Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 9
ýmsum hætti. Til dæmis meö þvi,
að höfundar greiða sjálfir fyrir
útkomu bókar með þvi að taka
litil ritlaun eða engin. Með þvl, að
ýmsir útgefendur vilja gegna
menningarhlutverki eða auka
hróður fyrirtækisins sins með út-
gáfu einnig þeirra verka, sem
ekki eru talin arðsamleg. Með
starfsemi bókafélaga sem setja
sér ákveðna stefnuskrá, og með
starfsemi rikisforlags. Með sér-
stökum sjóði til viðbótarritlauna
og starfstyrkja. Með norrænum
þýðingasjóði. Vissulega eru
margar glóppur og eyður I þessu
kerfi, og þvi mætti heita skyn-
samlegast að spyrja: hvert skal
héðan halda?
Andúö á mati
Mörgum mun sjálfsagt finnast
það öðru þýðingarmeira að efla
rithöfundasjóð og endurskoða
nógu oft starfsreglur hans. En
vissulega kemur margt annað til
greina, og t.a.m. var i
áðurnefndum sjónvarpsþætti
talað um þann möguleika, að
útgefendur sæktu um styrk til
ákveðinna útgáfuforma. Ég hafði
þá m.a. i huga þær stóru og einatt
duttlungastýrðu eyður, sem eru á
útgáfu sæmilegra erlendra bók-
mennta á Islensku. Það má einnig
á það minna, að aðstoð við
útgáfuáform þarf ekki endilega
að vera i formi óafturkræfra f jár-
framlaga — eins má hugsa sér að
forlagi sé i raun gert kleift að búa
til bækur sem þurfa ekki að
seljast á einni vertlð vegna verð-
bólgu og vaxtabyrða.
En hvort sem hér á landi er
talað um viðbótarritlaun eða þá
almenna fyrirgreiöslu við útgáfu,
þá er i umræðunni jafnan haft
mjög hátt um það, hve allt matsé
hættulegt. Óliklegustu menn
kveinka sér, þegar minnst er á
svo jafn sjálfsagðan hlut og að ein
bók er annarri merkari,
þýðingarmeiri. Þessi tauga-
strekkingur hefur mjög truflandi
áhrif á það, hvernig menn
bregðast við nauðsyn þess að
„trufla markaðslögmálin” sem
menn eru annars sammála um að
ekki megi verða einráð.
Árni Bergmann
P.S. Hér fara á eftir glefsur úr
ritdeilu milli þeirra Arturs Lund-
kvists og Kai Henmarks i Dagens
Nyheter um opinberan styrk við
bókaútgáfu I Sviþjóð. Henmark
vill reyndar ekki greiða niður
prentað mál yfir höfuð, heldur vill
hann að tekin séu upp opinber
innkaup á nýjum bókum eins og
hafa tiðkast i Noregi sfðan 1965 —
hann telur að með þeirri endur-
skoðun á innkaupum hvers árs
sem þar i Noregi er látin fram
fara, sé hægt að koma I veg fyrir
að kerfi þetta verði misnotað i
þágu ruslbóka algerra. En hann
vill bersýnilega „almennari”
styrk en Artur Lundkvist, sem
tekur einmitt til máls vegna þess,
að hann telur að sænskur opinber
stuðningur við bókaútgáfuáform
hafi i alltof rikum mæli veriö fólg-
inn I léttúðugri dreifingu á ótal
staði, sem siðan hafi ekki komið
neinum að gagni svo um munaöi.
Þótt talað sé um Sviþjóð, er mjög
margt i þessum málflutningi sem
skiptir máli fyrir okkar stöðu.
Miðlungsbókmennti r
eiga og sinn rétt
Kai Henmark svaraði
Artur Lundkvist nokkru
síðar. Hann mælir ekki
með opinberum stuðningi
við„allar bækur", heidur
.með //almennum" stuðn-
ingi svipuðum þeim sem
kemur fram í opinberum
innkaupum norskra
bókasafna. — Henmark
segir m.a.:
Ég er sammála Lundkvist um
það, að það eru aðeins fáir menn
sem á hverjum tima skrifa ljóö
sem máli skipta. Ég er aö llk-
indum ekki sammála honum um
það, hverjir þessir höfundar nú
eru. En til að hægt sé að
ræða gildi þeirra og þýðingu
þurfum við mismunandi mat.
Mælikvarðarnir verða að fá að
rekast á og skolast til. Menn
verða að geta verið ósammála
um bók.
Eins og Lundkvist bendir á,
skiptir það miklu að við ekki
lokum okkur fyrir mati, heldur
þvert á móti dembum okkur
galvaskir út i nauðsynlega um-
ræðu um það mat sem stýrir
vali okkar og athöfnum. Og mér
finnst að sú umræða eigi að fara
fram fyrir opnum tjöldum, t.d. á
menningarsiðum blaðanna. En
ég er ekki sömu skoðunar og
Artur Lundkvist á þvi, að hún
fari fram fyrir luktum dyrum,
og stjórni siðan sænskri bókaút-
gáfu án þess að grein sé fyrir
henni gerð...
Þar eð við vitum, að ekki get-
ur neinn maður ávallt haft aug-
un opin fyrir þvi sem er að vaxa
úr grasi og er enn ekki full-
þroska, þá er hætta á að til verði
það útilokunarmat, sem getur
stöðvað einnig þær bækur sem
hafa raunverulega þýðingu...
Ég er einnig ósammála Lund-
kvist að þvi leyti, aö ég held að
það sé einnig þörf fyrir það ljóð
sem er barasta „sæmilegt”. Ég
held að slikir textar sé sjálf sú
mold sem meiriháttar verk
vaxa upp af. Þvi er það, að jafn-
vel þótt ég teldi, að ég gæti með
vissu skilið þaö frá sem skiptir
máli og það sem ekki skiptir
máli, þá vildi ég halda eftir all-
miklu af þvi sem siðar var
nefnt, sem einskonar áburði
tungunnar. Þvi enginn veit með
vissu, hvað einn góðan veður-
dag skýtur höfði upp úr þvi sem
nú sýnist aöeins „nokkurnveg-
inn sæmilegt”.
N
Lögmannskrifstofa Hef opnað lögmannsskrifstofu að Ármúla 42 (Glófaxahúsinu) Málflutningur — innheimta — skattamál. Bergur Guðnason hdl. Ármúla 42, sími 82023.
\ J
Æ NÝ ÞJÓNUSTA
— Skattamál
Á tímum óvissu í skattamálum eru menn
í vafa um réttarstöðu sína.
Hvernig væri að vera ávallt viss í sinni sök?
Við bjóðum einstaklingum og fyrirtækjum
nýja þjónustu
Skatttryggingu
---------------------
TRYGGINGIN FELUR í SÉR:
1. SkattframtaM 977
2. Skattalega ráðgjöf allt árið 1977.
3. Allt annað sem viðkemur skatti yðar
á árinu 1 977.
Húsnæði óskast
á leigu
Óskum eftir að taka á leigu rúmgott
ibúðarhúsnæði i Reykjavik eða nágrenni.
Upplýsingar sendist til skrifstofu vorrar
að Lágmúla 9, Reykjavik fyrir 27. þ.m.
íslenska járnblendifélagið hf.
Icelandic Alloys Ltd.
Lágmúli 9, Reykjavik, lceland.
81333
Aðalsimanúmer Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
dags, og kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þess tima
næs't i starfsmenn blaðsins I 81382, 81527, 81257, 81285, 81482 og
81348.
^-----------------------)