Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 16
PWÐVIUINN
Föstudagur 29. október 1976
Flugleiðir
flytja 10
þúsund
pílagríma
Á mánudaginn byrja Flugleiðir
að flytja pilagrima milli Kano i
Nigeriu og Jeddah i Saudi-Ara-
biu. Alls verða fluttir um 10 þús-
und pilagrimar og verða notaðar
tvær DC-8-63 þotur til flutning-
anna. Gert er ráð fyrir að það taki
um 16 sólarhringa að flytja allan
hópinn til Jeddah. Siðan hefjast
flutningar þaðan aftur til Nigeriu
5. desember og standa fram undir
jól. Alls munu 109 manns taka
þátt i flutningunum, áhafnir Loft-
leiða og afgreiðslufólk Flugleiða,
og leyfir ekki af að það nái heim i
jólasteikina.
Yfirstiórnandi flutninganna
verður Þórarinn Jónsson, yfir-
maður flugliðs, Guðlaugur Helga-
son, yfirflugfreyja Erla Agústs-
dóttir, rekstrarstjóri Baldur
Mariusson, stöðvarstjóri i
Jeddah, Jón Óskarsson og yfir-
flugvirki, Jóhannes Jónsson.
Ahafnir munu hafa aðsetur i
Jeddah, en afgreiðslufólk verður
einnig i Kano. Milli þessara staða
eru 2000 sjómilur og fjögurra og
hálfrar stundar flúg.
Kjördæmis-
ráðsfundur
Kjördæmisráðsfundur
Alþýðubanda lagsins i
Vesturlandskjördæmi
verður haldinn á sunnu-
daginn 31. október kl. 14 í
Hótel Borgarnesi.
Guðbjörg Guðnadóttir við afgreiðslu f mjólkurbúðinni að Laugateig
24. Hún er búin að vinna við þetta starf I 12-13 ár en hefur nú verið
sagt upp (Ljósm.: Eik)
Lilja Kristjánsdóttir:
Lilja Kristjánsdóttir, forsvars-
maður afgreiðslustúlkna I
mjólkurbúðum með uppsagnar-
bréfið sem hún hafði fengið um
morguninn (Ljósm.: Eik)
Veittur verði 5 ára
aðlögunartími
í stað þess að loka 57 mjólkurbúðum á eiuu bretti
Við berjumst aðallega fyrir
eldri konurnar en yfir 90
afgreiðslustúlkur i mjólkurbúö-
um eru komnar yfir fimmtugt
og fyrir þær verður mjög erfitt
að fá vinnu á ný. Ég hef alls ekki
gefið upp vonina að okkur verði
veittur lengri aðlögunartimi. Ég
væri mjög ánægð ef breyting-
arnar gengju yfir á 5 árum.
bessi orð sagði Lilja Kristjáns-
dóttir afgreiðslustúlka I
mjólkurbúðinni aö Laugateigi
24 i viðtali við bjóðviljann. Hún
er formaður nefndar sem kosinn
var á félagsfundi til að ræða við
aðila mjólkursölumálsins. Enn-
fremur sigraði listi hennar I ný-
afstöðnum kosningum til
Alþýðusambandsþings. Hún
fékk uppsagnarbréf sitt i gær-
morgun.
Þetta er mjög alvarlegt
vandamál, sagði Lilja. Það á að
loka 57 búðum i Reykjavik og
nágrenni á timabilinu 1. febrú-
ar. Konur sem eru búnar að
vinna við þetta starf i 25-30 ár og
eru komnar yfir fimmtugt- geta
brotnað saman ef þær missa
vinnuna á þennan hátt. Margar
þeirra eru einhleypar og hafa
etv. staðið i þvi að koma yfir sig
húsnæði á fullorðinsaldri en til
þess hafa þær getað fengið góð
lifeyrislán. Það gefur auga leið
að þær verða að fá sér vinnu á
ný og það er ekki svogottnúna.
Ungar súlkur eiga meira að
segja erfitt með að fá vinnu. Ég
vil lika benda á að þessar konur
eiga eftir aö borga fulla skatta
fyrir árið 1976 og geta af þeim
ástæðum tæplega hætt svona
fyrirvaralaust.
Það hefur verið vitlaust unnið
að þessum framkvæmdum, seg-
ir Lilja, og margir kaupmenn
hafa alls ekki viljað fara svona
hratt í þetta. Sumir þeirra eru
ekki tilbúnir fjárhagslega til að
taka mjólkurverslanir yfir. Við
vorum siðast á fundum með
kaupmönnum i gær, Þeir telja
sig geta tekið nær 60 nýja starfs-
krafta og auðvitað sækjast þeir
eftir vönum stúlkum til að af-
greiða mjólkina.
