Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. Hér er yfirlitsmynd af Noröfirfti. Eins og sjá má er fjallift ærift bratt yfir kaupstaftnum. Gunnar Ólafsson, eftirlitsmaftur snjóflófta SNJOFLOÐAVARNIR I NESKAUPSTAÐ Síðan snjóflóðin miklu féllu í Neskaupstað fyrir tæpum tveimur árum hefur stöðugt verið unnið að auknum snjóflóða- vörnum þar eystra. Blaða- maður Þjóðviljans ræddi við starfsmann snjóflóða- nefndar kaupstaðarins, Þórarin Magnússon verk- fræðing, um daginn og spurði hann um þetta starf. Fyrstu raunhæfar aðgerðir — Hvaö hefur verið gert til snjóflóöavarna eftir slysiö mikla i desember 1974? — Þaö fyrsta raunhæfa var að Hjörleifur Guttormsson fór strax eftir aö flóöin féllu og tók myndir af upptökum flóðanna og verksummerkjum eftir þau og þetta eru mjög merkar heimildir til að eiga. Hann skráði enn- fremur niöur allt sem máli skipti og mældi útbreiöslu flóöanna og kortlagöi. t april 1975 kom hér yfirmaður snjóflóðarannsóknar- stöövarinnar i Daves i Sviss, M.De Quervain prófessor. Hann fór bæði til Neskaupstaðar, Siglu- fjarðar, Eskifjaröar og Seyöis- fjaröar á vegum Almannavarna rikisins og skilaöi skýrslu um snjóflóö og hugsanlegar varnar- geröir. Þetta var svona almennt yfirlit um þessa staöi meö ýmsum merkum upplýsingum. Hann tók þaö jafnframt fram aö hann gæti ekki tekiö að sér nánari útfærslu eöa tillögugerð um varnar- aögeröir vegna annarra verkefna sinna. Bæjaryfirvöld leituöust svo við að gera einhverjar raunhæfar aðgerðir i þessu máli. Siðari hluta sumars 1975 var skipuö snjó- flóðanefnd Neskaupstaöar og eiga i henni sæti 5 menn,en ég er starfsmaöur hennar. Hjörleifur Guttormsson er formaður. Þessi nefnd tók þegar til starfa og hélt marga fundi á árinu 1975 og 1976 fram undir sumar. Hún mun hafa haldiö 14 eöa 15 fundi. Unniö var aö þvi aö leita raunhæfra leiða til aö komast aö niöurstööu um hvaö bæri helst að gera. Um mánaöa- mótin september/október 1975 voru fengnir hingaö tveir sér- fræðingar frá Noregi, yfirmenn snjóflóöarannsóknarstöövarinnar i Osló. Þeir dvöldu hér i 3 daga og könnuöu allar aöstæöur, mældu halla i hliðinni og fóru með mér og Hjörleifi og örnólfi Hall, skipulagsarkitekti bæjarins, og könnuöu landslagiö og myndir. Siöan var snjóflóöarannsóknar- stööin i Osló fengin til þess aö gera tillögur til úrbóta. Þar hefur veriö unniö aö mörgum slíkum verkefnuin, bæöi i sambandi viö skriöuföll og snjóflóö. Tillögur frá norðmönnum Norömennirnir sögöu strax þegar þeir komu að þeir væru aö mestu leyti sammála svisslend- ingnum en höföu þó i nokkrum atriöum aörar skoöanir. Fljótlega komu tillögur frá þeim um hvaö við gætum gert strax. Frumskil- yröiö var aö skrá niður allar upplýsingar sem tii eru um eldri flóö og siöan aö skrá öll flóö, sem falla, hér i bæjarlandinu hversu litil sem þau eru þvi að þaö er miklu meira sem íellur af flóöum heldur en almenningur gerir sér grein fyrir Fólk tekur ekki alltaf eftir flóöum hér uppi i fjalli sem ná bara stutt.og áður fyrr eru ein- göngu þau flóö skráö i sögunni * sem hafa valdiö einhverju tjóni. Þó að etv. hafi farið röð af flóöum hér niður undir byggö, þá er kannski ekkert þeirra skráö. Eftirli ts ma ður snjóflóða Snjóflóöanefndin réöi sér fljótt starfsmann sem kallaöur er eftir- litsmaöur snjóflóða. Hann annast jafnframt aflestur af veöur- athugunarstöö sem var komiö hér upp sl. sumar. Hún er nauösyn- legur þáttur i þessum snjóflóöa- rannsóknum. Sl. sumar var komiö fyrir upp i fjallinu á einum 80 stöðum stöngum sem voru settar niöur þannig aö þrjár stangir voru hver i 110,150, og 200 metra hæö niöur undan öllum þeim giljum sem vitaö er aö hafi komiö snjóflóö úr og búast má viö aö geti komiö úr. Stangirnar