Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 16
w 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. íslensk galdraþula frá 20. öld kommúnistar kommúnistar kommúnistar í hverju skoti uppi á lofti undir rúmi úti í garði á bak við hús í útvarpinu sjónvarpinu leikhúsinu reykhúsinu í skólunum á hjólunum uppí bólunum undir kjólunum síðhærðir og rauðhærðir og svarthærðir og stutthærðir þeir villa á sér heimildir látast vera allslausir meinlausir og beinlausir en eru alveg taumlausir í munaði og unaði eins og mig grunaði eins og mig alltaf grunaði þeir fela sig í kgb og asb og bsrb þeir ætla að taka sís og das og hugsanlega sas hlustaðu á mig borgari ef þú vilt ekki eignum tapa ef þú vilt ekki þýfi glata það er betra að vara sig og vara sig og vara sig á kommúnistum kommúnistum kommúnistum i hverju skoti uppi á lofti undir rúmi úti í garði á bak við hús í (o.s.frv. eins oft og þurfa þykir) St. Jóh Bágt er að þjóna herrum tveim... Ernst Walter: En nemendur min ir verða að hafa tvö aðalfög... Viðtal við Ernst Walter sem tekinn er við íslenskum fræðum í Greifswald, DDR lensku er ekki svo mikil að hún geti tryggt þeim atvinnu, þvi fylgir eitt heimsmál með. Ég vona aö 4-5 stúdentar hefji nám næsta vetur, og verði þeir fremur filólógar en túlkar þegar fram i sækir. Einn þeirra fjögurra stúd- enta, sem ég áðan nefndi heidur áfram og býr sig undir doktors- próf hið minna með nokkrar skáldsögur Laxness að verkefni. Eg hefi reynt að nota timann hérna til að læra betur að tala is- lensku og til að sitja i bókasöfn- um. Mig langar til að vita meira um menningarástand Islands á miðöldum. Auk þess er ég að draga saman föng i þýsk-islenska orðabók og i islenskan hluta uppsláttarbókar um rithöfunda Norðurlanda, sem senn verður gefin út. 1 henni verða einir 90 is- lenskir rithöfundar... Að lokum var vikið að þeim Vil tala betur og vita meira um menningarástand hér á miðöldum Ég er þakklátur vinum og kunningjum hér á landi fyrir gestrisni og hjálp- semi í minn garð segir prófessor Ernst Walter frá Greifswald í DDR, sem hefur verið hér í þrjár vikur til að hressa upp á sína íslensku. En hann ber nú öðrum f remur ábyrgð á islenskukennslu í sínu landi. Ég hefi talað við háskólamenn og menn úr verkalýöshreyfing- unni, sem ég þekki siðan ég var túlkur með þeim á ráðstefnum i Rostock Heiligendamm. Það er alltaf mikils virði að geta milli- liðalaust kynnst vandamálum og viðfangsefnum, jákvæðum sem neikvæðum og kemur i þessu sambandi upp i hugann ýmislegt af smærri ákvæðum samkomu- lags Evrópuþjóða i Helsinki um sambúð og samskipti, sem reynst hafa þýðingarmikil. Ernst Walter kom hér fyrst árið 1960 og siðan aftur fyrir þrem ár- um. Hann er nemandi Walters Baetkes i Leipzig, sem enn er á lifi, 92 ára gamall. Hjá honum tók hann doktorspróf hið minna 1952 og var um skeið aðstoðarmaður hans. Skrifaði m.a. rit um Vopn- firðinga sögu, sem út kom 1956. Ég var, segir Walter, farinn að vinna að stóru verkefni i Leipzig, er. hætti þar af ýmsum ástæðum og gerðist starfsmaður hjá Hin- storff Vejlag i Rostock, vann hjá þeim við útgáfu á norðurevrópsk um bókmenntum. Siðan gaf Norðurlandastofnunin i Greifs- wald mér tækifæri til að ljúka við það stóra verkefni, sem ég áður nefndi. Það er könnun á latnesk- um áhrifum á norrænan orða- forða i þýðingum úr latinu, sem finna má i norskum og Islenskum handritum frá þvi fyrir 1225. Ég lauk við rit um þetta efni 1968 og ári siðar varði ég það til doktors- prófs hins meira. Bruno Kress hætti störfum fyrir nokkrum árum og i fyrra varö ég eftirmaður hans sem prófessor i norrænum fræöum málvisinda- deild. Þessi deild ber helst ábyrgð á kennslu i norrænum málum i DDR, nema hvað okkur vantar færeysku ennþá — en vonandi stendur það til bóta. Að þvi er is- lensku varðar þá voru nú i ár fjór- ir stúdentar að ljúka námi, þrjár stúlkur og einn piltur. Þeirra námi er svo háttað að þau hafa tvö aöalfög, islensku og ensku, vegna þess að þörf fyrir túlka I is- menningartengslum sem fram koma i þýðingum bóka. Siálfur hefur Ernst Walter ekki fengist við þýðingar: sá sem vasast i málvisindum og reynir sig við þýðingar er sjaldan ánægður með niðurstööuna, segir hann. En Bruno Kress hefur verið iðinn við þýðingar, ekki sist eftir hann hætti kennslu: Hann hefur gefið út nýja þýska þýðingu á Sjálf- stæðu fólki, ennfremur hefur hann þýtt Kristnihald og Para- disarheimt, úrval smásagna eftir Halldór Stefánsson og er með úr- val isl. smásagna i undirbúningi. En má ég spyrja, segir Ernst Walter og glottir, hvað hafið þið þýtt margar bækur frá DDR? áb Blikkiðjan Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 ^BIómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut slmi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.