Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 hafbi þegar valdið allmikilli geðs- hræringu. Frej Lindqvist og Bengt Ahlfors höfðu tekið sig til að búa til óperettu um ljóðabálk sænskfinnska þjóðskáldsins Runebergs. Fánrik Stáls sagner, en Matthias Jochumsson þýddi hluta af þvi verki. Hefur Sveinn Dúfa orðið frægastur af þeim þýðingum, mig minnir meira að segja að min kynslóð hafi haft hann i skólaljóðum. Það var kannski ekki nema von að menn væru áhyggjufullir. í friðsælum timburhúsabæ fyrir austan Helsinki stendur Borga og er þar opið pilagrimum hús Runebergs. Konan, sem þar fræddi gesti og gangandi, var fyrirfram mjög hneyksluð á þvi að snúa helgum söguljóðum Runebergs um finnskan garpskap gegn rússum i striðinu 1808 i óper- ettu. Maður verður nú að vera ættjarðarvinur sagði hún. Ekki eru til dæmis rússar feimnir við að vera ættjarðarvinir að þvi ég hefi heyrt, og þvi ættum við að vera það. Líf og fjör Ég var svo heppinn að komast á æfingu á Fánrik Stal skömmu fyrirfrumsýningu. Þetta reyndist bráðskemmtileg sýning. Auðvitað skortir mig forsendur til að dæma um meðferðina á texta Runebergs, en i fljótu bragði virtist hún einkennast af heldur velviljaðri gamansemi. Auk þess var gripið til ýmislegrar hugvits- semi er hélt uppi góðu sjónrænu gamni. Virkið Sveaborg, sem kom mjög við sögu þeirra tima, er þrifleg frú með skip á hausnum, sem daðrar við rúss- neskan hershöfðingja meðan full- mektugur sviakóngs dottar. Lotta Sverð dansar einskonar cancan á föðurlandsbrókum. Sandel situr að firnalöngum snæðingi og lætur ekkert trufla sina ró. Rússneskur generáll með stórt skegg hleypur um salinn og byður upp á konfekt, eða þá syngur parta úr ástarlýrik Runebergs um hug sinn ágætan til meyjarinnar bláhvltu, Finn- landiu. Sveinn Dúfa og félagar hans berjast við rússneska herinn, sem kemur fram i liki þriggja skvisna svartklæddra, eru þær með kósakkahúfur á höfði og tagl á rassi og svört sokkabönd: orrusturnar skáld- legu eru orðnar lostafullur dans, nokkuð grimmur á köflum. Lars Huldén, formaður samtaka finnlandssænskra rit- höfunda, á sæti i leikhússtjórn, og hann sagði mér að þetta óperettu- plan hefði verið samþykkt með eins atkvæðis meirihluta i stjórn- inni. Hann var nokkuð drjúgur yfir þvi að hafa verið i meirihlut- anum. Auðvitað eru ýmsar til- visanir i sýningunni til stöðu Finnlands nú, spaugað með sam- búðina við Rússland. Það er lika hent gaman að ýmsu flatrimi hjá Runeberg kallinum, og hvað gerir það til? Mér fannst skipta mestu að þessar sviptingar kringum sýninguna sýna, að sögur Stáls fánabera eru enn lifandi I land- inu, eru ekki dauð, klassisk skrudda, sagði Lars. Saklaust gaman eöa hvaö? Ef að marka má nýleg blöð, þá hefur ótti Runebergsvina við óperettu þessa verið ástæðulaus Meira að segja ihaldsblaðið Vusi Suomi segir að þetta sé bráð- skemmtileg sýning, Hufvud- stadsbladet segir, að til hafi orðið fyndinn og gáfulegur kabarett. Að öllu samanlögðu virðist sem bæði hægrimenn og róttækir hafi orðið fyrir „vonbrigðum”, hvorir með sinum hætti: þeir fengu ekki það uppgjör við helgisagnir um hetju- dáðir, sem þeir óttuðust eða von- uðust eftir. Reyndar er margt af þvi sem nú er skrifað I Finnlandi einmitt i þessa veru: það er stefnt að afhjúpun goðsagna þjóðarinnar um sjálfa sig, og viðfangsefnið er þá ekki hvað sist þær styrjaldir sem háðar hafa verið á þessari öld: borgarastriðiö, Vetrarstriðiö