Þjóðviljinn - 15.03.1977, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Qupperneq 17
Þriðjudagur 15. mars 1977 þjóDVILJINN — SIÐA 17 Grunnskóla- prófið og samfélags- fræði — skoðað og skil- greint i kvöld Þeir félagar Kristján E. Guðmundsson og Erlendur Sig. Baldursson sjá um þáttinn Að skoða og skilgreina, sem er á út- varpsdagskránni kl. 20.50 i kvöld, strax á eftir Lögum unga' fólksins. Þátturinn, sem ei einkum ætlaður unglingum, er hálfsmánaðarlega á móti þætt- inum Frá ýmsum hliðum. Við hringdum i annan umsjónar- mann þáttarins, Kristján E. Guðmundsson menntaskóla- kennara og leituðum frétta af efni þáttarins i kvöld. — 1 þættinum verður fjallað um grunnskólaprófin sam- ræmdu og þau mistök sem gerð voru i sambandi við þau. Við ræðum við brjá unglinga sem voru framarlega I þeirri hreyf- ingu grunnskólanema sem skipulagði mótmælaaðgerðirn- ar við Menntamálaráðuneytið. Þau segja frá þessum aðgeröum og einnig frá viðræöum sinum viö prófanefnd. 1 framhaldi af þvi segja þau frá hugmyndum sinum um skipulag prófa og skólanám almennt. Þetta eru hressir krakkar og ófeimnir aö segja skoðanir sinar á þessum málum. Þá verður rætt viö Guðmund Inga Leifsson, en hann er náms- stjóri I samfélagsfræðikennslu á grunnskólastigi. Nú er verið að vinna að samræmingu þessara greina sem hingað til hafa verið hólfaðar niður 1 landafræði, fé- lagsfræöi, sögu o.s.frv. Ætlunin er að þarna veröi aðeins um eina grein aö ræða, samfélags- fræöi, sem fjallar i stórum dráttum um samband manna viö umhverfi sitt og sögu þess. Þessi samræming er ekki komip i framkvæmd enn og óvlst hve- nær þaðveröur að afullu. Það er undir ýmsu komiö,m.a. f járveit- ingavaldinu og ekki siður áhuga skólamanna sjálfra á þessu máli. Kennslan i þessum grein- um hefur þó viða tekiö allmikl- um breytingum á siðustu árum og jafnframt eru geröar tilraun- ir með nýtt námsefni. Þannig hefur landafræöikennslan t.d. færst meira I það horf, að tekin eru fyrir ákveðin menningar- svæði og áhersla lögð á heildina og samhengiö I fræöunum, frek- ar en að kenna að þylja utan- bókar allar ár og þverár I þessu landi eöa hinu, ásamt öllum þeim aragrúa annarra örnefna, sem þótti góð latina hér áður fyrr. Þá hefur verið reynt að láta nemendur vinna að ákveönum verkefnum I hóp- vinnu og með lifrænu starfi i stað þess að hver sé i sinu horni að stagla I þurrum skræðum. Það er semsagt verið aö reyna að breyta hvorutveggja, kennslufyrirkomulaginu og hin- um hefðbundnu kennslugrein- um sjálfum. Einnig veröur rætt viö Guðmund Inga um prófmálin og all.t það fjaörafok og misskiln- ing sem þar hefur komið fram, þannig að þetta tvennt, sem tek- iö veröur fyrir I þættinum i kvöld, er aö sjálfsögðu nátengt. Við spuröum Kristján aö lok- um hvort þátturinn Að skoða og skilgreina yrði áfram á dag- skránni fram á sumar. Hann sagðist ekki búast við þvi, hann yröi liklega aðeins út veturinn. Þetta er annar veturinn, sem þátturinn er á dagskrá, en i fyrravetur sá Kristján E. Guð- mundsson einn um þáttinn. — eös Þriðjudagur 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00 Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blálilju” eftir Olle Mattson (30) Tilkynningar k. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 10.00: Lorant Kóvács og Filharmóniusveitin I Györ leika Flautukonsert i D-dúr eftir Haydn: Janos Sandor stj. Hljómsveit undir stjórn Augusts Wenzingers leikur Hljómsveitarkonsert eftir Telemann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.25 FráNoregiog Danmörku a. Norsk leikhúsmal i deiglunni. Ingólfur Margeirsson flytur ásamt Berki Karlssyni og Steinunni Hjartardóttur. b. Þorrablót á Austurveg 12. Óttar Einarsson kennari bregöur upp svipmyndum með upplestri eftirhermum og almennum söng t'rá sam- komu Islendingafélagsins i Kaupmannahöfn, sem hald- in var I Jónshúsi 19. f.m. 15.00 Miðdegistónleikar Kornél Zempléni og Ungverska rikishljóm- sveitin leika Tilbrigöi um barnalag fyrir pianó og hljómsveit op. 25 eftir Dohanányi: Gyorgy Lehel stjórhar. Útvarpshljóm- sveitin I Berlln leikur „Skýþiu-svitu” fyrir hljom- sveit. eftir Prokofieff. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving stjómar timanum. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vinnumál. Lögfræöing- arnir Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina Kristján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þátt fyrir unglinga. 21.30 Frá orgeitónleikum Martins Haselböcksi kirkju Flladelfiusafnaöarins I september s.ll. a. Sónata I A-dúr eftir Mendelssohn. b. Tveir þættir úr „Fæðingu frelsarans” eftir Messiaen. c. Danstokkata eftir Heiller. d. Hugleiöing um „Island, farsælda frón”, leikin af fingrum fram. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusáma (32) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guð mundsson les úr sjálfsævi- sögu hans og bréfum (7). 22.45 Harmonikulög Garðar Olgeirsson leikur. 23.00 A hljóöbergi Lesiö og sungið úr ljóöum Roberts Burns. Meðal flytjenda eru Ian Gilmour, Duncan Robertson og Margaret Fraser. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 8. skák. Dagskrárlok um kl. 23.50. Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá '20.30 Skákeinvigið 20.45 Reykingar. Skaösemi reykinga.Fyrsta myndin af þremur um ógnvekjandi af- leiðingar sigarettureyk- inga. I Bretlandi deyja ár- lega meira en 50.000 manns af völdum reykinga, eða sex sinnum fleiri en farast I um- feröarslysum. Meöal ann- ars er rætt við rúmlega fertugan mann, sem haldinn er ólæknandi lungnakrabba. Hinar myndirnar tvær verða sýndar næstu þriðju- daga. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.15 Grunnskólinn — og hvað svo? Umræðuþáttur um grunnskólann og tengsl hans við menntakerfiö. Um- ræðunum stýrir Hinrik Bjarnason, og meðal þátt- takenda eru óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri og Stefán Ólafur Jónsson, fulltrúi I Menntamálaráðu- neytinu. 21.55 Colditz Bresk-banda- rískur framhaldsmynda- flokkur. Fyllsta öryggi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.45 Dagskrárlok. Þessir nemendur eru greinilega ekki ánægðir meö nýja ein- kunnakerfið. Forstööustarf Auglýst er eftir umsóknum um forstöðu- starf við væntanlegt vistheimili Styrktar- félags vangefinna á Austurlandi. Heimilið verður á Egilsstöðum og getur hugsanlega tekið til starfa haustið 1978. Æskilegt er, að umsækjandi sem ráðinn yrði, verði ráðgefandi aðili um innri skip- an heimilisins. Nánari upplýsingar veitir Helgi Seljan i sima 91-11560 eða 91-41290. Umsóknum ásamt meðmælum, sé skilað til formanns félagsins Kristjáns Gissurar- sonar Eiðum. Umsóknarfrestur er til 1. mai n.k. Styrktarfélag vangefinna Austurlandi. Utboð Byggingarsamvinnufélagið Aðalból (B.S.A.B.) óskar eftir tilboðum i teppi á stigaganga i húsum félagsins við Aspar- fell 2-12. Tilboð skulu vera i þrennu lagi og mega vera um einn þátt af þremur. 1. Um sölu á ca. 2000 fermetrum af tepp- um. Sýnishorn þurfa að fyigja tilboðum. 2. Lim og annað efni til lagningar tepp- anna. 3. Vinna við lögn teppanna. Crtboðsgögn verða afhent á skrifstofu fé- lagsins, Siðumúla 34, Reykjavik. Réttur er áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað á skrifstofu félagsins fyrir kl. 11 fimmtudaginn 31. mars 1977. B.S.A.B. Siðumúla 34, Reykjavík. Lokað í dag vegna útfarar Pálma Péturssonar, skrifstofustjóra. Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveganna. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hvetfi: Reykjavík: Melhagi Hverfisgata Skúlagata Bólstaðarhlíð Lönguhlið Hjallavegur Rauðilœkur ÞJÓÐ VILJINN f'Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 Auglýsing í Þjóðviljanum ber ávöxt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.