En við leggjum sem sagt
aðaláhersluna á að fá frest á
lokunina, segir Lilja að lokum.
—GFr
Fær rit-
ara og
dómssal
6. hvern
Það er ekki ofsögum sagt af
starfsaðstöðu manna við Saka-
dóm Reykjavikur. Ingi R. Helga-
son, lögfræðingur Alþýðubankans
sagði á blm. fundi i gær að rann-
sokn sú á viðskiptum 11 ákveð-
inna aðila við Alþýðubankann,
sem bankaráð hans hefði á sinum
tima óskað eftir (við 3 aðila, sak-
sóknara bætti 8 aðilum við) gangi
afar hægt og meðan hún stæði
yfir, liði bankinn sem stofnun
fyrir.
Ingi sagði sem dæmi um að-
stöðu þess mans, sem sannrókn-
ina annast, að hann fengi dómssal
og ritara aðeins 6. hvern dag, en
aðeins þá gætu yfirheyrslur farið
fram. Aðra daga verður hann að
vinna algerlega einn að allri
rannsókninni. Og það væri ekki
einu sinni svo gott að þessi maöur
vinni alfarið að þessari rannsókn,
nei, hann hefur fjölmörg önnur
mál til meðferðar og verður að
nota ritarann og dómsalinn einnig
til þeirra mala.
Ingi sagðist vonast til að rann-
sókninni yrði lokiö innan 6 mán-
aða, en hann sagðist auðvitað
ekkert geta fullyrt um það.
Honum var þá bent á það að ef
það tækist mætti segja að þetta
mál hefði forgangshraða og bent
á Friðriks Jörgensen-málið þvi til
sönnunar.
—S.dór.
J árniðnaðarmenn
hætta hjá 3 fyrir-
tækjum við Kröflu
Vonandi bregðast aðrir járniðnaðarmenn stéttarlega
við þessu, segir Guðjón Jónsson
Að undanförnu hefur staöið yfir
vinnudeila milli járniðnaðar-
manna og þriggja verktakafyrir-
tækja við Kröflu með þeim afleið-
ingum að undanfarna daga hafa
járniðnaðarmenn ekki verið að
störfum nyrðra íþeim verkefnum
sem þessi þrjú fyrirtæki eiga aö
ljúka þar.
Einn þeirra manna sem þarna
eiga hlut að máli kom að máli viö
Þjóöviljann i gær og geröi svolát-
andi grein fyrir stöðu þessara
mála:
A vegum þriggja fyrirtækja,
Héðins, Stálsmiðjunnar og
Hamars hafa verið 25 járniðn-
aðarmenn að störfum við Kröflu-
virkjun.
Grundvöllur þeirra kjara sem
við höfum unnið eftir eru kjara-
samningar járniðnaðarmanna og
samningar félaga í Suður-Þing-
eyjarsýslu og sérgreinasamband-
anna frá 13. júlí s.l.
Þarna er fjöldi verktakafyrir-
tækja með verkefni eins og Mið-
fell, Rafafl, Slippstöðin á Akur-
eyfi, Stjörnustál (samsteypa
nokkurra smærri járniðnaðar-
fyrirtækja) þau þrjú fyrirtæki
sem áður voru nefnd og fleiri.
Fljótlega eftir að Kröflusamning-
urinn var gerður 13. júll kom i ljós
að starfsmenn nokkurra verktaka
þarna voru á betri kjörum að
ýmsu leyti en samningurinn gerði
ráð fyrir. I Kröflusamningnum
var gert ráð fyrir að menn færu
eftir frihelgi til vinnu á sunnu-
dagskvöldum, en ýmsir verk-
takar tóku að heimila mönnum
slnum að koma á mánudags-
morgun og þá á kaupi. I samn-
ingnum var gert ráð fyrir þvl að
menn fengju greiddar tvær
klukkustundir i ferðalög að
norðan, en ýmisfyrirtæki greiddu
einnig það sem feröin varð tlma-
frekari. Þá greiðir Slippstöðin
sinum mönnum sem þarna vinna
10% bónusálag.
