Þjóðviljinn - 15.03.1977, Page 16

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Page 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. mars 1977 Fjárhagsáœtlun Húsavíkur 1977 Bæjarstjórn Húsavikur samþykkti á fundi sinum 10. febrúar s.l. fjár- hagsáætlun Húsavikurbæjar fyrir áriö 1977. Helstu tekjuliðir á rekstrarreikningi bæjarsjóðs eru: a. Útsvör kr. 140.088.000.00 b. Fasteignagjöld kr. 39.870.000.00 c. Framlag úr Jöfnunarsjóði kr. 28.580.000.00 d. Aðstööugjöld kr. 24.032.000.00 e. Hlutdeild i tekjuskatti Johns Manville h.f. kr. 15.000.000.00 Helstu gjaldaliðir á rekstrarreikningi bæjarsjóðs eru: a. Yfirstjórn kaupstaðarins kr. b. Almennar tryggingar og félagshjálp kr. c. Fræðslumál kr. d. Vaxtakostnaður kr. e. Hreinlætismál kr. f. Æskulýðs- og Iþróttamál kr. 31.450.000.00 31.370.000.00 25.505.000.00 18.050.000.00 13.605.000.00 12.905.000.00 Helstu gjaldaliöir á eignahreyfingarreikningi eru: a. Götur, gangstéttir og holræsi kr. b. Byggingarframkvæmdir kr. c. Framlag til Dvalarheimilis aldraðra kr. d. Iþróttamannvirki kr. 57.350.000.00 71.000.000.00 18.000.000.00 5.800.000.00 Lækkandi verð á þakjárni Verðlag á þakjárni hefur farið lækkandi að undanförnu, að þvi er segir i Sambandsfréttum. Frá þvi að innkaup á járni voru gerð á slðasta ári og fram á hausthækkaöi verðiðum 20% en lokt s.l. byrjaöi það að lækka og er nú verðiö orðið lægra en á sama tima I fyrra. Heildarinnflutningur á þak- járni hefur árlega verið um 4000-4500 tonn, nú um sinn, og þar af kaupir SIS nú á annaö þús. tonn. SIS kaupir járnið frá Belgíu og verður þaö flutt beint til kaupfélaganna viö flestar hafnir landsins. —mhg Fasteignasalan sem er í yðar þjónustu býður yður að sjálfsögðu alla aðstoð við kaup og sölu fasteigna. Spörum hvorki tíma né fyrirhöfn við að veita yður sem besta þjónustu dSdPCp fasteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Fmnur Karlsson heimasími 43470 Valgarður Sigurðsson log^r. Arshátíð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldin föstudaginn 18. mars kl. 21:00 i Sel- fossbiói. Dagskrá: Ávarp Upplestur. Gamanvisur Dans. Fjöimennið. FRA FASKRUÐSFIRÐI '*k , \v ■ r’ <- \'' %*&'*$£*£*'**/* *’ - Vv.:: ■ ■ :■ : Góður affti og atvinna Eftirfarandi fréttir bárust Landpósti frá tlðindamanni Þjóöviljans á Búðum við Fáskrúðsfjörð, Birgi Sigurðssyni, þann 8. þ.m.: Enn berst loðna. Hingaö hafa nú borist um 11.500 lestir af loðnu til bræðslu. Siðast I dag landaði Skirnir AK hér 400 lestum. Bræðsla hefur gengið ágætlega, en verksmiðj- an bræðir um 200 lestir á sólar- hring. Nú er allt þróarrými fullt en á morgun tæmist einn tank- ur. í hraöfrystihúsi Pólarsildar h/f hafa verið frystar um 60 lestir af loðnu, og er þaö aöeins brot af þvi, sem unnt hefði verið að anna. Kemur þaö m.a. til af þvi, að þróarrými verksmiöj- unnar erlltið og þvi koma bátar sjaldan með loönufarm hér inn og ennfremur hafa margir farmar verið slæmir, loðnan smá og léleg til frystingar. Loönu hefur verið ekið hingað á bilum frá Stöðvarfirði, Reyöarfirði og Eskifirði. Afferming loðnuafurða hefur gengið greiðlega, farnar eru 900 lestir af mjöli og 500 af lýsi. Tveir bátar eru gerðir út á loðnuveiðar héðan frá Fá- skrúðsfirði en það eru Hilmir, sem fengið hefur um 11 þús. lestir og Flosi, sem er með um 4.300 lestir Mikill fiskur — mikil vinna Togararnir Hoffell og Ljósa- fell hafa aflað ágætlega frá ára- mótum og er afli þeirra nú orð- inn rúmar eitt þús. lestir sam- tals. 1 siðustu viku lönduðu þeir hér báðir, Hoffelliö 160 lestum og Ljósafell 80 lestum. Afli Hof- fells var geysiinikill i þessari veiðiferð og fyllilega ástæða til þess að segja frá hónum I fréttum, en ekki hefi ég orðið var við að t.d. fréttaritari útvarpsins hafi séö ástæðu til þess að senda slika frétt. Togararnir leggja upp afla sinn hjá Hraðfrystihúsi Fá- skrúðsfirðinga en hjá hrað- frystihúsi Pólarsildar h.f. leggja upp bátarnir Þorri og Sólberg. Þeir hafa stundaö veið- ar með linu þar til nú fyrir stuttu að þeir tóku net. Afli á lin- una