eru allar fyrir ofan byggðina sem er hæst i uþb. 50 metra hæö. Þetta var gert af þvi að oft falla flóö i illviörum og ekki er tekiö eftir, af þvi aö snjór hylur þau. Stangirnar voru hugsaðar þannig aö flóöin tækju þær eöa brytu. Þó aö mjög litiö væri um snjóflóö sl. vetur þá fóru 2-3 stangir og, var þannig vitað um flóð sem annars heföi ekkert veriö tekiö eftir. Einmitt út frá þessum minni flóöum má draga töluveröar ályktanir um hvernig stærri flóðin geta hagaö sér. Einnig var komiö fyrir röö af staurum út frá veðurathugunar- stööinni i austurátt með 20 metra millibili þar sem mældur var snjórinn daglega. Siðan var viku- lega mældur snjórinn eftir linu i noröur upp til fjalls meö 50 metra hæðarbili. Þetta er til aö fá hug- myndir um snjóalögin, bæöi niöri i byggö og uppi i fjalli og hvaöa samsvörun getur veriö þarna milli viö ýmis veðurskilyröi. Eftirlitsmaður snjóflóöa er Gunnar Ólafsson fyrrverandi skólastjóri sem er mjög kunnugur aöstæðum hér. —Hefur ekki verið sett bann á viss svæöi hér i bænum? — Þaö má nú kannski segja aö þaö sé i reynd. Ennþá er ekki búið aö ræöa endanlegar niöurstööur úr skýrslu norðmannanna sem er nýkomin. Eitt af þeim verkefnum sem snjóflóöanefndin haföi meö höndum var aö gera kort um hættusvæði. Þau eru samsvar- andi og gerö eru td. i Sviss núna og Noregi. Þar er landsvæöum skipt niöur i svæöi eftir þvi hversu mikil hætta er á snjóflóöum. — Eru ekki likur á aö hér i Neskaupstað sé talsvert af húsum á hættusvæðum? — Það vissu menn fyrir aö mörg hús eru á svæöum þar sem falliö hafa snjóflóö. En þaö er nú svona aö þaö vill fyrnast. Menn vilja gleyma og loka augunum fyrir sliku. Ef dregnar heföu verið skynsamlegar ályktanir af flóöum sem vitað er aö hafa falliö áöur þar sem snjóflóöin féllu i desember 1974 þá heföu menn náttúrlega aldrei byggt þar. Hér er skortur á landrými og freist- ingin er geysimikil þegar ekki hafa fallið snjóflóö lengi. En þetta er auövitað hlutur sem á alls ekki að gerast. Þaö má ekki byggja á svæði sem áöur hafa falliö snjó- flóö á. Þaö er alveg frumskilyrði. Þaö ber að leggja mikla áherslu á aö þaö verði algerlega stöövaö og á þeim svæöum sem eru i útjaöri hættusvæöa veröi geröar ýmsar varúðarráöstafanir eöa styrk- ingar á húsum ef þau eru þegar byggð. Norömenn hafa haft þetta þannig aö þeir hafa ekki lagt niöur byggö sem fyrir er þar sem snjóflóðahætta er, en þeir hafa hins vegar sett algert byggingar- bann þar. Rannsóknir á þessum máium eru tiltölulega nýjar hjá þeim. I Sviss sérstaklega hefur veriö farið út i varnarvirki fyrir svæöi sem snjóflóö hafa falliö á. 1 skýrslu norðmannanna eru til- lögur um slik varnarvirki á hinum ýmsu stööum hér i fjallinu. RÆTT VIÐ STARFS- MANN SNJÓFLÓÐA- NEFNDARINNAR ÞAR, ÞÓRARIN MAGNÚSSON Þórarinn Magnússon Sunnudagur 19. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Hér i þessu gili mynduftust snjóhengjurnar sem urftu upptökin aft skriftuföllunum. Mynd Hjörleifur Guttormsson. Efri mynd til vinstri. Þessi miklu mannvirki, Sildarverksmiftjan I Neskaupstaft, eyftilögðust i snjóflóftum i desember 1974. Fyrirbyggjandi aftgerftir eru ódýrari þegar til lengdar lætur heldur en aft þurfa aft bæta slíkt tjón. Neftri mynd tii vinstri. Eftir snjóflóftift mikla unnu hundruft sjálfboðalifta vift aft grafa og moka snjónum burtu. (Ljósm:gsp) Menn sendir utan til að kynna sér snjóflóðavarnir — Þú fórst utan til að kynna þér snjóflóöavarnir? — Þegar safnað var vegna snjóflóöanna þá safnaðist tölu- vert mikiö fé. Ég held aö þaö hafi veriö vextir eða einhver hluti af þessu söfnunarfé, 500 þús. krónur sem Norðfirðingafélagið og Rauöi krossinn höfðu meö höndum og ákvebiö var aö verja til þess að styrkja mann