Þjóðviljinn - 15.03.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóOviljans. OtbreiOslustjóri: Finnur Torfi Hjörleífsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Slöumúla 6. Slmi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Met í óstjórn Þjóðviljinn greindi frá þvi á laugardag að afskriftir fyrirtækja hér á landi væru meiri en i nokkru öðru landi i grenndinni og voru þá tekin til samanburðar hin norð- urlöndin, Bretland og Vestur-Þýskaland. Þetta þýðir að skattabyrði hlutafélaga hér á landi er lægri en i nágrannalöndunum i flestum tilvikum meðan annað kemur ekki til. Þannig getur Island státað af þvi að eiga met i efnahagsstjórn á þessu sviði — margir mundu kalla það „óstjórn”. Islendingar eiga fleiri met. Eitt þeirra er kaup verkafólks i landinu. Almenn laun hér á landi eru lægri en i nokkru þeirra landa sem samanburðurinn var tekinn við að þvi er fyrirtækin varðar. Og þama er vissulega samhengi á milli — þvi meiri af- skriftir sem fyrirtækin geta sýnt, þeim mun minni laun geta þau borgað að sögn eigenda þeirra. Eitt metið enn er skuldasöfnunin við út- lönd. Um siðustu áramót skulduðu Islend- ingar 100 miljarða króna I erlendum gjaldeyri, sem samsvarar helmingi þjóðarframleiðslunnar á einu ári. 20% af útflutningstekjum næstu ára er þegar veð- sett ákveðnum erlendum lánastofnunum. Þar með er svigrúm okkar I efnahagsmál- um þrengra en nokkru sinni fyrr. í þessum efnum er rikisstjóm Geirs og Ólafs einnig methafi eftilað; mynda er borið saman við löndin innan OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Metin i óstjóm, afskriftum, kauplækk- unum og erlendum skuldum sanna betur en flest annað að rikisstjóm Geirs Hall- grimssonar er óábyrg stjóm I efnahags- málum. Slik stjórn getur ekki gert kröfur um ábyrgð á hendur einum eða neinum; einu ábyrgu viðbrögðin gagnvart henni væru að setja hana af. —s. Ekki annars flokks fólk A Reykjavikursvæðinu eru þúsundir láglaunafólks i allskonar þjónustugrein- um. Þetta fólk starfar við fyrirtæki rikis, borgar og einkaaðila sem flest em lifs- nauðsyn I þvi margbrotna þjóðfélagi sem við kjósum að halda uppi á Islandi á ofan- verðri 20stu öld. Við kjósum, að hafa sima, skóla, póst, útvarp, sjónvarp, verslanir, banka, tolla, löggæslu, tryggingar, banka. Allt kostar þetta starf fé og allt er þetta óhjákvæmilegt I meginatriðum, enda þótt þessa þjónustu megi vafalaust skipu- leggja miklu betur en nú er gert. Nægir I þvi sambandi að nefna tryggingafélögin, bankana og oliufélögin. En skipulagsleysi þessara þjónustugreina er ekki fólkinu að kenna sem þar starfar — meirihluti þess vinnur störf sem eru óhjákvæmileg I nútimaþjóðfélagi. Reykjavik er að mörgu leyti þjónustu- miðstöð fyrir allt landið, og allir eru sammála um, að þjónusta sú sem þar er innt af hendi verði að vera sem allra best. Það þýðir aftur að menn verða að viðurkenna i verkimikilvægi þeirra starfa sem unnin eru i þágu landsins alls af launafólki höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir aftur. að i verkalýðsbaráttunni verð- ur ekki siður að leggja áherslu á hlut þessa fólks en allra annarra. Þá dugir ekki að tala með fyrirlitningu um þjón ustustörfin; launafólkið sem þau vinnur er rétt og slétt verkafólk. Um það deilir eng- innþegar málin eru skoðuð niður i kjölinn. Það fólk sem hér um ræðir hefur ekki verið nægilega virkt I kjarabaráttu sið- ustu ára. Það stafar af þvi að úrelt löggjöf hefur heft getu opinberra starfsmanna til kjarabaráttu; siðará þessu ári getur kom- ið i ljós hve mikla þýðingu störf opinberra starfsmanna i allskonar þjónustugreinum hafa ef þeir beita verkfallsrétti. Kjara- barátta þeirra sem hafa starfað hjá versluninni i Reykjavlk, margar þúsundir manna, hefur verið að þvi leyti heft,að for- ystumenn þeirra I kjaramálum hafa allt eins getað átt það til að snúast á sveif með atvinnurekendum. Fólkið sjálft, lág- launafólkið I þjónustugreinunum, hefur ekki verið nógu virkt, einnig vegna þess að stundum er talað og skrifað um það eins og annars flokks verkalýð. A þvi þarf að verða breyting. Það launafólk þúsundum og tugþúsundum saman sem stendur að allskonar þjónustu við landsmenn er ekki annars flokks launafólk, það er verkalýð- ur sem á samleið með öllum verkalýð þessa lands i baráttunni gegn auðstéttinni og handlöngurum hennar, ráðherrunum og þingmönnum stjórnarflokkanna. —s. Staðreynd- irnar og Gylfi Gylfi Þ. Glslason er sem kunn ugt er prófessor