Þjóðviljinn - 16.01.1977, Side 21

Þjóðviljinn - 16.01.1977, Side 21
Sunnudagur 16. janúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 21 Sköpun dýranna Hósrautt á grisinn? HaldiO þiö ekki aö þaö veröi of skitsælt? Þetta er lifsins ómögulegt. Þaö er einhver sem hefur TöNN I siöu minni. Viö höfum búiö til fyrir þig sláttuvel á grasiö. I rósa- garðinum Nei/ nei bara hann Jó- hannes Eru einhverjir galdrar á bak viö peningaseðla? ^ Fyrirsögn i Morgunblaöinu Hver sagði: Konungsríki fyrir hest? Engin önnur kona en Wallis Simpson hefur verið tekin fram yfir heilt heimsveldi. ^ Fyrirsögn i Dagblaöinu Bara það slái ekki að því í kuldanum Avisanamálið á flakki. ^ Visir Hvað ætli þeir geti þessir sviar? Að sögn þýðandans, Jóhönnu Jóhannsdóttur, er geysimikið talað i myndinni, en það er einnig italskur siður. Forvitnilegt er að vita hvernig það kemur út á sænskunni. 0 Visir Nútímaraunir Jóns Þumlungs Ég þykist vita þaö, á? fáir hafi heyrt þessa plötu, og satt best að segja aumkva ég það fólk. Ég hef nefnilega þurft að hlusta á þessa plötu sjálfur nokkrum sinnum, og það voru hryllilegir timar. ^ Timinn Litla gula hænan fann fræ Upptökur eru yfirleitt gerðar i þar til gerðum upptökusölum sem vanalega eru kallaðir stúdió. Upptökusalir samanstanda af upptökusal, stjórnarherbergi og ýmsum tækjum. ^ Timinn Oft var þörf Að lokum vil ég taka undir orö Strandamanna, og bera fram þá bæn til almættisins, sem hefur verið okkar hald og traust i harðri lifsbaráttu við náttúruöflin, þegar þau geisa i sinum versta ham og öll sund virtust lokuð. Það almætti, sem visað hefur oss veg fram hjá mörgum torfærum á okkar lifsgöngu leiöi okkur nú á einhvern hátt framhjá þvi blind- skeri sem vestfirskir skatta- greiðendur hafa nú steytt á. ^ Timinn Vormenn Islands^yðar biða SchQtz kominn til starfa aftur. ^ Fyrirsögn iTimanum Kennarar spilla móralnum Skólaböll verða aldrei eins vinsæl og böll á skemmtistöðum vegna þess að kennarar hanga yfir nemendum og mórallinn verður aldrei eins góöur. _ Dagblaöið Umgengnisvandamál Leiðinlegt þótti mér aö þú skyldir kveðja mig standandi uppi meö hendur og niöri með buxur. ^ Dagblaðið Hetja vorra tima Húrra fyrir þeim sem var á móti ljósakrónunni. Dagblaðið Hasar ársins byrjar Ekki fylgir sögunni hvort söngvarinn hefur reynt að láta nudda sig meðan á söngnum síendur eöa þá eftir að söngskráin hefur veriö tæmd. Væntanlega fréttist nánar af þessu nuddstandi vísnasöngvarans innan tiðar. Dagblaðið ADOLF J. PETERSEN: J VÍSNAMÁL ^ll Meöan norðurljósin loga ... A vetrarkvöldi kvað Jón M. Melsteð: Það mun hrifa huga þinn heims frá grýttum vegi, horfa upp i himininn, helst á vetrardegi. Norðurljósin leika sér, loftið biáa gyila. Óteljandi hnatta her himingeiminn fylla. Undir svipuðum kringum- stæðum kvað Karl Friðriksson frá Hvarfi i Vatnsdal: Stjörnur lykja loftið þétt leiftrum hvikum strjála. Norður- blika ljósin létt likt og hvikul sála. og bætir viö: Yrðu færri manna mein, minna skuggans veldi, væri sálin heið og hrein sem himinn á svona kveldi. Horft til himins, gæti hún verið nefnd þessi visa Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum: Siglir i hafi sólarskip, • sendir stafi að vogum, er sem vafi á öldu svip, er þær kafa i logum. 