og Framhaldsstriðið (1941-44). En að þeim hlutum skal vikið seinna I sambandi við nokkrar finnskar skáldsögur seinni ára. Syndarinn Salama Þessi samantekt um leikhús er mestan part tengd þeim leik- Borgar Garöarson hefur um nokkurt skeið leikiö á Lilla teatern, sænsk- finnsku leikhúsi sem finna má djúpt i jörðu niðri við Georgsgötu í Helsinki. Hann fór 1973 með tólf mánaða starfsiaun lista- manna i vasanum til Finn- lands/ fór þaðan í ýmsar áttir/ en Lillan var hans fasti punktur í þeirri til- veru. Flokkur frá því húsi hafði komið á Listahátíð með Umhverfis jörðina á 80 dögum/ sem vakti góða hrifningu — og síðan hefur Lillan komið tvisvar heim — með kabarettinn Kyss sjálv og með Sizwe Bansi er dauður, sem Borgar lék i annað tveggja hlutverka. óþreyja 1 viðtali við Borgar I Helsinki á dögunum var fyrst að þvi vikið, af hverju hann ræðst I þetta ævintýri byrjar að leika á öðru máli? Jú. Einhversstaðar leyndist sænsku- kunnátta frá þvi Borgar var á landbúnaðarskóla i Sviþjóð ung- lingur. Lillan var með stór- skemmtilegar og stilhreinar sýningar. Maður hafði verið að leika siöan 1964 og vissi ekki hvort áfram miðaði eða ekki, kannski hjakkaði ég bara i sama farinu, segir Borgar. Það kemur upp ein- hver óþreyja. Og þótt maður t.d. vildi skipta um leikhús heima þá er litið hægt aö hreyfa sig, sama fólkið er fyrir, sama leiklist. Maður veit á samlestri bæði hvernig maður sjálfur muni gera hlutina, og það sem verra er, lfka hvernig aðrir munu gera þetta. Eigum húsið öll Fyrst var ég semsagt gestur Lillan, fékk að fylgjast með en siðan gerðist ég einn af hópnum. Um þetta leyti voru þau Birgitta Olson og Lasse Pöysti að selja leikhúsiö og Asko Sarkola vildi kaupa. En eftir nokkra umhugsun vildi hann ekki vera eigandi að leikhúsi, það samrýmist ekki hans lifsskoðun. Ég hafði sagt honum frá þvi hvernig Leikfélag Reykjavikur er byggt upp, og hvort sem það hefur skipt máli eða ekki, þá er Lillan núna rekin með nokkuð svipuðum hætti og LR. Við eigum húsið öll, stöndum sameiginlega fyrir lánum, hver og einn hleypur i óliklegustu verkefni osfrv. Ég byrjaöi reyndar hér i Finn- landi á þvi að leika þrjú hlustverk i sænska leikhúsinu i Vasa — i barnaleikrilinu Palli rófulausi, i Jörundi Jónasar Arnasonar og i nýlegu rússnesku leikriti sem heitir Nýjársgufubað. Hjá Lillan hefi ég leikið i einþáttungum Molnárs, i Sjikoffjölskyldunni eftir Gorki,I barnaleikriti eftir Thomas Wulff, i Aurasál Molieres og i Sizwe Banzi. Enginn heldur kjafti Það sem mest er aðlaöandi við að vinna hér i Lillan er að maður tekur meiri þátti öllu sem skeður en maður áður vandist. 1 þvi sem gerist á sviði, i skrifstofu, leik- tjaldasmiði — kannski þarf maður lika aö rukka inn fyrir auglýsingar. Það er meiri kapp- ræða á sviðinu meðan æft er en maöur áður þekkir. Þetta er auð- vitað jákvætt: þér finnst þú eigir miklu meira i sýningunni en ella væri. Hún er lika þitt mál, það er enginn sem heldur kjafti, það er lika leyfilegt að segja vitleysur, stefnan er „við þurfum ekki að fara eftir þvi sem hann segir en þviekki að athuga málið”. Það er semsagt reynt að draga fram allt sem menn luma á, og sitji enginn baksviðs i fýlu. Auðvitað verð ég fyrir barðinu á þessum opna starfstil, málfar mitt er ekki eins og best gæti orðið, og ég er heldur Allir Borgar Garðarsson : og mitt málfar er ekki heldur látið i friði reyna að eiga sem mest i syningunm Viðtal við