Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 7 öllu sæmilegu fólki er það ævinlega mikið fagnaðarefni, þegar göfugir menn hefja um- ræður um mannlifið og til- veruna á háu plani. Þvi miöur gerist það alltof sjaldan, og liöur iðulega alltof langur timi milli andlegra afreka af þvi tagi, Það eru t.d. 36 ár síðan Alexander Jóhannesson prófessor, rektor Háskóla tslands, flutti skelegga ræðu um jazz á Háskólahátiöinni fyrsta vetrardag 1941. Rektor sagði: — „Háskólinn tók upp nýja starf- semi, aö efna til hljómleika fyr- ir stúdenta og kennara, og miðar starfsemi þessi að þvi, að auka þekking stúdenta á dásemdarverkum sannrar hljómlistar, en hún er bundin órjúfandi lögmálum samstill- ingar og hreimfalls og opnar heila veröld fegurðar, er allir stúdentar ættu að kynnast. Orð- ið fegurö merkir samstilling, samhæfing, og þeir, sem drekka i sig anda sannrar hljómlistar og skilja eðli hennar, verða sannari menn og fullkomnari. Þeir munu læra að skynja mis- muninn á sannri hljómlist og Á LÁGU PLANI villimannlegum garganstónum þeim, er nefndir eru „jazz” og banna ætti i hverju siöuöu þjóðfélagi. Þessi afvegaleidda hljómlist, er æskulýönum er nú boðin á dansleikjum, á sinn þátt i þeirri spillingu og taumleysi, er þjáir þjóð vora og til glötunar leiðir.”— 1 hátiöasal Háskólans var gerður góður rómur aö máli prófessorsins, — þó vitum við um einn nýstudent, sem eitt- hvað umlaöi i en þorði að ööru leyti ekki að láta á sér kræla, — varenda önnum kafinn að baula bassaraddir i háfleygum kantötum, milli þess sem bestu synir þjóðarinnar fluttu ræður og ávörpuðu hverjir aðra. Þá er þess aö geta, aö þegar akademisk umræða stóð á svona háu plani 1941, höfðu leiðtogar best siðuðu þjóða á meginlandi Evrópu þegar bann- að með lögum hina „villi- mannlegu garganstóna, sem nefndir eru jazz”, og lögðu nú allt kapp á að kenna öðrum þjóðum mannasiði. Ekki tókst það þó eins vel og vonir stóðu til i upphafi, og vöruðu þessi göfugmenni sig þó á „þeirri spillingu og taumleysi, er þjáir þjóð vora og til glötunar leiðir.” Með atorku og eljusemi tókst hinum siðuðu leiðtogum þó aö koma þjóðum sinum, og öðrum þjóðum álfunnar, hálfa leið til helvltis á næstu árum, og lauk þeirrimenningarbaráttu svo, aö þeir voru ýmist gerðir höfðinu styttri eða hengdir eins og rakk- ar, — voru þó áður búnir „að missa það sem valdsmanni er sjálfs höfði dýrara: sina æru.” Svo liðu mörg ár, og þaö er eiginlega ekki fyrr ai um siðustu helgi, að jazz-umræða stendur afturá jafn háu plani, — i Lesbók Morgunblaðsins, sem sækirandrikið vesturá Isafjörð, til Ragnars H. Ragnars, Tónlistarskólastjóra og höfuð- leiðtoga æöri menningar norður við heimskautsbaug. Tónsnill- ingurinn segir svo: ,,— En þaö steðja nú fleiri og uggvænlegri hættur að músikalskri og vits- munalegri tóniist en nokkru sinni fyrr. Dans hafði verið iðkaður af siðuöum Evrópu- þjóðum við fagran en einfaldan söng og hljóðfraleik með hófleg- um trumbuslætti alla tiö aftan úr forneskju. I vændishúsum New Orleans borgar og e.t.v. vlðar var tekinn upp annar hátt- ur. Þá var aðalatriðið ofsa- fengið hljóðfall