1 kvöldkyrrð kvað Ólöf: t kyröar-móðu kvöldiö svaf, kyrrlát stóðu fjöllin, sólarblóðið bjart viö haf bylgju- vóöu tröllin. Bjartur vetrarhiminn hefur heillað margan mannmn, einnig undirritaðan: Máninn skin og skreytir blá skaut með stjörnu rósum. Björtum ljóma bregður frá bjarma af noröurljósum. Um vetrarnótt: Næturhiminn næturglóð nætur-stjörnu-hringur. A næturhörpu næturljób næturgalinn syngur. AJP. A tvennan hátt má skilja vetrarvisur Jakobs Thor- arensens: Syngið ekki svona hátt, sólskins-vonir minar. Naumast þessi norðanátt nokkurntima hlýnar. Vonirnar lifðu alltaf hjá Gisla Ólafssyni frá Eiriksstöðum, svo hann kvaö: Cti þó að oft sé kalt, á ég nóg af vonum. Leysir snjóinn, lifnar allt, liður að gróindonum. Um fallvaltleik lifsíns kvað Jón Pétursson frá Valadal: Yndi banna ýmisleg öfl, það sannast hefur. Margt á annan veltur veg en vilji manna krefur. Ymsum þrengir ólánið, er sannfenginn grunur, . að þar hafi lengi loðað vib lifsins gengismunur. Eitthvaö hefur Páli ólafssyni fundist kuldalegt i kringum sig þegar hann kvað: Standa þakin björgin blá, bindur klaki völlinn. Sandi vaka öldur á, undir taka fjöllin. Um haustnótt kvað hann: Mitt er ævi komið kvöld. Kviði ég engan veginn að kveðja þessa kuldaöid og koma hinum megin. Um nýútkomna ljóðabók kvað Páll eftirfarandi visu sem mörgum mun finnast eiga vel við nú á siðari timum: Það ég sannast segja vil um sumra manna kvæði: Þar sem engin æð er til, ekki er von að blæbi. Að horfa út á Kollafjörðinn hefur Kolbeinn Högnason senni- lega verið að gera, þá hann kvað: Drafnir grána, dökkva tún. Dalir blána, rökkna. Út við Ránar ystu brún eldar fránir slökkna. Þetta var um sólarlagiö, en um sólarfariö kvað Kolbeinn: Morgunvarans höndin hlý hrærir á mararfulli. Sólarfarið silfurský sveipar á skarir gulli. t tunglsljósi er hægt að láta hugann reika. Steinn Sigurðsson frá Fagurhóli i Landeyjum kvað: Sjáið skýin silfurbrydd sigla á blámans lindum, vöndulsnúin, vindilydd, vegleg i öllum myndum. Mætti ég setja á svalan geim silfurdreka rennda, skyldi ég sigla sæll á þeim suður á heimsins enda. Það var Jón Þóröarson frá Borgarholti sem hugsaöi heim á þennan hátt: Næturdjúpsins litla Ijós, láttu geisia þina bláum fjöllum, brekkurós bera kveðju mina. Allt er breytingum háð,og tor- skilið er að likindum það sem Kristinn Ólason á viö I þessum visum: Það sem áður gleði gaf getur snúið kjörum og þurrkaö brosin alveg af augum þér og vörum. Allavega fengið fé forsjá valdahringsins, boða þeir, að besta sé bjargráð fátæklingsins. I lok fimmtu rimu af Olgeir danska kvað Guðmundur Berg- þórsson: Látum raupa þengilsþjóð þessum af úr máta, ég mun kaupa hvildar hljóö hver sem þvi vill játa. Orða byrðan þreytt er þrátt, þrotendingar vanda, skorðar styrðan skreyttan þátt skothendingar standa. Um óeðliö kveður Guðmundur Arinbjörn Jónsson: Hátt á leiti hreykir sér, heimsfræg skeyti sendir, eðiið breytast öfugt fer I ærið heitar kenndir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.