Þjóðviljinn - 21.09.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. september 1976
Karvel bankar upp á hjá Gylfa:
Endalok Samtaka frjálslyndra
virðast nú fyrirsjáanleg
Á sunnudaginn var héldu Samtök frjálslyndra og
vinstri manna á Vestfjörðum kjördæmisráðstefnu,
og var þar kosin nefnd til að ræða við Alþýðuflokk-
inn og ,,fá úr þvi skorið, hvort Alþýðuflokkurinn i
heild, eða i einstökum kjördæmum er reiðubúinn til
samstarfs við Samtökin fyrir næstu kosningar”,
eins og segir i samþykktinni.
Ennfremur segir i samþykktinni, að Samtökin
standi nú á timamótum, og það hljóti að vera verk-
efni landsfundar þeirra i næsta mánuði, að taka af-
stöðu til þess ,,hvort halda beri áfram starfi Sam-
takanna”.
Hér virðist tæplega fara á milli
mála, að forystulið Samtakanna I
þvi eina kjördæmi, þar sem þau
fengu mann kosinn i siðustu al-
þingiskosningum, hefur nú tekiö
stefnu á það, að leggja flokkinn
niöur, en leita I staðinn inngöngu I
Alþýðuflokkinn, ef til vill þó að
vissum skilyrðum uppfylltum,
sem menn verða að geta sér tií
hver eru.
Flest viröist þvi benda til að
dagar Samtaka frjálslyndra sem
stjórnmálasamtaka á landsmæli-
kvarða séu brátt taldir, og það
þóttsvokunniaöfara.aðGylfa Þ.
Gislasyni og félögum hans takist
ekki að opna gættina hjá Alþýöu-
flokknum svo Karvel Pálmason
smjúgi þar innfyrir án þess að
tapa nokkru i mannvirðingum.
Þjóðviljinn birtir hér sam-
þykktina, sem gerð var á kjör-
dæmisráðstefnu Samtaka frjáls-
lyndra á Vestfjöröum, og er hún á
þessa leið:
Þetta er samþykktin
„Kjördæmisráðstefna Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna á
Vestfjöröum haldin að Núpi I
Dýrafirði þann 19. september 1976
minnir á það upprunalega mark-
mið Samtakanna að sameina alla
lýðræðissinnaða jafnaðar- og
samvinnumenn i einum flokki.
Allt frá stofnun 1969 hefur þetta
verið grundvallað i stefnuskrá
Samtakanna.
Með þeim grundvelli, sem sam-
þykktur var á stofnfundinum I
nóvember 1969 var þvi slegiö
föstu, aö Samtökin ættu ekki að
vera til langframa fimmti stjórn-
málaflokkurinn 1 landinu, heldur
tæki I baráttu fyrir sameiningu
vinstri aflanna,
Kjördæmisráðstefnan telur að I
ljósi þeirrar þróunar, sem orðið
hefur I Islenskum stjórnmálum á
undanförnum árum standi Sam-
tökin nú á timamótum varðandi
starf sitt og hlutverk. Þaö hlýtur
þvi að verða verkefni landsfundar
Samtakanna I október n.k. að
taka afstöðu til þess, hvort halda
beri áfram starfi Samtakanna,
eða leita nýrra leiða.
Samtökin á Vestfjöröum itreka
fyrri samþykktir sinar um nauö-
syn sameiningar lýöræðisjafnaö-
armanna i einum flokki og vilja fá
úr þvi skorið, hvort Alþýðuflokk-
urinn I heild, eða I einstökum
kjördæmum er reiðubúinn til
samstarfs við Samtökin fyrir
næstu kosningar”.
Magnús Torfi
Karvel Pálmason Ólafur Ragnar
Þá snéri Þjóöviljinn sér til fjög-
urra manna úr Samtökum frjáls-
lyndra og úr Alþýðuflokknum, og
spuröi þá álits á þessum niður-
stöðum ráöstefnu Samtakanna á
Vestfjörðum. Ætlunin var að
ræða við formann Alþýðuflokks-
ins, en þar sem hann dvelur er-
lendis var rætt við varaformann
Alþýðuflokksins og ennfremur við
formann kjördæmisráös Alþýðu-
flokksins á Vestfjörðum. Þá var
einnig rætt við Magnús Torfa
ólafsson, formann Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna og
við Ölaf Ragnar Grlmsson for-
mann framkvæmdastjórnar
Samtaka frjálslyndra. Fara svör
allra þessara manna hér á eftir.
