Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 22
22.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. janúar 1977 GLENS VJ Húsnæðisþjónusta, Fríkirkjuvegi 11 Húsnæði fyrir félög, hópa og klúbba í æsku- lýðsstarfi/ allt að 60 manns. Allar nánari upplýsingar um ofangreinda þætti á skrifstofunni/ Fríkirkjuvegi 11/ kl. B.20-16.15 sími 15837. ÆSKULYÐSRAÐ REYKJAVIKUR P—1....................................... (Jtför Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara fer fram frá Frlkirkjunni þriftjudaginn 25. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Sjálfs- björg, landssamband fatlaöra. Vandamenn. Skapar þrýsting á viö þann sem er viö jarðarmiðju MOSKVU Sovéskir verk- fræöingar og visindamenn hafa smíöað risastóra vökvapressu sem getur skapað þrýsting á viö þann, sem finna má i nánd viö miðju jarðar. Stjórnarblaðið Izvestia skýrir frá þvi, að pressan gæti verið mjög nytsöm við rannsóknir á nýjum tegundum eldsneytis og orku. Hún getur skapað þrýsting sem svarar allt að þrem miljón- um loftþyngda og gerir það mögulegt að athuga áhrif að- stæðna svipaðra þeim sem eru i iðrum jarðar á málma og önnur efni. Pressan vegur 5000 tonn, var hún smfðuð á (Jkrainu og flutt I pörtum til Moskvu. Nokkrar biljónir Framhald af bls. n að segja að þróunin verði stöövuð á miðri leið, ef framkvæmdir samkvæmt áætlun „Integral” komast á annað borð á nokkurn skrið. Satt að segja er mjög erfitt aö koma auga á likur fyrir þvi að slik stöðvun megi takast, ef skriö- an fer af stað. Bæöi er það, að við yrðum skjótt háðari hinu erlenda auö- Pípulagnir Nýlagnir/ breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) f " Innlánavlðskipti leið •^ÍII UnsTÍðsldpia BtiNAÐARBANKI f ISLANDS ^ - FKAMTALS AÐSTOP NEYTENDAÞJÓIVUSTAN LAUGAVEGI84, 2.HÆÐ SÍMI28084 magni en svo, að Islensk stjórn- völd hefðu fullt forræði mála i sinni hendi, og svo er hitt, aö þjóð sem byggir efnahag sinn og at- vinnullf að stórum hluta á erlend- um iðjuverum breytist skjótt I aðra þjóð en þá, sem af metnaði byggir upp eigið atvinnullf. Beiðnin um 99 ára herstöðvar Bandarikjanna árið 1945 var af nær öllum islendingum talin f jar- stæða. Koma bandarikjahers árið 1951 var af flestum sem studdu það mál þá talin timabundið neyðarúrræði. 23árum siðar, árið 1974, skrifar mjög verulegur hluti islendinga vitandi vits og án nauðungar und- ir bænaskjal um að hinn erlendi her dvelji áfram I landinu þótt friðvænlegar horfi i Evrópu en oftast áður. Og siðar á sama ári réttir Gunnar Thoroddsen, ráð- herra upp hendina á Alþingi til stuðnings tillögu um að Alþingi islendinga beiðist þess I auðmýkt, að herstjórnin á Keflavikurflug- velli gefi islendingum áfram kost á andlegri næringu frá her- mannasjónvarpinu á Keflavikur- flugvelli. Svona hafði þjóðin breyst. r I hlutverki konungsfulltrúa Það er með þessa reynslu i huga, sem við verðum að svara spurningunni um þaö, hvernig bregðast skuli við nú. Nú þegar liggja fyrir fjölmargar beiðnir sveitarstjórna hér og þar um landið, sem ólmar vilja fá álverk- smðju i sina heimabyggð. Sjálf- sagt verða komnar pantanir upp i alla „Integral” áætlunina áður en nýbyrjuðu ári lýkur. Og Gunnar Thoroddsen gefur þau svör, aö hann muni koma bænaskránum á framfæri við rétta aðila erlendis, — likari kon- ungsfulltrúa frá fyrri tið, sem tók við bænaskrám á Alþingi islend- inga og kom þeim á framfæri en ráðherra i sjálfstæðu þjóðriki. Við islendingar crum ekki bara fólk, sem býr i mismunandi sveit- arfélögum, heldur höfum við a.m.k. hingað til verið ein þjóð. 1 ljósi „Integral” hernaöará- ætlunar Alusuisse, þá getur engin einstök sveitarstjórn ieyft sér að koma og segja: eina álverk- smiðju, einmitt fyrir mig, — nema hún sé þá jafnframt tilbúin að láta gott heita, aö sllkar beiðn- ir berist viðar aö og verði upp- fylltar, — ekkiein heldur margar. Það er langt frá Raufarhöfn til Reykjavíkur, en lengra þó til Brússel og Bonn Atvinnumál eru hvergi á ís- landi það illa á vegi stödd, að þann vanda sé ekki hægt að leysa með innlendum úrræöum. Það er langt frá Raufarhöfn til Reykjavikur, en það er lengra til Brussel og Bonn. Þess ættu menn að minnast. Lélegri íslenskri rikisstjórn er hægt að steypa af stóli I kosning- um, en valdhöfum fjölþjóðlegra auðhringa verður ekki svo auð- veldlega i hel komið af 220 þúsund manna vopnlausri þjóð. Þjóðviljinn vill mælast til