Þjóðviljinn - 19.09.1976, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Qupperneq 15
Sunnudagur 19. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 GRINISTINN Laugarásbió sýnir nú myndina „The Entertainer” eöa „Grinist- ann” eftir samnefndu leikriti John Osborne. Myndinni stjórnar Donald nokkur Wrye, en aöalhlut- verkiö, grinistann Archie Rice, leikur Jack Lemmon. Shelley Winers og Roman Polanski I myndinni Leigjandinn. Leigjandinn - Hryllingsmyndahöfundurinn Roman Polanski á sjálfsagt marga aðdáendur i hópi lesenda og þvi ekki úr vegi aö greina ör- litið frá siðustu uppátækjum hans. A kvikmyndahátiöinni i Cannes i sumar var sýnd ný mynd eftir Polanski og nefnist Leigjandinn. Polanski er nú sestur ,að i Frakklandi oger myndin frönsk. Hún fjallar um útlending sem tekur her- bergi á leigu í húshjalli einum i Paris. Polanski leikur sjálfur aðalhlutverkið, en Shelley Winters leikur dyravörð i húsinu og er nú orðin ansi þrifieg eins og sjá má á mynd- inni. Otlendingurinn á við vandamál að striða, hann lokar sig innii sjálfumsér og nærekki sambandi við fólk. Ég hef það eftir gagnrýnanda sænska timarisins Chaplin að Leigjandinn sé hroðvirknislega gerð mynd enda hafi Polanski litið undirbúið hana, hún hafi orði til i snarheitum, sisona á milli mynda, og verði ekki talin til merkari mynda pólska meistarans. Þó hefði mátt bæta hana mikið ef framleiöandinn hefði ekki verið að flýta sér svona mikið að koma henni til Cannes, en þangað kom hún beint af klippiborðinu. Hins vegar hrósar þessi heim- ildarmaður minn Polanski mjög fyrir leik hans i myndinni og segir hann hafa átt verðlaun skilin, þóttdómnefndin hafi ekki reynst svo skarpskyggn aí koma auga á það. Þetta er ameríkanisering á bresku leikverki og ekki annað að sjá en staöfærslan hafi tekist bærilega, enda margt likt með skyldum þótt Oscar Wilde hefði aðra skoðun á þvi máli á sinum tima. Samt er einsog eitthvað vanti. Kannski er það þessi frægi herslumunur. Jack Lemm- on vantar herslumuninn til að verða frábær grinisti. Hann er góður leikari, en enginn snilling- ur. Sama er að segja um mynd- ina i heild. Hún er svosem ágæt, en ekkert snilldarverk. Allt er f.vona nokkurnveginn á sinum stað. Leikstjórinn nýtur þess að hafa traustan leikrænan grund- völl að byggja á, þvi hvað sem sagt verður um Osborne er þó ó- umdeilanlegt aö hann kann sitt fag. Persónurnar eru skapaðar og leikararnir gera sitt besta til að túlka þaö sem Osborne ætlað- ist til að þeir túlkuðu. En það vantar i leik þeirra þetta sem fær hjörtun til að slá hraðar i á- horfendasalnum. Þessa blæðandi sál sem listaverk getur ekki án verið. Archie Rice er skemmtikraftur sem hefur verið að endurtaka sömu fimmaurabrandarana áratugum saman fyrir tómu húsi. Hann er búinn að vera, ei! viíl ekki viðurkenna það og heldur áfram að berjast i bökkunum einsog þar stendur. Faðir hans, Billý Rice, sem nú er kominn á ellilaun, var góður skemmtikraft- ur a sinum tima, eða a.m.k. vinsæll, og skonurinn hef ur lifað I skugga hans Ray Bolger (Billy Rice) og Jack Lemmon. alla ævi. Myndin segir frá heimilislifi þeirra konunni Phoebesem Archie býr með og á uppkomin börn meö, en umgengst að ööru leyti eins og hún væri borötuska; dótturinni Jeanie sem er hjúkrunarkona i hernum og kemur heim I fri (þetta gerist i striðinu) og syninum Frank, sem virðist ætla að feta i fótspor föður eitthvað gerist er það algert prump, svo notaö sé orð úr Is- lenskri menningarumræðu. Þeg- ar staðið er upp I myndarlok er manni beinlinis meinilla við kvik- myndastjórann fyrir að hafa látið mann eyða dýrmætu kvöldi á að horfa á annaö eins. Svona eru sumar myndir. Allt virðist vera fyrir