Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyýingar og þjóðfrelsis. Útgetandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Sföumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Hótanir Morgun- blaösins Á siðustu þremur árum hefur fram- færslukostnaður hækkað á íslandi um nær 200%. Verðlagið hefur sem sagt nær þre- faldast á þremur árum. Þótt við leitum hálfa öld aftur i timann eða lengur finnum við engin þrjú ár önnur, þar sem verðbólgan hefur verið svo gegndarlaus. Þannig hækkaði framfærsluvisitala um aðeins 44% á þremur árum frá 1970-1973 (ársmeðaltal) en nú um nákvæmlega 181% frá 1. febrúar 1974 til 1. febrúar 1977. Er ástæðan fyrir þessari taumlausu verðbólgu sú, að verkafólk og önnur vinn- andi alþýða hafi einmitt á þessum þremur siðustu árum verið svo ósanngjörn i kjarakröfum, að ,,ótimabærar” launa- hækkanir hafi valdið þessari holskeflu verðlagshækkana? Enginn leyfir sér að halda fram þvilikri kenningu. Það er nefnilega ekki aðeins, að þessi þrjú siðustu ár séu algerlega sér- stæð hvað varðar óðaverðbólguna. Þau eru einmitt lika aigerlega sérstæð, hvað varðar þá gegndarlausu skerðingu lifs- kjaranna, sem átt hefur sér stað einnig á þessum sömu árum. Við finnum engin þrjú ár önnur þar sem kaupmáttur laun- anna hefur verið skorinn niður um fjórðung til þriðjung og hjá sumum þaðan af meira. Verkafólk hefur verið mjög hófsamt i kjarakröfum, það hefur látið bjóða sér stórkostlega kjaraskerðingu, — máske i þeirri von að þannig yrði verðbólgunni helst haldið i skefjum. En hvað segir reynslan? Einmitt nú, þessi þrjú siðustu ár, þegar verkafólk og launafólk almennt lét yfir sig ganga kjaraskerðingu sem samsvarar þvi að ýmist fjórða eða þriðja hver króna hafi verið hirt úr launaumslaginu, — einmitt þá varð óðaverðbólgan i landinu slik, að verðlagshækkanir urðu margfaldar við það, sem áður hafði nokkru sinni þekkst i minni allra þeirra sem nú eru ekki komnir á eftirlaunaaldur. Svo kemur aðalmálgagn rikisstjórnar- innar til verkafólks og segir: Ef þið ætlið að knýja fram umtalsverðar kjarabætur, þá skuluð þið nú aldeilis fá að finna fyrir verðbólgunni, en ef þið verðið hlýðin og góð og sættið ykkur til frambúðar við kjaraskeðinguna verður nú kannske ekki slegið nýtt verðbólgumet alveg á næst- unni. Þvilikt hámark hræsninnar. Aðalmálgagn rikisstjórnarinnar hefur ekki séð ástæðu til að tala um verðbólgu, þótt strætisvagnafargjöld hafi meira en fjórfaldast á þremur árum, ekki þótt hitunarkostnaður ibúða hafi nær þrefald- ast, ekki þótt verð á flestum landbúnaðar- vörum hafi meir en þrefaldast, ekki þótt verð á haframjöli hafi nær fimmfaldast, ekki þótt verð á salti út i grautinn hafi nær fjórfaldast, ekki þótt soðningin hafi meira en þrefaldast, ekki þótt húsnæðis- kostnaður hafi margfaldast, — o.s.frv. endalaust. En þegar minnst er á að hækka kaupið, — þá æpir aðalmálgagn rikisstjórnarinn- ar: Verðbólga, Verðbólga, — nú skuluð þið sko loks fá að finna fyrir verðbólgunni, ef þið farið eitthvað að bera ykkur til við að rétta úr kútnum! Eins og verkafólk hafi ekki fengið að finna fyrir verðbólgunni að undanförnu, einmitt þegar hógværðin i kröfum var mest, einmitt þegar menn létu freklegustu kjaraskerðinguna yfir sig ganga. 