Þjóðviljinn - 19.09.1976, Side 21

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Side 21
Sunnudagur 19. september 1976. þjóÐVILJINN — SIÐA 21 Sköpun jurtanna Nú er klukkan oröin fimm: Ég verö aö fara aö skapa t^iö'. -?c ij^jl % Sköpun lyngsins — Hvaö á fikjublaöiö aö vera stórt? — Svona... Misheppnaður hasshundur Torro, fjögurra ára gamall hundur, sem þjálfaöur hefur veriö til aö hafa uppi á eiturlyfj- um i farangri farþega þeirra sem koma til Orly-flugvallar viö Parls hefur veriö sendur I endur- hæfingu. Hann hefur oftar en ekki komiö tollþjónum I vandræöi. Einu sinni haföi merkilegt ilmvatn konu einnar þau áhrif á hann, aö hann beit konugarminn. í annaö sinn tók hann aö gelta ákaft aö tösku sem kom frá Casablanca, og héldu tollveröir aö nú bæri heldur vel I veiöi. Báöu þeir eigandann aö opna töskuna. I henni voru pylsur. Byssur og skyttur Bandariska riflafélagiö, sem heldur uppi vörnum fyrir banda- riska byssuframleiöendur, hefur um langan aldur getaö komiö i vég fyrir allar tilraunir til aö koma á lögum sem mundu koma á ströngu eftirliti meö fram- leiöslu og sölu á byssum i landinu. Bækistöövar samtaka þessara eru i Washington. En orörómur hermir, aö þau hafi i huga aö flytja skrifstofur sinar frá höfuö- borginni til einhvers öruggari staöar, sumpart vegna þess aö fyrir skömmu voru tveir starfs- menn þeirra skotnir til bana. Enn einn sigur kvenkynsins Vesturþýska timaritiö „Þýsk hæsnarækt” hefur birt niöur- stööur rannsóknar sem nýlega var gerð á vegum háskólans i Stuttgart. Rannsókn þessi sýnir, aö hænur missa miklu sjaldnar marks en hanar þegar fiöurfé þetta tinir upp i sig korn. Hænur ná árangri i 82 skiptum af hverjum 100 sem þær reka niöur gogg sinn, en hanar hitta aöeins 52 sinnum af hundrað. Ekki er enn vitaö hvaöa fræöi- legar ályktanir má draga af rannsókn þessari. ADOLF J. PETERSEN: VÍSNAMÁL Er aö þusla í þekkingu Þaö getur komiö fyrir, aö i miklu visnasafni séu visur skráðar ögn á annan veg en ýmsir álita að rétt sé. Hér I þátt- unum hefur litið boriö á þessu, en i einstökum tilfellum hefur prentvillupúkinn látiö aö sér kveöa. Þó skal ég taka fyrir eina visu sem birtist sunnudaginn 22. ágúst, sem mun vera rétt svona: Lyngs viö bing á grænni grund glingra og syng viö stútinn, þvinga ég slyngan hófahund hringinn kringum strútinn. Sem sjá má er ekki um neina röskun að ræöa, en misritaö var föðurnafn höfundar, hann var Eiriksson. Visan er viða þekkt, vegna kveðandinnar, efnislega er hún ekki mikil, það má segja aö rimiö sé tekiö fram yfir efniö, hún er lágstuöluö, hringhend og hljómmikil, sem hrynjandi málsins gefur gott tilefni til. Prentvillupúkinn er meö af- brigðum hrekkjóttur og blekkir oft prófarkalesara. Visnamál eru sérstaklega viðkvæm fyrir prentvillum. t sunnudagsblaö- inu 29. ágúst er upphaf visu eftir Magnús Kr. Gislason, i fyrstu hendingu sagt, Við þiö, á aö vera Við þig. í siöari visu eftir Jón Magnússon, sama dag, er orðið klækk, á aö vera klökk. Fleira tel ég ekki nú, en biö höf- unda og lesendur afsökunar, en vonandi verða prentvillurnar færri eftirleiðis. Óbeinlinis var hún tengd Visnamálum hin skemmtilega grein dr. Friðu Sigurösson um Þuslaraþorp og oröiö þusla. Oröabókahöfundar eru ekki á einu máli um hvaö þaö þýðir. Sigfús Blöndal segir þaö sama og þúst, vitnar i Bólu-Hjálmar er hann vatt band á hesputré. Arni Böövarsson nefnir aö oröiö þusla sé hiö sama og barefli eöa lurkur. Alþýöa