Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 15. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fyrst þad sama getur gilt um manninn i efstu og neðstu tröppu samfélagsstigans, einræðisherrann og einyrkjann, gildir það þá um alla menn, hvort sem þeir eru stórir eða litlir kóngar, eða bara húsbændur á sínu heimili? Lér koniingur og Bjartur í Sumarhúsum Stundum er leikhúsiö sá staöur, sem margur vildi óska aö þaö væri alltaf. Rannsóknarmiöstöö á eöli mannsins og mannlegra sam- skipta, þar sem allar hræringar einstaklinga og samfélaga eru settarundir smásjá og skoöaöar af visindalegri nákvæmni, og feimnislaust og tillitslaust reynt aö skilja, hvaö er hvaö og hvers vegna. Til þess þarf töluvert hugrekki, þvi hætter viö aö ein- hver fyrtist og'finnist ekki kurt- eislega aö fariö, og enginn er friöhelgur fyrir dónaskapnum. Núna er þetta stundum aö margra dómi i Þjóöleikhúsi islendinga. Þangaö er kominn maöur meö nýja söguskoöun, sem hefur gert mikinn usla i hugum okkar flestra, sem þar störfum. Hann lætur sér ekki nægja aö skoöa söguna I ljósi stéttabaráttunnar og breyttra framleiösluhátta, sem af flestum sagnfræöingum er þó talin býsna visindaleg aöferö, heldur leggur hann jafn mikla og meiri áherslu á hin minni striö og átök milli einstaklinga og kynja og telur þau rót hinna stóru stríöa. Hann segir einfald- lega: Allar athafnir mannsins eru kynferöislegar, væru þær þaö ekki dæi mannkyniö út. — Þetta kallar hann „The sexual interpretation of history” — kynferðislega söguskoðun. Og viö hlæjum og gleypum nú ekki viö svona einföldum fjar- stæöukenningum. En þegar búiö er að afklæöa þetta fræga mannkyn þjóöskipulögum, stéttumogfötum og þaö stendur uppi berstripaö og varnarlaust, kvenkyniö og mannkyniö, konan og maöurinn, Eva og Adam, þá undrast maöur þessa ógurlegu fábreytni. — Eru kynin bara tvö? — Já, það er vlst. — Hún meö móðurlif og piku, hann meö pung og tippi. Og fyrir þennan eina mun hafa þau i sameiningu uppfyllt jöröina og eignast langa sögu, sem viö vitum ekki, hvar byrjaöi né hvar hún mun enda. Þó halda sumir, aö styttra sé i endinn en upphafiö, þvi mannkyniö hefur nú náö svo langt d sinni glæstu þróunar- braut að geta tortimt sjálfu sér þó nokkrum sinnum, og svo kannski lýkur sögunni á grát- hlægilegu sjálfsmoröi eins og leikrit eftir Shakespeare. Nema hún guð, móöir náttúra, veröi fyrri til meö nýtt nóaflóö, eöa vitiboriö fólk grlpi I taumana. A meöan viö biöum þess, aö þrýst veröi á hnappiiin, sem hrindir af staö gereyöingar- strlöinu, er ágætt tómstunda- gaman aö skoöa þann kafla mannkynssögunnar, sem viö sjálf tilheyrum, og bera hann saman viö kaflann um Lé konung og co. Lér konungur, harmleikur eftir William Shakespeare. Um hvað fjallar þetta leikrit eiginlega? Einhvern geöbilaöan kdng á Englandi, sem er löngu dauöur, sem betur fer, ef hann hefur þá nokkurn tima veriö til, nema i sjúkum hugarheimi Speara gamla. Lér konungur er einvalds- konungur, sólkonungur meö vald sitt frá guöi, þess vegna altækt og óvefengjanlegt. Hann er ekki sá fyrstii né heldur sá siöasti I mannkynssögunni meö þvilikt umboö. Nýr einræöisherra endur- tekur i öllum höfuðatriðum Einrœðis- herrann og einyrkinn athafnir fyrirrennara sinna, i valdahungri sinu er hann óseöj- andi, I grimmd sinni miskunnarlaus og slægur, fullkomlega viti firrt mann- eskja, sem aldrei fær svalaö losta sinum, þó miljón litrum af blóði manna og dýra sé fórnaö honum og valdi hans til dýröar. Þá skiptir ekki máli, hvort