Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Kynlífskönnuðirnir
William Masters og
Virginia Johnson halda því
nú fram að hjónabands-
tryggð sé forsenda gæf-
unnar, en ýmsir fyrri sam-
herjar þeirra setja
spurningarmerki við
niðurstöður þeirra.
Þau hjón Masters og Johnson
vöktu mikla athygli fyrir nokkr-
um árum er þau birtu itarlegar
rannsóknir sinar á þvi hverju
fram fer i mannslikamanum
meðan á samförum stendur. Þau
mæltu strauma þá sem fóru um
heila og hjarta þeirra sem geng-
ust undir slikar mælingar. Þau
skráðu á linurit það sem gerist
við fullnægingu. Þau skoðuðu
með aðstoð gagnsæs lims úr
plasti hverju fram fer i leg-
göngunum. Alls settu þau um
10.000 samfarir og kynferðislegar
athafnir aðrar a blað.
William Masters og Virginia Johnson: Einfaldara að ráða gátur full- —Hvað á þetta að þýða, Nonni minn? Ertu orðinn eitthvað gamaldags
nægjunnar en gátur gæfunnar. 'eða hvað?
Hjúskapur og trúskapur
Nytsamur fróðleikur
Eins og gengur þótti mörgum
margt af niðurstöðum þeirra
hjóna ekki vera annað en það,
sem flestir máttu vita, enda þótt
menn hefðu ekki haft áður tæki-
færi til að festa þá vitneskju á
linurit. En ýmislegt þótti nýtt og
gagnlegt i rannsóknum þeirra
fyrir læknisfræði og kynlifsfræöi
almennt. í riti sinu miklu ,,Kyn-
ferðisleg viöbrögð” töldust þau
hjón sýna svart á hvitu, að konur
væru engu siður færar til slikra
viðbragða en karlar. Þau kváðu
niður dár og spé um roskið fólk
þegar þau sýndu fram á, að
aldurinn er ekki nándar nærri
eins skaðvænlegur kynlifi eins og
fordómar sögðu. Þau reyndu að
losa ungt fólk og óreynt við þá
hugmynd, að stærð kynfæra
skipti máli fyrir kyngetu.
Óskhyggja
Nú hafa þessi hjón gefið út bók
sem heitir „Anægja af hjóna-
bandi” og hefur hún komið út i
ýmsum löndum. Sumir þeirra,
sem tóku fyrri bókinni með
fögnuði hafa uppi efasemdir
um þá bók i þá veru, að niður-
stöður hennar segi fleira um óskir
og hugmyndir höfundanna en að
hún sé strangvisindaleg skil-
greining á þeim vandamálum
sem um er fjallað.
Masters og Williams (hann
stendur nú á sextugu en hún er
rúmlega fimmtug) beittu aðeins
köldu staðreyndamáli i hinni fyrri
bók, en nú þykja þau hafa uppi
ágengan boöskap og þess vegna
gera sér leikinn einum of auð-
veldan þegar þaú bera fram
niðurstöður. Til dæmis er það tek-
ið, aö þegar þau velta fyrir sér
þeirri staðreynd, að um leið og
skilnuðum fjölgar i Bandarikjun-
um, þá fjölgar þeim einnig sem
gifta sig aftur, þá komast þau að
þessari einföldu niðurstöðu:
„Hamingjuleitin leit að gleði lifs
sem er merkingu hlaðið, leiðir
menn fyrr eða siðar I hjóna-
band.” Þau fordæma nú valkosti
sem þau I fyrra verki sinu töldu
fyllilega mögulega. Þau deila á
„suma samfélagsgagnrýnendur”
sem draga nokkuð i efa kyn-
ferðislega. tryggð i hjónabandi
og viðurkenna að bæði maður og
kona eigi aö hafa möguleika til
kynmaka utan hjónabands. Og
þegar komið er að flóknari sam-
böndum (hóplif osfrv.) segja þau
hjón, að þar sé um að ræða
„sýndarmennsku ákveðinna höf-
unda” sem ekki fái samrýmst
„áreiðanlegum verðmætum.”
Spurning um vonbrigöi
Efni bókarinnar er að verulegu
leyti byggt á samræðum við hjón
af tveim tegundum ef svo mætti
segja. Annarsvegar eru hjón sem
hafa prófaö makaskipti eða hóplif
(„stóðlif” segja sumir menn).