með alls konar argi og óhljóðum, er allt var miðað við að örva frumstæðar kynhvatir viðskiptavinanna. Til aðgreiningar frá músik var þetta nefnt „jazz”. — Það ergreinilegt, aö ekki hafa varnaðarorð Háskólarektors forðum tlð mátt sin mikils, hefði honum og öðrum leiötogum hinnar siðuðu islensku þjóðar verið nær að banna allan jazz i tæka tið og bægja i eitt skipti fyrir öll frá „uggvænlegum hættum” sem nú ógna „vits- munalegri tónlist” á Isafirði. Nú er það visast orðið um sein- an. Viö sem stöndum á hinu lága plani, fáum liklega aldrei að kynnast hinum forna dansi Evrópuþjóða, sem iðkaður var, við „fagran en einfaldan söng og hljóöfæraleik með hóflegum trumbuslætti.” Einstaka menn kynnu þó aö telja frásagnir hins Isfirsk- ameriska tónsnillings dálitið villandi, og gætu þá bent á sam- tima lýsingar á skemmtunum og samkvæmislifi Evrópuþjóða fyrr á öldum. Einu sinni þótti konungi vorum og kirkjuhöfð- ingjum dansinn stiginn handan við velsæmismörk Guðs og góöra manna, — en þeir kunnu ráð viö þvi, ekki siöur en siðuð göfugmenni á 20. öld. Vikivakar voru bannaðir, ekki bara i Reykjavik, heldur lika vestur á tsafirði, og banninu fylgt ræki- lega eftir, þannig aö hvergi finnst nú tangur né tetur af hugsanlegum lagboðum, — aðeins nokkur leiðinleg ljóð. Samt eru enn i dag á meðal vor menn á svo lágu plani, að þeir telja, aö þarna hafi glatast að eilifu blóminn úr alþýðutónlist þjóöarinnar. Við getum sem betur fer huggað okkur við nýja og æðri tónlist, ekki bara hér i Reykjavik, heldur lika vestur á Isafirði. Vestur i Bandarikjunum kynnu menn lika aö telja skil- greiningu isfirsk-ameriska tónsnillingsins á jazzi dálitið villandi. Þar þykjast fróðir menn vita, að upp úr aldamót- unum 1600 hafi framtakssamir athafnamenn úr siðuðum þjóðfélögum Evrópu, þar sem dansinn var iðkaður við fagran eneinfaldan söng meö hóflegum trumbuslætti, tekið að flytja svarta villimenn úr Afriku vesturum haf, — að þeir mættu ganga þar á vegum Guös og góöra manna. Ekki tókst þó að þagga niðri i þessu hyski aö fullú, — það hélt áfram að gefa frá sér villimannslega gargans- tóna með ofsafengnu hljóðfalli og allskonar argi og óhljóðum. Ekki voru hin ljós-fjólu-rauðu göfugmenni i Ameriku fyrr búin að kenna einni kynslóð afriku- negra mannasiði, en önnur jafn villt bættist i hópinn, — á rúm- um 200 árum tókst þó að frelsa hátt 1100 miljónir svertingja frá svörtustu villimennskunni i heimkynnum sinum. Um helmingurinn komst lifandi yf ir hafið í sælureit kristinna manna, og afkomendurnir nú taldir á þriðja tug miljóna i Bandarikjunum. Þessi lýður heldur uppteknum hætti i samkvæmislifinu, — siðlausum dönsum með ofsafengnu hljóðfalli. Af þessu stafar öllu siðuðu fólki mikil hætta, — eink- um þeim sem ekki hefur enn tekist að bæla niður frumstæðar kynhvatir sinar. En bandariskir fræðimenn telja núorðiö að jazzinn hafi ekki komið til sögunnar á vændishúsum New Orleans borgar, þetta geigvænlega fyrirbrigði sé eldra, — sumir fullyrða meira aö segja, að þetta sé alþýðutónlist svartra bandarikjamanna, runnin frá árþúsunda gamalli háþróaðri rytma-músik Afriku