30. september fóru starfsmenn
HSH fram á það bréflega að fá
þessi sömu kjör og aðrir starfs-
menn við Kröflu. Fulltrúar HSH
samþykktu aö hefja viðræöur um
málið. Þær byrjuðu með fundi I
Reykjavik 11. október s.l. Þar
mætti fulltrúi frá Félagi járniön-
aðarmanna og frá atvinnurek-
endum. Samkomulag tókst ekki,
en viðræðum var haldið áfram
norður við Kröflu 18. okt. s.l. Þar
höfnuðu fulltrúar HSH algerlega
kröfum starfsmannanna. A fundi
sem starfsmennirnir héldu siðan
á mánudagskvöld — en á þeim
fundi var einnig formaður Félags
járniðnaðarmanna — var sam-
þykkt að halda fast við gerðar
kröfur um að hafa sömu kjör og
aðrir.
Þá gerðist það næst á frihelg-
inni sem hófst 22. október s.l. að
járniðnaðarmenn á vegum þess-
ara þriggja fyrirtækja komú i
bæinn að norðan. Hafa þeir ekki
farið norður aftur, en starfa nú
hjá fyrirtækjunum hér syðra.
Formlega séð er ekki hægt að
boða vinnustöðvun á staðnum
vegna þessa máls þar sem samn-
ingar eru i gildi, en við væntum
þess allir, sagði viðmælandi Þjóð-
viljans, að járniðnaðarmenn og
aðrir fari ekki inn I okkar störf við
þau verkefni sem HSH á ólokið
þarna fyrir norðan. Við treystum
á félaga okkar og samstööu
þeirra.
Rætt við Guðjón Jónsson.
Þjóðviljinn bar þessa sögu
járniðnaðarmannsins undir
Guðjón Jónsson formann Félags
járniðnaðarmanna. Hann sagöi:
— Mér er vel kunnugt um
málið þvi ég hef tekið þátt I við-
ræðum og reynt aö leysa málið.
En vegna þröngsýni atvinnurek-
enda hefur það ekki tekist. Hins
vegar getur félag okkar ekki
boöað vinnustöðvun, en ég vænti
þess að allir járniðnaðarmenn
bregðist rétt við stéttarlega.
ÖFL sem vilja
BANKANN FEIGAN
og skrif fjölmiðla hafa spillt fyrir,
segir Stefán Gunnarsson bankastj
Fjölmiðlar fengu harða gagn-
rýni hjá forráðamönnum Alþýðu-
bankans, þeim Stefáni Gunnars-
syni bankastjóra, Benedikt
Daviössyni form. bankaráðs og
Inga R. Helgasyni, lögfræöingi
bankans, á balaðamannafundi i
gær. Þeir ásökuðu fjölmiðla fyrir
að hafa gert „Alþýðubanka-
málið” svo nefnda að söluvöru,
frekar en að um málið hafi veriö
skrifað af sanngirni.
„Það eru til öfl i þessu þjóðfé-
lagi, sem vilja Alþýðubankann
feigan og gera allt sem þau geta
til að spilla fyrir honum” sagði
Stefán Gunnarsson bankastjóri,
og aðspurður um hvaöa ölf þetta
væru, sagði hann að sterkur al-
þýðubanki væri sterkasti bak-
hjarl sem verkalýöshreyfingin
ætti og þvi gæfi það augaleið að
andstæðingar verkalýðshreyfing-
arinnar vildu veg bankans sem
minnstan.
Ingi R. Helgason lögfræðingur
bankans, sagði að þaö heföi verið
bankaráð Alþýðubankans, sem
hefði á sinum tima óskað eftir þvi
að sakadómsrannsókn færi fram
á viðskiptum 3ja aöila við
Alþýðubankann og úr þvi yröi
skorið hvort þau væru lögum
samkvæmt. Þarna sagði hann að
bankaráðið hefði farið algerlega
rétt og heiðarlega að, en fjöl-
miðlar notað þetta til æsiskrifa og
oft farið meö staðlausa stafi og
getsakir I málfltuningi sinum i
skrifum um málið.
„Það hefði sjálfsagt verið hægt
að þagga þetta ál niður og leysa
það á bak við tjöldin og þá hefði
enginn sagt neitt, en þegar rétt og
heiðarlega er að farið er málið
notað til æsifréttaskrifa”, sagöi
Ingi.
Það kom fram, aö Alþýðubank-
inn heföi tapað 30 milj. kr. á við-
skiptum sinum við Air Viking og
hefðu þessar 30 milj. kr. þegar
verið afskirfaðar, en leitað heföi
verið eftir nýjum tryggingum
fyrir 60 til 70 milj. kr. skuld sem
útistandi er og heföi fyrsta flokks
veð þegar fengist fyrir 30 milj. kr.
og von væri til þess aö jafn gott
veð fengist á þessu ári fyrir af-
ganginum. —S.dór.