Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 15. mars 1977 ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 15 Strandamaðurinn lagði atvinnumennma að velli 1 fyrsta kasti „Efast um að margir þelrra hafí verið að keyra strætó nokkrum dögum fyrir mótlð” sagði Hreinn Halldórsson, Evrópumeistari í kúluvarpi, — Jú/ auövitað var þetta sætur sigur, ekki sist vegna þess hve ég hafði lítinn tíma til undir- búnings og slæma aðstöðu til að æfa sjálf köstin, sagði Hreinn Halldórs- son, nýbakaður Evrópu- meistari i kúluvarpi i samtali við Þjóðviljann í fyrrakvöld. — Kapparnir hérna hafa eytt geysileg- um tíma í að búa sig undir þessa keppni og mér er a.m.k. til efs að margir þeirra hafi verið að keyra strætó eða sinna öðrum sky Idustörf um sl. þriðjudag, örfáum dög- ium fyrir mótið. En þaö var einmitt þaö sem Hreinn Halldórsson þurfti aö gera. Hann lagöi af staö til Spánar á miövikudagsmorgni og feröaöist i þrjá daga áöur en hann kom á áfangastaö. Fram aö miövikudeginum vann hann sinn fulla vinnudag hjá strætis- vögnum Reykjavikur, en aö I loknu þriggja daga erfiöu feröa- lagi kastaöi Strandamaöurinn sterki i fyrsta kasti 20.59 metra og tryggði sér Evrópumeistara- titilinn á meðan fyrrverandi Evrópumeistarar, heimsmeist- arar, Olympiumeistarar og aör- ir stórlaxar fengu ekki rönd viö reist. Sannarlega er þetta stór- glæsilegur árangur hjá Hreini, ekki sist vegna hinnar hörmu- legu aöstööu sem honum var séö fyrir til æfinga. — Jú, þaö er rétt, handknattleikslandsliöiö tók af mér alla aðstööu til aö æfa köstin, en maöur var svo sem ekkert að telja þaö eftir, þeir stóðu fyrir sinu og gott betur, sagöi Hreinn. — Þetta varö hins vegar til þess að ég varö aö láta mér nægja aö æfa lyftingar af kappi og svo núna siöustu dag- ana strikaöi ég mér hring inni i Laugardal og æfi þar köstin ut- anhúss. Aðstaðan var auövitaö ekki góö þarna i þessum heima- tilbúna utanhússhring, en veör- í viðtali frá Spáni ið kom mér til hjálpar og mun- aöi það geysilega miklu að geta æft i þokkalegu veðri. Engin tilviljun En þannig fór hinn brauöstrit- andi islendingur aö þvi að tryggja sér Evrópumeistara- titilinn úr höndum óopinberra atvinnumanna i greininni. Og það var engin tilviljun að Hreinn skyldi ná þessu glæsi- lega kasti. Hann fleygði kúlunni tvivegis yfir tuttugu metra og sýndi mikiö öryggi úti á Spáni. Baskarnir sem hertóku iþrótta- húsiö og stöövuðu keppnina komu honum ekki einu sinni úr jafnvægi, þótt hinn tapsári eng- lendingur, sem hlaut annað sæt- ið, heföi notaö þaö sem afsökun fyrirósigri sínum. Við spurðum Hrein út i óeiröirnar. Baskar hertóku íþróttahöllina — Þaö voru ansi mikil mót- mæli hérna i borginni og nokkrir baskar voru drepnir ásamt nokkrum lögreglumönnum. I iþróttahöllinni sjálfri uröum við þó ekkert varir viö átökin. Baskarnir tóku aö visu húsiö á sitt vald og stöövuöu alla keppni i tvær klukkustundir, en aðgerö- irnar voru friösamlegar þótt menn væru gráir fyrir járnum. Við biöum bara á meðan og fylgdumst meö atburöarásinni úr fjarlægö, héldum okkur að mestu leyti i bakherbergjum á meðan baskarnir mótmæltu. En það var óneitanlega skrýt- ið aö fá þessi átök inn i miöja keppni. Viö vorum allir búnir að hita upp og þetta var töluverð röskun fyrir okkur, þótt mér finnist þaö nú léleg afsökun að kenna svona nokkru um ósigur. Viö töluöum viö Hrein aöfara- nótt mánudagsins, eöa rúmlega hálfum sólarhring eftir aö hann náði hinu glæsilega kasti. Hann var hinn rólegasti aö venju yfir árangri sinum, sem haföi ekki komiö honum úr jafnvægi frek- ar en óeirðirnar i kringum hann. „Stáltaugar” strandamannsins högguöust ekki og hann geröi sem minnst úr árangri sinum. Tæknin gekk loksins upp — Þetta kast er búið aö liggja lengi i loftingu og þaö gat komiö hvenær sem er. Tæknin féll loksins