Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Dagur dýranna í dag, 19. sept., er Dagur dýr- anna. Eins ogáður er hann notaður til að minna á skyldur okkar viö dýrin og aukna verndun þeirra. Við eigum dýrunum svo miklu meira að þakka heldur en við ger- um okkur grein fyrir. Lifsvon mannsins er engin án dýranna. Þvi ber okkur lika skylda til að auka verndun dýranna i sama hlutfalli og gæði mannsins fyrir sjálfan sig aukast og margfald- ast. Hér áður fyrr var þjóðin fá- tæk, fólkið svalt og dýrin féllu tir hor. Við getum lesiö átakanlegar lýsingar á vorharðindum i mörg- um bókum. En nú sveltur þjóðin ekki. Lifsgæðakapphlaupið er i algleymingi. Þvi er það bæði glæpur og þjóðarskömm að dýr falli úr hor á þessum tima. Við getum ekki boðið skepnum upp á það lengur að ganga sjálfala allan veturinn eftirlitslausar. Eða að vera þannig meöhöndlaðar, þó i húsum sé, að ekki sé til fóður til næsta máls. Nú er haustið gengið i garð, eftir mikið rigningarsumar á Suðurlandi. Við höfum heyrt yfir- lýsingar frá bændasamtökunum um léleg hey. Þvi minnum við forðagæslumenn og ráðunauta á skyldur sinar, að ekki verði sett meira á en magn og gæði heyj- anna leyfa. Litlu dýrin mega heldur ekki gleymast. Hundurinn og köttur- inn gegna enn sinu hlutverki þó húshald landsmanna hafi breyst. Þvi meira sem maðurinn fjarlæg- ist náttúruna og kemur sér fyrir i lifvana steinkumböldum, þvi nauðsynlegri eru tengsl hans við smádýrin. En það eru fleiri dýr á Islandi en húsdýrin. Villtu dýrin okkar eru ekki alltaf meöhöndluð af skynsemi. Tökum svartbakinn og veiðibjölluna sem dæmi. Þess- ir fuglar eru fóðraðir við allar fiskvinnslustöðvar og á ösku- haugum, þannig að þeim hefur fjölgað allt of mikið. Þá á að eitra fyrir þá, þó vitað sé aö eitur er ætlö til skaða i náttúrunni og i mörgum tilfellum til stórtjóns eins og t.d. með örninn okkar sem viö erum á góðri leið með aö út- rýma. Dýravernd byggist að miklu leyti á þvi að dýrin séu rétt með höndluð. I útvarpinu I dag verður dagskrá og i henni verður f jallað um meðferö ýmissa heimilisdýra svo og hesta. En eins og kunnugt er hefur hestaeign manna i þétt- býli aukist stórlega, og er það ein tilraun mannsins til aö halda tengslum sinum við náttúruna. Dagur dýranna verður einnig notaður til fjáröflunar fyrir Sam- band dýraverndunarfélaga Is- lands, sem stendur mjög höllum fæti fjárhagslega. Merkjasala verður á Stór-Reykjavlkur- svæðinu og á mörgum stöðum úti á landi. Er þaö von stjórnar sam- bandsins að sem flestir sjái sér fært að kaupa merki. (Fréttatilkynning frá stjórn Sambands dýraverndunarfélaga tslands.) Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumaríð hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býður upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15.september til 31.október, FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR /SLAJVDS Rúbljov Gert við freskur eftir Félög með eígin skr'rfstofur í 30 stórborgum erlendis Um þessar munder er verið að gera við nokkrar freskur (vegg- málverk) eftir hinn fræga lista- mann Rúbljov i Dýrðardómkirkj- unni i Vladimir, austan við Mosk- ur. Freskurnar prýddu veggi kirkjunnar frá byrjun 15. aldar þangað til einhverntima á 19. öld, þegar gerð var tilraun til að gera við þær með þeim afleiðingum að hluti þeirra var eyðilagður en kalkað var yfir hinar. Til allrar hamingju var til lýsing á freskun- um, þannig aö nú hefur verið mögulegt að finna aftur þá staði á veggjunum sem þær voru málað- ar á i upphafi. Viðgerðarmeistarnir byrjuðu á þvi að fjarlægja kalkið i noröur- og vesturhluta kirkjubyggingar- innar, og þar sjást nú aftur i allri sinni dýrð verk hins gamla meist- ara. APN Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveituténgingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.