Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 20
20 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. janúar 1977 Krossgáta nr. 65 LÍNEV JÓHANNESDÓTTIR KERLINCARSLÓniB Stafirnir mynda islensk orð eða mjög kunnugleg erlendi heiti, hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því að með þvi eru gefnirstafiri allmörgum öðrum oröum. Það eru þvi eðlileg- ustu vinnubrögðin aö setja þessa stafi hvern i sinn reit eftir þvi sem töl- urnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, aö i þessari krossgátu t. gerður skýr greinarmun- ur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið i stað á og öfugt. / Z 3 H S V 6> V 7 8 9 10 11 12 /3 19 9 (9 /5- v / 1 /(> 10 s 10 11 S 10 IS S? 18 19 S 1 / 20 19 22 2$ 9 $9 1 10 15' 12 2S 99 É 2(p / 13 21 /9 11 9? 9 H 19 9? /9 S 11 <y> 3 8 99 25 <? 9 75 <7 1 20 99 2S s 8 9 V 99 9 13 20 25 28 2S /r /7 9 * .<? 23 21 9 IS 8 13 S 9 <y> 29 S5 13 V 1 Ú 10 S <p 23 30 )0 íi <x> 21 9 $5 11 IS is 9- 2S 9 12 13 TT S 9 99 /3 30 9 99 % )o 18 u- 9 /6 2* 2S /3 9 V 21 8 9 99 9 20 <? 'fT s) > <? 15' l(o V 9 2 1 23 S 21 2S <y> ) 20 )sr S £2 10 2? 9- S 1 2S 21 2S 2S S w 31 9 ir~ /3 9 / J?3 15 H- Setjið rétta stafi i reitina neðan viö krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á frægum skák- snillingi. Sendiö þetta nafn sem lausn á krossgátunni til af- greiðslu Þjóðviljans, Siöumúla 6 Rvk., merkt „Verðlaunakross- gáta nr. 64”. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaun að þessu sinni eru ný bók, Kerlingarslóðir eftir Lin- eyju Jóhannesdóttur. Otgefandi er Heimskringla. Liney hefur til þessa verið fyrst og fremst þekkt fyrir barnaleikrit sin og barnasögur. Með þessari bók haslar hún sér nýjan völl. Sögutimi er frá vori til vetrar og sögusviðið er Reykjavik nú- timans. í sögunni er fjallaö um vandamál sem ekki hefur fyrr verið tekið til meðferðar i is- lenskum bókmenntum, þ.e börn unglingsstúlkna og afdrif þeirra. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 61 Verðlaun fyrir krossgátu nr. 61 hlaut Þóra K. Arnadóttir, Stórageröi 34 Rvk. — Verðlaunin eru skáldsagan Kamala eftir Gunnar Dal. Lausnarorðið var SÆBORG Undarlegur sértrúarflokkur: Viðurkennir ekki djöfulsins lævísa , tæknispilverk Skáldsögu Hitler gerist páfi Nokkuð langur er oröinn listi yfir þá menn sem vilja græða á miklum áhuga á hcimsstyjöldinni siðari og þá sérstaklega á aðai- skipuleggjanda hennar, Adolf Hitler. Einn slikur er breskur reyf- arahöfundur sem heitir Frederic Mulley. Hann hefur samið skáld- sögu sem gerir ráð fyrir þvi að Hitler vinni striðið, enda heitir bókin Hitler has won. Kemur það þá á daginn, að Hitler hefur þann metnað að gerast páfi, lætur hann vigja sig til prests og handtekur siðan Pius páfa og lætur krýna sig á stól Péturs postula. Sigur Hitlers er að visu ekki langvinnur, þvi garpur einn úr striðinu og fylgismaöur foringj- ans gerist andnasisti og skýtur hinn brúna páfa til bana á Péturs- toginu. Sagan er full með klám og fimmaurabrandara á borð við þennan hér: Hitler er orðinn páfi og segir við fylgdarmann