Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. Umsjón: Þórunn Siguröardóttir ‘ Karl- og kvenföt frá Karnabæ. Gæruflíkurnar frá Gráfcldi Islensk föt '76 vöktu mikla athygii. Bás Guörúnar Vigfúsdóttur frá tsafiröi. Allar fllkurnar eru úr islenskri ull. Myndir: — eik Enn einu sinni sýna framleið- endur okkur vöru sina i Laugar- dalshöllinni, en slikar sýningar eru nú orðið haldnar með nokkru millibili og er aðsókn að þeim jafnan mikil. Að þessu sinni sjáum við isl. fatnað og er ætlunin með sýningunni að sýna fram á gæði islenskrar fata- framleiðslu. Það er vissulega full ástæöa til þess, þvi ef við keyptum meira af islenskum fatnaði, myndum við bæði spara gjaldeyri og efla islenskan iðnað. Þegar litiö er yfir sýninguna (sem verður að öllum likindum lokið þegar þetta birtist) er strax ljóst að hún er svipuð og fyrri sýningar. Ennþá vantar mikið á að þeir sem sýningúna skoða fái yfirleitt næglegar upp- lýsingar um vörurnar. t fyrsta lagi — það er búið að setja reglugerð um verðmerkingar — og þær ná m.a. til sýningar- glugga og bása — en þarna sjást yfirleitt alls ekki verðmerking- ar, og það tekur allt of langan tima að spyrja um verðið i hverjum bás, og er þá eins vist að sá eða sú sem i básum er viti ekki hvert það er. Mikið af vörunum eru svo nýjar að það er varla búið að verðleggja þær. Að sjálfsögðu á að vera verð- merking á öllum vörunum þannig að væntanlegir kaup- endur geti borið saman verð og gæði vörunnar. Sömuleiðis þurfa væntanlegirkaupendur að fá að skoða vöruna vel og þreifa á henni. Það reyndist ekki alltaf hægt, þar sem sumir básarnir voru nánast eins og verslunar- gluggar, þar sem varan er fest upp á ákveðinn hátt, og engin leið að fá að nálgast hana. Náttfatnaöur frá Artemic. Margir básar voru þó með vörur liggjandi frammi þar sem kaup- endur gátu skoðað þær og fengu um þær allar upplýsingar. Sú vara sem ber höfuð og horíSar vfir alla islenska fata- framleiðslu að minu viti er tvi- mælalaust ullarvaran og flikur unnar úr gæru. Ég er hreint ekki viss um að almenningur og framleiðendur geri sér i raun og veru ljóst, hvílik framtið er i is- lensku ullinni. Maður opnar varla svo erlend neytendablöð, að ekki sé verið að hvetja fólk til aö kaupa ekki gerviefni, nema brýna nauðsyn beri til. Þvi er jafnvel haldið fram að ýmiss gerviefni séu beinlinis skaðleg, t.d. fyrir ungabörn (vegna þess hve þau svitna mikið i þeim), Norðurlandabúar hafa tekið upp mjög ákveðna stefnu og nota nú nær eingöngu bómull i barna- fatnað, en hafa einmitt kvartað undan þvi að ekki sé unnt að fá ullarföt (vetrarfatnað), en þeir framleiða sjálfir fremur litið af slikri vöru enn sem komið er. Þarna er áreiðanlega markaður fyrir okkur is- lendinga, en á sýningunni i Laugardalnum sá ég engin barnaföt úr ull, nema lopapeys- ur. Hins vegar er mjög fjöl- breytt framleiðsla af acryl- peysum i ýmsum fallegum lit- um og gerðum. Hvers vegna ekki að framleiða peysur úr lit- uðu isl. bandi fyrir börn og fullorðna? Reyndar voru nokk- ur fyrirtæki (t.d. Peysan) með ullar peysur úr fremur finu ull- arbandi og önnur með peysur úr blöndu, en ennþá aðeins i sauða- iitunum. Þeir eru vissulega mjög fallegir, þó útlendingar séu kannski ennþá hrifnari af þeim en við sjálf. Úr lopa sá maður geysilega margar falleg- ar flikur, en sem sagt — maður saknar þess að sjá ekki ullina nýtta betur. Hún er vissulega dálitið hörð viðkomu i t.d. ein- girninu, en væri ekki hugsanlegt að framleiða t.d. undirfatnað, barnafatnað, peysur náttfatnað o.fl. úr soðinni islenskri ull? Astæðan fyrir þvi að ullin er svona hörð er hið mikla fituinni- hald hennar, en hún hrindir mjög vel frá sér öllum óhreinindum af þessum sökum. Gærufatnaðurinn er að verða býsna fallegur og ætti að geta orðið góð söluvara hér heima og erlendis. Mörg fyrirtæki sýndu þarna margvislegar gæruflikur og flestar mjög fallegar. Einnig má nefna ágætlega viðeigandi flikur frá Sjóklæðagerðinni, en þeir sýndu skemmtilegar regnkápur með höttum. Þá vöktu skórnir frá Iðunni athygli mina, en þvi miður vantaði verðið á þá svo ég get varla dæmt þá. Álafoss á heiður skilinn fyrir allar prjónauppskriftirnar og einnig vöktu ullarbarnateppi at- hygli mina i básnum þeirra. Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur á ísafirði sýndi þarna mjög fallegan ofinn fatnað úr alull (loðband frá Gefjun). Þá voru sýnd falleg karlmannsföt og mikið af utanyfirflikum, sem virtust hentugar og þægilegar. Svo mikil var aðsóknin að tisku- sýningunni að ég mátti hafa mig alla við að sjá eitthvað og þvi miður missti ég eiginlega alveg af sýningu kjólameistarafélags- ins. Hins vegar heyrði ég ágæt- lega og hefði mér fundist betur eiga við að velja lög með is- lenskum textum á þessa sýningu, sem ætluð er til að auka trú okkar á þvi sem is- lenskt er. Meira að segja barna- lögin voru á ensku (þau sem ég heyrði amk.) Ullarpeysn I sauöalitum frá Alís.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.