Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVIIJINN. Sunnudagur 23. janúar 1977 This would result in the fcilcwing constellation: Partner B Partner C Owner of Power Plant and Reduction Plant Participation in Bauxite Mine and Al.jmina Plant • Alumina plant to be included in ALCONIS if it is decided that suct. a plant will be built inlceland. Upon the formation of ALCONIS. ALIS will transfer to ALCONIS its hydro-electric. power concessions and bauxite prospecting and mining rights. In exchange, ALIS will receiv j shares in ALCONIS. Accordingly, the cash requiremerts of ALIS can be kept to a minimum. Depending on the extent of ALIS' participation in ALCONIS, these cash requirements may even be reduced to nil. Participation in the bauxite mine and the alumina piant will be geared to cover the requirements of the aluminium reduction plant. Þessi mynd fylgir áætlun „Integrai”, Htin sýnir, hvernig álfurstarnir hugsa sér f fyrsta lagi helmingafélag meðfslensku rfkisstjérninni, oghefur þvf veriö gefið nafn- ið ALIS. Sfðan er — svo sem segir I texta, sem hér fylgir á annarri mynd úr leyni- skjalinu — gert ráð fyrir að ALIS bjóði fjársterkum aðilum („financially strong partners”) aðmynda meðsér félagiö ALCONIS.er verði m.a. eigandi orkuveranna, en þar er gert ráð fyrir fslenska rlkinu, sem minnihlutaaðila. Nokkrar bilj KJARTAN ÓLAFSSON: Frá álverinu I Straumsvik. Þar liggur upphafiðað áætlun „Integral”, sem nú er knúð á umaðhrinda I framkvæmd, lið fyrir lið. ónir dollara „This would entail a capital in- vestment in the magnitude of several billion U.S. dollars.” Þessi orð er að finna i plagginu „Integral”, sem geymir tillögur þær, sem auðhringurinn Alusuisse hefur lagt fyrir rikis- stjórn Islands og ræddar hafa verið á fjölmörgum fundum með fulltrúum auðhringsins og is- lensku rikisstjórnarinar. Þau orð, sem vitnað var til hér i upphafi má þýða svo á fslensku: „Hér er um að ræða fjárfest- ingu er nemur nokkrum biljónum bandarikjadaia.” Sjálfir fengjum við minna en tíunda hluta allrar orkunnar Hvaða fjárfesting er það, sem þarna er verið aö tala um? Það er áformuö fjárfesting auð- hringsins Alusuisse á tslandi, fjárfesting i risaorkuverum, er framleiddu um það bil tiu sinnum meiri orku, en við islendingar notum nú sjálfir, og fjárfesting i svo sem 10 nýjum álverksmiðj- um. Þetta plagg, sem sýnir betur en nokkuð annað þá hættu sem yfir okkur Islendingum vofir i sam- skiptum viö erienda auðhringa átti að vera leyniskjal númer eitt i safni Gunnars Thoroddsen, iðn- aðarráðherra, en Þjóðviljinn náði plagginu i sinar hendur, og nú kveinar ráðherrann um trúnaðar- brot. I „Integrai” áætlun auðhrings- ins er ráð fyrir þvi gert, að kom- ast yfir 8000 gigawattstundir af orku á ári frá nýjum virkjunum á Austurlandi og tvöfalda verk- smiðjuna i Straumsvik, svo að orkuþörf hennar yrði 2500 glga- wattstundir á ári. Samtals eru þetta 10.500 gigawattstundir á ári. Þarna til viðbótar á svo aö koma jarðvarmavirkjun vegna 600 þúsund tonna súrálsverk- smiöju á Reykjanesi. öll orku- notkun okkar islendinga sjálfra er hins vegar nú rétt um 1000 gigawattstundir á ári. Nái áform Alusuisse fram að ganga verður það þvi aðeins innan við tiundi hluti orkuframleiðslunnar á Is- landi sem ekki þjónar undir Alu- suisse. Nokkrar biljónir, það er nokkr- ir miljarðar, bandarikjadollara er sú fjárfesting, sem auðhring- urinn Alusuisse áformar á Is- landi. Fjögurhundruð þúsund miljónir Hvaða upphæð er nú þetta? Einn miljarður bandarikjadoll- ara eru 190 miljarðar Islenskra króna. Tveir miljarðar banda- rikjadollara