fullkomnlega saman viö kraftinn og þá gekk dæmiö upp, en maður átti þó e.t.v. ekki von á þessu I fyrsta kasti. Ég komst lika svolitið úr jafnvægi og kast- ai ekki langt i næstu tilraunum. Annað kastiö varö 19.09 metrar, siðan kom ágæt tilraun meö 19.98 metra og voru köstin þrjú i undanrásunum búin. I aöal- keppninni fékk ég aftur þrjár tilraunir og byrjaöi á 18.78, siðan kom ógilt kast en i siöustu tilraun flaug kúian aftur yfir tuttugu metra, eða 20.27 metra. Hreinn sagöi aö ferðalagiö til San Sebastian hefði verið afar erfitt. A fyrsta degi, þ.e. miö- vikudegi, var flogið til London. Þar var sex tima bið eftir flugi til Madrid og gist þar eina nótt. Þaöan var haldið til borgarinn- ar Bil Bao á fimmtudeginum, en ekki komið til San Sebastian fyrr en á föstudegi. Þriggja daga ferðalag var aö baki og að- eins rúmur sólarhringur i Evrópumeistaramótiö. En Hreinn lét ekki ferðaþreytuna á sig fá og geröi út um mótiö i fyrstu tilraun. Og þaö voru engin smástirni sem kepptu viö Hrein, en alls voru kúluvarpararnir tólf. Þeirra á meðal var englend- ingurinn Geoff Capes, þrefaldur Evrópumeistari sl. fjögur ár. Capes varð að láta sér lynda annaö sætiö og pólski Olympíu- meistarinn frá 1972 Vladislaw Komar, hafnaöi i þriöja sæti. Reuter furðar sig á fastri atvinnu Hreins Hreinn kom afar mikiö á óvart meö þvi aö hreppa gull- verölaunin og i fréttaskevti frá Hreinn Halldórsson varö aö láta sér nægja aö æfa köst fyrir innan- hússmótiö f heimatilbúnum kasthring, sem hann strikaöi sér meö spýtupriki inni i Laugardal aö loknum fuilum vinnudegi. En hann stakk hinum óopinberu atvinnumönnum engu aö sföur aftur fyrir sig. Reuter segir meðal annars: „Hinn tuttugu og átta ára gamli strætisvagnabilstjóri úr Reykjavik setti mikiö og óvænt strik i reikninginn á Evrópu- meistaramótinu f San Sebastian er hann varpaði kúlunni 20.59 metra og varð Evrópumeist- ari...Geoff Capes tapaöi þarna titlinum i hendur litt þekkts is- lensks strætóbilstjóra og Capes sagöi aöeins aö lokinni keppni: „Allir byrja aö tapa einlivern timann en ég hef engan áhuga á þvi að halda sliku áfram. Ann- ars er ekki hægt aö kalla þetta ósigur, ég hafði hitað kerfis- bundiö upp og miöaö viö fyrir- fram ákveöinn keppnistima, en baskarnir trufluðu keppnina og töfðu, þannig aö ég fór illa und- irbúinn i öll köstin”. Sá enski bar þvi ýmsu viö eins og svo oft þegar heimsfrægir iþróttamenn lenda i þvi aö tapa fyrir óþekktum stjörnum úr norðri, en Hreinn sagöi að sér fyndist þetta afskaplega léleg afsökun, truflunin heföi komið jafntniöur á öllum og ekki verið þess aölis aö ht n hefði haft nein úrslitaáhrif. En það má reikna með þvi aö Hreinn þurfi ekki aö verma bil- stjórasætiö svo mikiö næsta sumar. Hann hefur skyndilega skotist upp á frægöarhimininn og fær vafalaust tilboö úr öllum áttum um aö taka þátt i iþrótta- mótum næsta sumar. Hann get- ur þá vonandi helgað sig iþrótt- inni óskiptur og enn glæsilegri árangur fylgir þá e.t.v. i kjöl- farið. —gsp Haukar kæra leikinn við Viking telja að Páll Björgvinsson sé ólöglegur Haukar munu ætla að kæra leikinn gegn Víkingi sl. laugardag á þeim for- sendum að Páll Björgvins- son sé ólöglegur, sem leik- maður Víkings. Páll þjálf- aði og lék með IA fram að siðustu áramótum, en mun allan þann tíma hafa haft heimilisfang i Reykjavik þannig að hann má ekki keppa með Víkingi/ á sama keppnistímabili og IA. En Vfkingar segja aö Páll hafi veriö kærður inná íbúaskrá Akra- ness rétt fyrir áramót og sé þaö rétt, er Páll löglegur meö Vikingi nú, vegna þess, aö ef maöur skiptir um félag milli héraða, þarf ekki aö liöa nema einn mán- uöur milli félagaskiptanna, þar til viðkomandi leikmaöur er lögleg- ur. Þaö veröur þvi fróðlegt aö sjá til hvaö dómstóll HSÍ gerir i þessu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.