Þjóðviljinn - 15.03.1977, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. mars 1977 Sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til aö byggja dvalarheimili aldraðra Ríkið greiði á ný þríðjung kostnadar Vinstri stjórnin tók upp þá regiu á sinum tima aö rikiö skyidi greiöa þriöjung byggingar- kostnaöar dvalarheimila fyrir aidraöa. Hægristjórnin felldi þessar reglur úr gildi haustiö 1975. Hefur þessi afstaöa hægri- stjórnarinnar vaidiö mikilii ó- ánægju og erfiöleikum um allt land og hefur dregiö úr þeim áhuga sem áöur var á byggingu þessara stofnana þar sem sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til þess aö standa undir þeim. Þess vegna hefur komið fram á alþingi frumvarp til laga um að þessum reglum veröi brey tt á ný i sama horf og vinstristjórnin við- hafði. Flutningsmenn þess frum- varps eru tveir þingmenn Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvins- son. Frumvarp þeirra hefur nú sætt meðferð i heilbrigðis- og félags málanefnd deildarinnar. Skilaði nefndin tveimur álitum: Þrir menn, sem kölluðu sig meiri- hluta, lögðu til að frumvarpiö yrði fellt vegna þess að lögin um kostnaðarskiptingu milli rlkis og sveitarfélaga eru i endurskoðun. Þessir þrir þingmenn eru Guömundur H. Garöarsson (S), Þórarinn Sigurjónsson (F) og Jón Skaftason (F). Tveir nefndar- menn, Ragnhildur Helgadóttir (S)og Sigurlaug Bjarnadóttir (S) voru fjarstaddar afgreiöslu máls- ins í nefndinni. Þær fluttu svo ásamt Pétri Sigurðssyni tillögu um að málinu yrði visaö til rikis- stjórnarinnar. Umræður um mál þetta fóru fram á fundi neðri deildar á miö- vikudag. Mælti Siguröur Magnússon fyrir áliti þeirra Karvels um að samþykkja bæri frumvarpið og lög vinstri- stjórnarinnar frá 1973 þar með vakin til lifsins á ný. Jón Skafta- son (F) mælti fyrir áliti þremenninganna og lagði til að frumvarpið yrði fellt. Benedikt Gröndalf A) svaraði ræðu Jóns og gagnrýndi þremenningana fyrir álit þeirra. Gunnlaugur Finnsson (F) tók hins vegar i sama streng og „meirihlutinn” i heilbrigðis- og félagsmálanefnd, kvað aöeins blæbrigöamun á þvi hvort frum- varp væri fellt eða þvi visaö til rikisstjórnarinnar. „Lekahrip” frá 1975 GiisGuömundsson tók tilmáls. Hann vék fyrst að þvi, að hann þingsjé taldi óeðlilegt að þrir menn af sjö nefndarmönnum kölluðu sig meirihluta. Beindi hann þvi til þingmanna og starfsmanna alþingis að koma i veg fyrir að slikt endurtæki sig. Gils gagnrýndi þá vanhugs- uöu skyndibreytingu sem gerö var á skiptum milli rikis og sveitarfélaga rétt fyrir jólin 1975 á algerum handahlaupum, eins og þingmaðurinn orðaöi það. Kvað hann frumvarpið frá 1975 hafa verið illa Undirbúið og flestir alþingismenn hefðu raunar viður- kennt það, ef ekki i ræöustól á alþingi, þá i einkaviötölum. Vitanlega átti að halda áfram þeim stuðningi sem rikið hafði tekið upp við byggingu dvalar- heimila aldraðra, en leggja um leið áherslu á að móta skynsam- lega heildarstefnu I þessum mál- um. Gils fagnaði þvi að Pétur Sigurösson (S), sem talaði fyrr I umræðunni lýstiþví yfir,aðþaö að kippa slikum málum gersamlega úr tengslum við rikið og gera ekk- ert i staðinn hafi verið fljótfærni og algerlega rangt. Pétur lýsti þvi i rauninni stuðningi við þetta frumvarp. Gils kallaði lögin frá um jólin 1975 „lekahrip”. Ég á hér ekki einasta við elliheimilismál- in, sagði þingmaðurinn, heldur mörg önnur,til dæmisþá forsmán hvernig farið hefur verið meö al- menningsbókasöfnin, og ég vil nota þetta tækifæri eins og hver önnurtilað lýsa þvi yfir,að það er alþingi og rikisstjórn þeirri, sem ber ábyrgð á þvi,til hinnar mestu vansæmdar. Þetta frumvarp um þátttöku rikisins I byggingu dvalarheimila aldraðra á að samþykkja, sagði þingmaðurinn að lokum. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) og Ragnhildur Helgadóttir (S) lýstu þvi yfir að þær vildu ekki fella frumvarpið, heldur visa þvi til rikisstjórnarinnar. Benedikt Gröndal kvaö grund- vallarmun á þvi hvort slfku máli væri visað til rikisstjórnar eða það fellt. Hvernig myndi nefndin sem endurskoðar nú verkefna- skipti rikisins og sveitarfélaga, túlka það ef alþingi felldi frum- varpið? Gæti hún ekki litið á það sem andstöðu alþingis? Allt annað mál væri ef frumvarpinu yrði visað til rikisstjórnarinnar, sagði Benedikt Gröndal. Engin hindrun Svava Jakobsdóttirtók til máls. Minntist hún fyrst á það sem fram kom i ræðu Ragnhildar Helgadóttur, að lögin frá 1975 um niðurfellingu aðstoðar rikisins viö byggingu dvalarheimila aldraðra hefðu orðið til góðs vegna þess að sveitarfélögin heföu siðan fremur kosið að byggja smáibúðir fyrir aldraða.Kvaöst Svava vilja leið- rétta þennan misskilning; lögin um dvalarheimili aldraðra hefðu á engan hátt hindrað það að einnig yrði reistar ibúðir fyrir aldraða. Vitnaði Svava I lögin máli sinu til stuönings: „Dvalar- heimili fyrir aldraöa eru ætluð öldruðu fólki, sem ekki þarfnast vistunar á sjúkrahúsi. Dvalar- heimili aldraðra getur jöfnum höndum veriö ætlað til dagvist- unar sem fullrar vistunar. Ibúðir fyrir aldraða geta verið hluti dvalarheimilis.” Vinstristjórnin gerði þannig ráð fyrir þvi,að tekið yrði fyllsta tillit til þessara þriggja „lifsforma.” Þar voru þvi lögin til stuðnings fremur en hitt. íhaldsstjórn skerðir framlög til félags- og menningarmála Að baki breytingunum 1975 lá engin stefna um þaö hvað væri rétt að rikið sinnti og hverju sveitarfélögin. Að baki lá einungis að skera niður útgjöld rikisins og' það var engin tilviljun hvaða málaflokkar voru þá teknir fyrir. Það voru tekin fyrir félags- og menningarmál. Sú stefna sem lá þarna að baki var einfaldlega stjórnarstefnan. og þarna tog- Benedikt Jón Ragnhildur Sigurður Pétur Gils Siguriaug Ólafur uðust á andstæö sjónarmið félagshyggju og ihalds. Málið er nú svo einfalt að þegar skera þarf niður útgjöld rikisins. þá fer Ihaldsstjórn alltaf I það að skera niður til félagslegra verkefna eða til menningarmála. Það var engin önnur stefna sem lá að baki þessari breytingu íhaldsmaður talar Ólafur G. Einarsson (S) flutti ræðu þar sem hann varði i llf og blóð lögin frá 1975, sem kölluð hafa verið „bandormurinn” vegna þess að i þeim fólst breyting á mörgum óskyldum lagabálkum, sem þó snertu yfir- leitt allir afskipti rikisins af félagsmálum. Hann gagnrýndi málflutning Gils Guðmundssonar varðandi almenningsbókasöfnin og hvatti almennt til þess að i dregið yrði sem allra mest úr rikisafskiptum en að málefnin yrðu I staðinn færð yfir til sveitar- félaganna. Gils Guömundsson svaraði þingmanninum. Hann sagði eitt- hvað á þessa leið: Það er farið að koma manni á óvart þegar ihaldsmenn hér á þingi tala eins og ihaldsmenn, segja það sem þeir meina. En þetta gerir Ólafur G. Einarsson amk. örðu hverju. Ég komst þannig að orði einhvern tima að gefnu tilefni að skoðanir hans i þvi máli sem þá var á dagskrá virtust hafa mótast einhvern tima fyrir fyrra strið. Siöan leiö- rétti ég og taldi þaö ofsagt; skoð- anir hans hefðu liklega mótast á árunum 1923-1924 á timum Jóns Þorlákssonar. Nú finnst mér stundum þegar hann er að tala i öðrum málum, að ég