Þjóðviljinn - 15.03.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Page 5
Þri&judagur 15. mars 1977 þjöÐVILJINN — SIÐA 5 Frumsýning í Þjóöleikhúsinu í kvöld i kvöld veröur Lér konungur frumsýndur i Þjóöleikhúsinu. Þetta er eitt af frægustu verkum Shakespears og jafnframt eitt af þeim kröfumestu. Helgi Háif- danarson hefur þýtt leikinn, leik- stjóri er Hovhannes I. Pilikian,og leikmynd er eftir Ralph Koltai. Lér konungur hefur aldrei áöur veriö fluttur á leiksviöi á islandi. Lér konungur er saminn um 1605, og sækir Shakespeare efniö i keltneskar sagnir, sem hann hefur kynnst i krónikum Hlins- heds (en þangaö sótti hann oft söguefni). Sagan af Lé og dætrum hans fær i meöförum Shake- speare næstum yfirmannlega reisn, sem opnar ystu f jarvíddir i öllum mannlegum samskiptum og innbyröis afstööu persónanna; þarna er teflt um völd og ást, um metorö og girnd, þarna er lýst hroka og niöurlægingu, eigingirni og fórnfýsi, ofstopa og bliöu, hinni sárustu neyö á mörkum vits og vitleysis og hinni dýpstu gleöi og fullnægingu. Leikurinn um Lé konung hefur löngum veriö talinn einhver mesti harmleikur allra tima; hann er saminn á þvi sem hefur veriö kallaö harmleikja- skeiö Shakespeares. Július Sesar varö til um 1600, Hamlet 1602, Othello tveimur árum siöar og Macbeth 1606. 011 þessi leikrit hafa veriö flutt hér á landi áöur nema Lér, sem hins vegar hefur veriö leikinn i útvarp. Stein- grimur Thorsteinsson þýddi Lé eöa Lear, eins og hann heitir á frummálinu, fyrstur á islensku um likt leyti og Matthias Jochumsson vann aö sinum miklu Shakespeareþýöingum. Þýöing Helga Hálfdanarsonar birtist i safni hans af leikritum Shake-, speares fyrir nokkrum árum og hefur aö makleikum hlotiö mikiö lof. Þjóöleikhúsiö hefur frá upp- hafi frumflutt margar Shake- speareþýöingar Helga, Sem yöur þóknast, Draum á Jónsmessu- nótt, Júlíus Sesar, Þrettánda- kvöld, Othello og Kaupmann I Feneyjum, en Leikfélag Reykja- vikur hefur flutt Romeó og Júllu og Makbeö. í þau tvö skipti sem Hamlet hefur veriö fluttur hér á sviöi, var hins vegar notuö þýöing. sr. Matthiasar. Rúmlega hálf öld er siöan leikrit Shakespeares voru fyrst kynnt islenskum leikhúsgestum. Fyrst komu Þrettándakvöld og Vetrarævintýri I þýöingu IndriÖa Einarssonar, en slöar Kaupmaöur i Feneyjum I þýöingu Sigurðar Grimssonar. Þaö kemur i hlut Rúriks Haraldssonar aö leika hér fyrstur manna hið margfræga og vanda- sama hlutverk Lés konungs. Dætur hans þrjár Goneril, Regan og Cordeliu leika þær Kristbjörg Kjeld, Anna Kristin Arngrims- dóttir og Steinunn Jóhannes- dóttir, fiflið er Baldvin Halldórs- son og jarlinn af Kent leikur Flosi ólafsson. Erlingur Gislason leikur Glosturjarl og syni hans tvo Játmund og Játgeir leika þeir Siguröur Skúlason og Þórhallur Sigurösson. Með önnur stór hlut- verk fara Gisli Alfreðsson, Sigmundur örn Arngrimsson, Róbert Arnfinnsson, Bessi Bjarnason, Jón Gunnarsson, Randver Þorláksson o.fl. Aöstoöarleikstjóri er Stefán Baldursson, búninga hefur teiknað og annast Jane Bond i samráöi við leikmyndateiknara. Sýningin á Lé konungi er meö umfangsmestu fyrirtækjum sem leikhúsið hefur ráðist i, en alls koma um 40 manns fram i sýningunni. Flutningur á Lé myndi i óstyttu formi taka milli 5-6 klukku- stundir. Leikurinn er að sjálf- sögðu stuttur i flutningi hér, en eigi að siður er þetta löng sýning, sem tekur á 4. klst. i sýningu. Leikstjórinn, Hovhannes I. Pilikian, er af mörgum talinn i hópi áhugaveröustu og frum- legustu yngri leikstjóra breta I dag. Hann hefur einkum vakiö athygli fyrir ferskar en vandaðar sýningar á sigildum verkum, en meðal þeirra þrjátiu sýninga, sem hann hefur aö baki eru þó nútimaverk eftir t.d. Ionesco. Hann hefur veriö gistiprófessor i Bandarikjunum og stjórnaö sem Lér ásamt dætrum slnum. Frá vinstri: Krisfbjörg Kjeld, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, GIsli Aifreösson, Anna Kristin Arngrimsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Ljósm. Katrin Káradóttir. gestur leiksýningum þar, m.a. Medeu. Einnig