Helgi
Sigfússon
Fœddur 28. 12. 1961 - Dáinn 18. 8. 1976
Lifsbók hans, sem af þessum
heimi fer aöeins 14 ára gamall er
nánast óskrifuö. A þessum árum
er hin bjarta bernskutiö aö renna
sitt skeiö til enda og unglingurinn
á gelgjuskeiöinu er hvorki barn
né fulloröinn i eiginlegum
skilningi. Af ýmsum sólarmerkj-
um má þó ráöa hvernig lifsbókin
kynni aö veröa. Hann, sem kemur
sér vel viö skólann sinn og kenn-
arana slna, er hrókur alls fagnaö-
ar i hópi félaga og af þeim kjörinn
til forystu viö framkvæmd
skemmtana, gefur samferöa-
mönnum sinum þaö besta sem
hægt er aö gefa — gleöina.
Ýmislegt fleira mætti tiunda en
þetta nægir okkur sem efniviöur i
fallega bók.
Einar Helgi var fæddur þann
28.12 1961 og lést 18.8. 1976. For-
eldrar hans eru hjónin Nikullna
Einarsdóttir og Sigfús Svavars-
son Þúfubaröi 8 Hafnarfiröi.
Og nú ertu allur. Viö sem eftir
stöndum á ströndinni höldum aö
okkur höndum og finnum hve orö
eru fánýt. Sagt hefur verið aö þeir
sem guðirnir elska deyi ungir og
vist er um það, aö mislanga dvöl
þurfa menn aö hafa i lifsins skóla
til aö svara ákveönum kröfum.
Sumir þurfa ekkert að bæta —
aðrir mikiö.
Viö vottum aöstandendum okk-
ar dýpstu samúö og meö innilegu
þakklæti fyrir samfylgdina
kveðjum viö þig.
Og skin ei ljúfast ævi þeirra
yfir
sem ung á morgni lifsins staöar
nemur
| || I
\|
og eilifiega, óháö.þvl sem
kemur
i æsku sinnar tignu fegurð
lifir.
Sem sjálfur Drottinn mildum
lófum lyki
um lifsins perlu i guiinu
augnabiiki.
(T.G.)
Fyrir hönd bekkjarsystkina og
kennara i 7-B Lækjarskóla Hafn-
arfirði.
Ægir Sigurgeirsson.
Life After Death.
Arnold Toynbee, Arthur Koestler
and others. Weidenfield and
Nicolson 1976.
Ahuginn á framhaldslifi viröist
mjög almennur hér á landi, og má
marka þaö af bókaútgáfu og
áhuga manna á svokölluöum
sálarrannaóknum og starfsemi
miðla. 1 þessu riti eru 13 greinar
um afstööu manna til dauöans og
framhaldslifs. Höfundarnir fjalla
um efnið samkvæmt kenningum
hinna ýmsu trúarbragða, einnig
frá visindalegu sjónarmiöi þ.e.
mannfræðilegu og læknisfræöi-
legu. Kenningar dulspekinga eru
ræddar svo og kenningar þeirra
sem fást viö rannsóknir á þeim
fyrirbrigöum, sem erfitt er aö
neita og jafn erfitt ér aö sanna og
flokkast til yfirskilvitlegra fyrir-
bæra á ensku ESP, þar undir
flokkast fjarhrif, hugsana-
flutningur, fjarsýni ofl., ásamt
rannsóknum á mögulegu lifi eftir
dauðann. Rússar munu komnir
lengst i þess háttar rannsóknum.
Bókinni lýkur á grein Koestlers,
en hann ber fram mögulega
kenningu um framhald lifs. Hér
ér fjallaö um þetta áhugaveröa
efni frá margvisl. sjónar- og
skilningshornum og er bók þessi
ákaflega frábrugöin þeim bókum
sem fylla jólamarkaöinn hér á
landi á hverju ári, um þetta efni,
en I þeim bókum kennir mikillar
einsýni svo ekki sé meira sagt. Þó
hefur einn maður gert tilraun til
þess aö ræöa þessi mál á hjátrú-
arlausan hátt, sem er Brynjólfur
Bjarnason. Greinarnar i þessari
bók eru skynsamlega ritaðar og
ákaflega fjarri þeirri loðmullu og
tilfinningavæmni og óskhyggju
sem umræður og skrif um þessi
mál einkennast af hér á landi.