hendi til þess að úr verði eitthvað gott: kunnátta, hæfileikar, peningar. En eitthvað veldur að ekki verður neitt úr neinu. Kannski andlegur tóm- leiki. Kannski hefur þetta fólk ekkert að segja. Eitt af þvi sem vantar i mynd- ina er raunveruleikinn. Ekki verður betur séð en söguhetjurn- ar séu úr öllum tengslum við um- heiminn. Auk þeirra þriggja sjást aðeins tveir menn, gamall fiski- maður sem býr á hótelinu, og sins og verða misheppnaður skemmtikraftur. Þriðja afkvæmi Archie, Mick, er hetja og særist i striöinu en ferst siðan i bilslysi á leiðinni heim i veikindaorlof. Archie hyggst bjarga fjármálum sinum og lifshamingju með að- stoð hjóna utan af landi og dóttur þeirra sem dreymir um að verða fræg stjarna. Hann fær hjónin til að lofa að leggja fram peninga i nýja revíu sem dóttirin á að koma fram i. Svo flekar hann dótturina til að leggja enn frekari áherslu á málið og kveðst skulu giftast henni. En þá tekur Billy gamli Rice sig til og fer á fund föbur stúlkunnar og segir honum allt af létta um fjölskyldulif Archie. Hjónin og dóttirin flýta sér burt með peningana sina. og Archie situr einn eftir i skuldasúpunni. Billy gamli fær samviskubit þegar hann sér hvernig komiö er fyrir Archie og býðst til að koma fram i reviunni til að bjarga mál- inu. Billy er nefnilega „nafn” sem dregur að áhorfendur einsog segulstál. Salurinn troðfyllist og Billy leikur á als oddi, syngur og dansar þar til hann fellur niður örendur i leikslok. Myndinni lýkur eins og hún byrjar: Archie stendur á sviðinu og reynir að fá freðýsulega áhorf- endur til að hlæja að fimmaura- bröndurunum sinum. Susan Georg Vanessa Redgrave og Cliff Robertson. Mánudagsvonbrigöi „Hótelgesturinn” (Out of Sea- son) heitir mánudagsmyndin sem Háskólabió býbur nú uppá. Kvik- myndastjórinn heitir Alan Bridg- es og hefur einkum getið sér orð- stir sem stjórnandi sjónvarps- kvikmynda, en einnig gert nokkr- ar myndir fyrir bióhúsin, þ.á.m. The Hireling, sem hlaut gull- pálmann i Cannes á sinum tima og Brief Encounter, sem er splunkuný mynd með Soffiu Lor- en og Richard Burton i aðalhlut- verkum. Leikarar i „Ilótclgestin- um” eru heldur ekki af verri end- anum: Vanessa Redgrave, Cliff Robertson og ung bresk leikkona að nafni Susan George. Myndin fjallar um mæðgur sem reka litið og hallærislegt hótel i sjávar- plássi einhversstaöar i Englandi. A sumrin er þarna slangur af fólki og fjör.I viðskiptunum, en myndin gerist að vetrarlagi og aðeins einn hótelgestur sjáanleg- ur þar til annan ber að garði. Þar er kominn Cliff Robertson og á eitthvað vantalað við húsfreyju, enda hefur hann komið þarna áö- ur. Siðan eru tuttugu ár. Dóttir húsfreyju er 19 ára. Andrúmsloft myndarinnar er mjög vel heppnað. Allt frá upp- hafi býst áhorfandinn við að eitt- hvað skelfilegt taki að gerast. Hó- telið er afar dapurlegt og úti rign- ir stööugt. Mæðgurnar þjást af leiðindum og er samband þeirra hið geðveikilegasta. Cliff Robert- son litur út einsog hann sé kominn til að myrða einhvern. En svo lengist myndin og lengist og ekk- ert gerist og áhorfandanum tekur að leiðast þófið. Og loks þegar bréfberinn. Hvar er allt hitt fólk- ið? Eftir þvi sem á leið hið sál- fræðilega drama á hótelræksninu jókst löngun min til aö sjá framan i fleira fólk en þennan eilifa þri- hyrning, sem hér er kryddaður með sifjaspelli. Leikræn upp- bygging myndarinnar þykir mér fölsk og „leikhúsleg”. Eiginlega minnir myndin meira á leikrit en kvikmynd og hefði sennilega not- ið sin best sem sjónvarpsleikrit. Best hefði þó verið að eyöa pen- ingunum i eitthvað annað, þarf- ara. Jack Lemmon segir fimmaura brandara.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.