Magnús Torfi: Hugað að
tilverurétti
Magnús Torfi ólafsson, for-
maður Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna sagöi:
„Það er ekki nýtilkomið, heldur
hefur verið svo frá upphafi Sam-
takanna, að liðsmenn þeirra á
Vestfjörðum hafa margir haft til-
hneigingu til að llta svo á samein-
ingarmálið, að það snúist fyrst og
fremst, ef ekki einvörðungu um
að ná höndum saman við Alþýðu-
flokkinn. Nýgerð samþykkt kjör-
dæmisþings Samtakanna á Vest-
fjörðum sætir þvi engum sérstök-
um tiðindum.
Það liggur i hlutarins eöli, að
ungur og smár stjórnmálaflokkur
hlýtur að huga að starfsgrund-
velli sinum og tilverurétti frekar
en þeir sem eldri eru og öflugri.
Samtakafólk mun á sinum tima
fjalla um þau atriði, sem ályktaö
er um i samþykkt vestfirðing-
anna, og taka þá ákvöröun, sem
að athuguðu máli þykir i þeim
hópi I bestu samræmi við yfir-
lýsta grundvallarstefnu Samtak-
anna, að sameina islenska jafn-
aðar- og samvinnumenn i einni
öflugri stjórnmálahreyfingu.”
Ólafur Ragnar: Samleið
með stefnu Alþýðu-
bandalagsins
ólafur Ragnar Grimsson, for-
maður framkvæmdastjórnar
Samtakanna sagði:
„Afstaöa samtakamanna á
Vestfjörðum kemur mér ekki á
óvart. Ymsir forystumenn þeirra
hafa lengi verið þeirrar skoöunar,
að endurmeta þyrfti tilveru-
grundvöll flokksins. Raunsæ at-
hugun sýnir, að markmiðum
þeirra, sem að Samtökunum
standa, má þjóna með ýmsu öðru
móti en áframhaldandi starfsemi
flokksins. Einnig er vafalaust rétt
hjá þeim á Vestfjörðum, að æski-
legt sé, að hver einstakur hópur
flokksmanna hafi sem mest
frjálsræði til aö ákveöa sina
framtlð. 1 samræmi viö aöstæður
á Vestfjöröum vilja þeir taka upp
viðræöur við Alþýðuflokkinn i þvl
kjördæmi og hafa kosið sérstaka
nefnd I þessu skyni.
Hins vegar er ljóst, aö mikill
fjöldi Samtakafólks telur sig eiga
mun meiri samleið með stefnu
Alþýðubandalagsins, og myndi
þvi vilja efla þann flokk, sem
breiöa fylkingu vinstri manna á
grundvelli markmiða sósialisma
og þjóðfrelsis og hagsmuna
verkalýðsstéttarinnar.
Þótt þeir, sem staöiö hafa aö
Samtökunum, hafi þannig mis-
munandi viðhorf til Alþýöuflokks-
ins og Alþýðubandalagsins, þá
eru allir sammála um, að aukið
samstarf þessara flokka, einkum
i verkalýðshreyfingunni, sé með-
al mikilvægustu verkefna I Is-
lenskum stjórnmálum.”
Fámálir foringjar
Kjartar Jóhannsson, varafor-
maður Alþýðuflokksins sagöi:
„Ég sé á samþykktinni, að þetta
eru mikil tiðindi, en ég vil ekkert
um málið segja frekar á þessu
stigi, fyrr en við höfum kynnt
okkur samþykktina.”
Agúst H. Pétursson, Patreks-
firði, formaður kjördæmisráðs
Alþýðuflokksins á Vestfjöröum
sagði:
„Ég hef ekki heyrt orð um
þetta. Hef veriö fyrir sunnan og
ekkert frétt af fundi Samtaka-
manna á Núpi. Ég get þvi hreint
ekkert um málið sagt, nema hvaö
ég geri ráð fyrir að kæmi form-
lega beiöni um viðræöur við Al-
þýðuflokkinn meö samstarf i
kosningum fyrir augum til kjör-
dæmisráðsins yrði hún tekin til
afgreiðslu með venjuiegum hætti
en um niöurstöðuna — guö minn
almáttugur — hvernig ætti ég
geta sagt fyrir um hana.”
— Nú hlýtur að hafa veriö rætt
talsvert um þessi mál fyrir vest-
an að undanförnu? Hvernig held-
ur þú að Alþýðuflokksmenn á
Vestfjörðum myndu taka sam-
vinnutilboði frá Karvel og hans
mönnum?
Framhald á bls. 14.
