Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 17
Miftvikudagur 16. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Magnús Pétursson Drögaðalmennri og íslenskri hljóðfræði RitrUð Ki'nnardhá'.kóla fslands os Idunnar Hljóðfrædi eftir Magnús Pétursson komin út Bókaútgáfan Ióunn hefur sent frá sér Drög aö almennri og Is- lenskri hljóðfræði eftir dr. Magnús Pétursson. Höfundurinn lauk doktorsprófi i hljóðfræði frá Háskólanum i Strasbourg 1969. Hefur hann um árabil stundað rannsóknir á myndun islenskra málhljóða, lengst af við erlendar mennta- stofnanir þar sem hann hefur not- fært sér bestu tækni og rannsókn- araðferðir sem nú er völ á. Meg- inrit hans um islenskan framburð gaf Málvisindafélag Parisar- borgar út 1973, en fjölmargar greinar hefur hann birt i erlend- um visindatimaritum. 1 þessari bók birtast helstu nið- urstöður dr. Magnúsar i fyrsta skipti á islensku. Gerir hann grein fyrir myndun íslenskra málhljóða ogbirtareru myndir af þeim. Er hér að finna umtals- verðar leiöréttingar á eldri ritum um þetta efni. Bókin er fyrst og fremst ætluö kennaraefnum og kennurum, en þess er að vænta að hún komi að gagni öllum þeim sem islenskum framburði sinna. Með þessari bók er hleypt af stokkunum Ritröð Kennarahá- skóla tslands og Iöunnar. Er ætl- unin að þar birtist fræðirit og handbækur um nám og kennslu. Næsta bók i þessum flokki er Um nám og kennslu móöurmáls eftir Baldur Ragnarsson. Drög að almennri og Islenskri hljóðfræði er 93 bls. að stærð, prentuð i Setbergi. Hin árlega selveiöi á ís St. Anthony’s, Nýfundnalandi 14/3 reuter — A morgun, þriðju- dag, hefst hin árlega sela- veiði á is úti fyrir ströndum Ný- fundnalands, en hún hefur verið mjög umdeild undanfarin ár og risiö upp saintök til að berjast gegn veiöunum. I gær mættu selveiðimenn ásamt stuöningsmönnum slnum og slógu hring um flugvöll þar sem stóðu þyrlur sem dýravernd- unarsamtök höfðu tekiö á leigu. Þyrlurnar átti aö nota til að fljúga yfir veiðisvæðiö og fylgjast með aðförum veiðimanna, en þeir siðarnefndu hafa svariö þess eiö að koma i veg fyrir sllkt eftirlit. Dýraverndunarsamtök hafa bor- iö það upp á selveiöimenn að þeir beiti hinum grimmdarlegustu aö- ferðum við seladrápin. I ár er leyfilegt að veiöa allt aö 170 þúsund seli. Það eru einkum kóparnir sem veiddir eru, þvi skinn þeirra eru verömeiri en skinn fullorðinna dýra. sjónvarp Nýr sakamála- myndaflokkur: Ævintýri Wimseys lávardar — Þetta er spennandi saka- málaleikrit, svo það er ekki vert að ljóstra upp of miklu um efni þess, sagði óskar Ingimarsson, þýðandi nýs sakamáiamynda- flokks, „Ævintýri Wimseys lávaröar”, þegar Þjv. leitaöi upplýsinga hjá honum. Þetta er fyrsti þátturinn af sex, byggður á sögu eftir enska rithöfundinn Dorothy L. Sayers. óskar sagði aö þættir þessir væru lauslega tengdir sjónvarpsþáttum um Wimsey lávarö, sem hér voru sýndir fyrir nokkrum árum, en að öðru leyti væri þetta sjálf- stæð saga. Fyrsti þáttur leikritsins, sem sýndur verður i kvöld, gerist i Skotlandi, þar sem Wimsey og þjónn hans Bunter eru i orlofi. Þeir kynnast þarna málurum og öðrum listamönnum og stunda veiðiskap og golf. Þarna er misjafn sauður i mörgu fé og einkum kemur við sögu list- málari að nafni Campbell. Hann er svolamenni, illa liðinn af flestum þar um slóðir og er ýmsum i mun að ná sér niðri á kauða. Lávarðurinn og þjónn hans dragast þarna inn i dular- fulla atburðarás, eins og vera ber i góðum sakamálaleikrit- um, og er ekki séö fyrir endann á þvi fyrr en um tiuleytið i kvöld. Þátturinn, sem er 50 min. langur hefst kl. 21.15. Höfundurinn, Dorothy L. Sayers, ætlar ekki að gera það endasleppt við neytendur hinna rikisreknu fjölmiðla á tslandi, þvi nú stendur sem hæst flutningur á leikritaflokki eftir hana i útvarpinu, Maðurinn sem borinn var til konungs, sem fjallar um ævi Jesú og byggir á nýja testamentinu. Sögurnar um Wimsey lávarð eru hinsveg- ar dæmigerðar fyrir þá sagna: gerð, sem Sayers var einna þekktust fyrir, þ.e. sakamála- sögur. Sögurnar um Wimsey sem hún skrifaði um 1930 slógu i gegn og öfluðu henni mikillar frægöar. Sögur þessar, sem sjónvarpsmyndaflokkurinn er gerður eftir, gerast á þriðja áratug þessarar aldar. —eös Halldór Gunnarsson við hljóðritun á popphorni sfnu. Hvad heynst úr popphorni? Kl. 16,20 I dag gefur aö heyra popphornið I útvarpinu. Kynnir þar á miðvikudögum er Halldór Gunnarsson, sem þekktur er fyrir leik sinn, söng og kveöskap meö Þokkabót. Halldór hefur stjórnað miðvikudagspopphorni síöan f haust, en þá hafði það ekki veriö á dagskrá um nokkurra mánaða skeiö. Popp- horn var upphaflega fimm daga vikunnar, en fækkaði siðan allt niður I tvö á viku. Nú eru þau hinsvegar þrjú á viku, mánu- daga, miövikudaga og föstu- daga og fá nokkru lengi tlma en áöur, eða 70 mlnútur. Að sögn Halldórs verður þátturinn I dag einkum byggður upp i kringum hljómsveitina Gentle