Þjóðviljinn - 16.01.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Síða 3
Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJÓPVILJINN — StÐA 3 Þjóöviljinn efnir til sam- keppni um VEGGSPJALD Dagblaðiö Þjóðviljinn boðar til samkeppni um veggspjald sem vekja skal athygli á markmiðum blaðsins sem „málgagns sósial- isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis”. Spjaldið skal vera til nota utan- húss sem innan, og einnig mun það birtast sem forsiða sunnu- dagsblaösins. Keppninni er hagað eftir sam- keppnisreglum FÍT. Tillögum skal skilað i eftirfar- andi hlutföllum: lengd 34 sm, breidd 25 1/2 sm. Endanleg stærð veggspjalds verður helmingi stærri. Tillögum ber að skila til Finns Torfa Hjörleifssonar útbreiðslu- stjóra Þjóðviljans, Siðumúla 6 Reykjavik, fyrir 30. mars nk. Sérhver tillaga verður að vera nafnlaus. A bakhlið tillögunnar limist venjulegt lokað, hvitt um- slag sem i eru fullkomnar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang. Þurfi aö póstsenda tillögur, skal vel frá þeim gengið og þær póstlagðar fyrir 30. mars. Samkeppnin er öllum opin. Af bandarískum bókamarkaöi: Rithöfundur inn á undanhaldi Bandariski bókamarkaðurinn er fullur af dýrum og þykkum bókum, sem beint eða óbeint ætla að kenna mönnum að lifa ham- ingjusamara lifi en þeir nú gera. Það er einkenni þessara bóka, að þær eru illa skrifaðar, en það er i reynd ritstjóri forlagsins sem á að fá skömm i hattinn fyrir það en ekki höfundur hverrar bókar. Málum er nú orðið svo háttaö, að það er forlagið sem tekur aö sér helming starfans við handrit- ið, það „hreinsar”, breytir, strik- ar út, umbyltir textanum sem höfundurinn kemur með. Höfund- urinn kemur með drög til athug- unar en ekki fullgerða bdk, þvi hann veit vel að hann fengi frum- gerð sina aldrei út gefna. Útgefandinn tekur ekki aðeins aö sér fóstruhlutverk yfir ómynd- ugum höfundi, heldur gerist hann beinlinis foreldri bókar, þvi það er hann sem pantar bók um á- kveðið efni. Það veröur æ algeng- ara — einnig á sviði fagurbók- mennta — að útgefandinn gerir höfundi grein fyrir nokkrum æskilegum og söluhæfum við- fangsefnum. Ef að höfundurinn gefur gróðavonir tekur útgefandi hann til meðferöar llkt og sál- fræðingur sjúkling sinn. Annars er hann látinn sigla sinn sjó og sekkur fljótlega. Afleiðingin er sú, að þær bækur sem út koma eru sjaldan verk rit- höfunda. Bækur eru skrifaðar af prestum, kennurum, sálfræðing- um, allskonar lifskoöanafim- leikamönnum og textahöfundum sem hafa kvikmyndanef. Orö þeirra hafa þann tilgang einn að miðla ákveðnum hugmyndum og staöreyndum á ákveðinn markað. Þvi verða menn að skipta þvi sem skrifað er I bækur og hand- bækur. Seinni flokkurinn eru skrifaðar af leigupennum (svo- nefndum draugahöfundum) fjalla um efni sem eru i tisku, þær eru útþynning á þvi sem sæmUega al- varlega hugsandi menn hafa áður skrifaö um Hitler eða Watergate eða frumstæða menningu ein- hverrar smáþjóöar svo dæmi séu nefnd. Ungur höfundur, sem vill taka verk sitt alvarlega, verður aö hafa sterk bein til að standast þrýsting af hálfu forlagsins I þá veru, að hann flytji atburöarásina yfir á lögreglustöðina, geri kyn- ferðislegu kaflana litrikari, spili meira á viöbrögö kvenna, læðist að borgaralegum lesendum með meiri gætni, passi að skjóta þeim ekki skelk i bringu. Það kemur og fyrir að kvik- myndafélag, sem keypt hefur rétt til að kvikmynda bók, lætur það veröa sitt fyrsta verk að kaupa mikið magn af bókinni tU að halda henni nokkran vikuri viðbót á metsölulesta. Þarrnig er leikið með veruleikann, þróun mála fær ekki að hafa sinn gang. (Dagens