Þjóðviljinn - 23.01.1977, Blaðsíða 16
16 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. janúar 1977
Spilverk þjóöanna
sendi frá sér fyrir jólin
þriðju breiðskífu sína,
Götuskó. Tónlistin á þess-
ari skífu sýnir að Spil-
verkið stendur jafnfætis
þeim bestu sem fengist
hafa við létta tónlist,
„dægurlög", á íslandi.
Aður en Spilverkið gaf út
nokkuð af eigin tónlist voru
félagarnir orðnir heimsfrægir á
tslandi fyrir framlag sitt til
Stuðmannaskifunnar, Sumar á
Sýrlandi, enda munu Stuðmenn
og Spilverkið hafa verið framan
af nokkuð eitt i hugum manna.
Þessir tviburar voru þó afar
ólikir. Stuðmenn fluttu grin og
rafmagnsrokk við smellnar
islenskar visur, sem strax náðu
eyrum manna, en Spilverkið
söng við raflausan undirleik
flata enska texta sem drógu
mjög úr áhrifamætti tónlistar-
innar. Allt lagðist hér á eitt við
að ýta Spilverkinu i skuggann af
Stuðmönnum og staða þeirra i
popplifinu hefur verið dálitið
óljós fyrir bragðið. Ekki er
ósennilegt að Götuskór verði sú
skifa sem skilur tviburana
sundur og gefur Spilvérkinu
sjáifstætt lif i hugum manna, og
munar þar mest um islensku
ljóðin. Það er þvi ekki fráleitt að
nefna Götuskó fyrstu Spilverks-
plötuna eftir tvö sæmileg til-
hlaup.
Ljóðin á Götuskóm eru ágæt-
lega frambærileg og best fyrir
það hversu eðlilega þau falla að
tónlistinni. Sum þeirra, t.d.
Gömul kona i bakhúsinu, Veöur-
glöggur, Styttur bæjarins, og
Blóð af blóði, eru góð ljóð, vel
hugsuð og útfærð. Hinu er ekki
að leyna að ekki er allt jafnvel
gert i þessum efnum. Fyrsta
visan i í klikunni lofar nokkuð
góðu, en i miðju versinu um bil-
inn Kæser dagar klikuhug-
myndin uppi, söguhetjan þvæl-
isti vandræðum sinum uppi holt
og gufar þar upp i klisjukennda
unglingauppreisn. Hér og viðar
er hugmyndin ekki nægjanlega
mótuð og heil og botninn dettur
úr kvæðinu. Gott ljóð er
sjálfstæð veröld. Annar galli á
ljóðagerðinni birtist skýrt i
Orðin tóm. Ljóðið fjallar um
einmanaleikann og kristilega
samhjálp, en i lokin getur skáld-
iðekki stillt sig um að kjafta frá
galdrinum i ljóðinu.
Þvi fer sem fer
Þln byrði hún er þln
Þvi er sem er
ljóðið lyppast niður eins og lofti
sé hleypt úr blöðru.
Tónsmiðar Spilverksins, þær
sem betri eru, þykja mér skipt-
ast nokkuð I tvö horn. Annars
vegar eru laglegar melódiur
sem slitna fljótt. I þann hóp tel
ég t.d. I skóm af Wennerbóm.
Orðin tóm og Hún og verkarinn.
Hinsvegar eru sérkennilegri lög
sem endast mér miklu betur og
kitla alltaf eyrun. Þar má nefna
Gömul kona i bakhúsinu, Veður-
glöggur og I klikunni. Þegar á
heildina er litið þykja mér
tónsmiðar Spilverksins sumar
nokkuð góðar, en margar hverj-
ar dálitið veigalitlar.