hann heitir Hinrik VIII. eða Napóleon Bonaparte, Hitler eöa Stalin, Franco eö Pinochet, Nixon eöa Idi Amin. Allir vita aö hann er galinn, en enginn þorir aö segja þaö. Fyrr en einveldiö hrynur og einvaldurinn ferst. Þegar viö kynnumst Lé konungi fyrst, er þegar fariö aö halla undan fæti, hann er aö veröa gamall og hyggst afsala sér völdum og eyöa ellinni i skjóli dætra sinna. Konan er dáin, dæturnar giftar, nema sú yngsta, sem stendur til aö gefa öörum tveggja biöla um leiö og rikinu er skipt. En hann gefur sinum elskuöu dætrum ekkert skilyröislaust. Þær veröa aö bitast um bitana, metast um það, hver elski Hann mest. Tvær eldri dæturnar játa honum ást sina eins sterklega og þær kunna og fá aö launum jafnviröi ástarinnar i löndum, en sú yngsta neitar aö taka þátt I þessum leik. Hún segist ekki elska hann meira en skylt sé. Hún svikur fööur sinn um þá ástarjátningu, sem hann vill fá, og hlýtur f yrir þaö reiöi hans og bölbænir ógurlegar, og hann kastar henni á dyr. Af hverju gerir hún þetta? Vill hún ekki lönd? Elskar hún ekki fööur sinn, hefur hann veriö vondur viö hana? Er hún eins og hver annar uppreisnargjarn unglingur, sem gerir ekki eins og honum er sagt? En þá — hvers vegna? Kannski er skýringin sú, aö systur hennar hafi gengiö svo langt I aö tjá Lé ást sina, aö gangi hún lengra séu þaö sifja- spell, blóöskömm, og hún getur ekki, þorir ekki, vill ekki, til þess er hún of ung og óspillt og hrein mey, þess vegna segir hún ekkert. Þaö var þetta, sem Lér vildi, hann segir þaö sjálfur, þegar hann hefurkastaö henni frá sér: , ,Ég elskaöihana þó allra best og hugaöi á hlýjar náöir viö hennar skjól.” Þessi stúlka er kölluö Cordelia.Og likur benda til þess aö hún sé ekki dóttir Lés. Þaö kemur fram eftir þvi sem geðveiki hans ágerist seinna, að' hann dsakar konu sina um ótryggð. „0, þessi móöir mér til hjarta stlgur; hugsjúka þjáning, sökk þú beiska sorg heim I þin undirdjúp. —Hvar er sú dóttir?” Og seinna segir hann: „Skjálf þú, foraö, sem byrgir þér I barmi laumu glæp án dómsáfellis. Fel þig blóöga hönd: þú meinsvari; þú hræsnari meö hugann viö blóöskömm.” — Hver er þetta foraö? Er þaö „þessi móöir,” konan hans, sek um hjúskaparbrot? Og hver á þessa blóðgu hönd? Kannski hann sjálfur, sem hefur látiö hálshöggva hana fyrir glæpinn. Hinrik VIII. lét hálshöggva sínar konur. Hann lætur höggva konu sina fyrirhórdóm, en hvaö er hann sjálfur, meinsvari, hræsnari meö hugann viö blóö- skömm. Er I þessum oröum fólginn hinn óttalegi sannleikur um hann sjálfan, sannleikur, sem gerir hann sturlaöan, en jafnframt sjáandi, þótt þaö sem hann sjái veröi honum aö lokum um megn? Og óöur sér einvald- urinn allt þaö þjóöfélagslega óréttlæti, sem þegnar hans búa við. „Veslingar naktir, hvar sem eruö helst, og þolið hryöjur þessa grimma storms, hve fáið þiö, án húsaskjóls, viðhungur, i opingáttartötrum, varist veörum sem þessu? Ég hef alltof sjaldan sinnt um þetta. Láttu læknast, hégómi; reyndu á þér sjálfum það sem úrhrökþola;” Þaö er hans harmleikur, aö hannsérekkifyrr en um seinan, en þá eru glæpirnir orönir of margir og stórir til þess aö lifaö veröi meö þá, og hann flýr undan sannleikanum inn ifrelsi geðveikinnar, ber enga ábyrgö framar, hvorki á sinum geröum né annarra. Og yngsta dóttir hans, sem sveik hann, geröi gat á lyga- vefinn um lif hans, kom I veg fyrir áform hans um aö setjast I helgan stein meö henni, og hrinti þannig ósköpum af staö, þessi dóttir, sem er ekki dóttir hans, hlaut nafniö