Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. RAGNAR ARNALDS: Prag Reynslan frá Chile og er ofarlega í huga ítala Berlinguer - án stóryrfta og kreddufestu. Sigurganga sósíalískrar hreyfingar á ítaliu nú sein- ustu árin hefur vakiö verð- skuldaða athygli víða um lönd. Kommúnistaflokkur- inn fékk rúmlega þriðjung atvkæða (34/4%) í seinustu þingkosningum og vinstri sinnaðir jafnaðarmenn í sósíalistaf lokki Nennis 9/6%. Þessir tveir flokkar hafa nána samvinnu sín í milli og svipaða afstöðu til flestra þjóðfélagslegra úr- lausnarefna/ og samanlagt hefur því hin sósialíska hreyfing vinstra megin við flokk sósíaldemókrata (sem þar eins og hér á is- landi er bæði hægri sinnað- ur og smávaxinn) fast að helming þjóðarinnar að baki sér. Hin sögulega málamiðlun baö er oft vandasamt að greina, jafnt i stjórnmálum sem á öðrum sviðum, hvað er orsök og hvað er afleiðing. Hér skal ekki um það dæmt, hvort velgengn- in hefur haft áhrif á stefnu þessara flokka eða öfugt. En þvi er ekki aö neita, aö bar- áttuaöferð og stefnumörkun hinna sósialisku flokka á ttaliu er á margan hátt ólik stefnu og starfsháttum sósialiskra flokka annars staöar i Vestur-Evrópu. Viðast hvar stuðla vinstri menn að þvi, að baráttan standi milli tveggja andstæðra fylkinga, eins og skýrast kemur fram i Frakk- landi. þar sem sósialdemókratar, sósialistar og kommúnistar sam- einast i einni fyikingu gegn hægri mönnum og hægri sinnuðum mið- flokkum eða i Sviþjóð og Noregi, þar sem sterkir sósialdemókrata- flokkar styðjast beint eða óbeint við þá, sem vinstra megin við þá standa. i baráttu sinni við ihalds- öflin. Á Italiu hafa sósialisku flokk- arnir tekið allt aðra afstöðu og stefna ekki að þvi að mynda meirihlutastjórn saman, jafnvel þótt þeir fengju aðstöðu til þess með auknu fylgi. bað er yfirlýst stefna þeirra að fá alla aðra Hugleiöingar um afstöðu ítalskra kommúnista til NATO flokka en fasista til samstarfs við sig og stefnumörkun þeirra ein- kennist beinlinis af þvi aö ná sem bestu samstarfi við aðalflokk hægri manna, Kristilega demó- krata. beir hafa jafnvel gengið svo langt að falla frá andstöðu sinni viö aðild ttaliu að Atlants- hafsbandalaginu og sætt sig fyrst um sinn við bandariskar her- stöðvar á ítaliu. bessi tiðindi hafa vakiö mikla furftu i öðrum löndum, jafnt með- al vinstri manna sem hægri manna, og sumir hafa jafnvel tal- ið, að þessi stefnubreyting kommúnista á Italiu væri fyrir- boði um breytta afstöðu vinstri manna i Evrópu almennt til Nato. begar sendinefnd italska komm- únistaflokksins var i heimsókn hjá dönskum kommúnistum nú nýverið, var að þvi spurt án nokkurra vifilengja af hálfu dana, hvort italirnir væru staðráðnir i þvi að svikja sósialismann. Og bórarinn bórarinsson spyr i leið- ara Timans 13. júli s.l., hvort þessi stefnubreyting Berlinguers verði ekki til þess, að Alþýðu- bandalagið endurskoði afstööuna til Nato. Er stjórnmálaþróunin á ttaliu fyrirboði um stefnubreyt- ingu sósialiskra flokka i öðrum löndum Vestur-Evrópu? Hvaö er nýtt í stefnu Berlinguers? Fyrst er rétt að gera sér fulla grein fyrir, hvað er raunverulega nýtt i þvi, sem gerst hefur á italiu. Samvinna sósialiskra hreyfinga i Vestur-Evrópu við hægri öfl hefur oft áður átt sér stað. b^tttaka kommúnista og vinstri sósialista með hægri flokkum i fjölmörgum rikis- stjórnum i Vestur-Evrópu fyrst eftir heimsstyrjöldina siöari var ekki siður söguleg málamiölun en sú, sem nú er boðuð á ttaliu. Ein fyrsta stjórnin af þessu tagi var nýsköpunarstjórnin hér á tslandi með þátttöku Sósialistaflokks, Al- þýðu- og Sjálfstæðisflokks. betta var áður en kalda striðið