Taimanov kemur í
næsta mánuði
og mun sovéski stórmeistarinn þá strax taka
við þjálfun sterkustu skákmanna íslands
Um helgina barst loksins á-
kveðið svar frá sovéska sendi-
ráðinu I Reykjavik til taflfélags-
ins Mjölnis um það, að sovéski
stórmeistarinn Taimanov kæmi
hingað til landsins til þess að
þjálfa isienska skákmenn I vet-
ur. Eins og Þjv. skýrði frá fyrir
alllöngu siðan var beðið um
sovéskan stórmeistara til starfa
á lslandi og þótt Taimanov hafi
verið nefndur manna á milli
undanfarið var það fyrst um
helgina að ráðning hans fékkst
staðfest, en fram til þessa hafði
ekki verið látið uppi hver af hin-
um mörgu skáksnillingum
Sovétrikjanna myndi koma.
Að sögn Friðriks ólafssonar,
sem öörum fremur hefur unniö
að þessu máli ásamt formanni
Mjölnis, Þorsteini Guölaugs-
syni, er gert ráð fyrir þvi að
Taimanov taki aö sér þjálfun
allra sterkustu skákmanna
landsins en muni hins vegar
eðlilega ekki skipta sér mikið af
þeim sem skemmra eru komnir.
— SHkt væri nú einfaldlega sóun
á stórkostlegri þekkingu og
Taimanov
hæfileikum, sagði Friðrik og
sagöist þess fullviss aö koma
sovétmannsins ætti eftir að hafa
mikil og góð áhrif á islenska
skákmenn.
Þetta er I fyrsta sinn sem
útlenskur skákþjálfari kemur
til landsins. —gsp
Trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Akraness um vinnumálalöggjöfina:
Engar breytingar
án sanu*áðs við ASI
Trúnaðarráð Verkalýðsfélags
Akraness kom saman til fundar
sl. fimmtudag, 16. sept. og ræddi
einkum þrjú mál, sem öll eiga það
sammerkt að snúa að rfkisstjórn-
inni og aðgerðum hennar gegn
verkalýðsstéttinni. Fundurinn
gerði þrjá ályktanir þar sem
drögum rikisstjórnarinnar að
nýrri vinnumálalöggjöf, búvöru-
hækkun og bráðabirgðalögunum
á sjómenn var mótmælt harðlega.
Alyktanir trúnaðarmannaráðs
Verkalýðsfélagsins á Akranesi
fara hér á eftir. Þær voru allar
samþykktar samhljóða.
Réttindaskeröing
Fundur I trúnaðarráöi Verka-
lýösfélags Akraness, haldinn 16.
september, 1976, visar á bug öll-
um tilraunum til breytinga á nú-
verandi vinnulöggjöf án aðildar
verkalýössamtakanna I landinu.
Fundurinn fordæmir þau drög að
frumvarpi sem samin hafa verið
og augljóslega skeröa viður-
kenndan rétt vinnandi fólks.
Væntir fundurinn þess að sllkt
frumvarp komi ekki fyrir Alþingi,
Búvöruhækkun mótmælt
Fundurinn mótmælir þeim bú-
vöruhækkunum sem sexmanna-
nefndin hefur nú ákveöið. Þessar
miklu hækkanir sýna svo aö ekki
verður um villst að endurskoðun
kerfisinser nauðsynleg. Nefnd sú
til endurskoðunar á verðlagskerfi
landbúnaöarafuröa og fl. sem
landbúnaðarráðherra skipaöi sl.
vor eftir itrekuð loforð til aöila
vinnumarkaðarins, hefur enn
ekki verið kölluð saman. Fundur-
inn skorar á landbúnaðarráð-
herra aö hlutast til um aö nefnd
þessi taki nú þegar til starfa.
Þræla lögin
Fundurinn mótmælir þvi ger-
ræði rikisstjórnarinnar að lög-
binda kjör sjómanna og afnema
gilda samninga, án þess aö nokk-
urt félag hafi boöað verkfall.
Fundurinn mótmælir þvl óheilla-
verki að vega að sjómannastétt-
inni, sem islendingar eiga öðrum
fremur tilveru sina undir, sem
efnahagslega sjálfstæð þjóð. Aö
taka réttinn af mönnum til sjálf-
stæðrar ihlutunar um kaup sitt
og kjör, er tilræði við frelsi
manna og ef verkalýðshreyfingin
á að vera frjáls á Islandi, hljóta
sjómenn að brjóta þessi þrælalög
á bak aftur.