Þjóðviljinn - 23.01.1977, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Qupperneq 21
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 Sköpun Ítf' dýranna Uppruni visundsins. — Uxi meö skegg. Hverju tekur hann ekki upp á til aö koma sér i mjúkinn hjá Drottni! SMAFUGLINN FÆÐIST I rósa- garöinum Loks fannst lausnin Eitt hefi ég oft hugsað um I þessu sambandi. Flestir krakkar hér i höfuðborginni hafa sér her- bergi, en i þau vantar borð sem hægt er að sitja við og spila, tefla og fleira þess háttar. En svo trú- legt sem það er þá fást ekki slik borð svo hér þurfa skólarnir að koma til, láta krakkana smiða sér spilaborö svo þau geti boðið kunn- ingjunum sinum inn til að taka slag. Gæti þá hver og einn komið með sina gosflösku svo ekkert umstang þyrfti að verða á heimil- inu. Velvakandi Dýrmæt starfsreynsla Hinn nýi sendiherra okkar hjá Sameinuðu þjóðunum er heima- vanur i ranghölum alþjóðlegra stjórnmála. Hann var einn af höf- undum samningsuppkasts, sem á sinum tima var grundvöllur við- ræðna um Nordek, sem ekki leiddu til neins, eins og menn muna. Politiken Hin fullkomna nægjusemi Mér er það vel ljóst, að þessi dýrmæta gjöf er mér og þjóðinni færð af dómsmálaráðherra henn- ar, Ölafi Jóhannessyni, og starfs- mönnum hans, manninum sem rægöur hefur veriö og svivirtur af andstæðingum sinum svo fáheyrt er, en hefur alltaf komið stærri út úr hverri raun og ber nú höfuð og herðar yfir alla þá, sem vinna is- lenzkri þjóð á sviði stjórnmála i dag. Vormaður samtiðarinnar. Timinn Við skulum tutla hrosshárið okkar Vilt þú frekar hlaupa einn kiló- metra en standa upp og segja nokkur orð? Auglýsing I Mogga. Hið sögulega samhengi Þegar keyptur var Japansþátt- urinn þá hafa þeir hjá sjónvarp- inu örugglega veriö búnir að gleyma fróðleiksþættinum sem þeir borguðu offjár Islenzkum kvikmyndatökumönnum fyrir að taka, og urðu þeir sem gerst þekktu til öskureiðir. Ég segi nú bara eins og hún Hallgeröur sáluga, þegar hún móðgaðist i veizlunni á Bergþórshvoli forð- um: „Fyrir litt kemur mér að eiga þann mann er vaskastur er á Islandi ef þú hefnir eigi þessa Gunnar.” Velvakandi Réttvísin lifI! Hafi maöur samkvæmt vinnu- samningi skuldbundið sig til að hafa samfarir uppi á sviði og ekki uppfyllt þá skuldbindingu, þá ber að lita svo á að vinnusamningur- inn sé ógildur vegna ósamræmis hans viö góða siöi. Úr gerðabók Kjaradóms Vestur Þýskalands. Sigurinn mikli Hann dró fram bindið sitt og sneri þvi við svo, að ég mætti sjá vörumerkiö. Bindið var evrópskt afar „fint”, frá frægri tizkuverzl un i Paris. Svo kippti Baerkot upp annarri buxnaskálminni og sýnd: mér sokkana sina: „Þeir eru lika franskir”, sagði hann.„Ég panta alltaf nokkrar tylftir frá Paris einu”. Dúsin af sokkum frá Paris. Já ameriski draumurinn hans Baer- kots rættist vissulega! Lesbók Morgunblaðsins. ADOLF J. /2M' PETERSEN: 2?rlí\ VÍSNAMÁL j RÉTTAST FRÆÐIR REYNSLAN MANN I sunnudagsblaöi Þjóðviljans 16. janúar var grein á baksiðu um Skólavörðuna og spurt af hverju var hún rifin. Greinin gekk svo út á það að svara þess- ari spurningu. Ókunnugt mun greinar- höfundi hafa verið, aö Karl Friðriksson.frá Hvarfi i Viðidal, hafði um það leyti sem varðan var rifin svarað spurningunni fyrirfram með eftirfarandi visu: Vikið burt er vörðunni —valt er heimsins gengi— svo að ekki af henni óorð Leifur fengi. I siðustu Visnamálum var sagt að Karl hafi verið frá Hvarfi i Vatnsdal, það var rit- villa, hann var frá Hvarfi i