Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 24
djoðvhhnn Sunnudagur 23. janúar 1977 AOalsfmi Pjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, ki. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla81482 og Blaöaprent81348. Einnig skal bent á heimasfma starfsmanna undir nafni Þjóöviljans f simaskrá. Þorradægrin þykja löng þegar hann blæs á noröan. Þennan visupart kannast eflaust flestir fslendingar viö og þá ekki siður boöskap hans. Á föstudaginn leiö hófst einmitt þorri og í dag er bóndadagur. Er þar meö hafinn sá kafli vetrar sem einatt er haröastur þeim sem þurfa að etja kappi viö náttúruöflin um lifsbjörgina — en Þorri karlinn á þó sennilega hauk i horni þar sem er stétt matsveina og veisluhölda. Nú hefst nefnilega einnig timi þorrablótanna, á næstu vikum munu ófáir setjast niöur viö borð sem svigna undan sviðum, flatkökum, súrsuðum hrúts- pungum, hákarli — og ekki má gleyma svartadauðanum bless- uöum. Og væntanlega gagnast þessar samkomur mörgum jafnvel og Stebba og Guddu sem sóttu þorrablót austur á Héraöi ööru hvoru megin viö aldamótin og þannig var ort um: A Egilsstööum enn er mót sem ýmsra léttir buddu Þar var haldiö þorrablót, og þar fékk Stebbi Guddu. En þaö var upphaflega til- gangurinn með þvi að setjast niður við ritvélina aö tina sam- an nokkra fróöleiksmola um Þorra og þátt hans i islensku mannlifi fyrr og slðar. Leitað var til Arna Björnssonar þjóð- Þorri gengur í garð — þurrum — þorrið. A það þá að tákna þann tima þegar vistir tekur aö þverra. Þriðja kenn- ingin tengir nafnið við orðið þorri og á það þá að merkja þorra vetrar eða hávetur. Sú fjórða segir að Þorri sé dregið af lýs.orðinu þurr og er þá átt við að i þeim mánuði riki oft þurrviðri og heiðrikja. Þessi siðastnefnda kenning styður sig við orðið þorrakyrrur og þulubrotið: þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. Endurreisnin En eins og áður segir urðu þorrablótin að lúta i lægra haldi fyrir innrás kristninnar i landið. Um aldir dirfðist enginn að blóta Þorra karlinn opinberlega þótt visast hafi einhverjir gert það á laun. Það er ekki fyrr en um svipað leyti og islendingar þáðu sina fyrstu stjórnarskrá úr hendi danakóngs að aftur fer að heyr- ast af þorrablótum. Fyrstu fréttir af þeim eru frá 1873 eða ’74 en þá munu islenskir Hafnarstúdentar hafa tekið þennan sið ypp að nýju. Arið 1881 hafði Fornleifa- félagið ofl. forgöngu um að efna til fyrsta þorrablótsins i Reykjavik. Þar var að sögn mikið um dýrðir, drukkin full Óðins, Þórs og Freys úr drykkjarhornum. Guðhræddum kttdd C1ZVT FIT hnPDT PUríxl oJvILUi PUHTli háttafræðings um efni og er þaö sem eftir fylgir byggt á heimild- um frá honum. Kóngur í víölendu ríki. Fornar heimildir um Þorra og það sem honum viðkemur eru fremur rýrar. Þó segir i Flat- eyjarbók að Þorri væri sonur Snæs konungs sem var sonur Frosta eða Jökuls. Þorri átti þrjár systur sem hétu Fönn, Mjöll og Drifa. Honum varðvel ágengt i lifsbaráttunni, varö konungur yfir Gotlandi og jafn- vel einnig Kvenlandi og Finnlandi. Hann hélt blót á miðjum vetri og var þaö kennt viö hann. Þorri átti dóttur sem hét Góa og segir sagan að hún hafi eitt sinn týnst úr þorrablóti og ekki komið fram i heilan mánuð. Brá faöir hennar á það ráð að efna til annars blóts og var það kallaö Góublót. Vitan- lega stóðst Góa ekki mátið og mætti i veisluna. Litið sem ekkert er vitaö um tilhögun þorrablóta til forna en nöfnin sanna þó liklega að þau hafi tíðkast og hefur tilgangur- inn þá veriö sá sami og meö öðr- um blótum: aö bliðka þann sem blótaður er. En þá eins og nú höfðu menn þann sið að láta ekki fórnirnar fara til spillis heldur voru þær étnar og drukknar I blótinu. Þessi blót hafa svo sennilega oröið að þoka fyrir kristninni eins og margt annað sem á rætur sinar að rekja