Friedrich Nietzche — Also
sprach Zarathustra.
Ein Buch fiír ail und keinen.
Thomas Mann: Die Philosophie
Nietzsches in Lichte unserer Er-
fahrung. Insel. Verlag. insel
Taschenbuch 145.
Nietzsche sagði sjálfur á siðari
árum, að þetta verk væri djúp-
vitursta verk nútimans og aö
hann gæti ekki lesið þaö, nema
grátandi. Zarathustra er heim-
spekilegt ljóð, safn ákalla og hug-
renninga höfundar til sjálfs sins,
spakmæla og öfugmælasafn, en
þótt hinir fjölbreytilegu þættir
þess séu sjálfstæðir, þá er ritiö
einheild, stórkostlegt bókmennta-
verk, sem á fá sina lika.
Ahrif þessa verks uröu mjög
mikil á bókmenntir og heimspeki
Evrópu og þaö sem verra var aö
þetta rit og fleiri eftir Nietzsche
voru tekin upp, sem einhverskon-
ar stefnurit þeirra glæpamanna
sem komust til valda á Þýska-
landi upp úr 1930, þótt þaö þurfi
mikiö skilningsleysi til aö túlka
rit Nietzsches sem hliðstæöu viö
vúlgæra múghyggju þess lág-
menningarlýðs, sem nefndi sig
nazista. Þetta var þvi átakan-
legra, sem enginn maöur hefur á
kaldrifjaðri hátt en Nietzsche
lýst ýmsum leiöinlegum einkenn-
um i fari þjóöverja, sem geröu
einmitt nazismann mögulegan i
þvisa landi. Þaö hafa fleiri en
Nietzsche oröiö aö þola það aö
fáráðlingar og fifl tækju rit og
kenningar og gerðu að sinum,
brengluðu og misskildu og lugu til
þar sem á vantaöi, aö þessara
dómi.
Þessi Insel útgáfa er einkar
smekkleg og sæmir þessu ágæta
forlagi.
Violence in the Arts.
John Fraser. Cambridge Univer-
sity Press 1976.
Höfundurinn fjallar um lýsingu
á ofbeldi i listum I gervi sadisma,
styrjalda, fasisma, imperialisma
og sexuals kvalalosta. Hann rek-
ur breytingarnar sem oröið hafa i
skynjun manna á ofbeldi og of-
beldishneigð um miðbik þessarar
aldar og fram á siðari hluta
aldarinnar, forsendurnar aö þeim
breytingum og vlxlverkanir og á
hvern hátt þetta tjáist i hinum
ýmsu listgreinum, bókmenntum,
málverkum, kvikmyndum, leik-
ritum o.s.fr. Höf. fer ekki i neinn
feluleik, hann sýnir fram á
þörfina fyrir ofbeldiö, þegar aö-
stæöurnar kreppa svo að eölileg-
um vaxtarskilyröum aö eina leiö-
in veröur ofbeldi i einhverri
mynd, algjör neitun og bjöguð
svörun I lostafullu ofbeldi. Ofbeldi
er ekkert nýtt fyrirbrigöi I list-
greinum, en hver timi tjáir þaö á
sinn hátt og mikið af þvi efni sem
flokka má til ofbeldis I listum nú á
dögum, leitaöi útrásar á annan
hátt fyrrum og svo er alltaf erfitt
að draga skilmerkjalinu milli
þeirra verka sem flokka má undir
list og ekki list. Ofbeldisnautnin
er einnig gróöavaænleg nú á dög-
um og þaö hafa slungir prangarar
þefaö uppi, eins og þeim er lagiö
Framhald á bls. 14.