i bland viö tónlistarhefð úr Evrópu, — og hafi fundið sér farveg i alþjóða- hrærigraut U.S.A. — Sumir fræöimenn á háu plani eru i þokkabót stundum að láta sér dettaihug.aö jazzþróistæ meir i átt til listrænnar fullkomnun- ar, — hvað sem hún nú annars er, — enda kemur okkur á hinu lága plani það ekki við. Það er að sjálfsögöu tæplega hægt að ætlast til þess, aö æðri unnendur tónlistar vestur á Isa- firði láti sig nokkru varöa þessi mál, — né heldur aö þeir viti að i Bandarikjunum hafa svartir tónlistarmenn löngum verið flokkaðir meö hinum óæðri á lægsta plani, og skýringin á hóruhúsaspilirii þeirra i New Orleans einfaldlega sú, að þeir fengu hvergi annarstaðar neitt að gera. Viö höfum lika fyrir satt, að á flestum hóruhúsum i Bandarikjunum sé spiluð allt ööru visi músik, án þess að vart verði göfgandi áhrifa á frum- stæöar kynhvatir viðskiptavin- anna, — og bisnisinn gefi jafnvel mest i aöra hönd á finustu hóru- húsunum þar sem strengja- kvartettar nudda menúetta i Lúðvigs 14. stil, — enda siðferðisþroski þar á jafnháu plani og viö hirð Sólkonungsins, þegar dansinn var „iðkaður við fagran en einfaldan söng og hljóðfæraleik með hóflegum trumbuslætti”. Um þetta getur maður auðvitað ekkert fullyrt, af þvi að maður hefur ekki feng- ið tækifæri til að kynnast menn- ingarlifi i vændishúsum Banda- rikjanna af eigin raun (þvi miður, liggur manni við að segj a). Þ ó þykist þessi höfundur vita, að oft hafi góður jazz- pianisti orðið margri músíkalskri mellunni til hugg- unar og gleöi i erfiðri lifsbar- áttu, þegar hlé varð á töminni. En menn mega ekki halda að Lesbók Morgunblaðsins hafi staðið ein I menningarbarátt- unni með umræðu á háu plani um siöustu helgi, — Klásúlur Blaðsins Okkarlétu ekki sitt eft- irliggja og fóru þar að auki alla leið að mörkum sósialisma og byltingar eins og vænta mátti af svo þroskuðum höfundum á háu plani. 1 Klásúlum á sunnudag- inn var er oft skemmtiiega að orði komist, t.d. þegar Jón Múli er sagður „nokkurs konar geirfugl frá ákveðnu timabili i djazztónlist, sem lika er amerisk.” Þó er þetta dálitið villandi, — fyrrnefndur kappi er enn að gleypa i sig jazz frá upphafi aldarinnar og fram á þennan dag, — maðurinn virðist ekkert ætla aö þroskast né heldur komast á hærra plan, — hann er alæta á jazzmúsik, sem að sjálfsögðu er amerisk, — en lika alþjóðleg, og eftir þvi hættuleg eins og Ragnar H. Ragnar hefur bent okkur á. Þaö er lika misskilningur, aö menn hafi ekki áttað sig á mikilvægi skáldsins Megasar. Mikilvægi hans varð öllum ljóst, sem sátu kvöldvöku herstöðva-and- stæðinga að Stapa i haust, þegar skáldið upphóf ljóðið á liffræöi- legri spurningu um leghálsop löngu liðinnar heiðurskonu, langömmu eins af fremstu hernámssinnum þjóðarinnar, — og klámvisurnar urðu ekki tvær, heldur 32, og hver annari listrænni og smekklegri. Það er lika misskilningur, að Klásúlur hafi ávallt reynt að sporna gegn þvi að ensk tunga yrði ráðandi á íslenskum plöt- um. Klásúlur hafa fram á þenn- an dag fjallaö. á mjög háu plani um allt sem hinir ágætu popp- listamenn okkar hafa látið frá sér fara — og i