til heiðninnar. Nokkrír fróð- leiksmolar um Porra og blót hans að fornu og nýju Bóndadagur— konudagur. En svolitlar eftirhreytur hafa þó lifað af aðför kristninnar enda skiljanlegt þar sem hin nýja trú náði ekki frekar en hin gamla tökum á veðurfarinu. Sá siöur er alkunnur að fólk gerir betur við sig i mat á fyrsta þorradag og góudag. Fyrrnefndi dagurinn er nefndur bóndadagur og þá átti konan að færa manni sinum morgunmat- inn i rúmið (nú á dögum eru blómin látin tala) og á fyrsta góudag — konudaginn — var hlutunum snúið við. 1 þjóðsögum er þess getið að þessa daga ættu hjónin að vakna fyrir allar aldir og bjóða Þorra og Góu velkomin. Það fylgir sögunni að þau hafi átt að vera fáklædd og jafnvel hoppa hálf- nakin kringum bæinn á öðrum fæti og draga brókina á eftir sér á hinum fætinum. Þetta gætu Þessi kokkur i Naustinu fær væntanlega nóg að gera við að tilreiða þorramat næstu vikurn- ar ekki siður en aðrir úr hans stétt um altt land. veriö leifar af frumstæðum hermigaldri sem hafi áhrif á veðrið. Meö þvi að taka fá- klæddur á móti þessum veður- vættum var kannski hægt að ginna þau til að fara einnig i léttari klæðnað. Þess eru dæmi að menn hafi reynt að gefa Góu undir fótinn og sleikja hana upp en á hinn bóginn hnýtt I Þorra. Vitnar þessi vlsa um þaö: Góa kemur með gæðin sin, gefst þá nógur hitinn. Fáir sakna, Þorri, þln. Þú hefur verið skitinn. Sést á þessu að aödáun manna á Þorra karlinum hefur verið af skornum skammti. Hvaðan er nafnið komið? Ein þjóðsaga er þó til sem ber Þorra góða söguna. 1 henni seg- ir frá konu sem reyndi að losna við tengdamóður sina á þann hátt að senda hana upp i fjalla- kofa með litinn matarforða i vetrarbyrjun i þeirri von að kerla dræpist úr sulti. En um áramót þegar allur matur kerlingar er uppurinn koma þau Þorri, Góa og Einmánuður til hennar hvort i sinum mánuði og brugðu sér i manna- eða trölla- liki. Tók hún þeim vel og þau færöu henni siðan nægar vistir. Um vorið var kerling þvi hin sællegasta þegar tengdadóttirin kom að vitja hennar. En næsta haust ætlar tengdadóttirin að reyna þetta töfralyf á móður sinni. Hún tók hins vegar illa á móti Þorra og félögum svo þau báru henni engan mat enda var hún nær dauöa en lífi af hungri um vorið. Um uppruna nafnsins Þorri eru margar kenningar til og greinir máispekinga mjög á um þær eins og flest annað. Ein kenning er sú að Þorri sé eins- konar gælunafn á Þór og á hann þá að hafa verið persónugerv- ingur þessa harðasta tima vetr- ar. önnur er sú að orðið sé dreg- ið af sögninni að þverra — þvarr reykvikingum varö hins vegar ekki um sel og héldu margir aö nú ætti að fara að endurvekja ásatrú meö landanum. Þeir gátu þó andað rólega þvi tæp- lega öld leið enn þar til svo varð. Fyrstu þorrablót út um sveitir sem öruggar heimildir eru til um voru haldin á Egilsstöðum árið 1896 eða ’97. Voru þau siöan haldin nokkuö reglulega á Hér- aði, fyrstu árin á Egilsstöðum en siðan til skiptis á Ketilsstöð- um, Hallormsstað og i Valla- nesi. Einnig eru til heimildir um að um eða eftir aldamótin hafi verið settar upp nokkurskonar leiksýningar eða söngleikir á þorrablótum. En það eru ekki nema 15-20 ár siðan þorrablót urðu svo almenn og útbreidd um allt land sem nú er. Og orðið þorramatur er ekki nema liölega tvitugt að aldri, smið forráðamanna Naustsins. Nú er semsé timi þorrablóta, þorramatar og annars tilheyr- andi að hefjast. Næstu vikur reyna menn af kappi um allt land að bliðka þennan hryssingslega veðurvætt með áti, drykkju, söng og dansi, og vonandi hittir margur stebbinn guddu sina. Og meö það óskar Þjóðviljinn landsmönnum góðrar skemmt- unar á þorrablótum og væntir þess að takast megi aö blfðka karlinn Þorra svo hann valdi engum meiriháttar usla að þessu sinni. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.