Þjóðviljinn - 16.01.1977, Síða 10

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Síða 10
10 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1977 ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Sigurbjörn Einarsson Sigurbjörn Einarsson biskup: Helgar og hátíöir. Setberg. 1976. Þau ritstörf sem mest eru stunduð á Islandi eru um leiö þau, sem minnst er um fjallaö, á prenti aö minnsta kosti, en þaö eru ræöusmiðar presta. Þaö er lika fremur sjaldgæft að pré- dikanasöfn komi út á bók, sem gæfi nokkurt yfirlit um þaö, sem QODm) fe®fö[]uQ®liQmÖÖ[F þar ýmislegt vel sagt og drengi- lega. Þaö er einkum til framfara frá almennum, afstrakt hug- leiðingum um hinn fallna Adam (sem aöeins bólar á lika), aö ábyrgö á kúgun og rangindum er ekki dembt á samsekt mannkyns (en þar með væri fátt eitt sagt). Abyrgö hins rika, iönvædda for- réttindaheims er skýrt dregin fram, ábyrgð hans á mengun og rányrkju, á kúgun og örbirgö i þriðja heimi. Höfundur vill heldur ekki leyfa islendingum aö láta sem þeim komi Lazarus ekki viö — ,,við erum tengdir efnahags- og viðskiptakerfi, sem fleytir rjóm- ann, sogar til sin arðinn af auð- magni heimsins” (bls. 143). Skilningur sem þessi hefur ekki oft heyrst i kirkjunni, svo ég viti. Strangari kröfur Veigamikill þáttur I málflutn- ingi biskups er áminning um, aö kristni sé alvörumál, hann vill gera strangari kröfur til sinnar hjaröar en nú um hriö hafa tiökast. Hann er gramur „hálf- velgju i hugsun og hugarfari”, kristindómi sem er þægilegt „úrval einhverra hugmynda eftir smekk og geðþótta”, kenningum um aö öll kenning sé jafngóö, Sigurbjörn Einarsson reynist eiga sin úrræöi gegn þessu fargi (sem vissulega segir til sin), og getur þar með komiö i veg fyrir aö ræöa hans breytist i velviljaÖ almennt hjal. Ofmat? Eins og að likum lætur er mál- flutningur biskups að verulegu leyti helgaöur yfirburðum Krists, fordæmi hans og áhrifum sem séu margfalt meira viröi en öll mannleg viöleitni i þekkingar- leit og sambýlistilraunum. Þaö er auðskiliö, að kristinn maður hlýt- ur, sem aðrir trúmenn, aö vera sannfæröur um raunverulega yfirburöi sinnar trúar. Um leið er það ljóst, að efahyggjumenn og ókristnir hljóta jafnan aö gera nokkrar athugasemdir vib ofmat kristninnar á sjálfri sér. Biskup vitnar t.d. með velþóknun til þýsks visindamanns sem kvartar um heimsósóma: „Og meinvald- urinn er sá að siðgæöismælikvarö- inn er týndur, ekkert viöurkennt verðmætamat, engin sameiginleg viðmiöun^um breytni viö náung- ann, engin sameiginleg vitund um mennsk markmiö og leiðir. Allt þetta haföi vaxiö af rótum Mynd eftir Stasis Krasauskas (Lithaugaland) Sigurbjarnar postilla er að gerast á þessum vettvangi. Margir halda sjálfsagt aö ekkert gerist; æ, segja menn, er þetta ekki alltaf sama suðið? Ég hafði meðal annars þá spurningu i huga, þegar ég aöeins gægöist i prédikanasafn Helga Hálfdánar- sonar prestaskólastjóra, sem út kom um aldamót, og bar lauslega saman meðferö þessa 19. aldar manns á nokkrum textum saman viö postillu biskups Sigurbjarnar. Eeyndar er munurinn mikill. Ég á þá ekki aðeins viö þaö, aö Sigur- björn Einarsson er ritfærari mað- ur, heldur eru viðhorfin önnur, mannúðlegri á marga lund og reyndar jarðbundnari. Að öllu samanlögðu leikur áhugafólki um sögu hugmynda eðlileg forvitni á aö