hefur hann veriö gestaleikstjóri i Júgóslaviu, þar sem hann stjórnaði Fedru eftir Racine, en leikmyndina gerði Josef Swoboda. Frægustu sýningar hans i Bretlandi eru á Electru Evripidesar i Edinborg (verölaun skoska sjónvarpsins fyrir bestu leikstjórn 1971), sýningin var siöan tekin upp meö öörum leikurum i London; Medeu á Yvonne Arnaud — leikhúsinu i Guilford, Ræningjum Schillers i Roundhouse-leikhúsinu og ödipus konungi eftir Sofokles I hátiða- leikhúsinu i Chichester. Pilikian sem er fæddur i Armeniu, er nú ab vinna aö doktorsritgerð um Lé konung. Ralph Koltai er i hópi fremstu leikmyndateiknara heims og af mörgum talinn sá sem hvað mest áhrif hefur haft á leikmyndagerö I Evrópu undanfarna tvo áratugi, að Swoboda undanskildum. Hann hefur gert leikmyndir fyrir yfir 100 leiksýningar i Bretlandi og um alla Evrópu, Argentlnil, Kanada, Ástraliu og Banda- rikin. Hann er nú fastráöinn við Royal Shakespeare Company i Lundúnum, þar sem hann hefur unnið að mörgum sýningum t.d. Kákasiska kritarhringnum eftir Brecht, Gyöingnum frá Möltu eftir Marlowe, Kaupmanni i Feneyjum og Timon frá Aþenu eftir Shakespeare, Staðgenglinum eftir Hochhut, Afmælisboðinu eftir Pinter, Endatafli eftir Beckett, Major Barbara eftir Shaw o.s.frv. Hann hefur gert leikmyndir fyrir ýmsar sýningar i Þjóðleikhúsinu breska, t.d. Back to Methusalem eftir Shaw, Sem yöur þóknast eftir Shakespeare og nú siðast Erfðaskrá Lenins, sem er nýtt leikrit eftir Robert Bolt. Þá hefur hann gert leiktjöld fyrir ýmsar sýningar i Covent Garden og The English National Opera Company, t.d. hina frægu upp- setningu á Niflungahring Wagners, svo og Tannháuser fyrir opnunarár óperunnar i Sidney. Koltai hefur á ferli sinum hlotiö margvislega viöurkenningu, oftar en einu sinni verib kjörinn leikmyndateiknari ársins i Bret- landi. Meöal annars hlaut hann ásamt öörum gullverðlaunin á alþjóðasýningu leikmynda- teiknara, sem haldin er 4. hvert ár i Prag (1975). Það var fyrir leikmynd fyrir sýningu þeirra hans og Pilikians á öpidusi i Chichester. Seljast gódar barna- bækur ekki? Fyrir nokkrum árum byrjaöi að koma út á islensku bókaflokkur eftir norsku skáldkonuna Anne- Cath. Vestly um Aróru I blokk X. Ég fór að kaupa þessar bækur handa börnum minum, enda er hér um mjög skemmtilegar og vandaðar bækur að ræða. Nú um daginn hringdi ég i bókaforlagið Iöunni sem gaf út bækurnar, og spuröist fyrir um það, hvers vegna liðin væru heil þrjú ár frá þvi að siðasta bók kom út, en ég vissi aö slðan hafa komiö þrjár Arórubækur á norsku. Ég fékk þaö svar, að forlagið heföi neyðst til að hætta útgáfu á bóka- flokknum, þvi að hann heföi selst svo illa. Enn væri mikill hluti upplaganna eftir. Anne-Cath. Vestly er meðal þekktustu barnabókahöfunda á Norðurlöndum. í nýrri norskri bókmenntasögu segir um hana: (Þýðing min.) „Anne-Cath. Vest- ly vill bæta þjóðfélagiö. I bókum sinum gagnrýnir hún lifsgæöa- kapphlaup neysluþjóðfélagsins, en lofar vináttu, samheldni og velliðan fjölskyldunnar. I Aróru- bókunum rikir samheldni og vin- átta, en þar snýr höfundurinn öll- um viðteknum kynhlutverkum við. Pabbi er heima og sinnir heimilisstörfum, ásamt þvi að vinna að doktorsritgerð, en mamma vinnur úti allan daginn og kemur heim meö launaum- slagið um mönaðamót. Hún er Framhald á 18. síðu Kynningarvika. Thorex - pakkaraðhúsgögn Mánudag 14.mars — fösfudag 18.mars Hönnuöurinn verður á staönum fré kl. 2-6 daglega og sýnir hvernig raða mé húsgögnunum saman. Nýjasta nýtt! og aðeins í J.L húsinu. Thorex - pakkaraðhúsgögn. Húsgögn, sem hver maður getur raðað að eigin vild og fiutt og breytt eftir þörfum. Thorex-pakkaraðhúsgögn, hönnuö af Sigurði Karlssyni. , i j 'I)ÉÍ; •!* Sófi, stólar, hillur, borö, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm. Fást lökkuð eða ólituð, þér getið ráðiö litnum sjálf. Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. Jli Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. A A A A A A ■ ::: U ■ z: s ::j u _ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.