Þjóðviljinn - 15.03.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.03.1977, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriftjudagur 15. mars 1977 | Ráðstefna i Vestur-Berlín:___ Um kjör og rétt evr- ópskra rithöfunda Um miðjan f ebrúar var haldin í Vestur-Berlín ráðstefna fulltrúa rithöf- undasamtaka þeirra Evrópulanda, sem aðild eiga að Evrópuráði, en undir þess hatti var saman safnast. For- maður rithöfundasam- bandsins Sigurður A. Magnússon, sótti ráð- stefnuna af Islands hálfu en hún fjallaði um efna- hagslega og félagslega stöðu rithöfunda í markaðsbúskap. Þar undir falla framsöguræð- ur og umræða um ritlaun og höf- undarétt, tryggingar, málfrelsi, áhrif fjölmiðla, útgáfuhætti og annað þessháttar. Menn skiptust á upplýsingum um löggjöf, félagsmál og annað sem að rithöfundum snýr, sagði Sigurður i stuttu viðtali viö Þjóðviljann. Þótt norðurlandarithöfundar telji sig eiga margan vanda óleystan, þá kemur það I ljós að ástand I Danmörku, Noregi, Sviþjóð er furðu gott miöaö við það sem gengur og gerist i öðr- um Evrópulöndum — meira að segja Frakklandi og Vestur- Þýskalandi, að ekki sé talað um þau lönd sem sunnar liggja. Mesta athygli vakti hið sænska fyrirkomulag, þar sem starfs- styrkir, útgáfustyrkir, bóka- safnafé ofl. verður rithöfundum drjúg fjárhgsleg aöstoð. Einokun fjársterkra. Margir voru hræddir við vissa þróun til einokunar sem er að gerast i útgáfustarfsemi. Nokk- ur stór forlög eru smám saman að ýta hinum smærri út af sviöinu, og þessi stóru forlög veðja á örfá fræg nöfn. Lítið verður til mótvægis þessari þró- un, til dæmis veita bókasöfn ekki þann stuöning sem þekkist á Norðurlöndum, ekki slst i Noregi, þar sem föst innkaup bókasafna er höfundum drjúgur stuðningur. Þaö vakti nokkra athygli þegar ég skýrði frá þvi, að hjá okkur væru við lýði höfundalög sem banna höfundum aö selja sinn höfundarrétt — þeir geta aðeins seit útgáfurétt. Vegna þess, aö viða annarsstaðar tiökast þaö, að verk eru keypt til allra þarfa ef svo mætti segja, kaupendur fara með þau rétt eins og þeim sýnist. Hinsvegar vakti það undrun og hneykslun þegar ég gat þess að hér væri enn við lýði 20% söluskattur á bókum. Þegar rætt var um afskipti stjórnmálamanna af fjármálum rithöfunda létu t.d. danir í ljós áhyggjur af hinum glistrupska anda sem vill skera niður „ómagastyrki” til skrifandi manna. Ég gat þó getið þess i þvi samhengi, aö hér hjá okkur væri um jákvæða þróun að Sigurður A. Norðurlönd fengu heldur góða einkunn. ræða, þar eð samtök rithöfunda sjálfra en ekki þingkjörnir aðil- ar hefðu yfir rithöfundasjóði að segja. Ritskoðun. Þegar rætt var um ritskoðun, beina og óbeina, létu menn fyrst og fremst uppi áhyggjur af þeirri hættu sem fælist I áhrif- um fjársterkra aðila á bókaút- gáfu. Þau höfundaforlög sem rekin eru á Norðurlöndum, sjálfsútgáfa islenskra höfunda, og áðurnefnd bókakaup norskra bókasafna þóttu, hvað með sin- um hætti, vinna gegn rit- skoðunarmöguleikum hinna fjársterku. Að þvi er varðar beina rit- skoðun ér Tyrkland mjög illa statt og hafa rithöfundar þar mátt sæta ýmsum kárinum af hálfu stjórnvalda. Fram kom tiilaga um að lýsa stuðningi við aðstandendur Mannréttinda- skrár 77 i Prag, en fulltrúar þriggja landa komu i veg fyrir að svo yrði gert. (Finnlands, Portúgals — og Tyrklands). Hinsvegar var samþykkt almenn áskorun um að virt séu ákvæði þau sem felast i Helsinkisáttmálanum. Þýöingar. Þetta var sem sagt kynn- ingarráðstefna, en upp úr henni er liklegt að til verði ný Evrópu- samtök rithöfunda. Næsta ráð- stefna verður haldin á ítallu og mun þá einkum fjallað um þýðingar. Þau tiðindi sem við gátum sagt af norræna þýðinga- sjóðnum þóttu merkileg og eftirbreytniverð. Höfundar frá minni málssvæðum — t.d. hol- lendingar og flæmingjar i Belgiu, höfðu heldur sorglega sögu að segja af þýðingarmál- um, en látnar voru I ljósi vonir um að Evrópuráðiö, sem var okkar húsráðandi, gæti lagt hin- um minni málssvæðum lið með fyrirgreiðslu við þýðingar. áb. Búnaðarþing Vill vegatoU af brautaumferð Frá Búnaöarþingi: Framleiðsla á fitustaðl- aðri mjólk Ot af erindi Egils Bjarnasonar um athugun á vegaáætlun 19/7-1980 og erindi ölvis Karlssonar um umferðabrautir um lönd bújarða og há- spennulagnir um sveitir landsins samþykkti Búnaðarþing eftirfarandi ályktun: 1. Búnaðarþing beinir þeirri eindregnu áskorun til sam- gönguráðherra að hlutast til um, að tekinn verði upp vega- tollur af umferö um stofnbrautir út frá Reykjavik og afla þannig árlega tekna til vegasjóðs, er nemi alltað 200 millj. kr., miðað við núgildandi verðlag. Fé þessu verði fyrst og fremst varið til að greiða kostnað við lagningu varanlegs slitlags á stofnbrautir. Jafnframt verði f járveitingar til þjóðbrauta auknar tilsvar- andi. Þá leggur þingið áherslu á, að samgönguráðherra hlutist til um, að eftirfarandi atriöa veröi vandlega gætt: 1. að vali vegastæða um lönd bújarða verði hagaö þannig, að veglagningin valdi sem minnstum óþægindum viö notk- un landsins. 