var ágætur frá áramótum en hinsvegar var langsótt. Óhætt er að segja að vel liti út með netaveiðina, þaö sem af er. Þorri landaði i dag 36 lestum. Fiskurinn er verkaður bæöi i frystingu og salt hjá báðum vinnslustöövunum. Hjá Hrað- frystihúsi Fáskrúðsfirðinga hafa verið frystir 6000 kassar og saltaðar um 130 þús. lestir. Mikil vinna hefur veriö við fiskvinnsluna og geta allir feng- iö vinnu, sem vilja, m.a. vinnur margt fólk úr sveitunum i kaup- túninu um þessar mundir. Sumt af verkafólkinu er þó lengra að komið. Siöan i janúar hafa unnið hér hjá Hraðfrystihúsi Fá- skrúðsfirðinga 10 útlendar stúlkur og hafa reynst ágætir starfskraftar. Eru þær frá Skot- landi, Nýja Sjálandi og Astraliu. Snjóflóð í Skriðum Samgöngur hafa verið meö besta móti þaö sem af er vetri og vegir aldrei verið ófærir marga daga i senn. I siðustu viku snjóaði nokkuð og bleytti svo. Snjóflóð hafa viða falliö I fjöllum og i skriðunum milli Vattarness og Skálavikur féllu snjóflóö á þjóðveginn bæði á sunnudag og i gær. Engir bilar uröu fyrir þessum snjóflóðum, sem betur fer, þvi að ekki heföi þá af þeim þurft að spyrja. I gær munaði hinsvegar ekki miklu að illa færi, þar sem snjóflóð féll rétt framan við bensinflutn- ingabil, sem var á leið héðan til Eskifjarðar. Vegurinn er nú aftur orðinn fær. Rólegt mannlíf. Þaö vill oft veröa svo, að lifiö I kauptúnum landsins mótast fyrst og fremst af atvinnunni. Svo er einnig hér. Vinnan tekur mestan tima manna. Félagslif er þvi tæpast um að tala I eigin- legum skilningi. Hinsvegar eru haldin ýmis mannamót, þorra- blót og dansleikir og hafa verið vel sótt. Af andlegri iðkan fara hinsvegar fáar sögur. bs/mhg bækur Earey Rome and the Etruscans. R.M. Ogilvie. Fontana/Collins 1976. Þetta er fyrsta bindi Fontana útgáfunnar i bókarööinni „Font- ana History of the Ancient World”. Höfundur þessar bók- ar hefur sett saman nokkr- ar bækur um rómverska sögu og triiarbrögð. Hann rek- ur sögu Rómar allt frá komj etrúska til Rómar um 600 f.Kr. og til þess tima að gallar hertaka Róm 390 f. Kr. öll þessi saga er mjög erfið viöfangs, ýms- ir hafa leikið sér að sögu etrúska og látiö imyndunaraflið ráða um of og byggt kenningar sinar á mjög hæpnum forsendum. Ogil- vie vinsar úr frumheimildum það sem má með öryggi segja aö hafi gerst og ekki hafi gerst. Það er full þörf á handhægri útgáfu af sögu Rómar, fornleifafræðin hef- ur verið vegvisir siðustu áratug- ina um myrkviði þessarar sögu og margt hefur komið i ljós, sem áður var ekki vitað og ýmsar kenningar, sem áður voru taldar fullgildar, misst gildi sitt. Forn- leifafræðingar hafa ekki verið á eitt sáttir um timasetningu fyrstu byggðar á þeim slóðum þar sem Rómaborg stendur. Það getur skakkað nokkrum öldum um timasetninguna, en vist er aö þaö voru tvenns konar samfélög mjög snemma þar sem nú er Róm, annaö samfélagið var á Palatine- hæöinni hitt Esquline-hæö. Greftrunarsiðir þessarara sam- félaga voru fráburgðnir hvorir öðrum leirkerastlllinn einnig, svo að Róm verður ekki einnar þjóðar eða eins samfélags borg fyrr en siðar. Höfundurinn hefur dregið saman nýjustu vitneskju um borgina eilifu og kemur henni til skila á auðskilinn og vandaðan hátt. Þetta er vel skrifuð bók og þörf. Die Texfuberlieferung der anfiken Liferatur und der Bibel. Von H. Hunger, O. Stegmuller u.a. Mit einem Vorwort von Martin Bodmer. Deutscher Taschenbuch Verlag 1975. 1961 komu út tvö bindi hjá Atlantis-útgáfunni i Zlirich með þessum titli, annað bindið f jallaði um miöaldir. Nú er fyrra bindi þessarar útgáfu hér gefiö út, ann- að bindið veröur ekki endurprent- að að svo stöddu. Hér er rakin saga varðvéislu handrita fornaid- ar og þeirra breytinga sem á þeim uröu eftir þvl sem timar liðu. Agætur inngangur fylgir, þar sem er rakin saga bókagerð- ar frá upphafi og fram til loka fornaldar. Agætar bókaskrár og höfunda og safnskrár fylgja þessari endurprentun. Þetta er mjög þörf handbók fyrir þá sem stunda klassisk fræði og guöfræöi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.