manna hefur notaö orðiö aö þusla yfir aö róta i einhverju, t.d. Þuslaöu þarna i flekknum fyrir mig, sagöi bónd- inn viö hjú sitt, og átti þá við aö snúa heyflekk á þurrkvelli. Hann er mesti þuslari, var sagt um mann sem var aösópsmikill draslari, o.s.frv. Sem dæmi um að þusla i kveöskap er hér visa tekin úr Heimsljósi. I. bls. 328 eftir H. K. Laxness: A morgun ó og aska, hi og hæ og ha og uss og pú og kanski og seisei og korriró og amen, bi og bæ og bösl i hnasli, sýsl i rusli og þeyþey. Segja má um náungann, sem telur sig hafa þekkingu á flestu og blekkir þannig sjálfan sig og aðra: Er aö þusla I þekkingu, þjösnar I rusli, göslar. Fer aö busla i blekkingu, böslar, hnuslar, öslar. AJP. Já, hvorugur er nú kveöskap- urinn góöur, oröunum er þuslaö saman i þúst og þurfti ekki lurk til. Þusli svo hver i sinu. Bjarni Halldórsson (f. 1898) bóndi á Uppsölum i Blönduhliö kvaö: Skáldiö gisti sónarsvið, sér til ystu stranda. Bragalistin leikur viö ljóöaþyrstan anda. Þorbjörn Björnsson (Þorska- bitur) (f. 1859), frá Breiðaból- stað I Reykholtsdal, gerði svo- hljóöandi grafskrift: Hann var léttur heims á vog, heyrnarlaus og gleyminn, matgráðugur, montinn og mikiö upp á heiminn. Um öfugþróunina kvað Þorskabitur 1 höföinu foröum vitiö var og vann aö bótum; en nú er þaö orðiö allsstaðar I afturfótum. Þar hafði hann hitann úr, má liklega halda þegar hlustað er á visu Péturs Sigurössonar : Einum mestu umskiptum ég aldrei gleymi, aö koma i hlýjan konu faöm úr köldum heimi. Eitthvað hefur Þorsteini Guð- mundssyni á Skálpastöðum fundist óaölaöandi viö þá konu, er hann kvað þessa visu við: Þá skyldi óöara I förin min fennt og falinn minn samastaöur, ef aö þaö glapræöi heföi mig hent aö heita þinn eiginmaöur. Skáldið Páll Ólafsson sendi eitt sinn vinnumann sinn meö hesta, til að fá úttekt hjá kaup- mönnum á Reyðarfirði. Ekki fékk hann úttektina, vegna þess að Páll var þar i skuld, kom heim án annarra fanga en einn- ar skeppu af salti og þessarar visu, sem vinnumaðurinn hafði gert, en nafn hans er ekki þekkt nú: Þú þykist borga öllum allt og ekki vera skreytinn, en kaupmenn hafa sent þér salt aö sá i ærlegheitin. Jón Sigurðsson var þekktur borgari á Akureyri á sinni tiö, greindur vel og hagmæltur, en einnig trúboöi, fékk af þvi það viðurnefni aö vera nefndur séra Jón á tslandi. Nokkuð samtima komu þrjár ljóðabækur, eftir jafnmarga höfunda, þær hétu Glettur, Urðir, Glæður. Um þær orti Jón ritdóm sinn: Urðir, Glæöur, Glettur, ég geri ekki upp á milli, þær eru allar blettur, á islenskri Ijóöasnilli. Þeir voru kunningjar góðir, Jón trúboði og Emil Petersen, en striddu þó stundum hvor öör- um. Eitt sinn kvað Emil við Jón: Kveiki einhver yfirsjón eld á vegi dyggöa, sjálfsagt hefur séra Jón sáiina brunatryggöa. Um viöskiptavinina kvaö Jó- hann Magnússon frá Mælifells- á: 1 viöskiptum annar hinn aldrei sveik I tryggöum, lagöi hvor hjá öörum inn eitthvaö likt af dyggöum. Það var Jón Jónsson Skag- firöingur (f. 1886), Ingveldar- stööum á Reykjaströnd, sem vildi hafa létt yfir huganum á hvaöa árstima sem var: Ég vil heyra hetjuraust, helst þaö léttir sporin, þess, sem yrkir undir haust eins og fyrst á vorin. Vel á hún við um þessar mundir veöurfarsvisa Ingi- bjargar Þorgeirsdóttur: Skúrahettu skýin prjóna, skyggir lit i dalsins trafi. Einhvers staöar lægðir lóna langt suöur i Grænlandshafi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.