Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. mars 1977 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 5 Raunsæisblær Straumrofs kemur vel fram I stássstofustil leikmyndarinnar Hér sjást Jón Sigurbjörns- son og Ragnheiður Steindórsdöttir i hiutverkum sinum. Ég var á frumsýningu 1934, segir Ragnar i Smára við vin sinn Hall- dór Laxness, og þar sátu menn ýmist með samanbitnar varir eða klöppuðu ákaflega. (Ljósm.: C.E1) Þaö er nær þvi að vera eins og ýmis gömul ævintýri, bætti nú Halldór við. Kannski likast Mjallhvit — stjúpuævintýri. Móðir sendir dóttur með veiði- mönnum til að láta drepa hana. Þ>ó er Mjallhvit mildari saga af þvi að þar er móðirin stjúpa. Straumrof merkir þaö sem nú kallast yfirleitt skammhlaup og i leikritinu verður myrkvun i tvennum skilningi. Verkið er raunsætt og byggist mjög upp á innri spennu. Þegar leikritið var sýnt fyrir 43 árum olli það talsverðu fjaðrafoki i bænúm og sýningar urðu ekki nema fimm. Gagn- rýnendur spurðu hvort hér væri farið af stað til að grafa undan islensku heimilislifi. Leikstjóri var þá Gunnar Hansen, en aðal- hlutverk léku Brynjólfur Jó- hannesson, Soffia Guðlaugs- dóttir, Nina Stefánsson, Indriði Waage og Þorsteinn ö. Stephen- sen. Svo skemmtilega vill til að þá lék Pétur Pétursson þul i út- varpi og talaði þá i lúður að tjaldabaki og nú leikur hann sama hlutverk á ný, að visu með þvi aö tala inn á segulband. Leikritið Straumrof var gefið út i bókarformi af Heimskringlu sama ár (1934) en þá styrðu þeir Ragnar i Smára og Kristinn E. Andrésson bókaútgáfunni. Það var prentað i mjög litlu upplagi og Halldór sagöist td. aldrei hafa eignast bókina sjálf- ur. En nú á morgun kemur leik- ritið aftur út hjá Helgafelli einí og áður sagði. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir nú i fyrsta skipti hjá Leikfélagi Reykjavikur. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson, búningar eftir Andreu Oddsteinsdóttur og lýsingu annast Daniel Williams- son. Hlutverkaskrá er þessi: Loftur Kaldan, faðirinn: Jón Sigurbjörnsson, Gæa Kaldan, móðirin: Margrét Helga Jó- hannesdóttir, Alda Kaldan. dóttirin: Ragnheiður Steindórs- dóttir, Már Yman.unnustinr. 1: Hjalti Rögnvaldssoo, Dagur Vestan, unnusti nr. 2: Arnar Jónsson, Vinnustúlka: Asa Helga Ragnarsdóttir, Þulur i út- varpi: Pétur Pétursson. Þetta er þriðja islenska verkið sem Leikfélag Reykja- vikur frumsýnir á 80 ára af- mælisárinu og fimmta frum- sýningin á leikárinu. Seinasta verkefni þess veröur svo nýtt is- lenskt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson, Blessað barnalán. Þess má geta að Halldór Lax- ness verður 75 ára nú i vor. Hann var spurður að þvi hvort ný bók bæri i smiöum og neitaði hann þvi. —GFr Halldór Laxness Vigdls Finnbogadóttir leikhússtjóri lék einu sinni I leikritinu á Herranótt Leikritið Straumrof eftir Halldór Laxness veröur frum- sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur i kvöld. 1 dag kemur það einnig út i bökarformi hjá Helgafelli. Það var þvi nokkuð sögulegt augnablik I Iðnó á föstudag þeg- ar tveir meistarar hins ritaða máls voru þar mættir til að kynna blaöamönnum leikritið ásamt leikhúsfólkinu. Þeir voru höfundurinn Halldór Laxness og útgefandinn Ragnar i Smára ásamt þeim Vigdlsi Finnboga- dóttur leikhússtjóra, Brynju Benediktsdóttur leikstjóra, Steinþóri Sigurössyni leik- tjaldamálara og Jóni Hjartar- syni blaðafulltrúa leikhússins. Vigdis sagði i upphafi að Straumrof væri sérstætt bæöi meðal islenskra leikrita og einnig meðal verka Halldórs Laxness. Leikritið var upphaf- lega frumsýnt i Iðnó 29. nóvem- ber 1934, en hefur ekki veriö sýnt á sviði siðan, nema á skóla- sýningum. Svo skemmtilega vill til að á Herranótt fyrir allmörg- um árum var þetta leikrit leikið og þá fór Vigdis Finnbogadóttir með hlutverk Gæju Kaldan en hún var þá kennari við MR. Þá sat Halldór á fremsta bekk og er það i eina skiptiö sem hann hefur sjálfur séð þetta verk á sviði. Halldór sagði á blaðamanna- fundinum að hann myndi ekki nákvæmlega þær kringum- stæður sem urðu til þess að hann samdi verkið en hann hefði tekið sér fri i viku eða 8 daga frá þvi aö semja Sjálfstætt fólk til að koma þvi saman. Hann hefur siðan ekkert átt við það. Brynja sagöist hafa sett verk- ið upp miðað við þann tima sem það á að gerast á þeas. 1934, þó að i raun sé það ekki bundið þeim tima. Það fjallar um hærri millistétt sem lifir i ákveðnu lifsmunstri sem hrynur svo. t fyrsta þætti heföi samt verið nauðsynlegt að stilisera svolitið til aö gefa betri hugmynd um lif fólksins á þeim tima: Halldór var spurður að þvi hvort leikritið væri ádeila og neitaði hann þvi ákveðið og sagði það flokkast undir fjöl- skyldudrama eða konversationsdrama. Sálfræði- thriller, skaut Brynja inn i. Einnig bar á góma hvort það væri i ætt við Strindberg og var niðurstaðan sú að þetta væri kvenelskuleikrit en ekki kven- hatursleikrit. Það kemur fram i þvi mikill skilningur á eðli kvenna, sagði Brynja. eftir Halldór Laxness Þau Brynja og Halldór virtust á eitt sátt um aö Straumrof vsri kvenelskuleikrit (Ljósm.e GEl)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.