Cordelia,— Cor, ef. cordis, á latinu þýöir hjarta. Með smækkunarending- unni -lia, gæti þaö þýtt litla hjartaö eöa hjartaö mitt. Og þá dettur manni allt I einu I hug önnur unglingsstúlka á annarri tiö, sem einnig varö þaö á að svikja ást fööur sins, þótt hún væri ekki dóttir hans, og hann hafði gefið henni nýfæddri fallegasta nafniö sem honum dattihug, Asta Sóllilja. — Astin min, lifsblómiö hans. — Og þessi pabbi hennar, sem var ekki pabbi hennar, var ekki slöur kóngur I slnu rlki en Lér konungur. Hann rikti yfir konum slnum, börnum og skepnum af engu minni hörku og grimmd. „Einræöi hans geröi þeim ókleifa alla gagn- rýni.” (Sj. fólk bls 244.) sonur: Hvaö á ég aö gera? — f aöir: Hvaö þú átt aö gera? Þú átt að gera þaö sem ég segi þér.” (Sj. fólk bls. 287.) Þessi kóngur hét Bjartur i Sumar- húsum. Hvaö er unniö viö aö gera svona samanburö? Jú, lifs- munstur þessara tveggja feögina eru svo lik, þrátt fyrir allt sem skilur, þrátt fyrir aldir, þrátt fyrir óllk þjóöerni og þjóö- félagsstööu — önnur sleikja rjómann, hin lepja dauöann úr skel —, aö þaö hlýtur aö segja eitthvað alveg sérstakt um mannlegt eðli. Þaö aö tvö mikil skáld á sitt hvorri öld sinn i hvoru landi segi i stórum dráttum sömu söguna af fólki, sem var til og er til, gefur vísbendingu um eitthvaö sér- stakt. William Shakespeare og Halldór Laxness vita báöir, hvað þeirsyngja, þeir eru báöir jafn sannir, hvor á sinni tiö. Þar og hér — þá og nú — einráður, harölyndur faðir, sem rekur frá sér dóttur sina nýlega mannbæra, af þvi hún hefur svikið hann um ást sina. Tvær unglingsstúlkur, skjálfandi undir ægivaldi föðurins, meö rómantlska drauma um frelsiö og ástina, sem þær vilja leita sjálfar upp á eigin spýtur, þó það séljótt.Feðurnirkveljastaf þvi þeir þrá dætur slnar. Dæt- urnar kveljast af þvi þær þrá feður sina. En stoltiö bannar báðum að biöja fyrirgefningar fyrr en niöurlæging beggja er orðin slik, aö ekkert er eftir nema faöir og dóttir, maöur og kona, ástin og dauðinn. Þetta er mikil sorgarsaga, og þvi sorglegri sem hún er almennari. En er hún þá almenn? Það væri gaman aö vita svariö viö þeirri spurningu. Það fer ekki á milli mála, hvernig Bjartur I Sumarhúsum elskar Astu Sóllilju, sllkt væri kallaö sifjaspell á islensku eöa blóðskömm (incest), og þó hún sé ekki dóttir hans þá er hún dóttir konunnar hans og þvi jafn forkastanlegt i okkar siö aö girnast hana kynferðislega. Þaö fer heldur ekki á milli mála, hvernig Asta Sóllilja elskar Bjart, og þó hann varpi henni á dyr óléttri eftir annan mann og neyöi hana til að hata sig, þá elskar hún hann samt og skirir litlu dóttur sina Björt til að biöja um gott fyrir sér. Sama máli gegnir um Lé og Cordeliu, þaö leynir sér ekki aö lokum þegar hún hefur fundiö fööur sinn, aö ást þeirra er kynferöisleg. Siðast talar Lér eins og Rómeó: „Nei, nei, nei, nei; sem fyrst ífangelsið; fuglar, tvö ein I búri, syngjum viö; er biöur þú um blessun mina krýpég og bið þig fyrirgefningar; viö lifum og biöjum, syngjum, segjum ’frá og hlæjum aö gullfiörildum, heyrum húsgangs-ræfla tjá hiröfréttir.” — og áfrarn — „Hver sem vill okkur skilja, skalaf himni fá eld, og siöan svæla' okkur sem refi.” Viö sögulok standa þessir feður báöir meö Hk dætra sinna i blóöi drifinni slóö. Tveir fyrr- verandi kóngar, sem eitt sinn höföu hirö og hund og fifl, tveir allslausirólánsmenn.annar svo geð-vondur aö þaö er ekki nema hársbreidd frá geö-veiki hins. Sjúkir menn, sem ekki fyrr en Wi6 dauöans dyr gangast viö skepnuskapnum, dýrseðlinu