eru þá 380 miljarðar islenskra króna. Nokkrir miljarð- ar („several billions”) hlýtur þá að vera eitthvaö enn meira, eða vart minna en 400-500 miljarðar islenskra króna. Rétt er að ihuga, hvernig slik risaupphæð kynni hugsanlega að skiptast á framkvæmdaliði. Sé þetta skoðað blasir við: 11) I skýrslu, sem samin var að lokinni rannsóknarferð fulltrúa Aiusuisse um virkjunarstaöi á Austurlandi, en þessa skýrslu hefur Þjóðviljinn undir höndum, þá er gert ráð fyrir að afl fyrir- hugaðra virkjana á Austurlandi verði allt að 1500 megawött. Þeg- ar Gunnar Thoroddsen boðaði fyrirhugaða Hrauneyjafossvirkj- un nú um áramótin kom fram, að gert var ráö fyrir, aö þar yrði virkjunarkostnaður 100 miljónir króna á hvert megawatt. I stór- virkjunum austanlands yrði virkjunarkostnaður vart lægri, og sjáum við þá að 1500 megawatta virkjun myndi vart kosta minna en 150 miljarða króna. 2) 1 skýrslu, sem Iðnþróunar- nefnd skilaði islensku rikisstjórn- inni fyrir hálfu öðru ári, I júni 1975, en skýrslan ber heitið „Efling iðnaðar á Islandi 1975- 1985”, þar kemur fram að gert er ráð fyrir að stofnkostnaður við ál- verksmiðjur er framleiddu 155.000 tonn á ári væri um 45 miljarðar króna miðað við núver- andi gengi. Alusuisse ráðgerir að auka hér verksmiðjukost sinn um 590.000 tonn á ári auk súrálsfram- leiðslunnar, og má þá gera ráð fyrir að stofnkostnaður við sllkar verksmiðjur yrði samkvæmt for- sendum iðnþróunarnefndar um 170 miljarðar króna. 3) Þá er eftir súrálsverksmiðjan, sem gert er ráð fyrir að kosti nær 40 miljarða króna samkvæmt rúmlega tveggja ára gamalli skýrslu, sem unnin var af sér- fræðingi á vegum einnar stofnun- ar Sameinuðu þjóðanna fyrir is- lensku rikisstjórnina, og er þá gert ráð fyrir 600.000 tonna súr- álsverksmiðju, svo sem fram kemur i „Integral” áætlun auð- hringsins Alusuisse. Þessir þrir liðir gera samtals um 360 miljarða islenskra króna, en þá er að reikna kostnað vegna jarðgufuvirkjunar á Reykjanesi i tengslum við súrálsverksmiðju og einnig að taka tillit til þeirrar alþjóðlegu verðbólgu sem hækkað hefur allar tölur af þessu tagi, siðan þær skýrslur voru samdar, sem hér er byggt á. Það fer þvi ekkert milli mála, að forstjórar auðhringsins stefna að a.m.k. 400-500 miljarða fjár- festingu á tslandi, eða eins og þeir orða það sjálfir i „Integral” hern- aðaráætluninni— „several billion U.S. dollars.” Allt fjármagn í íslensku atvinnulífi um 300 miljarðar - Áætlun „Integral” 400-500 miljarðar Þegar farið er með tölur af þvi tagi, sem hér er um að ræða, þá er máske ekki von, að margir eigi létt með að gera sér skýra grein fyrir, hvað tala eins og 400 miljarðar, þ,e. fjögurhundruð þúsund miljónir króna merkir. Svo myndin verði skýr er þvi nauðsynlegt að taka aðrar stærðir til samanburðar. Þjóöhagsstofnun gefur okkur þær upplýsingar að i árslok 1975 hafi allt fjármagn, sem bundið er Alusuisse auðhringurinn stefnir að 400-500 miljarða fjár- festingu á íslandi samkvæmt áætlun „Integral”, sem átti að vera leyniplagg Gunnars Thoroddsen númer eitt. Þetta var meira fjármagn en bundið er nú i öllu atvinnulifi á islandi. Þetta er meira f jármagn en foundið er nú i öllum opinberum mannvirkjum og byggingum á íslandi. Þetta er meira f jármagn en svarar til öllum einkafjármun- um á íslandi, þar með töldum öllum ibúðum og ölium bilum. Áætlun „Integral” hefur ekki verið hafnað, — þvert á móti fara fram mjög alvarlegar umræður. Lélegum rikisstjórnum er auðvelt að steypa af stóli,en helj- artök fjölþjóðlegra auðhringa verða ekki auðveldlega losuð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.