hélt inn- reið sina. En nú þegar þvi hefur að mestu slotað má búast við, að þess háttar samvinna geti komist á dagskrá, þar sem sérstakar, óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi. Hitt er augljóst, að barátta andstæöra stétta verður ekki sniðgengin, og náin samvinna hægri og vinstri afla hlýtur ávallt að vera bráðabirgðalausn, sem ekki stendur lengi. Hvað varðar afstöðuna til Nato, er rétt að hafa i huga, að sósial- iskir flokkar i Nato-rikjum hafa almennt ekki sett úrsögn úr Atlnatshafsbandalaginu að skil- yrði fyrir þátttöku sinni i rikis- stjórn. Stjórnmálaflokkar setja ekki önnur mál að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku en þau, sem ein- hver raunhæf von er um aö hugs- anlegir samstarfsflokkar geti fallist á. bess vegna hefur Al- þýöubandalagið talið óhjákvæmi- legt að sætta sig við Nato-aðild aö svo stöddu i tvennum rikisstjórn- um, og vitað er, að þótt vinstri fylkingin i Frakklandi ynni sigur i forsetakosningum eöa næði meiri hluta i franska þinginu, yrði Frakkland vafalaust áfram i Nato enn um skeið. En þaö sem sérstaklega ein- kennir stjórnmálaþróun á ttaliu, er hins vegar það tvennt, að vinstri öflin falast ákaft eftir nánu samstarfi við hægri öflin og afneita beinlinis, að úrsögn Italiu úr Nato verði á dagskrá, nema þvi aðeins að bæði Varsjárbanda- lagið og Atlantshafsbandalagið séu lögö niður. Skuggi fasismans Eg dvaldist nýlega á ítaliu i nokkra daga og átti þess kost að kynnast viðhorfum heimamanna. Augljóst er, að aðstæður á ttaliu eru alls ekki sambærilegar við stjórnmálaástand i rikjum vest- anverðrar Norður-Evrópu að býskalandi undanskildu. bjóðir Suður-Evrópu, Portúgal, Spánn, Italia og Grikkland, lifa allar i skugga fasismans, þótt með mismunandi hætti sé. ttalía er fæðingarstaður fasismans og þar var hann fyrst að velli lagður fyrir rúmum 30 árum, eftir að hafa einokað allt stjórnmálalif landsins i tvo áratugi. Ottinn við endurlifgun fasismans er ber- sýnilega ráðandi þáttur i stefnu- mótun sósialista og kommúnista á ttaliu. Enginn vafi er á þvi, að atburðirnir i Chile höfðu djúptæk áhrif á italska vinstri hreyfingu. Kommúnistar vilja bersýnilega ekki taka við völdum á Italiu i samstarfi við sósialista með hálfa þjóðina á móti sér og sist af öllu meðan afstaða hersins eða a.m.k. hlutleysi yfirmanna hersins, er ekki fullkomlega á hreinu. bess vegna virðist italska leiðin til sósialismans einkennast af ákafri viðleitni til að forðast, að þjóðin klofni i tvær andstæðar fylkingar, heldur er að þvi stefnt að skapa meirihluta, sem hefur örugglega mikinn hluta þjóðar- innar að baki sér og visan stuðn- ing yfirmanna hersins. Hin sósi- aliska hreyfing reynir sem sagt að ná sem bestri valdaaöstöðu á öllum sviðum þjóðlifsins, bæði með þéttriönu neti ýmiss konar félagasamtaka og með meiri- hluta aðstöðu i sem flestum bæj- ar- og héraðsstjórnum, en þó er þess hvarvetna gætt :, að náin samráð séu höfð við hægri öflin að undanskildum fasistum. Fasist- arnir eru einmitt hlutfallslega sterkastir i hernum, og samvinna við hægri öflin i rikisstjórn er álit- in nauðsynlegur þáttur i þvi að tryggja þjóðina gegn valdaráni fasista. Þrýstingur stór- velda í austri og vestri Auk þessa er enginn vafi á þvi, að hernaðarihlutun Sovétrikj- anna og nokkurra annarra Var- sjárbandalagsrikja i Tékkóslóva- kiu 1968 hefur haft mikil áhrif á stefnumótun italskra kommún- Napoli er ein þeirra borga sem vinstrimeirihluti hefur tekift vift nýlega, og eru þar ttalskii fasistar — hættan frá þeim hefur haft mikil áhrif. ærin verkefni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.