Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. 1 f ► ► r r r í stórum hring móti sól. Umsjón: Þröstur Haraldsson og Freyr Þórarinsson DÁSEMD BJARMAL Stuðmenn hafa nú sent frá sér aðra breiðskifu sina, og heitir sú Tivoli. Á skifunni eru fjórtán söngvar sem allir fjalla um Tivoli-lifið eöa skylda hluti, þannig að Tivoli-hugmyndin tengir söngvana lauslega sam- an. Tónlist og textar eru frum- samin verk Stuðmanna og þeir flytja auðvitað alla tónlistina með aðstoð trommuleikara, fiðlara og tveggja blásara. Umslag skifunnar er nokkuð gott, en skurðurinn á fyrstu 2.000 eintökunum sem komu til landsins gerir þau allt of lág- vær. Helvitis klúður. í fyrrasumar sendu Stuðmenn frá sér fyrstu breiðskifuna, Sumar á Sýrlandi, við mikinn fögnuð landsmanna, enda þótti mörgum sem þar væri i fyrsta skipti vel rokkað á islensku. Kringum þess skifu reis skjót- lega skemmtilegur sirkus, þar sem miðjan var Leyndarmálið: Hverjireru Stuðmenn? Þetta er nú búið spil, en óhjákvæmilega datt manni i hug hvort þarna yrði á ferðinni Sonur Stuð- manna aftur á Sýrlandi. Það er þó lukkulega ekki svo, heldur stendur Tivoli eitt og óstutt fyrir sinu sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna, islenskt rokk i þungavigt. i rauninni er fátt slæmt að segja um flutningsframmistöðu þeirra félaga þvi hér er á ferð- inni einvalalið úr flokki okkar bestu hljóðfæraleikara og söngvara með aðstoð manna af sömu gráðu. i heildina er þetta þvi einhver langbesta breiðskifa af þessu tagi sem hefur komið hér út. Vert er þó að þræða sig á hudavaði i gegnum efniviðinn og gera fluíningi og öðru nokkur skil. Fyrri hliöin Skifan hefst á þvi að manni er plantað niður i Tivoli með dæmigerðu léttmetisstefi úr skemmtigarði sem berst úr þar til gerðu orgeli. Það er þó fljótt borið ofurliði af dúndrandi inn- keyrslu eins hinna þriggja trommuleikara sem aðstoða Stuðmenn. Þarna fæðist svo pottþéttur rokkari sunginn af Frimanni flugkappa (Jakobi Magnússyni) með tilheyrandi stælum og töktum ameriska biótöffarans. Skratti góð túlkun ef ekki væri óskiljanlegur texta- framburður Jakobs, en þarna tekst honum ekki jafnvel upp og i ,,út á stoppistöð” á fyrstu skifu þeirra Stuðmanna, þvi þar lánast Jakobi einmitt að gera þrælflámælta djammhetju skiljanlega án þess að hún verði ótrúverðug. Ef maður les á ein- kennishúfu Frimanns á umslagi kemur i Ijós að hann er á mála hjá ákveðnu herveldi og ef text- inn skildist án mikillar fyrir- hafnar mætti heyra hvernig kappinn fer að þvi að kaupa sér vinsældir almennings og hlið- hollra kvenna. Undirleikur er — eins og reyndar á allri skifunni — þétt og örugg samstilling trommuleikara, bassaleikarans Tómasar Tómassonar, hljóm- borðsleikarans Jakobs Magnús- sonar, gitarleikarans Þórðar Arnasonar ásamt spilverkjun- um Sigurði Bjólu, Valgeiri Guð- jónssyni og Agli Ólafssyni. End- ir lagsins er athyglisverður fyr- ir það spaugilega bragð að láta allt undirspil deyja út þannig að eftir stendur nakinn textinn án laglinu kyrjaður af einradda kór sem hljómar svo i Frimanns nafni: „karlar eru i konuleit og konur eru i karlaleit.” Þetta verkar eins og nokkurs- konar inngangur að næsta lagi þar sem Frimann fer á fjörur við Ólinu i Tivoli. Lagið er i hefðbundnum islenskum kalipsóstil meö tilheyrandi git- areinleik sem uppistendur af stefi úr þekktu kalipsólagi hljóörituðu hérlendis fyrir all- nokkrum árum. Agli tekst vel að ná þessum glennulega („hressa” og „létta”) yfir- borðsstil sem löngum hefur ein- kennt svona léttmeti krydduðu dellukenndum textum með fyr- irheit ma. um sjéniver og bland, fjör á dansgólfi og ökutúr til „dásemda Bjarmalands”. Þessari skopstælingu fylgir svo önnur ekki siðri. Það er ynd- islega hallærislegur „Söngur fjallkonunnar”. í ekta gamal- dags tjúttsveiflu fara þeir félag- ar á kostum. Eins og annars staðar hafa þeir fullkomlega á valdi sinu hin ýmsu blæbrigði dægurtónlistar eins og hún var á þeim tima sem þeir höfða til. Hjáróma fjallkonunni finnst hún svo púkó á handhjólabátnum á pollinum i gerviútlandinu Tivoli að hún er „nærri gráti”, enda hafa bæði Ingó og Guðni sagt henni að i al- vöruútlandinu sé meira fjör. Um það snúast draumar hinnar nýriku kvinnu. Vönduð vinna og íaunfyndin. Næst kemur svo öllu grárra gaman. Undirförull og búraleg- ur persónugervingur hins Dólaö i frönsku hjóli hjá TripóII. „Ég biö og vona I biörööum aö rööin komi aö mér.’ vinstri.) (Takiö eftir glæsilegri greiöslusveiflu Frimanns til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.