1 munni vinnandi alþýðu merkir verð- bólga hækkanir á vöruverði. í munni Morgunblaðsins merkir verðbólga hins vegar hækkað kaup, bætt kjör. Það er af þvi Morgunblaðið skoðar öll mál frá sjónarhóli fésýslustéttarinnar, þeirra sem kaupið eiga að borga — þvi það er málgagn Sjálfstæðisflokksins. 1 siðasta Reykjavikurbréfi Morgun- blaðsins standa þessi orð: „Engin meðal- fjölskylda lifir af 100 þúsund króna laun- um á mánuði.” — Ekki það, nei. Samt á kaupið hjá verkafólki áfram að vera um og innan við 80 þúsund krónur á mánuði hjá meginþorra verkafólks, sam- kvæmt 4% kenningu Morgunblaðsins. Og Morgunblaðið hótar að verði lágmarks- laun hækkuð i rúmlega 100 þúsund krónur og samið um verðtryggingu, þá skuli slik- um samningum rift með lagaboði, og skipulögð óðaverðbólga, sem geri launa- hækkunina að engu. Mánaðarkaupið skal sem sagt áfram vera langt fyrir neðan það, sem meðalfjöl- skylda getur lifað af. Hvers vegna? — Þvi ætti Morgunblaðið að svara. Er það vegna þess, að land okk- ar sé svo harðbýlt, og sjórinn gefi svo litið af sér? Eða er það vegna þess, að landinu er stjórnað gegn lifshagsmunum alþýðu- heimilanna? Hvort heldur? — Við skorum á Morgun- blaðið að svara þeirri spumingu. k. Nógir aurar Sifellt er verið að kvarta yfir blankheitunum, en eins og við höfum haldið fram hér i Þjóövilj- anum, er aðalmeinið aö aura- ráðunum er misskipt. Þeir eru allavega ekki blankir sem settu eftirfarandi auglýsingu i Dag- blaðið i fyrradag: Eftirmáli við styrkveitingu Við afgreiöslu fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar nú á dögunum var samþykkt gegn atkvæöum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að veita Alþýöuleikhúsinu kr. 400 þúsund i styrk. Þessi viöurkenn- ing sem Akureyrarbær veitti Alþýðuleikhúsinu að lokum gekk ekki þrautalaust fyrir sig, og var eina atriðið i fjárhagsáætlun uppá hálfan annan miljarð króna, sem olli teljandi deilum. Það er svo sem ekki nýtt að umræður i stjórnum og ráöum belgist út i öfugu hlutfalli við upphæöir sem um er fjallað. En Soffia Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, ritar i pistil vikunnar i Norðurlandi 11. þ.m. nokkurskon- ar eftirmála við þessa afgreislu bæjarstjórnar: l'islill vikunnar: „Þá skiptir mestu máli að maður græði á því“ Ekki leiðist Islendingi gott aö gera, og hefur blaðið i leiðara enn aukið á rækilega kynningu sina á starfsemi og tilvist Alþýðu- leikhússins. Það er ekki bráðónýtt að eiga slika hauka i horni. Nú er alkunna, að á þeim stutta tima, sem liðinn er siðan Alþýðu- leikhúsið hóf göngu sfna, hefur þaö óumdeilanlega fest sig I sessi sem framsækið leikhús, og vakið verðskuldaða athygli fyrir vand- aðar sýningar og skemmtilegar. Það eru i sjálfu sér engin tiðindi, þótt afturhaldinu ofbjóöi, aö leikhúsi, sem borið er uppi af fólki kenndu viö róttækar lifs- skoöanir, sé veitt nokkur viður- kenning, þótt i litlu sé. Hvenær og hvar sem frjálslynd öfl og framsækin eru aö hasla sér völl á einhverju sviði, þá snýst aft- urhaldið vitanlega og eöli sinu samkvæmt þar öndvert gegn. Hitt er rétt að