eða menn til aö fara utan og kynna sér snjóflóða- varnir. Siöan var og fengið loforö fyrir meira fé ef kostnaöur færi fram úr áætlun. Siðan var aug- lýstur styrkur til handa þremur mönnum og tekið fram aö þeir ættu m.a. að kynna sér björgunarþáttinn, innri gerö snævarins, snjóflóðaspár og svo aftur verkfræöilega þáttinn. Mér var faliö af nefndinni að sækja um þennan styrk og fékk hann ásamt tveimur öðrum, þeim Magnúsi Hallgrimssyni verkfræðingít hjá Hönnun hf. og Helga Björnssyni jöklafræðingi sem starfar viö Raunvisindastofnun háskólans. Auk þess fór formaður Flug- vjörgunarsveitarinnar lika með út. — Varstu margs visari i þessari ferö? — Já, ég tel þaö. Við ákváðum að byrja á stuttum ferðum ti) Noregs og Sviss og þá gætum viö frekar áttaö okkur á hvaö bæri að leggja áherslu á miöað við frekara nám. Viö fórum i byrjun febrúar i þessa ferð og ég tel aö hún hafi veriö mjög gagnleg. A ekki lengri tima fengum við mjög miklar upplýsin upplýsingar. Alls staöar var tekiö vel á mót okkur. Viö skoöuöum fyrsl aösetur snjóflóöarannsókna stöðvarinnar i Osló og rann sóknarstofur þeirra, kynntum okkur skipulagningu þeirra og bókakost og annaö slikt. Snjó- flóðarannsóknastofan á stöö uppi i miðhálendi Noregs, sem vai reist 1973. Þangaö fórum viö, og þaö var mjög athyglisverð ferö. Tveir af yfirmönnum stofn- unarinnar fóru meö okkur og viö dvöldum þar i 4 daga. Þar eru sprengd niöur snjóflóö, bæöi meö handsprengjum og dinamiti. Við fengum að skoöa þarna snjóflóö sem var komiö af stað af manna- völdum og fórum á skiðum viös vegar aö um svæðiö. Stofnunin er i samstarfi við orkustofnun norð- manna við rannsóknir á álagi snævar á möstur sem standa i brekku. Þeir reistu þarna hluta úr mastri og siðan eru þeir meö sér- staka álagsmæla. Eins og vitaö er þá skriður snjór undan brekkunni þó hægt fari. Þeir geta lesiö af þessum mælum niöri i kofa. Kofinn sem þeir kölluöu var reyndar 160 fm einbýlishús. Þarna eru þeir meö vindmæla og snjómæla og alla fullkomnustu veöurathugunarmæla og siöan gera þeir þverskuröarkannanir á snjónum og mæla alla helstu eölis þætti hans; fyrst er þetta kannaö meö höggbor, eöa hörkukanna, þar sem hægt er aö finna mótstööuna i snjónum sem hann fer i gegnum. Hún er skráö skref fyrri skref Siðan er grafiö á sama staö, mælt hitastig, könnuð harkan osfrv. Þá er hægt aö gera mynd af snjónum niöur úr. Út frá þessu er hægt aö draga ályktanir ef fram kemur sérstaklega veikt lag. Ef t.d. hefur veriö harðfenni og siðan kemur snjór ofan á, þá getur veriö hætta á aö snjóflóð skriöi. Ferð til Sviss Siöan fórum við til Sviss og kynntum okkur starfsemi snjó- flóöarannsóknastöövarinnar i Davos sem er hátt uppi i fjalli. Þar er ein elsta og fullkomnasta ■ snjóflóðarannsóknastöö i heimi og hefur starfað alveg frá þvi um 1930. Bæöi i Noregi og Sviss rædd- um við um okkar sérstöku vanda- mál t.d. i Neskaupstaö og hvernig væri eölilegast fyrir okkur aö standa aö snjóflóðarannsóknum. Þegar við komum heim skiluðum við skýrslu um ferðina. Þessari skýrslu var skilað svona fljótlega af þvi að þaö var lika i gangi snjó- flóöanefnd á vegum Rannsókna - ráös rikisins undir forystu Siguröar Jóhannssonar vega- málastjóra. Viö höföum setið fund þeirrar nefndar einu sinni. Við skiluðum þessari skýrslu til þeirra og ég einnig til Nes- kaupstaöar. Lokaskýrsla komin frá norðmönnum — Hvaö um skýrslu norö- manna? — Norðmennirnir hafa skilaö lokaskýrslu,en voru áöur búnir aö skila bráöabirgöaskýrslu um ein- stök svæöi. Þeir senda núna skýrslu um varnaraögerðir i sambandi við mannvirkjagerö sem þeir telja hugsanlega hér. Rýmingaráætlun Ég vil nefna hérna rýmingar- áætlun sem viö köllum svo. Al- mannavarnanefnd bæjarins