Borgar Garðarson leikara um starf hans á Lilla teatern í Helsinki ekki látinn i friði með það. Þetta kostar mig að sjálfsögðu aukna heimavinnu — og heima var ég slóði við að læra hlutverk, en hér er ég fyrstur manna bókarlaust á æfingum, vegna þess að þegar ég man rulluna, þá á ég helminginn af vinnunni enn eftir. Lýðræðið er tímafrekt. Það var mér nýtt að Lillan hefur aðeins eitt leikrit I gangi i einu. Það er jákvætt að þvi leyti að sýningin jafnast fyrr, hreins- ast (þess skal getið.að við æfum lika eftir að við höfum sýnt nokkrum sinnum, skoðum þá hvað verkar illa, breytum og bætum un). En svo er lika hætta á þreytu I sýningunni ef við leik- um I striklotu 2-3 mánuði sama verkið. Það neikvæða við þennan starf- stil i heild er einkum það, að ástin á umræðunni getur farið út i öfgar, serstaklega finnst manni að svo sé, þegar einhver annar hefur ekki komist að þeirri niður- stöðu sem maður sjálfur hefur fundið fyrir alllöngu. Lýðræðið tekur djöfuls tima, það er ekki nema satt. Það er og ljóst, að svona starf- still er ekki mögulegur nema allir séu með nokkuð svipuð viðhorf til hlutanna. Og samstaða næst ekki alltaf: um áramótin siðustu fóru t.d. fjórir, þrennt af skrifstofu og einn leikari. Astæðan var ágreiningur um pólitiska linu leikhússins, þessi vildu þoka þvi lengra til vinstri. Nú er á það að lita i þvi sambandi að um 70% sænskumælandi ibúa Helsinki, sem eru okkar áhorfendur, styðja Sænska þjóðarflokkinn, borgara- legan flokk. Og það gefur auga leið að þaö dugir ekki að vera I þeirri styrjöld við smekk þessa fólks, eins og fjórmenningarnir vildu, hvað er leikhús án públik- um? En viðurkenning á stað- reyndum sem þessum þýðir auð- vitað ekki að við séum að daðra við þennan smekk mögulegra áhorfenda. — Heldurðu að þú kunnir við þig til langframa i svona kompanii? — Ef að þvi kemur að ég verð leiður, eða þau á mér, þá fer ég auðvitað. Fjárhagur og ferðalög — Hver er ykkar fjárhags- grundvöllur? — Við höfum um 50% af kostnaði i styrk frá riki og borg, afganginn verðum við að leika inn. Siðasta ár var mjög gott og eyddi skuldum sem við söfnuðum i hitteðfyrra. Við leikum sex kvöld I viku — og það er satt að segja nokkuð strembið, ég held t.d að ég hafi leikið i 250 sýningum I fyrra. Við höfum stundum morgunsýningar, svo sýningarnar geta orðið átta á viku. En það er alltaf fri á sunnu- dögum. Við förum á hverju ári i leik- ferðir til þeirra staða þar sem sænskumælandi fólk er helst aö finna, til Borga, Ábo, Vasa. Við förum lika alltaf til Stokkhólms á vorin og gengur vel — það er reyndar svo með finna, að þeir eru svoddan útivistarmenn að þegar komið er fram i mai þýðir litið að reyna að draga þá i leik- hús. Leikhúsið hefur lika komið þrisvar til íslands, einnig til Fær- eyja og Noregs. Sambönd Það má segja að Lillan hafi furðumikil áhrif úti frá. Leikrit og pólitiskir kabarettar sem hér hafa orðið til i hópvinnu hafa verið þýddir á finnsku og sýndir i Borgarleikhúsinu eða lagt leið sina yfir til Sviþjóðar. Borgar- leikhúsið i Stokkhólmi hefur t.d. fengið þýðingu okkar á Aurasál- inni og Sizwe Banzi, þeir i Skyen i Noregi hafa fengið héðan leik- stjóra og leikrit. Fjölskyldan eftir Claes Anderson, sem varð til á okkar fjölum, hefur lagt leið sina i Iðnó. Ég vona að þetta leikrit sem við erum að æfa eftir Christer Kihlman verði það gott að það verði pantað heim. Það eru þegar komnar pantanir frá finnskum