i bókfærslu viö Háskóla Islands. Auk þess er hann formaöur þingflokks Alþýöuflokksins I hjáverkum, enda þingflokkurinn ekki stór og Gylfi afkastamaður. I sjónvarpsþætti á föstudaginn kom ákaflega vel fram hvað bókhaldsþekking Gylfa er stór- brotin og talnameöferö sérkenni- leg. Hann skýröi frá því, að i siöustu kosningum 1974 heföu Alþýöuflokkurinn og Samtökin veriö jafnstór Alþýöubanda- laginu. Hinar raunverulegu tölur segja þó aö Alþýöubandalagiö hafi i siöustu kosningum hins veg- ar veriö miklu stærra en hinir, flokkarnir samanlagöir: Alþýöu- Gylfi segist átta sig á staö- reyndum, en staöreyndirnar viröast ekki átta sig á Gylfa. bandalagiö hefur enda i samræmi viö fylgi sitt 11 þingmenn, hinir flokkarnir samanlagt 7. Margur mun því eiga öröugt meö að átta sig á kenningu Gylfa Þ. Gislasonar og þvi hvernig hann beitir henni. Væri raunar þarft verk að kanna hvort hann nýtir sér slikar reikningsaðferöir viö bókhaidskennslu I Háskóla Islands. Kæmi þá etv. I Jjós skýr- ingin á sérkennilegum sögum af bókhaldi ýmissa aöila í þjóöfélag- inu. Xx En upp í hugann koma þó setn- ingar sem kannski skýra vandöi málið i heild og lagöar voru i munn Gylfa Þ. Gislasonar af venjulegri illkvittni: „Alþýöu- flokkurinn á auövelt meö aö átta sig á staöreyndum, hins vegar eiga staöreyndirnar erfitt meö aö átta sig á Alþýöuflokknum.” Fjörleg grein Agnar Guönason ráðunautur skrifar fjörlega grein I Timann á sunnudag sem andsvar viö froöu- snakki Jónasar Kristjánssonar um landbúnaöinn. 1 grein Agnars segir: Samkvæmt itarlegri vigtun á Dagblaöinu mun þaö vega rétt um 80 gr. þaö þarf því 12.5 blöö I eitt kg. Verö á einu kg. af Dagblaöinu er 750 kr. i smásölu, þaö er áiika og súpukjöt I fyrsta veröfiokki. Eitt kg. af þekktum dagblööum á hinum Noröurlönd- unum t.d. eins og Berlingske tidende eöa Politiken kosta um 75 kr. þannig aö þaö er tiu sinnum óhagstæöara fyrir hinn almenna borgara aö kaupa eitt kg. af Dagblaöinu á Islandi, en fyrir Dani aö kaupa sin morgunblöö, þá er ekki tekiö tiilit til gæöa inni- haldsins. Agnar leggur til aö starfsmenn Dagblaösins veröi „launaöir beint” hjá rikinu. Þaö er þvi brýn nauðsyn aö bæta skipulagiö.hætta aö gefa út Dagblaöiö, setja allt liöiö á föst laun hjá rikinu. Viö þaö mundi sparast mikiö fjármagn og gæti dregið verulega úr veröbólgunni. 500 tonn af pappír Þaö mun láta nærri aö i Dag- blaöiö fara um 500 tonn af pappir árlega miöaö viö aö þaö sé gefiö út I 20 þús. eintökum. Verömæti þessa pappirs I erlendum gjald- eyri mun vera nálægt 40 millj. króna. Auk gjaldeyris sem eytt er i pappirinn, þarf ýmislegt annaö erlendis frá til aö gefa út dagblaö, prentsverta, filmur o.fl., þannig að sennilega er þaö varlega áætl- Jónas fær á baukínn aö bein gjaldeyriseyösla sé um 80 milj. kr. vegna útgáfu Dagblaös ins. Þetta er óskapleg sóun á verö- mætum, þvi Dagblaöiö er erfitt aö nýta á hagkvæman hátt. Þaö hljóta allir aö gera sér grein fyrir þvi, aö þaö vinnuafl sem bundiö er viö jafnóaröbæra framleiöslu má nota til annarra og nytsam- legri starfa. „Þaö viröast vera næg verkefni fyrir þetta fólk i islenzku atvinnulifi”. Starfsfólk Dagblaðsins á launum hjá ríkinu Þaö er sjálfsagt ekki sársauka- laust fyrir starfsliöiö á Dagblaö- inu aö hverfa frá þvi og fara til annarra verka. Svo sem sárabót væri eðlilegt aö þaö yröi samiö viö rikiö um mánaöarlegu greiöslu þess. Þaö fer ekki vel á þvi aö ætla þessu ágæta fólki minni laun en bændum, svo mán- aðarlaun mættu veröa 125 þús. krónur. Rekaviður á Hornströnd- um Þrátt fyrir aö starfsliö Dag- blaösins færi á föst laun hjá rik- inu, er ekki þar meö sagt, aö þaö megi leggjast I leti og iöjuleysi frekar en bændurnir, sem mega halda áfram aö framleiða. Viö búum viö timburskort og Dag- blaösmenn hafa eytt einhverjum ósköpum af trjám I allan þann pappir, sem blaöiö hefur veriö prentaö á. Þess vegna er sam- dóma álit sérfræöinga, aö þaö sé þjóöhagslega hentugast starfs- sviö, sem þetta fólk gæti fariö inn i, án röskunar hjá öörum stéttum aö tina rekaviö á Hornströndum. Þaö mætti nýta á einhvern hátt húsnæöi i Grunnavik, Hesteyri og Aöalvik. Spurningin er sú, hvort nýta ætti rekaviöinn til pappirs- framleiöslu. Þaö mál þarf itar- legrar könnunar viö. En óneitan- lega mundi þaö gleöja keppinauta Dagblaösins, ef þeirra blöö yröu prentuö á pappir, sem fyrr- verandi starfsfólk Dagblaösins heföi átt þátt i aö framleiöa.” —s.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.