skoða viðhorf yfirmanns þjóö- kirkjunnar, þeirrar stofnunar sem ein hefur um langan aldur haft mótun lifsviðhorfa þjóðar- innar beinlinis aö verkefni. Málaíylgjumaöur Sigurbjörn Einarsson skrifar á meira máli en viö eigum ab venj- ast. Einkum tekst honum upp I málfari og stíl á jólum og um ára- mót, hann fer þá skemmtilega meö hliöstæður og andstæöur I sögu, tfma, rúmi: Nixon og tungl- lending, Agústus og manntalið mikla, miskunnarleysi stjörnu- geims og lltið barn. Hann er rögg- samur málafylgjumaöur, i drjúgri fjarlægð við þann slfr- anda sem manni finnst stundum vera klerklegur atvinnusjúkdóm- ur. Lesanda er ljóst að á biskupi hlýtur að hvila farg opinberrar hugmyndafræöi: i almennings- áliti leyfist presti I ýmsum grein- um færra en leikmanni I mál- flutningi, þjóðkirkjubiskupi þá sjálfsagt enn færra en presti. trúarinnar. En siöustu aldir hefur verið skorið á þær rætur” (bls. 31). Sky Idi ekkiimeð staöhæfingunni „allt vaxið af rótum trúarinnar” vera búiö að þenja ansi mikið hugtakið trú? Skyldi ekki „sameiginleg viömiöun um breytni” blátt áfram hafa verið talin nauösyn allra samfélaga, fornra og nýrra? — hitt er svo annað mál, aö oftast hafa trúar- legar hugmyndir verið notaöar til að helga þessa viömiöun. Trú og vald Aðeins fleira um þetta. Biskup vikur oft aö þvi meginstefi sinu, aö kreppa iönvædds og mengaös hagvaxtarheims sé tengd fráfalli frá trú, hroka mannvits, sem telji sig ekki hafa þörf fyrir guð. Og væriheimur betri miklu ef kristni væri sterkari. Gott og vel; en þeir sem svo tala verða að vera viö þvi búnir, aö þeir séu minntir á fyrri tima, þegar kirkjan hafði svo til óskert forræði um mótun lifsviö- horfa, enginnfékk möguleika á aö keppa við hana. Þaö er auðvelt fyrir seiga þrætumenn að draga fram ansi dapurlega syrpu um mannlegt sambýli þeirra alda. Þaö er aö visu ekki ætlun min aö karpa um litt mælanlega hluti eins og hitastig mannlegrar góö- vildar i samfélögum. Heldur minna á, aö kristindómur er eins og önnur félagsleg fyrirbæri sam- tvinnaður þverstæðum valdsins . Ég nefni eitt dæmi: Það var litil ástæða til aö hafa samúð með feitri og latri rússneskri rikis- kirkju, sem nærðist á svita leigu- liöa og alræði keisarans, meðsek I margri sviviröu (gyðingaofsóknir t.d.). En annaö getur orðið uppi hjá þeim, sem sér og heyrir til rússnesks trúfólks I ónáð nýrrar opinberrar hugmyndafræði. Fólks sem i slnum þunga róðri var sýnu auðugra aö mannkost- um en sá hugsanadaufi þögli meirihluti, sem I öllum rikjum og löndum játar þvi vélrænt, sem aö honum er haldið. Lifi minni- hlutarnir! Sálarlíf trúmanns Lesandinn hefur vissulega áhuga á að skilja sálarlif trú- manns, sem þessar prédikanir túlka. Biskup segir ýmislegt skil- merkilega um forsendur trúar- legrar sannfæringar á vorum timum. Um það tómarúm, sem getur skapast, þegar bláeyg vis- inda- og framfarahyggja skilar öörum árangri en búist var viö. Um þögn geimsins, um þaö hve mörgum hefur þótt uggvænlegt hve „alheimsspilið sé hrikalega hlutlaust um niöinn i mennskum æöum”. Þessi málafærsla er skiljanleg og aðgengileg. En það vandast heldur máiiö fyrir utan- aðkomandi þegar lengra er hald- iö, komið er aö páskum og hvlta- sunnu og þar meö að ýmsum leyndardómum sem byggja á mjög persónulegu sambandi hins trúaöa við guð sinn. Maður hefur heyrt boðskapinn áður, en eðli málsins samkvæmt þarf sá að vera trúaður sjálfur sem skilur hann sæmilega vel — biskup er I stórum hópi manna sem Itreka að orð séu vanmáttug til að lýsa trúarlegri reynslu, „það er æöra öllum skilningi...að taka undir orð páskanna”. Ekki er aö fást um það. Má vera viö ættum að sættast á það, að afstaöa til trúar sé (þegar sleppir áhrifum inn- rætingar i bernsku) kannski öðru fremur bundin skaphöfn, rikjandi þáttum I sálarlifi, nauðsyn hvers persónuleika. 