I sjálfum sér og fá hugrekki til að vera þeir sjálfir. Er þá hin kynferöislega sögu- skoöun sú rétta söguskoöun? Er þá sannleikurinn um mannleg samskipti sá, aö þau séu alltaf kynferöisleg, stjórnist annaö hvort af kynferðislegri samúö eöa andúð, lika sam- skipti foreldra og barna alveg eins og hjá dýrunum? Fyrst það sama getur gilt um manninn I efstu og neöstu tröppu samfélagsstigans, einræðisherrann og einyrkjann, gildir það þá um alla menn, hvort sem þeir eru stórir eöa litlir kóngar, eöa bara hús- bændur á sinu heimili? Sú kynhvöt, sem brýst undan fargi hjá Lé og Bjarti, vegna þess að dætur þeirra eru ekki af þeirra holdi og blóði, er sameiginleg öllum mönnum, og þegar maðurinn fór að óttast hana og banna upphófst harm- saga hans. Þegar mannkyniö fór aö beina kynhvöt sinni I nýja farvegi, skapa heimspekileg trúarbrögö i stað frjósemis- dýrkunar, listir og menningu, byggja þjóöskipulög, reisa hús og hallir og verksmiðjur og fara i strið, — sem er hin endanlega bæling kynhvatarinnar, ekkert drepur hana örugglegar — viö upphaf þessarar þróunar byrjaði mannkynið að villast frá eðli sinu, kynvillast. Viö notum miklu finna orð yfir fyrirbæriö nú til dags, köllum þaö firringu. Allir tala um þessa óskaplegu firringu. En hver þorir til við hana, hver vill? — Enginn? — Ekki einu sinni þeir, sem þjást mest? — Nei, ekki einu sinni þeir, sem þjást mest, þvi sá sem þjáist heldur dauðahaldi i þjáningu sina, rétt sinn til aö þjást eins og þaö er svo fallega orðað. Maðurinn er haldinn kvalalosta. Mannkyniö er ekki aðeins kynvillt, þaö er lika haldiö kvalalosta. Vestur I Ameriku er banda- riskur sálfræöingur, sem hefur komist að þvl að ófullnægð ástarþörf — bæld kynhvöt — veldur geösjúkdómum allt frá ofdrykkju og eiturlyf janeyslu til kynvillu og geöklofa. Hann komstaö raun um að með þvl aö láta sjúklinga sina hrópa á for- eldra sina og biöja um ást þeirra, þá gat hann læknað nærri hvaöa geöveiki, sem var. Þeir engdust I krampaflogum og öskruöu og báöu foreldrana aö elska sig, þeir liföu hræöi- legustu þjáningar, en komust I gegnum þær og batnaði, og búa nú meö þá vitneskju i likama sinum að veslings foreldrarnir, sem ekkiheldurvoru elskaðir af sinum foreldrum, gátu ekki elskaö þá. Þessi sálfræöingur heitir Arthur Janov, og lækninga- aöferö slna kallar hann „The primal scream” — eöa frumópið. Og nú stendur hann fyrir til- raunum meö að ala upp frum- börn. Það eru börn, sem fá þörf fyrir likamlega ást og umhyggju foreldra sinna full- nægt. Bórn, sem eru elskuö jafnt af báöum foreldrum. Og þessi börn eru svo einkennileg fyrir það, aö þau gráta aldrei, þau viröast ekki kunna aö þjást. Hamingjusöm börn. — En leiðinlegt, hugsar einhver kvalanautnarmaöurinn. En samt er maðurinn I hamingjuleit, I þúsundir ára hefur hann leitaö langt yfir skammt aö sinni týndu frum- hamingju, en hvort hann finnur hana nokkurn tima aftur, leiöir timinn einn I ljós. Kannski eignast mennirnir einhvern tima heim,þarsem foreldrar og börn þurfa ekki aö skiptast á jafn sjúkum ástarjátningum og Bjartur I Sumarhúsum og Asta Sóllilja: Bjartur: „Nei lifandi skal ég aldrei á hennar fund, en ef ég drepst, þá máttu skila þvl til hennar frá mér að hún geti lagt mig til.” Ásta Sóllilja: „Lifandi skal ég aldrei til hans Bjarts I Sumar- húsum,en mér er sama þó hann grafi af mér hræiö.” Sá heimur yröi heimur ástar- innar,heimur frum-foreldra, og frum-barna, — frum-hamingju. Steinunn Jóhannesdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.