gæti notast við hana. Viö erum búnir aö setja okkur ákveönar reglur ef við vitum aö þaö er sam- svörun á milli þeirra helstu veðurfarsþátta sem ráöa mestu um snjóflóö. Viö vitum að vissir þættir veöurfarsins, td. mikil úr- koma,viss vindstefna og hitastig, geta orsakað snjóflóö. Ef vissum mörkum er náb, sem þessi at- hugunarmaður snjóflóða fylgist með, þá gerir hann almanna- varnanefnd viövart og siöan tek- ur hún allar ákvarðanir. Þetta BBBBB rýmingarplan er hugsaö þannig að ef hættan vex og snjóflóð fara að falla niður undir byggö kannski.þá er hugsanlegt aö rýma ákveöin svæöi. Þessi rýmingar- áætlun var send norömönnunum til umsagnar og þeir gerðu sinar athugasemdir og siðan hefur hún veriö rædd i almannavarna- nefnd. Svona plön eru hins vegar aldrei bindandi. Þau yröu alltaf að metast i hvert skipti,en þaö er geysimikill stuöningur að hafa bau. — Er þetta ekki i raun og veru brautryðjendastarf á tslandi? — Ég skal ekki segja um það,og ég er ekki i neinum vafa um aö þetta verður til þess aö efla snjó- flóðavarnir i öörum stöðum sem búa viö svipaðar aöstæður og viö. Menn geta lært mjög mikið af þvi sem viö höfum gert hér, og snjó- flóöanefndin á vegum Rann- sóknaráös rikisins hefur að ein- hverju leyti hagnýtt sér þaö sem viö höfum verið að gera hér. Viö höfum i raun og veru fylgt öllum ábendingum sem sérfræöingar hafa gert. Þaö er i fyrsta lagi aö skrá allt sem búið er. Þaö hefur Hjörleifur Guttormsson annast meö mikilli prýöi. 1 ööru lagi að skrá allt sem siðar gerist og i þessu skyni höfum við ma. látið gera fyrir stórfé kort af öllu fjall- inu upp á fjallsbrúnina i mæli- kvaröanum 1:10.000. Snjóflóöa- eftirlitsmaður skráir siöan inn á þaö öll snjóflóð sem falla og gerir lýsingu á þeim. Ég legg mesta áherslu á ef farið væri gera eitt- hvab annars staðar að byrja strax á slikri uppiýsingasöfnun. Hún gerir ein sér mikið gagn. Samstarf margra aðila Þá erum við núna að vinna að þvi aö koma á samstarfi milli allra Austfjarðanna. Þaö þarf að koma á samstarfi milli þessara staða. Ef einhvers staöar byrja aö falla snjóflóö þá þurfa allir að vita um þaö strax til að geta gert rábstafanir. Þetta þarf aö vera mjög öruggtkerfi. Við höfum sent upplýsingar til þessara staða um hvert þeir eigi að snúa sér meö upplýsingar hingaö. Þá erum við aö leita samstarfs viö marga aöila um að skrá snjóflób, ekki bara i bæjunum,heldur lika úti á vegum. Við erum að reyna aö koma á samstarfi viö Vegagerö- ina, rafmagnsveiturnar, simann og snjóbilana, sem fara um á vet- urna, og áætlunarbilana og yfir- leitt alla þá sem ferbast um stabi aö vetrarlagi hérna i nánd við okkur þar sem búast má viö aö snjóflóö geti fallið. Viö væntum mjög góðrar samvinnu. — Hvaö um fjármálahliðina? — Það er eitt af þvi sem er vandamál hjá okkur. Þetta er dýrt, viö þurfum að ráöast i mik- inn kostnað og þaö er aöalatriðiö. Það er ekkert hægt aö gera án fjármagns. Erlendis er þetta yfir- leitt þannig aö rikisvaldiö greiöir mestan hluta af kostnaði bæöi viö rannsóknir og varnaraögeröir. — Hvernig er meö viölaga- tryggingu? — Það er heimildarákvæði i lögum um viðlagatryggingu að hún geti tekið þátt i fyrirbyggj- andi aögerðum. Mér finnst aö þaö ætti aö vera miklu meiri skilningur á þvi að þaö er arðbært að leggja i fyrirbyggjandi aö- geröir. Þaö er eitthvaö sem raun- verulega er vit i. Þegar til lengd- ar lætur er það miklu ódýrara heldur en að taka að sér að bæta stórtjón sem verður annaö slagiö. Það er þungur baggi á Neskaup- stað að taka aö sér framkvæmdir upp á miljónir króna án nokkurs stuönings. Viö höfum farið fram á hann. Það gengur hægt en viö erum bjartsýnir ennþá. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.