2. að landeigendur og hlutað- . eigandi héraðsráðunautar fái frá upphafi að fylgjast með athugunum á vegastæðum og endanlegu vali á þeim. 3. að settir verði gangar undir fjölfarna vegi þar sem daglega þarf að sækja yfir meö búfé og ökutæki. 4. að samræmi riki varðandi bótagreiðslur til landeigenda fyrir land undir vegi og efnis- töku. II. Búnaðarþing beinir þeim eindregnu tilmælum til orku- ráðherra, aö hann hlutist til um, að settar verði reglur I samráði við Búnaðarfélag Islands um bótagreiðslur vegna lagningar háspennullnu um sveitir lands- ins hliðstætt þvi, sem nú á sér stað hjá Vegagerð rikisins vegna vegalagninga. Búnaðarþing felur stjórn Búnaöarfélags tslands að fylgja máli þessu eftir. 1 greinargerð segir: A Alþingi þvi, sem nú situr, voru gerðar nokkrar breytingar á vegalögum. Þjóðvegir eru nú flokkaðir i þrjá flokka, þ.e. stofnbrautir, þjóöbrautir og þjóðvegi I þéttbýli. Til stofn- brauta teljast nú þeir vegir, sem áður heyröu til hraðbrautum og þjóðbrautum, auk tveggja vega, sem áöur tilheyrðu landsbraut- um. Til þjóöbrauta teljast nú þeir vegir, sem áður tilheyröu landsbrautum, með þeirri undantekningu, sem áður er getið. Lengd vega I hverjum flokki stofii- 1. jan. 1977 er sem hér segir: Stofnbrautir........3.756.3 km. Þjóðbrautir.........4.709.4 km. Þjóðvegir I þéttbýli ... 131.3 km. Samkvæmt þingsályktunar- tillögu um vegaáætlun fyrir árin 1977-1980 eru fyrirhugaðar fjár- veitingar til nýrra þjóðvega sem hér segir: Ljóst er, að fjárveitingar til þjóðbrauta eru aðeins um 1/5 hluti af fyrirhuguðum fjárveit- ingum til nýrra þjóðvega á næstu 4 árum en þjóðbrautir eru um 55% af lengd vegakerfisins. Þvi telur Búnaðarþing mjög brýnt að auknu f jármagni veröi beint til þjóðbrautanna. Fyrir búnaðarþingi iá erindi um sölu neyslumjólkur með stöðluðu fitumagni, flutt af Jósep Rósinkra nssyni. Búnaðarþing afgreiddi erindið með svofelldri áiyktun: Búnaðarþing ályktar að beina þvi til Framleiðsluráös land- búnaðarins, að það beiti sér fyrir þvi, að hafin sé framleiðsla á fitustaölaðri mjólk, enda náist samkomulag irnan Sexmanna- nefndar um að söluverð slikrar mjólkur verði ákveöiö hið sama og verð á venjulegri nýmjóik eða sem næst þvi. 1 greinargerð segir: A undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun hérlendis I vinnslu á mjólkur- vörum. Má I þvi sambandi nefna mikla fjölbreytni I osta- gerö o.fl. Skapast hefur aukið vöruval, sem mælst hefur vel fyrir hjá neytendum, svo sem sala á þessum vörum sýnir. Ástæða er til aö fagna þessari þróun en minnt jafnframt á, að vel sé staðið á verði i þessum málum og aö aðilar mjólkur- iðnaöarins séu meö opin augu fyrir öllum nýungum. Stóraukin sala á undanrennu hin siðari ár bendir ótvirætt til þess, að neytendur óski gjarnan eftir mjólk meö minna fituinnihaldi en venjuleg nýmjólk hefur. A Norðurlöndum er á markaði mjólk meö mismunandi fitu- innihaldi og I Danmörku hefur verið staðnæmst við mjólk með fituinnihaldinu, 5%, svokallaða léttmjólk. Er sá staðall talinn heppilegur, m.a. vegna þess, að ekki þarf að vitaminbæta mjólk með fituprósentu niður aö þeim mörkum. Rétt væri, ef á annað borð yrði tekin upp framleiðsla hérlendis á fituskertri mjólk, að styöjast við reynslu norður- landabúa I þeim efnum. Astæða er til þess að leggja áherslu á, að samkomulag yröi að nást um svipaö verð á fitu- skertri mjólk og á nýmjólk. Mætti e.t.v. nota það fjármagn, sem þannig fengist, til aö greiða niður smjör, en framleiðsla þess mundi nokkuö vaxa vegna þeirrar umframfitu, sem fengist viö fituskerðingu mjólkurinnar. —mhg 1977 1978 1979 1980 miilj. millj. millj. millj. Stofnbrautir 1820 2050 1990 1967 Þjóðbrautir 400 450 450 450 Giriingar og græösla 40 60 60 60

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.