Hinsvegar var rætt við hjón sem
halda mjög fram hjúskapar-
tryggð.
Þeir gagnrýnendur bókarinnar,
sem hér er vitnað til, telja, að þau
Johnson og Masters hafi um of á
lofti samúð sina eða andúð á þeim
viðhorfum sem fram koma hjá
hjónatetrunum. Ef hjón, sem
hafa prófað hópsamfarir játa, aö
þau hafi fundiö til afbrýðisemi
þrátt fyrir alla viðsýnina sem þau
höföu reynt að innræta sér, þá fá
þau þá einkunn, að þau séu
„hreinskilnust”. En ef einhver
segirsem svo: ,,af hverju ætti ég
aö finna til afbrýðisemi út af þvi
aö min kona hefur samfarir við
annan —frekar en t.d. ef hún væri
á sex stunda trúnaðarsamtali við
þann hinn sama,” þá segja
Mastershjónin að sá hinn sami
reyni að „fegra myndina en segi
ekki alla sögu”.
En hvað sem þessari gagnrýni
á Mastershjónin liður, þá er það
augljóst að þarna er komið inn á
eilifðarvandamál þeirra, sem
ætla að kanna með spurninga-
skrám afstöðu manna til eigin
einkamála og feimnismála. —
Sjálfar spurningaskránar ráöa
miklu um svörin og þá ekki siöur
áhrifin frá spyrjandanum ef
spyrjandinn getur ekki stillt sig
um að láta það i ljós með orðfæri,
látbragði eða öðrum hætti, hvaða
svör hann sjálfur helst vildi
heyra.
Ánægðu hjónin
Það kemur i ljós af bókinni, að
hjónabandstryggð hinna
hamingjusömu para, sem
Masterhjónin ræða við, er oftast
árangur langrar viðleitni. Hér er
einkum um að ræða fólk sem hef-
ur áður reynt meira eða minna
misheppnuð hjónabönd og skilið
við fyrri maka. Hjón sem — eins
og þau segja sjálf „nú hafa byggt
upp ástand friðar og samræmis”
og játa um leið, að það hafi verið
allerfitt verk og einatt hafi þau
þurft að leita ráða hjónabands-
ráðgjafa osfrv. Gagnrýnendur
bókarinnar segja sem svo að
þessi hjón úr bandarískri milli-
stétt, séu of þröngur hópur til aö
hægt sé að nota vitnisburö þeirra
sem sönnunargagn fyrir gildi
hefðbundins borgaralegs hjóna-
bands.
önnur svið
Hvað um það. Virginia John-
son, sem sjálf er þriskilin og
hefur verið gift William Masters
siðan 1971 gefur þeim giftu I hinni
nýju bók einnig það ráð aö ef að
kynlifsgæfan láti standa á sér
eitthvað i hjónabandinu, þá sé
rétt að leit gæfunnar i afrekum á
öðrum sviðum —t.d. i starfi eða i
félagsmálum. Auðvitaö munu
lesendur sálfræðibóka skopast að
maddömu Johnson fyrir slikar
ráðleggingar um „uppbótarat-
hafnir” eins og þaö vist heitir. En
aö sjálfsögðu má ekki siður sjá i
þessum ráðum hins þekkta kyn-
lifsfræðings brot af ósköp hvers-
dagslegri heilbrigöri skynsemi:
Mörg vandamál kynferöislegrar
sambúðar eru blátt áfram tengd
þvi að með allskonar hæpinni inn-
rætingu hefur fólk veriö vanið á
að ætlast til miklu meira af kyn-
lifi en skynsamlegt er. A kostnaö
þess, að það vill gleymast, að
menn eru til á fleiri „sviðum” en i
bólinu...
r
■Fjölskyldur - Atthagafélög - Félagasamtök - Starfshópar-
Hinn annálaði þorramatur frá okkur er nú, eins og undanfarin ár, til reiðu f matvælageymslum okkar.
Byrjum í dag að afgreiða þorramat í þorrablót. Þorramatarkassar afgreiddir alla daga vikunnar.
Matreiðslumenn frá okkur flytja yður matinn og framreiða hann