drepa ögn á, að I téöum leiöara gætir viöhorfa, sem allir vita raunar, að eiga upp á pallborðið i herbúðum ihalds- ins, en ekki er talið henta að flika að ráði á almannafæri. Þaö er þá helzt, þegar alvara er á ferðum og vanstilling gripur um sig, að tekið er að hugsa upphátt. Þá k'emur eitt og annað athyglisvert fram i dagsins ljós, sem gæti gefið hugmynd um, hvernig umhorfs væri, ef aftur- haldið fengi að haga málum eins og það helzt kysi i fullu samræmi við innsta eðlið. Fram kemur, að naumast eigi nokkub það rétt á sér, sem ekki beri sig eins og það heitir svo fagurlega. Það er fólksins að ^velja og hafna segir íslendingur hreinhjartaður og himinblár i framan. Ekki sakar aö minna á það, að viö Islendingar ölum með okkur marghöfðaðan þurs skoðanamyndunar i landi okkar, sem nefnist Morgunblað og hefur feikna útbreiðslu, e.t.v. af göml- um vana hjá mörgum, en ekki ber þar fyrir að lita framhjá stað- reyndum. Eigi hlutirnir endilega aö bera sig, á þá að halda uppi kostnaðarsömu skólakerfi, sem allir greiöa til hvort sem börnin ganga i skóla um lengri eða skemmri tima? Eigum við öll að hafa heilbrigðisþjónustu og nokk- urt félagslegt öryggi svo dæmi sé nefnt? Ekki ber slikt sig, ef reikna skal i beinhöröum pening- um. Alþýðuleik- húsið má vel við una Viljum viö kosta til þess aö hafa Þjóðleikhús? Þetta er stofnun sem fyrst og fremst er bundin við suövesturhorn landsins, og örðugt hefur reynzt að nudda henni til þess að rækja sómasamlega heimsóknir um dreiföar byggðir landsins. Kostnaðurinn er ærinn, en kannske getur Islendingur sagt fréttir af einhverju leikhúsi á byggðu bóli, sem ber sig fjár- hagslega.Er þá heldur nokkurt vit i þvi að dæla fé i annaö eins fyrir- tæki og sinfóniuhjómsveit, sem sumir segja, að einungis sé fyrir fáeina sérvitringa? Samt mætti minna á það, að Akureyrarbær hefur um langt skeiö stuttLeik- félag Akureyrar fjárhagslega i bliöu og striðu lika á timabilum, þegar fólkið hefur valið þann kostinn að láta sér starfsemi þess i léttu rúmi liggja og ekki að ráði hirt um að sækja sýningar þess. Þó var talið rétt að styðja þarna viö, og fyrir bragöið eigum við nú atvinnuleikhús hér i bænum. Islendingur vill, að fólkið velji og hafni og greinir skýrt á milli list- ar og boðskapar rétt eins og þetta tvennt sé aðskilið. Þetta er vita- skuld mikið mál, sem fróölegt væri að ræða nánar en hér er kostur. Þó skal aðeins á það bent, a6 þeir eru býsna margir lista- mennirnir á hinum ýmsu sviðum, sem þykir ekkert sjálfsagðara en að beita list sinni til framdráttar þeim málstaö, sem þeir vita sannastan og réttastan. Mætti nefna mörg dæmi um óforgengi- lega list, sem einmitt er á þann veg til orðin. Sofffa Guðmundsdóttir. Bæjarstjórn Akureyrar hefur nú afgreitt fjárhagsáætlun, þar sem ráöstafað var tæpum hálfum öðrum milljarði króna. Ekkert atriði þessa plaggs hefur vakiö aðra eins athygli og umræðu og margnefnd viðurkenning Alþýöu- leikhúsinu til handa. Það leynir sér ekki, aö það telst skipta máli hvernig þvi reiði af, og mikilvægi þess er þar meö ekki dregiö i efa. Alþýöuleikhúsið má vel við una. — S.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.