leikhúsum. Ég vona að svo fari um bréfa- skriftir að þeir hjá Leikfélagi Akureyrar geti fengið leikstjóra héðan frá Finnlandi eins og þeir hafa áhuga á — það verður þá Kristin Olsoni frá Vasaleikhús- inu. Mér finnst mjög gaman ef ég get orðið að einhverju liði i slikum fyrirgreiðslmálum. Þú mátt þessvegna skila þvi til manna heima, að þaö sé alveg óhætt að senda mér leikrit eftir sig — geti þeir látið þýða þau —ég get alla- vega lofað þvi að þau verði lesin samsvikusamlega... Og þar með var Borgar rokinn: það átti að vera æfing á Hundun- um i Casablanca sem sagt er frá hinummegin á opnunni og siðan át.ti að vera „eftirleikur”, hommasamtök i Helsingfors ætluðu að senda nokkra menn til að þeir felldu sinn sérhæfða dóm um það sem er að gerast á sviðinu. Við höfum einatt slikan eftirleik sagði Borgar þegar verið er að æfa eitthvað nýtt, til að fá leiðréttingar, til að hreinsa and- rúmsloftið hjá okkur sjálfum. A.B. húsum sem leika á sænsku — tungumálavandræði kemur i veg fyrir að unnt sé að reyna að skrifa um ný verk hjá finnsku leik- húsunum. Þess má þó geta, að átök voru þegar byrjuð um svið- setningu á skáldsögu Hannu Salama, „Kemur upp I hláku”, sem hann hlaut fyrir Norður- landaverðlaun. Einn stjórnar- manna Borgarleikhússins, þar sem verkið er i æfingu, kvaðst aldrei hafa heyrt jafn svivirðu- legt klám á sviði og bæri að taka leikritiö af dagskrá þegar i stað „i nafni andlegrar umhverfis- verndar” eins og hann komst að orði. Það er alltaf ókyrrð i kringum Salama. Fyrir nokkrum árum var hann dæmdur fyrir guðlast i einni af skáldsögum sinum — en þvi máli lauk svo, að Kekkonen náðaði rithöfundinn mildilegast. Leikhúslandiö Finnland Annars mætti lengi skrifa um leikhúslandið Finnland. Þar gerist mikil þróun á tiltölulega stuttum tima: það er árið 1869 að það gerist i fyrsta sinni að at- vinnuleikari (sænsk kona) fór með texta á finnsku i fyrsta sinni i leikhúsi. Og fyrsta leikhúsið er stofnað 1872 (siðar Þjóðleik- húsið). Aður hafði verið leikiö á sænsku, ef leikið var á annað borð. En á tiltölulega stuttum tima verða til leikfélög viða um Finn- land, og i fyrstu fer langmest fyrir áhugamannastarfsemi eins og að likum lætur. Stjórnmál og stéttaátök komu meira við sögu þessara áhugamannaflokka (sem siðar þróuðust kannski yfir i atvinnuleikhús) en við eigum að venjast. Annarsvegar fóru leik- hópar á vegum ungmennafélaga, bindindisfélaga, hinsvegar hópar sem störfuðu i beinu samstarfi við verklýðsfélögin og léku i Alþýðuhúsinu á staðnum. Þekkt- astur flokkur meðal siðarnefndra starfaði i Tampere — og var þegar árið 1904 orðinn atvinnu- leikhús, Tampereen Työvaen Teatteri, Verklýðsleikhúsið i Tamerfors. Það er nú undir stjórn Lasse Pöysti, sem hingað kom með Lillan á Listahátið og lék með eftirminnilegri snilld i umhverfis jörðina á 80 dögum. Um 1940 eru „föst” leikhús, sem njóta rikisstyrks orðin um 30 og svipaður er fjöldi þeirra i dag: núna eru á þessum lista 27 finnsk leikhús, 4 sænsk og átta farand- leikhús. Rekstrarformið er reyndar mjög blandað: stundum er það bæjarfélagið sem telst hafa eignarhald, i annan stað hlutafélag eða styrktarmanna- félag osfrv. Þessi blöndun sést m.a. af svofelldum tölum: 1973-74 nam beinn rikisstvrkur til leik- húsa 10 milj. marka, styrkur bæjarfélaga 28 miljónum, bland- aður styrkur rikis og bæja 38 miljónum — tekjur af miðasöiu Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.