Viði- dal. Kanski hefur hann verið ungur heima i Viðidalnum þeg- ar hann kvað: Fram á tlmans myrka mar margur stefnir vonum. Enginn veit hver örlög þar eftir biða honum. Oft kann að hafa verið illa skipað í nefndir, og svo finnst mörgum mönnum nú, en i tið Jónasar Jónssonar frá Grjót- heimi hefur að hans mati veriö illa skipað i nefndir, svo hann kvað: Réttast fræðir reynslan mann raunhæf sönnun fengin, ei dugir að kjást við dómarann, ef dómgreind hans er engin. Eigi að fást viö örðugt mál, er það nefndum falið, efst á blaði er sál-laus sál, svo er búið, talið. Gengin spor hverfa á einn eöa annan hátt. Einar M. Jónsson kvað: Brást mér nú þin hylli hlý, hug þinn fjölmargt lokkar. Timans fönn er fokin i fornu sporin okkar. Frá Þingvöllum, hefur Krist- inn Bjarnason frá Ási þetta að segja: Hér var áður aiþing háð ólög smáð og brotin. Nú er máö öll drengskaps dáö, dyggðin ráða þrotin, Fegurð háa hér má sjá hrauns við gráa karminn, fellur bláhvit öxará öfan gjáarbarminn. Ekki þarf jörðin siður á sin- um svaladrykk að halda en t.d. menn og skepnur, jafnvel á sjálfan vetrardaginn fyrsta, það mun Indriði Þorkelsson á Fjalli hafa séð, er hann orti þessa visu: Draup og streymdi drjúgum á duftið jarðar þyrsta vasaglasi vænu frá ' vetrardaginn fyrsta. Indriöi taldi ekki viðeigandi að vera að kvarta i vetrarblið- unni og kvað: Þó að sjáist skuggi og ský, skyldi enginn kvarta, vetrardag sem veðrin hlý verma inn að hjarta. Hvað geyma örlögin mér til handa? spyr margur og lætur sig dreyma-, eða svo má skilja visu Benedikts Gislasonar frá Hofteigi: Sannast það, að sitt er hvað, sem mann kann að dreyma, eða hvað i annan stað örlög manni geyma. Prósaháttur eða atómkveð- skapur nýtur ekki mikillar hylli meðal alþýöu manna, góöra al- þýðuskálda og hagyrðinga. Um atómkveðskap segir Magnús Gislason á Vöglum: Atómljóöið aidrei má ylja fljóði og sveinum þar er glóðum glataö frá gömlum hlóðarsteinum. Listum hallar vá að val. Visinn allur gróöur. Er að falla i öldudal tslands snjalli hróður. Ljóðaþátta list torræð, list mér fátt um hana. Vantar slátt frá allifs æð orðin máttarvana. Um prósaháttinn kvað Herdis Andrésdóttir, og hefur þá vist ekki fundist mikið til sliks tiskufyrirbrigðis koma: Snemma hafði ég yndi af óð og af fögrum brögum. En ungu skáldin yrkja „ljóð” undir skrýtnum lögum. Uni ég mér við eldri ljóð ungdóms fjarri glaumnum. Ég er út úr öllum „móð” og aftur úr nýja straumnum. Hér má svo minna á visu Þór- hildar Sveinsdóttir frá Hóli i Svartárdal, um atómfram- leiðsluna: tslenskan á sagnasjóð sem ei verður dulinn. Aldrei verða atómljóð yfir vöggu þulin. Um orðaforöa i nútiö kvað Jakob Thorarensen: Unga fólkið yfir býr orku af mörgu tagi, en fremur er oröaforðinn rýr finnst ossr„Alt I lagi”. Jakob kvað um rimbrögðin: Prjálið Ijóða virtist veitt viða, — prettótt öndin, málið góða oftast eitt orti sléttuböndin. Og Jakob hélt áfram I sama hljóði: Það er auma ástandið ýmsra frægra beima: eru stórskáld út á við. aulabárðar heima. I sveita þins andlitis skaltu þins brauðs neyta, má lesa i ritningum, og Rósberg Snædal virðist hafa tekið þá kenningu mjög alvarlega: Meðan eitruð mammonsþý moða I reitum sinum, brauðsins neyti ég aðeins i andlitssveita minum. Eftirfarandi mætti nefna sláttuvisu hjá Sigurði Kristjáns- syni: Til eru menn er slá og slá og slægjum raka i flekki, hafa þó aldrei hönd á Ijá og hrifu nota ekki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.