Giant. Þetta er bresk hljómsveit og skipuð góöum músiköntum. Platan sem spiluð verður með þeim heitir The Power and the Glory og kom út 1974. Þess á milli verður svo leikið ýmislegt annað. Má þar nefna Joe Cooker og EmmyLou Harris, og hljómsveitirnar Ameriea, Hoolabandoolaband (sænsk) og Wild Cherry (sem leikur ,,funky”-músik svo- nefnda). Að lokum sagði Halldór aö þetta væri ekki góður hlustunar- timi sem popphornið heföi og litiö hlustað nema með öðru eyranu. Undantekning frá þvi er þó t.d. margt skólafólk, sem hefur tök á að hlusta á útvarp á þessum tima daga. Erfitt væri samt að leika mikið af músik i popphorni sem krefðist athygli og einbeittrar hlustunar, sem ekki er hægt aö stunda I skarkala daglega lifsins. —eös Þessir tveir leika aðalhlutverkin I þáttunum um Wimsey lávarð. T.v. er Ian Carmichael, sem leikur lávarðinn og t.h. Glyn Houston I hlutverki Bunters. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunstund barn- anna kl. 8.00: Guðni Kol- beinsson endar lestur þýð- ingar sinnar á „Briggskip- inu Blálilju”, sögu eftir Olle Mattson (31). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Guðs- myndabók kl. 10.25: Séra Gunnar Björnsson les þýð- ingu sina á predikunum út frá dæmisögum Jesú eftir Helmut Thielicke, VI: Dæmisagan af illgresinu meðal hveitisins. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Fil- harmoniusveit Berlinar leikur Sinfónlu nr. 2 i C-dúr op. 61 eftir Robert Schu- mann, Rafael Kubelik stjórnar/ Filharmoniusveit Vinarborgar leikur Til- brigði op. 56 eftir Brahms um stef eftir Haydn, Sir John Barbirolli stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Ben Húr”, saga frá Krists dög- um eftir Lewis Wallace Sigurbjörn Einarsson þýddi. Astráður Sigurstein- dórsson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar Co- lonne hljómsveitin i Paris leikur „Karnival dýranna”, hljómsveitarsvitu eftir Saint-Saens, George Se- bastian stjórnar. Ulrich Lehmann og Kammersveit- in i Zurich leika Fiðlukon- sert i B-dúr op. 21 eftir Oth- mar Schöck, Edmond Stoutz stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökuldsson. Sögumaöur Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Ballettskórnir Breskur framhaldsmyndaflokkur I sex þáttum, gerður eftir sögu Noel Stratfields. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Fornleifafræðingur hefur ættleitt þrjár litlar stúlkur. Undanfarin tiu ár hefur hann verið erlendis, en frænka hans séð um uppeldi stúlknanna. Þegar sagan hefst, er fjárhagur þeirra orðinn bágborinn, og frænk- an verður að taka leigjend- ur. í ljós kemur, að þeir geta allir liðsinnt stúlkun- um. Þýöandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.35 Miklar uppfinningar Sænskur fræðslumynda- flokkur. 3. þáttur., Skriftin Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Systurnar i Sunnuhlið” eftir Jóhönnu Guömunds- dóttur. Ingunn Jensdóttir leikkona les (2). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kv öldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Rannsóknir á fuglastofn- um við MývatnDr. Arnþór Garðarsson prófessor flytur tiunda erindi flokksins um rannsóknir i verkfræði- og raunvisindadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a.Einsöngur: Stefán tslandi syngur is- lensk lög Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Sjóslysið við Skeley Bergsveinn Skúlason flytur frásöguþátt. c. Ljóðmæli eftir Guðrúnu frá MelgeröiArni Helgason les. d. Eftirganga Þórarinn Helgason flytur frásögu skráða eftir Eiriki Skúla- syni bónda frá Mörtungu á Siöu. e. örncfni og eyðibýli Agúst Vigfússon les frá- söguþætti eftir Jóhannes Asgeirsson. f. Kórsöngur: Karlakórinn Fóstbræður syngur Söngstjóri: Ragnar Björnsson. 21.30 (Jtvarpssagan: „Blúndu- börn” eftir Kirsten Thorup Nina Björk Arnadóttir les þýðingu sina (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisöguhansogbréfum (8). 22.45 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs:Jón Þ. Þór lýsir lokum 8. skákar. Dagskrár- lok kl. 23.45. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Skákeinvigið 20.45 Eldvarnir i fiskiskipum. I þessari mynd er gerð grein fyrir eldhættu i fiskiskipum og hvernig brugðist skuli við ef eldur kviknar. Sýndar eru ýmsar aðferðir til að slökkva eld i skipum. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 21.15 Ævintýri Wimsey lávaröar. Nýr, breskur sakamálamyndaflokkur i sex þáttum, byggður á sögu eftir Dorothy L. Sayers. Aðalhlutverk Ian Carmichael og Glyn Hous- ton. 1. þáttur. Peter Wimsey lávarður og Bunter einka- þjónn hans eru i orlofi i Skotlandi, og þegar fyrsta dagir.n f:-.na þeir rrlánnslik. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 22.05 Gitartónlist. Paco Pena og John Williams leika eink- um falmenco-tónlist. Þýðandi Jón Skaptason. 22.30 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.