hástemmdum belgingi analiserað ljóð og lög, túlkun og framgöngu snill inganna.' — sem miðað hafa framlag sitt til listarinnar viö sölumöguleika á engilsaxnesk- um markaði — og djobbið i offiséraklúbbunum á Vellinum. Afturhvarf popparanna niður á hið lága Islenska plan er ekki Klásúlum að kenna, — heldur hinu, að islensku textarnir seldust betur en allt annað, þegar hinum ósiðlegu Stuðmönnum hugkvæmdist að syngja lögin sin á móðurmáli sinu. Annars voru siöustu Klásúlur helgaöar Jónasi Árnasyni og hann tekinn rækilega i gegn, — og ekki seinna vænna. Þó er það villandi, að Jónas hafi fyrst kynnst irskri og skoskri söng hefð, þegar hann þýddi Gisl fyrir rúmum áratug. Undirrit- uðum er kunnugt, að á æsku- heimili Jónasar voru oft túlkuð einkar skemmtilega sönglög fyrrnefndra þjóða, — faðir hans kunni t.d. Auld Lang Syne og Annie Laurie, og átti til að taka lika Drink to me only á siðkvöldum, og bróðir Jónasar raulaði tiðum Loch Lomond og Molly Malone, — og spilaði þá gjarnan undir á spænskan gitar. Jónas spilltist þvi strax i barnæsku. Hittnærauðvitað engri átt, að kjörinn þingmaður Alþýðu- bandalagsins haldi áfram að yrkja við þessi leiðinlegu lög kvæði um sjóhetjur, og konur sem ekki eru þreyttar og bogn- ar, heldur „dansglaðar draumapikur, sem aldrei hafa nálægt veruleikanum komiö”. Væri Jónasi nú hollast aö hefja yrkingar i stórum stil á verka- lýös- og byltingarljóðum, og reyna á þann veg að komast upp á jafn hátt plan og hinir sósiölsku höfundar Klásúlna, — manna, sem sannarlega hafa lagt sig alla fram i baráttu fýrir sjálfstæði þjóðarinnar og ætla að fórna lifi sinu fyrir alþýðu þessa lands, — aö hún megi ein- hvemtima eygja möguleika á þvi að komast upp úr skitnum — og nálgast göfgi Klásúlna- snillinganna. Þá er best fyrir Jónas að hætta að hlusta á uppáhalds músik sina, — fleygja öllum plötunum sinum, en reyna að verða sér i staðinn úti um ósvikna islenska sjómanna- tónlist. Klásúlur hafa visað hon- um veginn. Þá kann að koma babb i bát- inn. Undirritaöur hefur einu sinni kynnst Islenskum sjó- mannalögum af eigin raun. Það var á árunum fyrir strið á togaranum Gulltoppi. I þrjú sumur voru vinsælastir tónlist- armenn þar um borð Louis Armstrong og Cab Calloway en einnig ofarlega á listanum Duke Ellington og Art Tatum. Þetta gekk svo langt, að karlinn þótt- ist þurfa aö kynna sér swing- músik. Gaf hann út skipun um að grammófónninn skyldi bor- inn upp i brú, — hlýddu hásetar þvi á augabragði og spiluöu fyrir sinn herra King Porter Stomp — útgáfu Bennys Good- mans 1936. Að þvi búnu sagði aflakóngurinn Halldór skip- stjóri: — Þetta var nú bara nokkuð gott, — en ég heyri ekki betur en að þetta sé jazz. — Svona voru islenskir sjómenn klárir á hlutunum þá. Nú heitir þetta geirfugla- músik á máli þeirra sem komnir eru á hin æðri plön. Þó er það grunur margra, sem standa á hinu lága plani, að þessir geirfuglar eigi eftir að svífa um i sælum fögnuði gleði sinnar, löngu eftir að Klásúlu-kappar og þeirra listaskáld eru hætt aö blaka vængjum. jma JÓN MÚLI ÁRNASON SKRIFAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.