sinn: „HannGöring ætlar að skrifta. Þér skulið trufla okkur þegar tvær stundir eru búnar, annarsverður hann aldrei búinn að þessu, mannskrattinn. Norður-Ameriku hefur oft veriö likt við deiglu þar sem fólk af ýmislegum uppruna hefur veriö brætt saman i nýja þjóð. Hópar innflytjenda hafa fyrr eöa siðar reynt að sporna gegn þessari þró- un i nafni trúar sinnar eða þjóð- legra sérkenna, en flestir hafa orðið aö láta undan hinum þunga valtara amriskrar þróunar — eða að minnsta kosti hafa þeir orðið að semja um málamiðlun við amriska fjölmiðlun, tækni og lifnaðarhætti. Einstaka sértrúarsöfnuðir hafa samt reynst furðu þrautseigir. Eru þarm.a. til nefndir svonefnd- ir Amish. Amishar eru klofnings- hópur úr hreyfingu mennonita, sem I lok sautjándu aldar sögðu skilið við trúbræöur sina sem þeim fundust ekki nógu strangir i trúnni. Var foringi þeirra Jakob Amman, og við hann eru „amish” kenndir. Flutti hann með liði sinu vestur um haf frá Þýskalandi i byrjun átjándu aldar. Amishar eru nú taldir um 70 þúsundir og búa þeir i ýmsum fylkjum, flestir þó I Lancaster County 1 Pennsylvaniu. Þeir hafa eftir föngum reynt aö lifa nákvæmlega sama lifi og forfeður þeirra, enda telja þeir nútima tækni verk djöfulsins. Þeir nota þvi ekki bila, hiusta ekki á út- varp, horfa ekki á sjónvarp. Þeir tala enn sin á milli þýska mál- lýsku frá Pfalz. Þeir ganga I ein- földum, heimaofnum klæönaði og nota t.d. alls ekki hnappa. Karl- menn eru I svörtum síðum frökk- um og undir þeim i kragalausum heimasniðnum skyrtum. Hatta hafa þeir á höfði og skeggið vex villt á vöngum þeirra. Konum er banr.að allt prjál og lita þær út ems og bændakonur á hollenskum málverkum frá 17. öld. Börnin eru klædd nákvæmlega eins og foreldrar þeirra. Átta börn i fjölskyldu Amisharnir hafa átt i ýmsum útistöðum við löggjafarvaldið. Þeir hafa barist fyrir þvi að hafa börnin I eigin skólum, þar sem þau fá mjög naumt skammtaða i einum bekk þá þekkingu sem ætt- feðurnir telja nægja til grandvars lifernis. Þeir hafa lika neitað að gegna herþjónustu — og þeir neita einnig að hengja rauða raf- magnslukt aftan á hestvagna sina. Meðalfjölskylda i þessum skrýtna söfnuði á átta börn, enda er þaö lifsregla hjá þessu fólki, að „hvert vor sé nýtt barn i vögg- unni”. En þrátt fyrir þrjósku amisha er upplausn i þeirra liði. Einna mest hefur það truflað þá I Lancasterhéraði i Pennsylvaniu, að hinir skrýtnu lifnaðarhættir þeirra hafa dregiö þangað um þrjár miljónir túrista á ári hverju. Amisharnir eru þar meö orðnir einskonar furðuskepnur I dýragarði. Og feröamanna- straumurinn hækkar stórlega lóða-og jarðaverð i héraöi þeirra, og truflar möguleika þeirra á að reka sinn búskap með fornum hætti — en búskapur þessi er ein- mitt það sem hingað til hefur bjargað þeim frá snörum þess andskota sem býr i borgum og notar tryllitæki. Og þvi er hvislað, að furðu margir amishar feli transistor- tæki undir stórum höttum sinum eða kápum.... Amishar I Pennsy.lvaniu: Lifa elns og forfeður þeirra um 1800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.