Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIDA 17 Islensk gullaldar- ljóð þýdd á norsku Hinn mikilvirki þýOandi is- lenskra ljóða á nýnorsku, Ivar Orgland, hefur sent frá sér ellefta bindi þýðinga sinna og heitir bók- in islandske Gullalderdikt. Geymir bókin kvæði eftir 12 þeirra skáida sem einna áhrifamest hafa orðið á 19 öld og fram til 1930. 1 rúmlega 80 siðna inngangi gerir Ivar Orgland grein fyrir þvi sem hann kallar „gullöld is- lenskrar ljóðlistar” og ferli ein- stakra höfunda. Ivar Orgland birtir 8-18 kvæði eftir hvert skáld, 12-15 eftir flest þeirra. Höfundarnir eru Bjarni Thorarensen, Bólu-Hjálmar, Sigurður Breiðfjörð, Jónas Hall- grimsson, Grimur Thomsen, Steingrimur Thorsteinsson, Matthias Jochumson, Kristján Jónsson, StephanG. Stephansson, Þorstéinn Erlingsson og Einar Benediktsson. Þessi þjóðskálda- bók er alls tæpar- 280 siður. 1 fyrra gaf Ivar Orgland út sýnisbók ljóðagerðar vorra daga og kynnti þar 76 skáld. Hann hefur áður gefið út á norsku úr- val ljóða eftir Davið Stefánsson, Stefán frá Hvitadal, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Hannes Pétursson, Jóhannes úr Kötlum, Snorra Hjartarson, Jón úr Vör. Hannes Sigfússon. Kúbumenn koma sænskum bókmenntum á spænsku Kúbumenn hafa sýnt af sér myndarlegt frumkvæði i þvi að kynna sænskar bókmenntir á spænsku.írtkemur á Kúbu rit sem Union heitir, og hefur eitt hefti þess, heil bók reyndar, verið helgað þýðingum á spænsku á úrvali smásagna, greina og kvæða sænskra höfunda allt frá Strindberg og Selmu Lagerlöf um Moberg til Tanströmers og Hákanssonns. Ritið er prýtt verk- um hinna bestu grafik- listamanna. Ritið hefur verið prentað i 15.000 eintökum. Ivar Orgland. Sæormur skýtur upp kryppunni — Ahöfn rannsóknarskipsins Professor Zubov, þusti upp á dekk við áköf köll háseta á vakt. Undarleg skepna sást á yfirborði sjávar nokkra metra frá skipinu. Stundum hringaði hún sig og hreistrug húðin glitraði I tungls- ljósinu. Þessi dularfulla skepna synti samhliða skipinu og á sama hraða. Þegar skipið stöðvaði vél- ar sinar leystist „sæormurinn” upp i miljónir ljósbletta. Hann reyndist sjónblekking er stafaði af miljónum lýsandi örvera (maurilda) sem höfðu tekið á sig mynd „sjávarhöggorms” vegna ölduróts frá skipsskrúfunni. Það var haffræðingurinn Oleg Vladimirof, sem skýrði írétta- manni APN frá þessu, sn hann er stjórnandi visind.aleiðangurs um borð i Prcíessor Zubov, sem nú stunöar rannsóknir samkvæmt alþjóðlegu áætluninni „Polex- South” i hafinu umhverfis suður- skautslandið. Visindamaðurinn telur, að þarna kunni að vera að finna lykilinn að skýringu á ýms- um sögum um risa „sæorma” og önnur sjávarskrimsli. Blikkiðjan Garðahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð. SÍMI 53468 Urrt orkugiafa og nýtingu innlencíra orkuiínda Veistu kannski allt um orkugjafa og nýtingu íslenskra orkulinda? Ef ekki, þá þarftu að eignast þessa bók Hún fæst hjá flestum bóksölum og for- mönnum Alþýðu- bandalagsfélaga og kostar aðeins. 1.000.00 krónur / URVAL AF Þ0RRAMAT Þorrabakkar (innihaid ca. 1 kg.) 20 tegundir Meðal annars: Hangikjöt/ sviöasulta, rófustappa, svínasulta, blóðmör, lifrarpilsa, súr hvalur eða hvalsulta, súrir hrútspungar, súrir lundabaggar, súrir bringukollar, marineruð síld, harðfiskur, flatkökur, rúgbrauð, smjör og ítalskt salad. Kjötverslun Tómasar Jónssonar Laugavegi 2 Símar 11112 og 12112

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.