ætti eigin- lega aö taka þessa leiðréttingu aftur, því að flestar skoðanir hans, amk. þegar hann talar eins og hann meinar, sem hann gerir stundum og oftar en ýmsir aðrir, virðast vera mótaðar fyrir fyrra strið. Foreldri bandorms I hvert skipti sem minnst er á „bandorminn” frá 1975 kemur þessi þingmaöur i pontu. Ég fer að imynda mér að hann hafi þarna eitthvaö nærri komið, þvi að þaö er ekki annað að heyra en þetta sé eins og móðir aö ver ja af- kvæmisitt. Og það vita nú allir að þegar vandræðabörnin eiga i hlut þá eru foreldrarnir viðkvæmastir og svo virðist vera um þennan þingmann, þegar fariö er að vikja að þessari handaskömm sem þeir stjórnarþingmenn smþykktu rétt fyrir jólin 1975. Bókasöfnin Ólafur G . Einarsson geröi mjög litið úr þvi, aö lögin um al- menningsbókasöfn hefðu i rauninni haft nokkurt gildi. Þaö hefðu verið svo litlir fjármunir sem til þeirra var varið. Ég full- yrði að á fyrstu árum þeirra laga gerðu þau stórmikið gagn. Gall- inn á lögunum var hins vegar sá að framlagið var bundið við krónutölu og þess vegna var oröið mjög brýnt að endurskoða þessi lög. En það var ekki gert þannig að þau hefðu jákvæð upp- byggingaráhrif á bókasöfnin; þaö hefur að visu verið samið frum- varp sem er að mörgu leyti ágætt en þvi miður var alltof lengi að velkjast hér á alþingi og hjá fyrri stjórn og siðan þessari rikis- stjórn. En þvi þarf að breyta, þvi þarna var skorið á og ákveðið.að sveitarfélögin skyldu sitja uppi með þaö sem þau vildu gera 1 bókasafnsmálum, rikið skyldi þar hvergi nærri koma. Svo er ólafur G.Einarsson hissa á þvi að þegar bókasafnsmenn þinga þá hafi þeir verið svo vitlausirað vera á sama máli og Gils Guðmundsson, semsé að það hafi verið skyssa að afnema þessi lög! — Atkvæðagreiðsla fór ekki fram um frumvarpið um dvalar- heimili aldraðra. Frá Búnaðarþingi Raforka til allra landsmamia 1 tilefni af erindi frá Búnaðar- sambandi Austur-Húnvetninga um orkumál i dreifbýli og erindi allsherjarnefndar þingsins um rafmagnsmál samþykkti Bún- aöarþing svofeilda ályktun, Raforkumál. Búnaöarþing minnir enn á þau sjálfsögðu réttindi, að allir landsmenn, án tillits til búsetu, fái rafmagn frá orkuverum rikisins eða öðrum opinberum raforkufyrirtækjum. Þingið leggur áherslu á, að gerö veröi áætlun um rafvæðingu allra býla, sem ekki eru enn komin á framkvæmdaáætlun. Jafnframt beinir þingiö þeim tilmælum til landbúnaöarráð- herra, að hann hlutist til um, að athugun þeirri, sem nú er unniö að á vegum landbúnaöarráðu- neytisins varðandi nýtingu raf- orku i þágu landbúnaöarins, verði hraöað eftir þvi, sem tök eru á, og þessi athugun beinist m.a. að eftirfarandi: 1. aukinni flutningsgetu dreifilina og breytingu á einfasa rafmagni i þrifasa rafmagn. 2. að mæla sérstaklega og lækka I veröi þá raforku, sem notuö er til búrekstrar, þar sem ekki er markmæling. 3. að raforka til almennra nota verði seld á svipuðu verði til allra landsmanna. 4. auknum möguleikum til kaupa á raforku eftir markmæl- ingu. 5. aö fastagjöld af rafmótor- um, sem notaöir eru til að knýja súgþurrkunarblásara, lækki sem svari þvi, að það greiöist aðeins I 3-4 mánuði árlega. 6. að raforka til heykökugerð- ar og graskögglaframleiðslu verði seld á sama verði og raf- orka til Aburðarverksmiðjunn- ar. 7. hvort hitadælutækni verði komið viö til hitunar á lofti við súgþurrkun. 8. öðrum nýungum, sem spar- að geta orku og minnkaö oliu- notkun viöupphitun ibúðarhúsa i sveitum og sparaö þannig erlendan gjaldeyri. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.