1 prédikun um boð- un Mariu (og kemst biskup undarlega vel frá þvi feimnis- máli) er sagt: „Ég vil aðeins mælast til þess, aö menn tali varlega um það sem þeir skilja ekki og öörum er heilagt”. Þaö er sjálfgefið aö taka undir þessa kurteisi. Og mættu ýmsir trúmenn líka hafa hana meö i pokahorninu þegar þeir næst hneykslast á þeim, sem af ólikustu ástæðum öðlast llfsfyllingu,sigr' - ast á „meiningarleysi tilverunn- ar” i llfi og starfi hér og nú — án þess aö leita aðstoðar æðri máttarvalda. Hinn félagslegi þáttur Reyndar má leiða að þvi ýmis- leg rök, aö styrkur biskups sem kennimanns sé ekki hvaö slst fólginn I þvi, hve jaröbundinn hann er I mörgum þáttum sins málflutnings. Sem betur fer hefur hann lltt I frammi tal um persónulegt framhaldslif, sem svo mörgum hefur oröið hált á, heldur leggur þeim mun meiri áherslu á fordæmi Krists, áhrifa- möguleika þess nú og hér. 1 postillunni verður „synd”—orö sem þar sést reyndar sjaldan — ekki aö vangaveltum um kynllf eins og kaþólskum hættir til, né aö afstrakt athugasemdum um mannlega singirni. „Syndin” er I postiillunni fyrst og fremst afbrot manna gegn öörum mönnum, gegn þjóðfélagslegu réttlæti og svo gegn náttúrunni. Þessi félagslegi þáttur er all- veigamikill I safni biskups. og er spiritisma. Hann telur að annað- ' hvort veröi menn aö lúta Jesú alveg eöa hafna honum alveg (bls. 134). Viðurkennir ekki „vinsamlegt eöa kuldalegt hlut- leysi gagnvart honum”. Þetta mun mörgum þykja hörö kenning, og liklegt aö I kirkjunni sjálfri heyrist raddir um aö meö sliku tali sé einingu og umburðar- lyndi innan hinnar breiöu þjóökirkju stefnt I voöa. Þaö er auövitaö ekki mál sem snýr aö einum ritdómara. Þó er ekki úr vegi að taka það fram, að það getur vakiö nokkra virðingu að heyra fram bornar kröfur um al- varlega afstöðu til lifsskoðunar- mála. Einmitt vegna þess að slík- aí- kröfur eru ekki llklegar til yinsælda. Slíkar kröfur geta verið holl brýna I andrúmslofti hins almenna lýöskrums, sem er gífurlega mikiö stundað I kirkju, I stjórnmálum og víöar. Þegar all- ir skjalla þá óráönu og hugsunar- lötu, sem forherðast I sinu afskiptaleysi og kalla þaö höf- uðdyggö aö „enginn skal hafa vit fyrir mér”. Þeir eru meira en nógu margir, sem láta trúarhug- myndir slnar verða sér aö ókeyp- is aðgöngumiöa aö eilifu llfi, sem á okkar velferðar- og spíritisma- timum llkist vist einna helst veru- lega flottu hóteli á Costa del Sol. Og ef við mættum af stráksskap leyfa okkur aö fara út I hliöstæð- ur: Þaö hafa meira en nógu margir vanið sig á að telja sósialisma vera einhverskonar sjálfvirkt færiband, sem einnig skilar mönnum til Sólborgar, þar sem kaupiö er hátt, prisar lágir, samgöngur þægilegar og mann- leg vandamál eins og gufuð upp af sjálfum sér. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.