þess, að þeir, sem skilja aö áætlun „Integral” er dauðadómur, en kjósa þó að heimila hér fáeinar lendar álverksmiöjur i viðbót, kannski þrjár.kannski fimm, — þeir ihugi nú vandlega sinn gang, einmitt nú. Fyrr en varir kann að verða of seint að byrgja brunninn. Alusuisse munar ekkert um að bera á okkur fé meðan verið er að þrýsta á okkur hnappheldunni. Seinna koma aðrir dagar. Það er vald fjölþjóðlegra auð- hringa, sem framar öðru ræður ógnvekjandi skiptingu mannkyns i auðdrottna og örbjarga lýð. Það er vald fjölþjóðlegra auðhringa sem framar öðru, stofnar auð- lindum jarðarinnar i bráða hættu með taumlausri rányrkju. Það er þetta sama vald, sem liklegast er til að verja gróöa sinn með sið- lausari hætti, en nokkur rikis- stjórn, — þaðan er tortimingar- hættan mqst. Frammi fyrir þessu valdi stönd- um viö nú. Aætlun „Integral” hefur verið lögð á borðið, á okkar borð. Enn höfum viö islendingar ráð I okkar hendi, en skyldi ekki vera mál að treysta varnargarðana áður en stiflan brestur? Frá þessari stefnu má ekki hvika, - ekki um eitt fet Alþýðubandalagið hefur mark- að þá afdráttarlausu afstöðu, aö ekki komi til greina, að nokkur erlendur atvinnurekstur verði leyfður á tslandi. Sé i undantekn- ingartilvikum um hlutdeild er- lendra aðila að ræða þá sé meiri- hlutaeign islenska rikisins ætið ótviræö og tryggt að slikur er- lendur samstarfsaðili geti með engu móti sett okkur stólinn fyrir dyrnar vegna forræðis yfir sölu- kerfi eða hráefnisöflun, en slikur fyrirvari útilokar t.d. með öllu fjölgun álverksmiðja hér miðað við núverandi aðstæður. Þetta er sú stefna, sem Alþýðu- bandalagið hefur markað. Á ár- um vinstri stjórnarinnar var hún stefna islenska rikisins. Frá þess- ari stefnu má ekki hvika, — ekki um eitt fet. Farið frá mér Framhald af bls. 4 nýjum álögum á bök þeirra sem eiga börn i námi, og sviptir auk þess verkalýðshreyfinguna sin- um tryggustu bandamönnum meðal náms- og menntamanna. Námslánabaráttan er þvi ekki sértæk barátta námsmanna einna, heldur ein birtingarmynd þeirra sviptinga, þar sem tekist er á um kjör og rétt vinnandi fólks. Þessvegna vænta náms- menn stuðnings verkalýðs- hreyfingarinnar, ekki aðeins forystunnar, heldur lika óbreyttra liðsmanna. Þó hygg ég að jákvæð afstaða alþýöufólks til námsmanna og kjarabaráttu þeirra sé sjald- fundin. Það er skiljanlegt i ljósi þessu, að skammt er siðan meg- inþorri þeirra lét sig kjör al- þýðumannsins litlu skipta og skipaði sér andspænis hreyfingu þeirra. Fjölmiðlar hafa auk þess að gefa dökka mynd af námsmönnum, alið á þeirri skoðun, að stéttaskiptingin i þjóöfélaginu sé ekki milli auð- stéttar og alþýðu, heldur menntaðra og ómenntaðra. En það er nýtt fólk I skólunum I dag, sem styður baráttu alþýðu heils hugar. Þessi sinnisbreyt- ing veldur m.a. þvi að slagorð eins og „samstaða námsmanna og verkafólks” ristir dýpra meðal skólafólks en áður. Hitt er rétt, sem margur alþýðu- maðurinn hefur bent á, að slík vigorö hljóma einatt sem glam- uryröi af vörum námsmanna, meðan þeirra sér hvergi stað i verki. Það stafar bæði af þvi, aö þessi viðhorf eru nýleg meöal námsmanna og erfitt að finna þeim farveg i beinum aögerð- um, og svo hitt að hreyfing þeirra er ung og á við innan- mein að striða, hefur raunar enn ekki staöiö af sér hriðir fæð- ingarinnar. Námsmönnum dug- ir þó ekki að skriða i húð sina, þeirri biöur það verkefni að finna leiöir til að nýta þekkingu sina i þágu hins vinnandi fjölda, leggja baráttu hans lið með raunverulegu framlagi. Þaö kann að vera erfitt, en það verð- ur að gerast. Reynslu má sækja til erlendra námsmannahreyf- inga, þar sem s.n. „fagkritik” eða fagrýni hefur dafnað vel, og felst I þvi gróflega að náms- menn beita þekkingu sinni i þágu verkafólks, með fræðilegri gagnrýni á ýmis þjóðfélags- mein, að einnig beinum rann- sóknum t.d. á aöbúnað verka- manna o.s.frv. Slik iðja er ekki einungis góður skóli, heldur vel fallin til að rifa skörð I þann múr, sem ihaldsöfl hlaða án af- láts milli námsmanna og vinn- andi alþýðu, koma á raunveru- legum tengslum milli almennra félaga beggja hreyfinganna. Námsmenn verða að skilja það, aö án þess að styðja baráttu launafólks I verki, tjáir litt aö falast eftir stuðningi þess. Það er nefnilega ekki nóg að vera vinstri sinnaður i munninum, menn veröa aö sýna það i verki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.