Langsterkasti þáttur
Götuskónna er tónflutningur og
söngur. Um þennan þátt kann
ég aðeins hástemmd lýsing-
arorð, og ef einn er betri en
annar, þá er smásálarskapur
að tina þar allt til. Þó get
ég ekki stillt mig að nefna
söng Egils i t.d. Verk-
aranum, sem er frábær, og
stórskemmtilegan klarinettu-
kafla i 1 klikunni, hvort tveggja
með þvi albesta á skifunni. Það
er þá lika rétt að nefna að
aðstoðarfólkið stendur sig afar
vel, enda ekki af verri endan-
um. Og með það deyr söngur
gagnrýnandans út i langdreg-
inni sælustunu.
Umslag þessarar skifu er al-
veg i þeim sérflokki sem hún
verðskuldar. Þorbjörg
Höskuldsdóttir hnykkir
skemmtilega á blaðberahug-
myndinni i myndskreytingu
umslagsins,og með þvi að flytja
lokasönginn i miðju hringsins er
lögð áhersla á inntak ljóðsins
sem kyrrstæða eilifa miðju lifs-
hlaupsins. 1 gamalli bók segir
um þetta að i hjólinu snúist
fjöldi pilára, en til litils væru
þeir nema fyrir öxulgatið, sem
þó stendur kyrrt.
Öll tæknivinna á skifunni er
mjög góð og aðstandendum til
sóma.
Af framansögðu er ljóst, að
ekki er margt hægt aö finna að
Götuskóm, ef litið er á hana sem
létta rokkskifu. Hinsvegar
finnst manni að jafnmiklir lista-
menn og i Spilverkinu eru
mættu gjarnan takast á við
stærri og flóknari viðfangsefni.
An þess að þykjast leggja lin-
una má benda á dæmi til skýr-
ingar. Minningarnar um bæjar-
lifið eins og tryllitækjarúnturinn
og Gildaskálinn,
sósialrómantikin og svo auðvit-
að Tivoli, allt tilheyrir þetta i
rauninni eldri kynslóð en Spil-
verkið og fylgismenn þess er.
Parodiurnar eru margar ágæt-
lega gerðar, en þær ganga ekki
sérlega nærri listamönnunum
og jafnöldrum þeirra. Reykja-
vikurlifið á Hljómaárunum
á sin sérkenni lika, en það er
erfiðara að draga þau fram, þvi
þessi ár standa svo nærri okkur
og nákvæmlega þessvegna er
það forvitnilegra verkefni
heldur en rokktimabilið á la
American Graffiti.
Ef Spilverkið tekur verkefna-
val og efnismeðferð þeim tök-
um, sem alvarlegum listamönn-
um sæmir, þá er mikilla tiðinda
að vænta frá þvi á næstu árum.
Verði hinsvegar óskalögin
ofaná, teljast Götuskór væntan-
lega dæmi um Spilverkið upp á
sitt besta.
FÞ
Djass-
kvöld
i
Glæsibæ
Annað kvöld, mánudag,
efnir klúbburinn Jazz-
vakning til djasskvölds í
Glæsibæ og er það hið
þriðja sem haldið er á
þessum vetri. í frétt frá
klúbbnum segir að þessi
starfsemi hafi mælst vel
fyrir og ýmsir lagt henni
lið.
I Glæsibæ kemur fram bland-
að lið sinfóniumanna og djass-
ara. Úr fyrrnefnda hópnum má
nefna Jón Sigurðsson, Gunnar
Egilsson, Björn R. Einarsson og
Viðar Alfreðsson en úr þeim
siðarnefnda Karl Möller, Arna
Scheving, Guðmund Stein-
grimsson, Jón Möller, Alfreð
Alfreðsson, Lindu Walker,
Pálma Gunnarsson og einhverj-
ir fleiri bætast i hópinn.
Klásúlur eru mjög hlynntar
starfsemi sem þessari og hvetja
lesendur sina óspart til að mæta
i Glæsibæ annað kvöld.
—ÞH
Starfshópar,
Átthagafélög,
Félagssamtök
KjötogfiskurbýðurviðurkenndanÞORRAMAT
Ennfremur veislusali. Tekið á móti pöntunum í símum 74200 og 74201
É~iL—Qpið t'* kl. 10 föstudaga og til hádegis á laugardögum