Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ótgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meO sunnudagsblaOi: Arni Bergmann (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Hnur) Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ LÆRA AF REYNSLUNNI Morgunblaðið kynnir um þessar mundir heyfenginn af mannvitsbrekku Sjálf- stæðisflokksins, Guðmundi H. Garðars- syni alþingismanni. Þvi miður kemur i ljós að ótið sú sem bændur á suður- og vesturlandi hafa orðið að berjast við i sumar er bliðviðri i samjöfnuði við hrak- viðri þau sem greinilega hafa geisað um mannvitsbrekkuna, enda er heyfengurinn eftirþvi. Samt er afrakstrinum hampað i Morgunblaðinu og á að sanna það að islendingar hafi á undanförnum rúmum þremur áratugum aðeins haft góða reynslu af samskiptum sinum við Banda- rikin og Nató, ekki sist á sviði viðskipta- mála. Staðreyndirnar eru þvi miður allt aðrar. Þegar lýðveldi var stofnað á íslandi 1944, var landið hersetið af Bandarikja- mönnum. Mörgum þótti vænt um hversu fljót bandarisk stjómvöld voru til að viðurkenna lýðveldisstofnunina, en fyrir nokkru hefur sagnfræðingurinn Þór Whitehead sannað að fyrir ráðamönnum Bandarikjanna hafi vakað það eitt að tryggja sér aðstöðu á íslandi til fram- búðar. Enda fór það svo að þegar striði lauk sviku bandarisk stjórnarvöld há- tiðleg loforð Roosevelts forseta um brott- för Bandarikjahers en kröfðust i staðinn þriggja herstöðva til 99 ára. Siðan hefur verið reynt að framkvæma þá stefnu i áföngum. Með samningnum 1946 tryggðu Bandarikin sér áframhaldandi yfirráð yfir Keflavikurflugvelli. Árið 1949 voru islendingar sviknir inn i Nató með loforðum um að hér yrði hvorki her né herstöðvar á friðartimum. Siðan kom herinn eins og þjófur á nóttu 1951. Þá tók við eitthvert mesta niðurlægingartimabil islenskrar nútimasögu. Framleiðslustarf- semi islendinga var takmörkuð, en þúsundum atvinnuleysingja sópað i her- námsvinnu. Starfsmenn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks tóku að sér njósnir um skoðanir manna i þágu hernámsliðsins. íslendingar voru gerðir háðari Marshall„gjöfum” en nokkurt annað riki. Meira en fjórðungur gjald- eyristekna þjóðarbúsins kom frá hernámsliðinu, meðan atvinnuvegir landsmanna voru afræktir. Verstu smán þessara niðurlægingartima hefur siðan verið hrundið með markvissri baráttu hernámsandstæðinga, en engu að siður er ljóst að Bandarikin og þægustu þjónar þeirra hugsa sér að Island verði bandarisk herstöð um ófyrirsjáanlega framtið. Annað hliðstætt dæmi er landhelgis- málið. Þegar islendingar stækkuðu land- helgina i fyrsta skipti lögðu bretar á okkur viðskiptabann og ætluðu að svelta okkur til hlýðni, þvi að Bretland var þá lang- stærsti útflutningsmarkaður islendinga. Þvi tókst að hnekkja með þvi að taka upp viðskipti við Sovétrikin. Siðan hafa bretar tvivegis beitt hernaðarofbeldi innan is- lenskrar lögsögu og notið við þau óhæfu- verk beins og óbeins stuðnings jafnt Atl- antshafsbandalagsins sem hernáms- liðsins. Báðir þessir hernaðaraðilar hafa reynst islendingum verri en gagnslausir i viðureign við hernaðarofbeldi, og ljóst er að þaðan er einskis stuðnings að vænta i þeim alvarlegu átökum sem enn kunna að biða framundan. Kalda striðið sem hófst að lokinni siðustu heimsstyrjöld varð þvi miður til þess að sundra islendingum i gagnstæðar fylkingar, einmitt þegar brýnast var að styrkja hið nýstofnaða lýðveldi með öllum tiltækum ráðum. Þessi innri sundrung varð islendingum til óþurftar i átökunum við þau einu riki, sem hafa ásælst réttindi okkar og hagsmuni, Bandarikin og Bret- land. Nú er kalda striðinu lokið, nema i mannvitsbrekkum þeim sem kól til varan- legs tjóns. Af þessari reynslu verða islendingar að læra. Það er ljóst að engar efnahagssamsteypur eða hernaðarblakkir tryggja sjálfstæði Islands, það verða landsmenn að gera með þvi að ráða sjálfir yfir landi sinu, auðlindum og efnahags- kerfi. Það skiptir ekki máli að deila um liðna tið, heldur að læra af henni. —m Endurnýjandi skurð- læknmgar « m Wt . Þegar skurölæknirinn Nikolaj Krakovski fy.