Nyheter) Dómnefnd mun ljúka störfum fyrir 14. april nk., og verða úrslit þá birt við opnun sýningar á úr- vali úr tillögunum. Tillögurnar veröa endursendar að sýningu lokinni Fyrir bestu verðlaunahæfa til- lögu verða veitt ein verðlaun að upphæð kr. 200.000,- Verðlauna- upphæðin er ekki hluti af þóknun teiknara, verði tillagan prentuð. Þjóðviljinn áskilur sér þar fyrir utan rétt til að kaupa aðrar tillög- ur til útgáfu og greiða fyrir þær með hliðsjón af verðlagningu FIT. Dómnefnd skipa: Frá Þjóðvilj- anum Árni Bergmann, frá Félagi islenskra teiknara Þröstur Magnússon, og oddamaður er Björn Th. Björnsson listfræðing- ur. Ritari nefndarinnar er Finnur Torfi Hjörleifsson, sem jafn- framt er trúnaðarmaöur og veitir allar frekari upplýsingar i sima 81333.” -Jekkavióskipti Tilkynning til viðskiptamanna Athygli viðskiptamanna innlánsstofnana er vakin á því, að frá og með 17. janúar 1977 verða tékkar því aðeins bókfærðir á reikninga að innstæða sé fyrir þeim. Ef svo er ekki, þegar tékka er framvísað, verður reikningnum lokað fyrir frekari skuldfærslum uns full skil hafa verið gerð Áhersla er lögð á, að sérhver innstæðuiaus tékki verður tekinn til innheimtumeðferðar, og skuldari (útgefandi eða framseljandi) jafnframt krafinn um vanskilavexti og innheimtukostnað. Innstæða reikningsins verður fastsett og henni ráðstafað til greiðslu kröfunnar svo sem hún nægir til. Þá er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi atriði: Það er óhjákvæmilegt að gera meiri kröfur til viðskiptamanna þegarnýir reikningar eru stofnaðir. Áríðandi er að skapa samstöðu allra viðskiptaaðila um notkun persónuskilríkja við tékkameðferð. Innheimta innstæðulausra tékka er tekin upp í vaxandi mæli hjá reikningsbanka og kröfugerð haldið bæði að útgefanda og framseljanda. Reykjavík,14. janúar 1977 ■Samvinnunefnd bankaog sparisjóða1 söfnun A þingi Alþýðuflokksins síöastliöið haust var gerð itarleg uttekt á eignum, skuldum og fjárhagslegum rekstri flokksins. Var þetta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiðlar öll gögn um máliö. Hefur enginn stjórnmálaflokkur gert fjárhagslega hreint fyrir sinum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Það kom i Ijós, að Alþýöuflokkurinn ber allþunga byrði gamalla skulda vegna Alþýðu- blaðsins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna aö meötöldum vangreiddum vöxtum. Ilappdrætti flokksins hefur variö mestu af ágóöa sinum til að greiða af lánunum. Þaö hefur hinsvegar valdið þvi, að mjög hefur skort fé til að standa undir eðlilegri starfsemi flokksins, skrifstofu með þrjá starfsmenn, skipulags- og fræðslustarfi. Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur samþvkkt að hefja söfnun fjár til að greiða þessar gömlu skuldir að svo miklu leyti sem framast er unnt. Verður þetta átak nefnt „Söfnun A 77” og er ætlunin að leita til sem flestra aðila um land allt. Stjórn söfnunar- innar annast Garðar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrifstofu flokksins I Alþýðuhúsinu, en framlög má einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristinar Guömundsdóttur eöa formanns flokksins, Benedikts Gröndal. Þaö er von framkvæmdastjórnarinnar, aö sem flestir vinir og stuðningsmenn Alþýöu- flokksins og jafnaðarstcfnunnar ieggi sinn skerf I þessa söfnun, svo aö starfsemi flokks- ins komist sém fyrst i eðlilegt horf. Alþýðuflokkurinn r v. mm^mm^mmmm^aaaamammmammmammmmmaaaam^mammmmammmmmammmmmmam^mammammmmm SÍÐASTI SKILADAGUR I J Happdrætti Þjóöviljans Opiö í dag aö Skólavörðustíg 19 milli kl. kl. 14 og 18 v J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.