-ir tuttugu árum siöan endurnýjaöi meö nýrri skurötækni aöalslagæö i sjúklingi var baö stórvibburöur i lækna- visindunum. Siöan þá hafa endurnýjandi æöaskuröiækn- ingar þróast ört og hafa fengiö mikla þýöingu. Markmiö æöaskuröaögeröa er aö koma starfsemi skaddaöra bióöæöa í eölilegt horf, segir prófessor Krakovski, sem nú veitir forstööu eigin deild viö Visjnevskistofnunina i skurö- lækningum i Moskvu. Og hann bætir viö: Stundum getur veriö um aö ræöa mikla erfiöleika i þessu sambandi. Þess vegna bindum viö mjög miklar vonir viö endurnýjandi skurölækningar. Til eru margar tegundir æöa- sjúkdóma. En frá sjónarmiöi skurölæknisfræöinnar eru þeir allir á þann veg, aö slagæð hættir aö flytja blóð og færa liffærum og vefjum næringu. I grennd viö eöa utan um stóra slagæð getur t.d. myndast krabbamein. Spurningin er, hvernig er unnt að skera burt slik mein og varöveita hina lifs- nauösynlegu slagæð, sem liggur i gegn um þaö? Skurölæknar fylgja jú alltaf þeirri reglu, að illkynja meinsemd skuli skera „burt meö rótum”, þannig aö ekki myndist dótturmeinsemd i liffærinu. En verður þá ekki um leið aö taka hluta af æöinni burtu meö æxlinu? Jú, baö er eina leiöin. Róttæk skuröaögerö er óhjákvæmileg En hér hefur endurnýjandi skuröaö- gerð möguleika til björgunar. t stað slagæðarinnar, sem brott var tekin , er önnur grædd í. Aögeröin, sem prófessor Krakovski innleiddi i skurölækn- ingar fyrir rúmum tuttugu árum, er i þvi fólgln aö vefur, sem tek- inn er frá gjafara, i þessu filfelli æöavefur, er meöhöndlaöur á sérstakan hátt, þannig að raun- verulega má geyma hann svo lengi sem vera skal. Þaö er gert á þann hátt að fyrst er slagæöin fryst viö lágt hitastig (-80 til 100 gr. C), siðan er hún þurrkuö, og sett i loftþéttar umbúðir til að koma i veg fyrir rotnun. Þegar nota skal slagæöina þarf aðeins aö væta hana i volgu vatni og hún er tilbúin til igræöslu i lifandi lif- færi. Kostir svona igræöslu eru aug- ljósir,segir prófessor Krakovski. 1 fyrsta lagi er hér um að ræöa fullgildan vef, enda þótt hann sé ekkilifandi. Ekki er hætta á nein- um aðlögunarerfiðleikum. Gerviæðar eru vissulega sterkari og eru þess vegna notaðar við aö- geröir á stórum æöum þar sem blóöþrýstingurinn er mikill. En i- grædda æöin er nátturlegri, lif- fræöilegri. Þar að auki er hún léttari og samlagast fyrr lifandi vefjum likamans. Notkun þeirra við skurðaögeröir eru rökrétt, þegar um er aö ræöa meöalstórar blóöæöar. Hér á okkar stofnun höfum viö framkvæmt um 800 skurðaðgeröir af þessari teggund á sjúklingum meö sjúkdóma i æðakerfinu. Skurðaðgerðir á slagæðum Mikiö hefur veriö um skurðaö- gerðartækni rætt þá sem prófess- or Krakovski hefur fundiö upp i sambandi við aðgerð á stóru slag- æðinni, þ.e. að bæta skaddaöa slagæö með vef úr likama sjúk- lingsins sjálfs. Aögeröin er i þvi fólgin, aö hinn skemmdi hluti æöaveggsins er styrktur meö bindivef, sem tekinn er úr vöðv- um sjúklingsins sjálfs. Árangur- inn er mjög góður, engra and- verkana veröur vart og slagæðar sem liggja út frá stóru slagæöinni biða ekkert tjón. Uppskurðar-- tækni Krakovskis er einnig góC. fyrir sjúklinginn (aög.timinn styttist úr 1 1/2 til 2 timum niö- ur I 17-20 min.) og mjög einföld. Hvaða þjálfaöur skurðlæknir sem er á venjulegu sjúkrahúsi getur framkvæmt þessa aögerð. At- hyglisvert tilfelli ber vitni um kosti þessarar aðferðar. Sjúk- lingur, sem áöur haföi gengist gengist undir igræöluaögerö :1 VÍSINDI OG SAMFÉLAG deild Krakovskis, reyndi aö lyfta of þungri byröi, skaddaöist inn- vortis og hafnaöi aftur á skurti- arborðinu ári eftir fyrstu aögerfi- ina. Skurðlæknarnir fengu þarnct ágætt tækifæri til að kanna áhriif endurnýjandi æðaskuröaf)- gerðar ári eftir að hún var gerö. Komust þeir að raun um að slag- æö sjúklingsins var i ágætu ásig- komulagi. A deild Krakovskis hafa menn einnig fundið aðferð til endurnýj- andi skuröaðgerðar sem mið ar aö þvi að koma aftur á eölilegri blóðrás um æö sem<8kaddast hef- ur að völdum blóðtappa, sem oft valda bólgum i innri vegg slagöa. M.a. hefur verið smiðað nýtt tæki sem dregur úr hættunni á þvi að æöaveggurinn skaddist þegar blóðtappinn er fjarlægður og ger- ir alla aðgeröina mjög virkari. 1 eitt skipti var fjarlægöur hálfs metra langur blóðtappi með þesis- ari aðferö i gegn um 15mm breið- an skurð i æöarvegginn. Þessi aðgerð mun vera einsdæmi i nú- tima æðaskurðlækningum. Endurnýjandi skuröaögerðir framkvæmdar meö aöferöum Krakovskis eru nú geröar á fjöl- mörgum sjúkrahúsum um öll íio- vétrikin. —AF'N. Starfsfólk Okkur vantar starfsfólk. Hreinlegur og skemmtilegur iðnaður. Talið við Gyðu Björk. Leðuriðjan, Brautarholti 4, simi 21754. TILBVNAR A 3 MIN.! FAS SAMIIM ]R — OlFltB í HABEGIMIJ Ljósmyndastofa AMATÖR LAUGAVEGI 55 ‘2' 2 27 18

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.